Morgunblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ ff Laugardaginn 23. nóv. 1935. Föstud. 22. nóv. Síldin er komin fyrlr Reykjanes Þrjú skip kömu hingað í dag, sem höfðu veitt síld út Stafnesi og í Hafnasjó. Hingað kom'n dag þrír vjelbát- ar með síld til söltunar. Voru þar Kristbjörg frá Vestmanna- eyjum með 135 tunnur, Frigg frá Vestmannaeyjum með 50 tunnur og Þorsteinn frá Reykjavík með 15 tunnur. Allir þessir bátar fengu síldina út af Stafnesi eða í Hafnasjó. Mun hjer vera um að ræða sömu síldargönguna, sem undanfarið hefir verið út af Eyrarbakka og Herdísarvík og er því ekki ólík- legt, að síldveiði byrji aftur hjer í Faxaflóa, ef tíð verður hagstæð. Uppfyllingln við liöfnfina stækkuð. Hafnarstjórn hefir nýlega á- kveðið að láta vinna að stækkun uppfyllingar við höfnina, fram af Strandgötu 4, fyrir átta til tíu þúsund krónur. Verður byrjað á þessu verki éihhvern næstu daga og er áætlað að til þess muni þurfa að kaupa fjögur til fimm hundruð teningsfaðma af grjóti. Leikfimikensla — íþróttastarffsemi. Leikfimiskensla hefir engin verið hjer við barnaskólann það sem af er vetrj'n»m og stafar það af því, að húsúieði hefir vantað. Var byrjað á þýi snemma í haust að færa leikf&lishúsið upp að nýja barnaskólamum, en það hef- ir staðið við gamla barnaskólann. Varð að rífa húsið niður og er nú búið að endurbyggja það í sömu stærð syðst í lóð nýja skólans. En e.kki er eng lokið við að ganga frá húsinú a<f" ííinan og er búíst við að ekki verði hægt að byrja kenslu í því í'ytv en undir áramót. Mun húsið, þegar það er fullgert, verða naun betra til leikfimisiðk- ana heldur en það var áður og með meiri þægindum. T. d. verð- > ur nú í því miðstöðvarhitun og fullkomin baðtæki, en það- var hvorugt í því áður. Knattspyrnnffelagið „Ilaukar44. \j '.. J6I9IÍ Það fjelag ætlar Sjer að æfa fimleika og hándknattleik í vetur og mun byrja á þeim æfingum undir eins o£ leikfimishúsið er tilbúið. Ketnnári þeirra í leikfimi verður Baldur Kristjánsson úr Reykjavík. — Enn fremujr. þefir fjelagið í tyggju að æfa knattspyrnu inn- an húss í vetur, ef það getur feng- ið til þess heppilegt húsnæði, t. d. stórt' fiskhús. Kennari fjelags- ins í knattspyrnu hefir verið og verður Halldór Árnason frá Reykjavík. Leiðinlegur ómagi. Hjeðinn Valdimarsson hefir um margra ára bil haldið því fram, að örðugleikar útgerðar- innar væru að mjög miklu leyti því að ke'nna, að á henni lifðu dýrir ómagar. Voru framkvæmd- arstjórar útgerðarfyrirtækjanna þar fyrst til nefndir, og árásirnar á þá afar svæsnar. Heita má, að síðan Hjeðinn náði völdum í Al- þýðuflokknum og yfirráðum yfir blöðum hans, hafi þeim söng aldrei lint í • blöðum þessum, að „brask- ararnir“ væru ómagar á útgerð- inni, svo eru þeir menn nefndir af Hjeðni & Co., sem reka eða stjórna útgerð hje'r á landi. Vitanlega er þessi söngur Al- þýðublaðsins og fylgikrata þess að mestu leyti ósannur, þótt svo kunni að vera, að einstaka maður hafi á vegum útgerðarinnar verið eyðslufrekari en æskilegt hefði verið, e'ða tekið hærri laun en þurft hefði. Slíkar undantekning- ar eiga sjer vitanlega stað á öllum sviðum atvinnulífsis, án þess að það ráði úrslitum um afkomu heildarinnar. Samt sem áður ættu menn að geta orðið sammála um það, að nema á brott slíkar mis- fellur, hvar sem þær finnast. Nú er svo komið, að löggjafar- valdið er farið að blanda sjer mjög í stjórn atvinnurekstrarins, eins hvort það er einkarekstur eða opinber. Hefir þessi breyting orðið, síðan sósíalistar fengu meiri hlutaaðstöðu á Alþingi. Skyldu menn nú ætla að við það, að þess- ir vandlætarar tóku, að blanda sjer í stjóm þessara mála hefði meinsemdunum fælikað. En þetta hefir farið á annan vég. Má heita að atvinnuve'gimir sjeu kýluiu hlaðnir og kauuum, eftir þessi tæplega tvö þing, sem háð hafa verið, síðan Hjeðinn steig Fram- sókn á bak með Alþýðuflokkinn í taumi. Er ekki aðeins að með lög- sje nú bannað að selja landbúnað- arvörur innanlands beint eða án milliliða, heldur eru fjölmennar og dýrar yfirsstjórnir me'ð lögum greinir, flestár -í óþökk fram- settar yfir flestar framíeiðslu- leiðendanna, en allar á þeirra kostnað. Þessar stjórnarlýs sjúga án afláts blóð úr framleiðslunni. Fremstur í hópi hinnar nýju ómegðar á atvinnuvegunum ,varð Hjeðinn Valdimarsson. Þegar hann hafði fengið því framgengt, að 7 manna ne'fnd yrði sett á laun hjá fiskeigöndum (Fiski- máianefnd) skamtaði hann sjer þegar formannsstöðuna. Auðvitað vinnur nefnd þessi ekkert nýti- legt verk fyrir fiskframleiðslu landsins, og það lítið, sem hún læst vera að skifta sjer af útgerð- armálum og fisksölumálum, ger- ir hún í fullri óþökk útgerðar- manna og fiskeiganda. En það hefir ekki bugað einurð Hjeðins til þess, að láta Ilarald skamta sjer 5500 krónur fyrir það, að kallast formaður nefndarinnar. En Hjeðni þótti þetta samt ekki nóg fyrir sig. Hann ljet Harald líka troða sjer í stjórn Sambands ísl. fiskframleiðenda, einnig í fullri óþökk fiskeiganda. Ekki er á- kveðið, hvað H. V. fær fyrir þetta nýja starf. En líklegt má telja, að það verði um 300 kr. á mánuði. Er þá maður þessi, sem talinn er einhver tekjuhæsti maður á ís- landi, búinn að krækja sjer í 9000 kr. bitling hjá fiskeigönd- um. Mun það flestra mál, að fáir sjeu síður maklegir slíkra gjafa frá útgerðarmönnum. Hitt mun ekki síður sýnast, að allfágæta einurð þurfi til þess fyrir for- ingja hinna fátæku og tekjulágu að setjast að slíkum krásum of- an á þau óhófslaun, er hann áður hafði. En frá hverri hlið, sem á mál þetta er litið, mun varla finnast öllu ógeðþekkari ómagi en þessi nýi niðursetningur á heimili út- gerðarinnar. Maðurinn í gapa- sfokknum. Framhald af bls. 3. í brjefi sjávarútvegsnefndar til atvinnumálaráðuneytisins dags. 3. maí 1932 segir m. a. svo um reikningsfærslu Þ. E. „Telur nefndin slíka reikn- ingsfærslu óviðunandi og undrast, að þeir menn skuli hafa reikningsfærslu verk- smiðjunnar með höndum, er , svo lítil skil virðast kunna á bókfærslu". Um tillögur mínar sagði pefndin, að hún væri þeim fylgjandi í öllum aðalatriðum. Undir þetta brjef ritaði Sveinn Ólafsson frá Firði f. h. sjávarútvegsnefndar. Þegar hjer var komið- sögu kærði jeg með brjefi 6. maí 1932 framferði Þormóðs til Tryggva Þórhallssonar þáver- andi atvinnumálaráðherra. Mun sú kæra hafa orðið til þess, að Tryggvi skipaði ekki í stjórn verksmiðjanna, þegar umboð stjórnarinnar fjell niður, samkvæmt lagabreytingu á vor- þinginu 1932, heldur eftirljet það verk komandi ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem tók við völdum í maílok 1932. Má þó geta nærri, hvort þess hefir ekki verið freistað af vensla- mönnum Þormóðs í Framsókn- arflokknum að fá Tryggva til að skipa Þormóð í verksmiðju- stjórniria áður en stjórnarskifti yrðu, en Tryggvi Þórhallsson hafði, sem atvinnumálaráð- herra, kynst starfsferli Þor- móðs of mikið til þess að hann vildi láta það verða eitt sinna síðustu verka. Framh. Sveinn Benediktsson. Nýll naulakföl off besta hsnglkjðtlð jVerslunin Kföt & Fiskur. Símar 3828 og 4764. Víkingsprent Hvcrfisgötu 4 (hús Garðars Gíslasonar) Sími 2864 Tekur að sér alla prentvinnu fyrir lægsta verð Baekur, blöð og tímarii; einnig allskonar tæki- færisprentun svo sem bréfhöfuð, umslög, reikn- ingseyðublöð, frumbækur, auglýsingar o. s. frv. MF* Leitið upplýsinga um verð. Skiptið Yið Yíkingsprent, pér tapið ekki á pyf Kvöldskemtan til ágóða fyrir blásnauðan, veikan mann, verður haldin í Varðarhúsinu á sunnudagskvöld, kl. 8%. — Upplestur, síra Árni Sigurðsson og Herdís Andrjesdóttir skáldkona. Kristján Kristjánsson söngvari syngur. Nokkrir ágætir kvæðamenn kveða. Aðgöngumiðar seldir við innganginn á 1 krónu. Sendimaður Hitlers á fundi Lavals. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. von Ribbentrop sendi- herra Hitlers er nú kom- inn til Parísar og hefir átt viðræður við Laval. Hefir Hitler falið von Ribb- entrop að ryðja brautina fyrir bættri sambúð Þjóðverja og Frakka. Komið hefir í ljós að vináttu- samningar þeir sem Frakkar gerðu við Rússa í fyrra eru erf- iðasti þröskuldur í vegi fyrir því, að Þjóðverjar geti borið fult traust til Frakka. Frönsk blöð leggja hinsvegar áherslu á að fransk-rússneska sáttmálanum sje ekki beint gegn Þjóðverjum. Páll. Frú Halla Jóhannes- dóttir. Framh. af 5. síðu. enda er það ekkert meðalmanns- afrek að hafa alið tíu mannvæn- leg höm, hafa komið hinum stóra hóp upp og auk þess stjórnað stóru heimili með rausn og prýði. Það er eins og ekkert hafi unnið bilhug á henni, hvorki erfiði og umsýsla nje heldur sjúkdómar og sorgir, og klýtur hún frá upp- hafi að hafa verið að öllu vel úr garði gerð. Jeg kyntist á sínum tíma flest- um heimilum í Haukadal, og er mjer ávalt síðan hlýtt til sveit- arinnar og fólksins. En það er ekki kastað rýrð á. neinn, þótt jeg taki það fram, að heimilið á Leik- skálnm var dálítið sjerstakt í sinni röð. Það var höfðingjasetur sveitarinnar. Það var orðlagt nm Dali, og enda víðar, fyrir höfð- ingsskap og glaðværð engu síður en dugnað og atorku. Allir vissu, að það var ekki síst húsfreyjan, er setti þann brag á, enda þótt Páll Magnússon cand. juris. Allskonar lögfræðisstörf, mál- færsla, innheimta, samningagerð, kaup og sala fasteigna o. fl. Skrifstofa: Brekkugötu 9, Hafnarfirði. Sími 9066. Heimasími 9121 (Sethergi). Viðtaístími 4—5. húsbóndinn væri og vel að sjer ger og höfðingi á marga lund. Mjer er altaf í minni sú vin- semd og alúð, er strax kom á móti mjer er jeg kom fyrst ókunnugur að Leikskálum, og hygg jeg að rnargur hafi sömu sögu að segja um það. Hinsvegar get jeg fyrir eigin kynni flestum hetur horið um hjartagæsku og höfðingsskap húsfreyjunnar þar, þegar í raunir rak. Hún er áreiðanlega ein af þeim, seto hefir safnað sjer þeim fjársjóðum, sem mölur og ryð ekki granda. Þrátt fyrir alt erfiði • og um- hyggju hefir frú Halla altaf átt sjer andleg áhugamál og opinn huga fyrir öllu því, sem verða má til að fegra og göfga mann- lífið. Hún var full af áhuga fyrir sjálfstæðisbaráttn íslendinga, enda fór sá áhugi vel við skömngs- skap hennar að öðru leyti. Trúkona hefir hún altaf verið, og mundi hún seint fylla flokk þeirra, er lítt hngsað vilja kasta gömlum verðmætum fyrir borð. Er hún þó frjálslynd og hefir glöggt auga fyrir nýjn ljósi; veit jeg að sálarrannsóknirnar og hoð- skapnr þeirra hefir fundið næm- an hljómgrunn í huga henuar. Margir hlýir hugir munu bein- ast til frú Hölln Jðhannesdóttur á þessum degi, með ósk nm að æfikvöld hennar megi verða eins og fagurt sólarlag eftir langan og athafnaríkan dag. Yngvi Jóhannesson. — Amma, er pabbi sonur þinn? — Já, drengur minn. — Hefirðu rekið hann frá þjer? — Hversvegna spyrðu svo? — Jú, hann e*r altaf að flækj- ast heima hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.