Alþýðublaðið - 07.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.06.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla bíaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þaan dag, sem þær eiga að koma í blaðið. varð staðinn að landhelgisbroti og var sá enskur. Þegar vestar dróg sást til tog- ara innan línunnar. Tók sá þegar á rás til hafs, er hann varð varð- skipsins var, og annar með hon- um, er var utan línu, en hafði víst ekki góða samvizku, hætti sá brátt að eyða kolum, er auðséð Var að hann var ekki eitur. Öðru máli var að gegna með hinn fyr- nefnda, hann kinti sem ákafast 9g huldist því nær í reýk. Nú hófst æsandi eltingaleikur. Varðskipið var ekki á því að gef- ast upp að óreyndu og sendi sökudólgnum kveðju með fallbyss- unni, jafnframt því sem hraðinn var aukinn sem mest mátti verða. Dró nú smátt og smátt saman með skipunum. En ekki stanzaði togarinn fyr en varðskipið var búið að sýna honum að alvara var í skotunum, með því að skjóta rétt við skipið og gefa merki um að næsta skot riði á það sjálft. Var þá búið að eyða io til 20 skotum á söku- dólginn, og eltingaleikurinn hafði staðið í því nær I1/* klst. Þessi togari var þýzkur. Þriðji og fjórði togarinn, serrf sannir urðu að sök, náðust svo á leiðinni frá Ingólfshöfða til Vestmannaeyja; voru þeir báðir enskir. AUs stöðvaði Beskytteren 7 eða S togara, en slepti sumum aftur, er ekkert reyadist við þá að at- huga. Til Vestmannaeyja kom svo skipið með alla fjóra sökudólgana á fimtudag. Var þýzki togarinn, sem hvorki hafði skipsskjöl í lagi né námer, sektaður um 1500 kr. (um 21 þús. mörk) og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Tveir af ensku togurunum voru sektaðir um 1000 kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Hafði annar þeirra tvenn veiðarfæri og hinn mikinn afla, sem hann vildi fá keyptan, en fekk auðvitað ekki. Þriðji enski togarinn var sekt- aður um 1500 kr. Skipstjórinn á Beskytteren heit- ir de Bang, duglegur og einbeitt- ur maður, sem sjá má af þessu. /. Kn attspy nnikappleikurmn í gærkvöldi fór svo, að Fram vann Víking með 3:1. Fyrsta mark skoraði Eiríkur Jónsson (Fram), er 10 mín voru liðnar af fyrri hálfleik, vel gert. Annað mark skoraði Gísli Pálsson (Fram), er 10 mfn. voru liðnar af síðari hálfleik. Þriðja markið skoraði Helgi Eiríksson (Vfking) með höfðinu úr hornsparki, er 30 mín. voru af síðari hálfleik, og síðasta markið skoraði Gísli Pálsson augna- bhki síðar.' Fjöldi fólks horfði á Ieikinn og var dágóð skemtun að honum, þó röskari vöm hefði mátt vera hjá Víking. Helzt til kalt var fyrir áhorfendurna, og ætti næst að hafa leikinn, þó eiÉki væri nema einni stundu fyrri. Pjóðhjálpin. Svo heitir félagsskapur sá, sem nýlega hefir verið stofnaður hér í Kaupmannahöfn (á dönsku Sam- fundshjælpen). Er tilgangur þess að bjarga nauðsynlegustu vörum á land og halda upþi flutningum, ef þarf, þá er verkföll eru. Félags- skapurinn er stofnaður nú eftir allsherjarverkfallið. Formaður hans og aðalhvatamaður heitir Fenger, lögfræðingur hér í borginni, og að öðru iftt kunnur. Það leynir sér ekki, hvaðan þessi félagsskapur er runninn, eða hver tilgangur hans er. Það eru stórgróðamennirnir og vörubrall- ararnir, sem gangast fyrir honum, og tilgangurinn er að setja hanm til höfuðs verkamönnum, eða með 1 \ öðrum orðum ónýta aðalvopn þeirra, og það bitrasta — verk- föllin. Verkfall hefir nú staðið meðal kindara á skipum og hafnarverka- manna frá þvf seint í aprílmán- uði, og énn þá er ekki fyrirsjáan- legt að saman gangi. ________________^j / Þjóðbjálpin hefir nú (15. maí) starfað við afferming skipa í rúma viku, og hafa 8—10 þús. manns unnið þar af frjálsum vilja, og affermt meðal annars kolaskip. Vinnan fer fræm undir vernd lög- regluliðs. Halda lögregluþiónar alstaðar vörð, þar sem unt er, til þess að vera við hendina, ef verk- fallsmean skyldu koma og geta áhlaup. Ekki hefir enn komið til neins verulegs handalögmáls, eða annara óeirða, svo teljandi sé, og fer vinnan því friðsamlega fnsm. Það getur verið lærdómsrfkt, að heyra hvers konar fólk það er,„ snm sýnir af sér þessa dásamlegu umhyggju fyrir þjóðinni. Flestir munu ekki vera svo vanir þeirri vinnu, sem þeir Ieysa þarna af hendi; það eru greifar og barón- ar, skrifstofufólk, allskonar verzl- unarmenn og „lafsar"; fólk, sem annars er óvsat þvf, að drepa hendi í kalt vatn. Það er lfka auðséð, að þeir eru ekki vanir við að rísa árla úr rekkju, nýju „hafnsrverkamennirnir", því enn þá hafa þeir ekki komið til vinnu fyr en kl. 9 á morgnana. Þá maéta þeir með „hvítt um hálsinn", é gljáleðurskóm, í tízkuíötum, með harðan hann á höfði og gullspöng á nefi. Og þessir „herrar", semf inna þessa nauðsynlegu þjóðfélags- hjáip af hendi, þurfa ekki að fara inn á misjafnlega hreinlega kjallara- veitingastaði, til þéss að borða málamat sinn; þeim eru færðar aliskyns kræsingar á vinnustaðinn, annaðhvort að heiman eða af beztu veitingahúsum. Það eru líka engir öreigar að vinna þarna. Enda losnuðu sumir þeirra við að skipa. upp kolum; það er að segja, það hét svó, að til kolavinnnnar þyrfti; „valdara lið“. Sagt er, að sumir þessara háu herra hafi borið þess merki, að þeir væru ekki vanir að taka á kössum og tunnum og annarí þungavörú, og því síður að strita í kolum. Það kvað ekki hafa verið laust við blöðrur í lófum þeirra, og verkjasamt hafði þeim orðið í baki. En eitt ættu þeir að læra, að verkamenn eru ekki ofsælir af því kaupi, er þeir hafa fyrir vinnu sína við höfnina og þann llfsháska, sem vinnu þeirra er samfara. Sá heiður hlotnaðist þessum- hafnar-„verkamönnum“ í gær, að innanrfkisráðherrann og dómsmála-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.