Morgunblaðið - 15.01.1936, Page 5
Miðvikudaginn 15- j an. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Fjársukkið mikla
og varnarskrif rauðliða.
Efflr Mannús Jónsson, alþm.
Niðurl. (
Hafa fjárlög ekki hækkað?
Þá er að líta á það, sem bæði .
f jármálaráðherra og nú J. G. bera
fram sem aðal vörn sína gegn á- j
-■sökunum okkar um sífelda hækk- J
rnn f járlaganna. Þeir vilja alveg,
^eyða þessari ásökun með því, að |
hjer sje aðeins um rjettari áætl-
anir að ræða, eU raunveruleg
hækkun sje engin á ferðinni. Ut-
koma þessara ára verði ekkert
hærri, þó fjárlögin sjeu hærri.
# Til þess að sanna þetta birtir
-J. G. yfirlit yfir tekjur og gjöld
síðasta áratugsins, 1925—’34. Síð-
an ber hann þetta yfirlit saman
•við fjárlögin, sem afgreidd voru
síðast, upp á 151/2 miljón, og dreg-
nr þá ályktun af þessu, að af
þjóðinni verði ekki heimtað meira
nú en áður að meðaltali.
En á þessari röksemdafærslu
-eru verulegar gloppur.
Fyrst e'r nú það, að J. G. gerir
sig hjer sekan um eitt af því, sem
fyrst og fremst verður að varast,
Jjegar samanburður er gerður; Þ.
e. að bera saman það, sem er ósam-
bærilegt. — Samanburði má haga
ýmisle'ga, en fyrsta og óhjá-
kvæmilegasta grundvallarreglan
verður að vera sú, að samanburð-
Æ,rliðirnir sjeu jafnan hliðstæðir.
Annars verður samanburðurinn
anarkleysa ein. Það þýðir t. d.
ekkert að hera saman rekstrar-
afkomu fyrirtækis og nota í eitt
skifti nettóhagnað ög í hitt skift-
að brúttóhagnað. En þe'ssa grund-
vallarreglu brýtur J. G. hjer með
því að hera saman annarsvegar
útkomu ríkisbúskaparins á lands-
reikningi 1934—’35 og hinsvegar
fjárlög 1936. Því að hann er ein-
anitt biiinn að sýna það svart á
livítu, hve mikill munur er á
þessu tvennu. En það sem þe'ssi
röksemdafærsla byggist á, það, að
útkoma ársins 1936 verði sú sama,
sem fjárlögin mæla fyrir um, er
alveg í lausu lofti. Hún er í raun
■og veru það sem sanna á. Það sem
sanna á, er því gert hje'r að sönn-
un fyrir sjálfu sjer. En það er
það, sem stundum er kallað
.,,hringavitleysa“, af því að þar
fer röksemdin í hring, eins og
hundur, sem reynir að ná í skott-
ið á sjer og snýst því á sama
hlettinum. Með þessu er því rölt-
■semdin fállin.x Ef bera á saman
verður annaðhvort að bera fjárlög
saman við fjárlög eða landsreikn-
ing við landsreikning. Að öðrum
kosti er alt ónýtt, og það stend-
vir óhrakið, að með hærri fjárlög-
rum verði að búast við hærri reikn-
ingi.
Onnur meginve'ilan í röksemda-
færslunni er sú, að greinarhöf.
virðist ganga útfrá því, að gjöld
fyrirfarandi ára hafi ekki verið
hærri en svo, að vel sje óhætt að
œtla þjóðinni sama bagga 1936
æins og hún hefir borið í góðum
og vondum árum að meðaltali síð-
asta áratug.
Jeg ætla mjer ekki að fara að
draga upp þá mynd, sefn þyrfti
til þess að sýna hvílík' fjarstæða
slíkt er. Markaðir hafa tapast,
framleiðslutækin gengið úr sjer,
verslun dregist saman. Dýrtíð
eykst svo að minna gjaldþol verð-
ur eftir hjá þeim, sem fasta pen-
ingaborgun hafa, og þannig er svo
að se'gja hvert, sem litið er. En
altaf eru fjárlögin hækkuð og
jafnhliða aukast þyngslin á
sveita- og bæjafjelögum. Þetta
segir J. G. að sje pólitík stjórnar-
flokkanna gegn okkur Sjálfstæð-
ismönnum. Það getur vel verið, að
hún geti haldið áfram eitthvert
stundarkorn Cnn. En það verður
ekki lengi. Og hvað tekur þá við?
Og svo kemur sú leiðinlegasta,
af veilunum í röksemdafærslu J.
G. Og hún er sú, að fjárlögin
bera það. sjálf með sjer, að þau
eru raunverulega hærri en nokk-
uru sinni fyr. Eða hvað segir J.
G. um það, sem skemst er á að
minnast, að síðasta þing bætti inn
á fjárlögin alveg nýjum liðum, :
sem nema mörgum hundruðum
þúsunda? Er það ekkert annað en
lagfærð áætlun ? Og hvers vegna !
þarf hvert þing að liækka skatt-'
ana, þingið 1934 um h. u. b. 2
miljónir og þingið 1935 um h. u. |
b. IV2 miljón? Er það aðeins til
þess að standast jafnhá gjöld og
áður ?
Jeg býst við að J. G. svari þessu
síðasta með því að segja, að hækk-
anirnar eigi aðeins að vega móti
þeim lækkunum, sem erfiður
liagur þjóðarinnar og atvinnuveg-
anna hljóti að hafa í för me'ð sjer.
En er hann þá ekki að slá niður
sína eigin röksemd um það, að
þjóðin sje enn fær um að bera
jafnhá gjöld og áður eða hærri?
Á hverju ári þarf þá að bæta við
nýjum og nýjum sköttum og
hækka þá, sem fyrir eru, aðeins
til þess að ná sömu te'kjum. Ef
annað eins fyrirbrigði og þetta
getur ekki opnað augu manna, þá
hljóta þeir að vera steinblindir.
Ef bóndi, sem fekk ákveðið mjólk-
urmagn úr 5 kúm, þarf næsta ár
6 kýr til þess að fá sama mjólltur-
; magn og síðan 7 og svo 8, án þess
■ að sjá, að hje'r væri eitthvað al-
I variegt á ferðum, þá held jeg að
1 flestum litist illa á þá búmensku.
En kannske að þetta sje alt öðru-
j vísi þegar um mjólkurkýr ríkis-
, sjóðs er að ræða?
Lýðskrumið.
j J. G. segir, að allar fyrirfarandi
stjórnir hafi haldið áætlunum
fjárlaga niðri af því, að þær hafi
ekki viljað, e'ða þorað að láta þjóð-
ina sjá þá rjettu mynd ríkisbú-
skaparins á fjárlögunum. Þetta á
Jmeð öðrum orðum að hafa verið
t lýðskrum.
Jeg skal ekJícrt, segja um þetta
að því er snertir þær stjórnir, sem
: mestu hafa eytt umfram f járlög.
j En vill nú e'kki jafn sanngjarn
j maður og J. G. er, stinga hendi í
J eigin barm og spyrja, hversvegna
I núverandi valdhafar halda öllu í
háspennu þó að bersýnilegt virðist,
að það liljóti að leiða til glötunar?
Er ekkert í því af lýðskurmi e'ða
von um pólitískan hagnað? Þegar
hann skrifar síðari part greinar
sinnar, flíltar þar miljónunum til
verklegra framkvæmda, talar um
nauðsyn þess að halda öllu gang-
andi og lofar stórfje til þess að
Jjetta mönnum afkomum, þó að
hann viti að hjer er ve'rið að
þurausa þær lindir, se'm almenn-
ingur verður að lifa af, — hvað
er það annáo en lýðskrum, og það
af hættulegustu tegund? Af ótta
við fólkið er uni að gera að haída
öllum hjólum í gangi fram um
næstu kosningar.
„Eftir okkur kemur svo synda-
flóðið“!
Magnús Jónsson.
*!**t>*!t*!>>?M!t,?**?**V!**?>*?*<W!*<t**t*<?t*?**?t*!**T**^
Rjúpur.
Ágætar Rjúpur ca. 400
stykki, seljum við ódýrt
næstu daga.
Sig, Þ. Skjaldberg.
Af sjerslökum
ástœðum
er 5 manna bíll til sölu
með tækifærisverði ef samið er
strax. — Upplýsingar á
Aðalstöðinni,
Sími 1383.
SJÁLFVIRKT
ÞVOTTAEFNI
Oskoðlegt
Klórlaust
Gjörir þvottinn
mjallhvítann án
þess að hann sje
nuddaður eða
b I e i k j a ð u r.
Minningarorð.
Símon Sveinbjörnsson.
1 gamla daga voru margar
svaðilfarir farnar milli Akra-
ness og Reykjavíkur, og komu
ekki allir heim úr hverri för.
Þann 9. desember 1891 fór sex-
mannafar eina slika. Á þessu
skipi var formaður Sveinbjörn
Þorvarðarson frá Kalastöðum,
bróðir Þorv. Þorvarðarsonar
prentsmiðjustjóra í Reykjavík.
Sex manns voru á skipinu, þar
á meðal systir Sveinbjarnar, en
enginn komst lífs af úr þessari
för, nema Jón Árnason frá
Heimaskaga. Hann var þá að-
eins 20 ára þegar þetta skeði.
Komst hann á kjöl og var þar
í 2!/j klst. í 8—10 stiga frosti,
áður en honum varð bjargað
af skipi frá Akranesi. Hafði
sjst að heiman hvernig komið
var, og því þegar reynt að
bjarga. Jón hætti ekki, þrátt
fyrir þessa þrekraun að stunda
sjóinn. Hann gerir það enn. Og
hefir oftar komistíhann krapp-
ann.
Sveinbjörn heitinn var giftur
Margrjeti Kristjánsdóttur, —
Símonarsonar frá Akri á Akra-
nesi, og síðari konu hans Þóru
Jónsdóttur frá Kópsvatni, en
Þóra var áður gift síra Oddi
Sveinssyni frá Rafnseyri. —
Sveinbjörn og Margrjet eignuð-
ust 6 börn. Dó eitt þeirra ný-
fætt, en hin komust upp. Var
Símon skipstjóri þeirra elstur,
og var á 10. ári þegar þetta
skeði, en yngsta barnið var að
eins 19 vikna gamalt. Þetta er
ekki í fyrsta skiftið, sem ung
móðir hefir orðið að taka að
sjer að uppfylla föður- og móð-
urskyldurnar. En þessi harða
barátta hefir komið mörgum
ungum manni til þess að stíga
á stokk og strengja þess heit,
að berjast drengilega við hlið
þeirrar veru, sem bar hann
undir brjósti. Þau elska gagn-
kvæmt og láta eitt yfir bæði
ganga. Æfi Símonar sannar, að
hann var slíkur sonur móður
sinnar. Hann barðist af miklum
dugnaði með henni og fyrir
hana, til þess að koma yngri
systkinum sínum úr „grasi“.
Árið 1904 fluttist Margrjet
með bömum sínum til Reykja-
víkur. Hafa þau Símon dvalið
þar síðan. Stundaði hann þeg-
ar sjóinn og ljet sjer hvergi
bregða. Hann gekk á Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan. Var hann
lengi skipstjóri á kútterunum
gömlu meðan þeir voru við líði.
En síðan keypti hann línuveiða-
skipið „Rifsnes“ og var me®
það lengst af síðan. Símon var
og eitt ár skipstjóri á fyrsta
togaranum, sem hingað var
keyptur.
Árið 1907 gekk hann að
eiga ástmey sína Sigríði Jóns-
dóttur, ættaðri úr Reykjavík,
hina elskulegustu konu. Þau
bjuggu skamt saman, því hana
misti hann af bamsförum 9.
jan. 1908. Barnið lifði, og var
heitin eftir móður sinni. Mar-
grjet gat nú launað hinum góða
syni, með því að ganga barai
hans í móðurstað. Enda var
það ekki gert með hangandi
hendi. Sigríður þessi er nú
gift Ólafi Friðrikssyni verslun-
armanni í Reykjavík.
Árið 1920 giftist Símon í ann-
að sinn eftirlifandi konu sinni,
Ástu Hallsdóttur, systur Halls
tannlæknis, hinni ágætustu
konu. Áttu þau saman 5 drengi.
Dó einn þeirra á 1. ári, en hinir
4 lifa. Er sá elsti 15 ára, en sá
yngsti tveggja ára.
Móðurhlutverkið er því erfitt
eins og oft áður. Og svo sonar-
skyldurnar við aldurhnigna
móður manns hennar, sem með
þessum ágæta syni hafði þolað
sýrt og sætt í lífinu. En alla
þessa erfiðleika og sjálfsögðu
skyldur hygst Ásta að uppfylla
og sigra, með Guðs hjálp og
gcðra manna, þrátt fyrir erfiða
tíma og alskonar mótgang lífs-
ins. —
Nú standa þessir ungu vinir
svo að segja í sömu sporum sem
faðir þeirra stóð fyrir rjettum
44 árum,. Og við vonum að þeim
aukist með degi hverjum ás-
megin í því erfiða hlutverki, að
berjast til sigurs við hlið góðrar
móður, fyrir framtíð þeirra
allra og velferð. Og pabbi
þeirra mundi bæta við. Munið
að vera ást og yndi hennar
ömmu ykkar meðan þið megið
og megnið. Hún hlýtur nú hvað
af hverju að fara að gefast upp.
Því oft hefir gefið á bátinn
þann.
Símon Sveinbjörnsson var
fæddur á Akranesi 2. apríl
1881. Hann dó í Landakotsspít-
ala 7. júlí 1935, eftir uppskurð
við magasári. Símon heitinn var
fríður sýnum, meðal maður á‘
vöxt og samsvaraði sjer vel.
Hann var vel greindur. Ein^rð-
ur, eindreginn og ákveðinn, og
viídi als ekki láta hlut sinn.
Hjelt hann skoðun sinni fyrir
hverjum sem var. Hann var til-
finningamaður, vinur vina sinna.
Boðinn og búinn til að rjetta
þeim hjálparhönd.
Sambúð þeirra hjóna var á-
gæt. Þau voru bæði vel gefin.
Lík um margt, og virtu hvert
annað mjög mikils.
Það er því mikils mist við
sviplegt fráfall ástríks sonar,
maka og föður. En margreynd
móðir hefirfyr komið „út í jel“.
Hún veit að þau birta um síðir.
Og kona sem hefir elskað, sem
biður og vonar, sem trúir og
treystir, henni er líka óhætt.
Hún getur m;itt í raunum sínum
talið kjark í aðra. Og einmitt
það hefir Ásta gert.
Akranesi, 14. desember 1935.
Ól. B. Björnsson.
I