Morgunblaðið - 16.01.1936, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtiidagihn 16. jan. 1936..
8T
Stúlka óskast í vist nú þegar.
Elísab. Einarsd., Austurg. 17 B,
Hafnarfirði. Sími 9069.
Regnhlífar teknar til viðgerð-
ar á Laufásvegi 4.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Áma B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Þú sem tókst sleðann af
drengnum á Laugavegi, skilir
honum tafarlaust á Lindargötu
10 A, eða lögreglan sækir hann.
Dömuklippingarnar í Kirkju-
stræti 10 eru unnar af æfðum
fagmanni. Sími 1697.
Tannlækningastofa Jóns Jóns-
sonar læknis, Ingólfsstræti 9,
opin daglega. Sími 2442.
2303 er símanúmerið í Búr-
inu, Laugaveg 26.
Munið Permanent í Venus,
Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á
öilu hári.
Jjfftorfltittb’laMí)
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
Ur dagbókarblööum
Reykvíkings.
! ' • .
-11 "■
Landsstjórnin okkar er nú í
þann veginn að senda menn
til þess að leita viðskiftasamn-
inga fyrir okkar hönd við Þjóð-
!verja, því samningar þeir, sem
gilt hafa eru útrunnir.
, Verulegur hluti af fram-
i leiðslu landsmanna árið sem
| leið byggist á því, að Þjóðverj-
i ar fengust til að kaupa ís-
lenskar afurðir.
Alþýðublaðið hefir notað
tækifærið upp á sína vísu og
birti á sunnudaginn .var ítar-
lega svívirðingargrein um núver
andi stjórn í Þýskalandi.
Skyldi blað utanríkismálaráð-
herrans álíta, að sú aðferð sje
vel til þess fallin að greiða götu
fyrir hagkvæmum samningum
við Þjóðverja?
Því ekki er það í þágu hinna
1 vínnandi stjetta, að viðskiftin
við Þýskaland torveldist.
*
Dagblað Tímamanna flytur
grein eftir Jónas Jónsson
| um njósnirnar fyrir hina ensku
togara.
Þykir greinarhöfundi það
furðulegt framferði af Morgun-
blaðinu, að blaðið skuli víta
njósnirnar, þareð það sjeu m. a.
Sjálfstæðismenn, sem framið
hafi þann verknað.
Kemur þar fram siðalærdóm-
ur þessa ,,æskulýðsleiðtoga“,
sem í stuttu máli er þessi:
Ef einhver maður fremur af-
brot, spurðu fyrst í hvaða
flokki hann er.
Sje hann pólitískur andstæð-
ingur þinn, þá svívirtu hann
einsog þú mögulega getur.
En ef pólitískur samherji á í
hlut, þá er alveg sama hvaða
óhæfu hann fremur, yfir hana
skal breitt, og hún afsökuð á
alla lund. ,
Þannig eru í stuttu máli
starfsreglur þessa manns.
menningarbragur er það á
okkur íslendingum enn í
dag, hve lítið við notum okkur
til manneldis jurtir þær sem í
landinu vaxa.
Hafa ófróðir menn og illa
innrættir beinlínis unnið gegn
því og talið þá menn grasbíti, í
óvirðingarskyni, sem leggja
sjer til munns ýmiskonar jarð-
argróður.
En heilbrigð skynsemi al-
mennings vinnur bug á þessum
bábil.ýam sem öðrum.
Leiðbeiningar í notkun ým-
issa jurta til manneldis fá menn
m. a. í ýmsum gömlum fræði-
bókum.
*
Hvítsmári hefir eigi verið
notaður til manneldis hjer á
landi öldum saman. En svo seg-
ir Björn í Sauðlauksdal í „Gras-
nytjum“ sínum, að fyr á öldum
hafi smári verið etinn, enda var
smárinn verðlagður hjer sem
aðrar búsafurðir, smáratunna á
10 álnir.
Björn segir að smárinn hafi
Armbandsúr í silfurarmbandi
tapaðist í gærkvöldi á Austur-
velli. Finnandi vinsamlega beð-
inn að skila því á Bræðraborg-
arstíg 16 (sími 4890) gegn
fundarlaunum.
Armbandsúr tapaðist í gær í
miðbænum, merkt O. S. A. v. á.
Dívan með skúffu, til sölu,
með tækifærisverði. Uppl. á
Njálsgötu 76, þriðja hæð.
verið etinn bæði hrár og soðinn
í mjólk „væri þá gott að saxa
hann, svo hann yrði frambæri-
legur“, segir þar.
*
PJ’yrir 40 árum var ungur nátt
úrufræðingur við uppboð í
sveitarþorpi í Englandi. Boðinn
var upp kassi með ýmsu rusli í, þ.
á m. leifum af eggjasafni.
Áður en kassinn var boðinn upp
sá náttúrufræðingurinn að í hon-
um var eitt geirfuglsegg. Hann
bauð í kassann og keypti hann fyr-
ir iy2 stpd. Er hann hafði eignast
kassann með öllu því, sem í var
fann hann annað geirfuglsegg í
kassanum. Eggin séldi hann á söfn
og fekk fyrir þau um 450 stpd.
*
Dýravörður einn í London sá
um daginn stóra slöngu gleypa
lítinn slöngu-unga. Dýravörðurinn
gerði sje*r hægt um hönd, rak
handlegginn upp í þá sem gleypti,
og náði litlu slöngunni út. Hana
hafði ekkert sakað.
Mjólkandi kýr til sölu. Verð
kr. 150.00. Upplýsingar í síma
4226. Gísli Gíslason.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Matur og kaffi með sann-
gjörnu verði í Café Svanur við
Barónsstíg.
Döf útilokar hurðarskelli. —
Hringið á skrifstofu Iðnsam-
bandsins, Suðurgötu 3, sími
3232.
Jeg hefi altaf notaðar bif-
'reiðar til sölu, af ýmsum teg-
| undum. Tek bifreiðar í umboðs-
sölu. Það gengur fljótast að
!framboð og eftirspurn sje á ein-
1 um og sama stað. Sími 3805-
Zophonías Baldvinsson.
| Kaupi ísl. frímerki, hæsta
I verði. Gísli Sigurbjörnsson,.
Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.>
Silkisokkar á aðeins kr. 1.90* *
parið í Versl. Ingibj. Johnson-
Sími 3540.
Húsmæður! Ef ykkur vantar
fisk þá hringið í síma 1669.
Sel gull. Kaupi gull. Sigur-
þór Jónsson, Hafnarstræti 4.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Allir Reykvíkingar iesa auglýsingar Morgunblaðsins.
s&m
Fimm menn um miljón. 12.
húsbóndann. „Hefir sá gamli verið þreytandi?“,
spurði hann í lágum hljóðum.
„Hann er skramb iforvitinn“.
„Kærðu þig kollóttan“, svaraði Mr. Bessiter.
„Hann átti erindi við mig frá firma sínu„ svo að
jeg neyddist, til þess að bjóða honum. Fjelagið
ætlar að gefa út ný hlutabréf, og vildi fá okkur á
áskriftarlistann, en við urðum ásáttir um, að láta
tilboðið eiga sig. Við skulum drekka eitt glas sam-
an, Charles. Jeg er ánægður yfir, að þú ert kom-
inn heim aftur. Má jeg nota tækifærið og gefa
þjer eitt ráð?“, bætti hann við og horfði í áttina
til de Brest. „Notaðu nú tækifærið, til þess að ná
samkomulagi við Lucillu. Hún er besta stúlka, þó
að hún sje nútímabarn“.
„Jeg er á sama máli“, svaraði Dutley og skálaði
við tengdaföður sinn tilvonandi. „Það er gaman
að vera kominn heim“. „Það gleður mig að heyra
þig segja það. Þú ættir að vera heima núna um
tíma. Hjer er nóg um íþróttir fyrir mann í þinni
stöðu. Jeg legg til, að þú dragir þig nú í hlje. Jeg
sje að Hisedale gamli er að gæta að þjer. — Og
Lucilla vill áreiðanlega fara eitthvað út til þess að
dansa.
Dutley þakkaði og flýtti sjer að standa á fætur,
en doktorinn mændi á eftir honum.
„Jeg vildi óska“, sagði Dutley við unnustu sína,
er þau voru að dansa nokkru síðar á Embassy,
„að þessi blessaður barón vildi hætta að stara
svona á þig. Hann hefir ekki dansað nema einn
dans við hinar stúlkumar og gerir ekkert annað en
sitja þarna, þamba kampavín og einblína á þig.
Mjer finst það hreint og beint dónalegt. Og svo er
fólk að tala um, að útlendingar kunni mannasiði!“
Lucilla hörfaði dálítið aftur og leit framan í
unnusta sinn. „Kjáninn þinn“, sagði hún í álas-
andi tón. „Sjerðu ekki, að aumingja maðurinn líð-
ur af óhamingjusamlegri ást til mín, og hefir orð-
ið fyrir miklum vonbrigðum, þegar þú alt í einu
birtist, heill á húfi úr klóm villidýranna? “
• Dutley hætti alt í einu að dansa. Síðar skildist
honum, að hann hafði farið óviturlega að ráði
sínu. En hann var ekki búinn að ná sjer til fulls
eftir samtalið um kvöldið, og var því ekki eins og
hann átti að sjer.
„Ertu þreyttur?“ spurði Lucilla hæðnislega.
„Það má vel vera, að jeg sje það. Það er líka
hræðilega heitt hjerna inni, og mig langar til þess
að tala við þig í næði“. Þau gengu aftur að borði
sínu. Baróninn stóð strax á fætur og flutti stól
sinn, svo að þau gætu komist fram hjá. — Hann
hneigði sig fyrir Lucillu. „Viljið þjer gera mjer þá
ánægju, að dansa við mig?“
Hún hikaði. Lagið, sem var spilað í þessu, var
ágætt, og það var ekki laust við, að þetta væri
spennandi augnablik. Hin langa burtvera Dutleys
hafði fylt hana gremju, sem var ekki horfin til
fulls, og Brest barón hafði verið henni dyggur
þjónn síðustu mánuðina. Það væri ekki sanngjarnt
gagnvart honum að hætta alt of fljótt við hann.
Hún brosti því til samþykkis og gekk út á dans-
gólfið með honum. Dutley horfði á eftir þeim, og
undarlegum svip brá fyrir í augum hans. Hann
settist niður.
„Hver er hann eiginlega þessi Hollendingur? “
spurði hann Ronnie.
„Ný og upprennandi stjarna á fjármálahimnin-
um“, var svarið. „Hann er hreinasta undur eftir
aldri. Hann á banka í Amsterdam, og hefir skrif-
stofur í Berlín, París og London. Auk þess á hann
hluti í einum tíu fyrirtækjum, álíka og þínu. Það
er sagt, að hann hafi verið búinn að vinna sjer inn
miljón, þegar hann var tvítugur“.
„Gefðu mjer dálítið kampavín. Mjer líst ekki
á manninn, og jeg yrði ekki hissa, þó að jeg væri
búinn að láta hann vita það, áður en líður á
löngu“.
„Hvað hefir hann gert þjer? Þjer getur ekki
gramist, að hann dansar við Lucillu? Þú hættir
sjálfur í miðju kafi“.
„Það er satt. Það var víst heimskulegt af mjer-
En hann hefir gert mjer gramt í geði í alt kvöld-
Hann hefur ekki augun af Lucillu“.
„Lucilla er skrambi lagleg“, sagði Ronnie, „þó
hún sje systir mín. Hún hefir auðvitað gefið hon-
um undir fótinn. En það gera allar stúlkur nú á
tímum, sjerstaklega ef unnustar þeirra hlaupa á
brott, til þess að skjóta villidýr. Lucilla er ágæt-
Hún hefir lofað honum að bjóða sjer í leikhús og
á aðra skemtistaði. Stúlkur verða að eiga einhvern
kunningja, sem bjóða þeim út að skemta sjer við
og við. — Nú, þarna koma þau“.
„Það er ekki hægt að hreyfa sig á dansgólfinu'V
sagði Lucilla. „Einn aðalsmaðurinn steig ofan á
tána á mjer, og skeggið á öðrum straukst við kinn-
ina á mjer. Mjer var nóg boðið“.
„Við skulum koma á einhvern annan betri stað“,.
sagði de Brest. „Kentucky til dæmis?“
Allir samþyktu það.
„Jeg hefi bílinn minn hjerna fyrir utan“, byrj-
aði de Brest, og mændi biðjandi augum á Lucillu.
„Það vill svo til, að jeg hefi minn vagn hjer
líka“, sagði Dutley kaldur og rólegur. „Ef þú vilt
það ekki síður, Lucilla, getur þú ekið með mjer.
En við komumst öll í vagn barónsins“.
Lucilla hló, og hallaði sjer aftur í sætið í Limou-
sinevagni Dutleys. „Jeg hefi það á tilfinningunni,
að þjer lítist ekki sjerlega vel á Brest barón“,
sagði hún.
„Jeg hata þetta fífl! Jeg geri ráð fyrir, að hann
viti, að við sjeum trúlofuð!“
„Auðvitað!“
„Þá getur hann sjálfum sjer um kent, ef eitt-
hvað kemur fyrir.“ Hann tók hana í faðm sinn.
Hún Ijet undan, án þess að veita mótstöðu, en án
allrar hrifningar. „Þú ert búinn að vanrækja mig
svo lengi, Charles“, sagði hún. „Þú verður að vera
þolinmóður. Þú getur ekki komið heim eftir að