Morgunblaðið - 16.01.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1936, Blaðsíða 3
Fimtudaginn 16. jan. 1936. MOKGUNBLAÐIÐ Bráðabirgðalög um loftskeytaeftirli Seytján menn farast j i flugslysi! FárþegaflugTjelin Ncw York — Los> Angeles hrapar. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBL AÐSINS. SEYTJÁN manns, þar af 14 farþegar, fór- ust í flugslysi í Ameríku í gær. Samband var við talstöðina í flugvjelinni, skömmu áður en slysið varð, og gekk þá alt að óskum örstuttu síðar heyrðu bændur í Arkanasríki, ná- lægt Goodwin, mikinn dynk og hafði - flugvjelin hrapað með miklum hraða til jarðar. Talið er að allir farþegarnir hafi látist samstundis. Flugvjelin var á leiðinni frá Nevr York til Los Angeles. Páll. Italir búasttil söknar á suðurvígstöðvunum. London, 15. jan. FÚ. Graziani, yfirhershöfðingi ít- ala á suður-vígstöðvunum, hef- ir hafið sókn á allri herlínunni. Abyssinskur her, undir for ystu Ras Desta, hefir undan- farið sótt fram á ýmsum stöð- um á svæðinu milli fljótanna Canala, Dorya og Dawa, og er það all-langt norðvestur af Dolo. Tilgangur hans er að kreppa að vestari fylkingararmi ítala. Sunnudaginn 12. janúar hóf Graziani harðvítuga árás á þess um slóðum. Telja Italir sig ekki hafa beðið neitt verulegt tjón, enn sem komið er, og í Róm bú- ast menn alment við því í dag, að næstu daga muni ítalski her- in hefja allsherjarsókn í áttina til Harrar. Liðsafli þeirra hefir ver- ið aukinn á suðurvígstöðv- unum úr 45 þúsund upp í 75 þúsundir, samkvæmt kröfu Graziani, og einnig hefir hernaðarflugvjelum verið bætt við á þessum slóðum. 1 Addis Abeba hefir ekkert rignt í síðustu tvo sólarhringa, en á sama tíma hefir rignt tals- vert á Somaliströnd. Telja veð- urfræðingar ekki ósennilegt, að regnið berist inn yfir Abyssiníu, og kynni þá að valda Itölum erfiðleikum. sett til þess að sýnast. Eins og Alþingi licfir marg ofl __ ^ ályktað og reynslan sýnt var eflirlilið framkrænaanlegl að óbreyllum lagafyrirmælum. it Skipstjórar ð enskum togurum hala sagt fiá landhelgisveiðum sfrium I dulmðlsskeytum. Hermann Jónasson dómsmála ráðherra hefir gefið út bráða- birgðalög „um ráðstafanir til varnar því, að skipum sje leið- beint við ólöglegar fiskveiðar“. Samkvæmt þessum bráða- birgðalögum verður nú komið á mjög ströngu eftirliti með notkun dulskeyta til veiðiskipa hjer við land og ströng refsing við lögð, ef brotið er. Refsingin er frá 3—15 þúsund króna sekt, eða fangelsi, sem má hækka upp í 2 ára hegningarvinnu, ef miklar sakir eru eða brot ítrek- að. — Þeir sem lesa þessi bráða- birgðalög dómsmálaráðherrans, hljóta að álykta út frá þeim, að ekki sjeu til nein gildandi lög hjer á landi, sem heimili slíkt eftirlit með notkun dul- skeyta. 1 þessu sambandi er rjett að minna á, að Alþingi 1928, 1929, 1930, 1931 og 1932 fekk til meðferðar frumvarp, sem í ýmsu var mjög svipað þessum nýju bráðabirgðalögum, en frumvarpið náði aldrei fram að ganga. Þetta var „ömmu“-frum- varpið svonefnda, sem margir kannast við. Ástæðan til þess, að „amma“ gamla náði ekki lögfestu var sú, að þingið leit svo á, að rík- isstjórnin hefði næga heimild í lögum, til þess að koma á þessu eftirliti með dulskeytum. Þessvegna afgreiddi Alþingi, í það eina skifti sem málið fekk þinglega afgreiðslu (það var 1930), ,ömmu‘-frumvarpið með svohljóðandi rökstuddrí dag- skrá: „Með því að landsstjómin hefir í gildandi löggjöf næga heimild til eftirlits með loft- skeytum, þykir ekki þörf nýrrar lagasetningar um þetta, og tek- ur deildin því fyrir næsta mál á dagskrá“. Rjett þykir að taka það fram, að nokkrir af stuðningsmönnum þáverandi Tímastjórnar greiddu atkv. með þessari dagskrártil- lögu. En hin „gildandi löggjöf“, sem dagskrártillagan vitnaði til, eru lög nr. 82, 14. nóv. 1917, um rekstur loftskeytastöðva á- íslandi og reglugerð nr. 32, 17. maí 1918. Bæði lögin og reglu- gerðin eru í gildi enn þann dag í dag. í 19. gr. tjeðrar reglugerðar frá 1918, segir svo: „Ráðuneytið getur bannað öll loftskeytaviðskifti innan íslenskr- ar landhelgi, bæði frá íslenskum og erlendum skipum og gert þær ráðstafanir, er nauðsynlegar þykja til þess að banninu verði hlýtt. Einniff getur ráðuneytið íátið hafa eftirlit með öllum loftskeytum, látið stöðva þáu skeyti, sem að þess áliti, geta verið skaðleg velferð lands- ins“. í 20. gr. sömu reglugerðar segir, að brot gegn ákvæðum hennar varði sektum alt að 10 þús. kr. eða alt að 6 mánaða fangelsi, „ef brotið varðar ekki þyngri hegningu“, segir þar ennfremur. Af þessu er ljóst, að ekki var þörf nýrra Iaga til þess að koma á eftirliti með notkun loft- skeyta. Ekki þurfti annað að gera, en að breyta reglugerð- inni frá 1918 lítilsháttar og koma á eftirliti því, sem 19. gr. ráðgerir. Voru því bráða- birgðalög Hermanns algerlega óþörf. Það kemur og fram í for- sehdunum fyrir bráðabirgðalög unum, að dómsmálaráðherrann er sjer þess fyllilega meðvit- andi, að bráðabirgðalögin eru óþörf. Hann segir þar, að „á- kvæði íslenskra laga“ hjer að lútandi, sjeu „ekki nógu ýtar- Ieg“. Ef Hermann Jónasson dóms- málaráðherra hefði viljað segja konungi allan sannleika í þessu efni, hefði hann orðað þetta eitthvað á þessa leið: „Vegna þess að það er óheppi legt fyrir Framsóknarflokkinn að reynslan sanni, að ný lög- gjöf um eftirlit með loftskeyt- um sje óþörf, og vegna þess að núverandi stjórn vill láta líta svo út, sem dagskrártillaga sú sem samþykt \ar á Alþingi 1930 hafi ekki verið á rökum bygð, leggjum vjer til við Yðar Hátign, að gefin verði út svo- hljóðandi bráðabirgðalög“. o. s. frv. Þetta er ALLUR sannleikur málsins, eins og margsinnir hef- iir verið sýnt fram á á Alþingi. Og ÞETTA hefir dómsmála- ráðherrann sjálfur sannað með þeirri rannsókn, sem hann hafði fyrirskipað í sambandi við dul- skeytin til erlendra togara. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er í Ham- borg. Brúarfoss fór frá Leith í gær. Dettifoss fór frá Hull í fyrra- kvöld á leið til Austfjarða. Lág- arfoss fór frá Leith í fyrrakvöld á leið til Aiistfjarða. Selfoss er í Leith. Flóaáveitan. Aðalfundur Flóa- áveitufjelagsins ve'rður haldinn að Tryggvaskála 10. febrúar. Fimm mánaðá fangelsi fyrir að Kvíkja unnustuna! Oslo, 14. janúar.- | í lögmannsrjettinum í Oslo var í gær kveðinn upp dóm- ur, þar sem stefndur, ungur maður, var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að bregða eiginorði við unga stúlku. (NRP. — FB.). Fleiri menn blandast í málin. Magni brýtur ísinn á Skerjafirði til að náútskipi, Dráttarbáturinn „Magni“ fór í gærmorgun suður í Skerjafjörð til ■ að brjóta togaranum Agli Skalla- grímssyni leið ixt úr ísnum. Gekk það alt vel og komu bæði skipin hingað í gærdag. Egill Skallagrímsson fer nú inn- an skams á veiðar. y P Skeljungur, sem hefir legið fros- inn inni í Skerjafirði undanfarna daga er nú kominn hingað inn á höfn. Tókst skipinu að komast af eigin ramleik út úr ísnum, enda lá það svo utarlega í firðinum að þegar frostið minkaði myndáðist lón kring um skipið. Lítil stúlka slasast á Tjörninni. Það slys vildi til á Tjörninni klukkan rúm- lega 1 í gærdag að hest- ur sló 13 ára gamla stúlku og slasaðist hún töluvert á andliti. Slysið vildi til með þeim hætti að verið var að aka ís á sleða, sem hestur gekk fyrir. Þrjú börn komu þarna að og hrasaði stúlkan á sleðann, en studdi um leið hendi á lend hestsins. Maðurinn sem teymdi hestinn stöðvaði þegar sleðann en hest- urinn styggðist og jós; lenti afturlöpp hestins í andlit stúlk- unnar og fjell hún þegar í öng- vit. Stúlkan 'var þegar flutt til Ólafs Þorsteinssonar læknis. Hafði hún fengið allmikið sár á hægri kinn, sem náði alt út að eyra; skarst hún á höku og þrjár tennur brotnuðu í munni hennar. Stúlkunni leið sæmilega í gær kvöldi. Hún á heima á Leifs- götu 24, dóttir Hjálmars Bjarna sonar. T ÖGREGLAN hefir látið vinna að því undanfarna daga að þýða dulmálsskeyti til togara, eft- ir dulmálslyklunum, sem hún fekk hjá njósnurunum. Skeytin skifta hundruðum og verður það töluvert langt ■eerk, að vinna úr þeim öllum. Ymislegt hefir komist upp í þeim skeytum sem þegar liaía verið þýdd. A skeytum Þorgeirs Pálssonar sjest, að tveir íslenskir fiskiskip- stjórar á breskum togurum hafa yerið að veiðum í landhelgi og hagað veiðum sínum þar eftir upplýsingum úr landi. Hinn 15. september í haust var Þorgeiri Pálssyni sent skeyti frá togaranum „Warwickshire", þar sem Markús Grímsson er fiski- skipstjóri á. Skeytið hljóðar þannig: „Gjörið svo vel, og látið mig vita síðustu frjettir af varðskip- unum og um þau framvegis. Jeg er að fiska við Kópanes og fer inn fyrir landhelgislínuna ef mögulegt verður“. 26. september sendir Markús enn skeyti og segist þá hafa heyrt að Óðinn sje við Langanes. Biður hann um frjettir fljótt, þar sem hann sje enn fyrir innan land- helgislínu. | Samskonar skeyti fekk Þorgeir frá togaranum Berkshire um miðj- an september, en þá var Páll Sig- . fússon skipstjóri á þeim togara. 1 Þorgeir Pálsson hefir svarað þess- um skeytum og lofað að vera á verði. Yfirheyrsla í gær. í gær kallaði Jónatan Hall- varðsson fulltrúi, Ólaf Ófeigsson, skipstjóra, fyrir rjett. Hefir Ól- afur verið fiskiskipstjóri á bresk- um togurum og m. a. á nokkrum, sem fengið hafa skeyti um ferðir varðskipanna frá mönnum hjer í landi. Ólafur játaði fyrir rjettinum að hafa vitað til að slík skeyti hefðu komið. til togara sem hann hefir verið á og að togararnir hefðu farið eftir leiðbeiningum þeirra og fiskað í landhelgi. Við vesturströnd Noregs e'r nú einhver hinn mesti síldarafli, sem menn muna. Net hafa rifnað hjá fjölda bátum og eyðilagst, vegna þess, hve mikið he'fir komið í þau af síld. Síldarsöluráð á mjög annríkt við að selja síldina, og er þegar búin að ráðstafa miklu til Þýskalands og Svíþjóð- ar. í Svíþjóð er tunnan nú Seld á 15 krónur. (FÚ). Heimatrúboð leikmanna, Hverf- isgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.