Morgunblaðið - 24.01.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.01.1936, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Föstndaginn 24. jan. 1936. Rjettleysi og andvaraleysi opinberra starfsmanna. Gömln launin of lág. f nefndaráliti sem lagt var fyr- ’ir síðasta Alþingi um launakjör •opinberra starfsmanna, var viður- ikent að ósamræmi væri mikið, og einkum væru gömlxx embættas- daunin orðin alt of lág'. Ekki var þó borið við að laga þetta ósamræmi, heldur var það lögfest enn um hríð. Og það var gert meira. — Stjórninni var gef- in bending- um að lengja starfs- tíma opinberra starfsmanna um hvorki meira, nje minna en 40% frá því sem verið hefir á stjórnar- skrifstofunum og víðar. Það hafði verið bjargráð þeirra starfsmanna sem urðu að þola hina vaxandi skerðingu launa sinna, að nota þann tíma, sem þeir höfðu afgangs til að vinna að ýms- um aukastörfum til þess að bæta tjón sitt. Var sú aðferð viðurkend af yfirstjórninni, ve'gna þess að ekki þótti fært að veita fullar uppbætur í öðru formi. Lenging starfstíma er sama og launalækkun! Ef nú vrði úr þessari umtöluðu lengingu starfstímans, þá væri það samningsbrot og tilfinnanleg skerðing á kjörum allra hinna eldri opinberu starfsmanna. Ann- aðhvort, verða þeir að ofbjóða kröftum sínum eða hreint og beint afsala sjer störfum, sem þeir hafa haft sjer og sínum til framdrátt- ar. Embættismenn ekki taldir samningbærir um kjör sín! Enda þótt þessi tillagá sje nii að líkindum aðeins eitt af þeim brögðuin, sein ábyrgðarlausir stjórnmálamenn gjarnan beita til að sýnast sparsamir í sukk.inu, og því ekki líklegt að stjórnin +aki hana mjög alvarlega, þá sýnir hún innrætið gagnvart starfsmanna- '.stjettinni og hvers hún getur vænst ofan á það sem á undan er komið, þar sem sýnilegt er að hún ein allra stjetta í landinu er ekki talin samningsbær, heldur skyld- ug til að þola einhliða skerðingu á kjörum sínum án þess að ræra einu sinni virt viðtals. Hjer skiftir ekki máli þó’tt finna megi lagastaf fyrir því að ríkið hafi þá sjerstöðu gagnvart sínum hjúúm, að breyta kjörum þe'irra einhliða og óaðspurt eftir eigin geðþótta. Slík lagasetning á sjer ekki mikla stoð í nútíma hugsunarhætti, sem miklu fremur aðhyllist hinar gagnstæðu öfgar, að það sjeu jafnvel forrjettindi hjúanna að ráða því hvaða kaup þeim sje gre'itt. — Sanngirni allra tíma heimtar aftur á móti að landslögin tryggi það að einn að- ili nái aldrei aðstöðu til einhliða kúgunar á annars rjetti, og að lögin verndi í hvívetna frjálsa samninga bæði milli borgaranna innbyrðis og milli ríkis og ein- staklinga. Einhliða breyting samnings er rjettarbrot. Veiting opinberra starfa bygg- ist á þeim samningi við ríkið, að starfsmaðurinn geri sig með löngu og erfiðu námi hæfan til að full- nægja settum skilyrðum og fái á móti trygð ákveðin kjör. Það ligg- ur í augum uppi, að hvorugur að- ili getur breytt þessum samningi á eig'in hönd án samþykkis hins, og hvergi meðal siðaðra þjóða er álitið að ríki geti með nýjum lög- um losað sig bótalaust við skyld- ur, sem það hefir undirgengist, Þess ber vel að gæta, að kjör opinberra starfsmanna eru ekki orðin til á neinum gerræðisgrund- velli af þeirra hálfu, alla síst eins og þau nú eru orðin. Þau hafa beinlínis verið framboðin af full- trvium þjóðarinnar með því á- kveðna markmiði að ala nþp vel hæfa starfsmannastjett og menta- frömuði, sem gætu orðið þjóðinni til stuðnings í andlegum og tím- anlegum e'fnum. Enda á þjóðin þessum mönnum mest að þakka það sem hún nii er orðin. — En þótt svo ólíklega vildi til, að þjóð- in þættist ekki lengur þurfa á þessaiú leiðsögn að halda, þá get- ur hún samt enganveginn losnað við þær skyldur, sem hún þegar hefir undirgengist við núlifandi starfsmenn sína. Hagur starfsmanna í hættu. Tilgangur þessarar greinar er nú sá að minna íslenska opinbera starfsmenn á að stjettarhagsmun- ir þeirra eru í augljósri hættu. i Árásir á stjettina. Jafnhliða framsókn annara stjetta í landinu er sú skoðun að ryðja sjer til rúms, að opinberir starfsmenn hafi í eitt skifti fyr- ir öll samið af sjer allan rjett, og lagt alt. sitt hlutskifti á vald rík- isins. Þeir verði einir allra stjetta að þola þegjandi ráðstafanir skift- andi og misjafnlega velviljaðra húsbænda um hag sinn. Þetta er og farið að bera tilfinnanlegan ávöxt í ýmiskonar ágengni af hálfu þingflokkanna. Þegar fjár- eyðsla hefir farið úr hófi m. a. ve'gna fjölgunar á embættum og dýrum nefndum, þá koma altaf fram raddir um að segja upp eldri starfsmönnum eða spara laun við þá. Þetta virðist altaf vera aðal- bjargráðið, enda þótt gömlu starfslaunin sjeu orðin aðeins lít- ill hluti ríkisgjaldanna. Þannig hefir dýrtíðaruppbótin verið af- numin án þess að samræma launa- kjörin og aldurshámark hefir ver- ið sett svo að segja fyrirvaralaust á menn sem aldei höfðu reiknað með slíkri ráðstöfun. Nýjum störf- um er sífelt dembt á skrifstofur umboðsstjórnarinnar án tilsvar- andi aukningar á hæfum starfs- kröftum. Þetta kemur sjerstak- lega illa niður á skrifstofust.jór- um og sýslumönnum og síst að undra þó óheppilegar afleiðingar komi í ljós. — Og svo nú þessi síðasta uppástunga, að lengja starfstíma hinna eldri starfsgreina um meira en þriðjung — alveg upp á eindæmi og bótalaust! Slíkt væri g-erræði og rjettarbrot, sem þýðir ekki annað en það, að starfsmenn viðurkenna algert rjett- leysi sitt ef þeir láta þetta við- gangast. Herrar — þjónar — þrælar. Hið svonefnda embættisvald er nii fyrir löngu úr sögunni. Og enda þótt ekki hafi tekið betra við þar sem er flokkavaldið, þá getum vjer opinberir starfsmenn unað því vel að vera aðeins þjón- ar, e'f Vjer fáum að finna oss sem frjálsa borgara. En ef á að ræna oss samningsrjettinum, eina allra stjetta, og gera oss að þrælum, þá verðum vjer að rísa upp allir sem einn. — Vjer óskum þess að fá aðstæður til þess að geta unn- ið samviskusamlega og trúlega fyr- ir land og þjóð og hyggjum að það muni ganga best án þess að beitt sje 'við oss þrælatökum. I Eflum samtökin! Það, sem nú liggur fyrir, er að efla samtökin eins og aðrar stjett- ir landsins til varnar rjetti vor- um. Og það fyrsta sem samþykkja ber or það, að neita afdráttarlaust að taka bóta og samningalaust við nýjum kvöðum, hvort sem eru í formi lengingar á starfstíma eða öðru. — Hið næsta er að kjósa nefnd, einn mann úr hverri hinna eldri starfsgreina til að fá leið- rjettingu á ósamræmi því, sem á sjer stað í launakjörum þeirra miðað við hin nýrri störf, og til væntanlegrar samvinnu við þing- nefnd, sem væntanlega verður lát- in fjalla um málið í heild. Nokkrir starfsmenn. Fisksalan Klapparstíg 8. Sími 2307. hefir ^lænýjan fisk.. VERÐ : Ýsa .... 15 aura Vo kg. Stútungur .. .10 — — — Bankabygg. Bygggrjón, Bæki-grjón, Semulegrjón, Hvítar, brúnar, gular og grænar BAUNIR fást í Skólarnir og vínið í Útvarpinu heyrðust nýlega anna sé ófrávíkjanleg, að þeir raddir frá skólanemendum, sem eru sérstaklega eítirtéktaverð- ar í baráttunni gegn drykkju- skapnum. Ef framhald verður á því, að í skólunum verði hald- ið uppi skynsamlegu viðhorfi í áfengismálinu, þá má segja að málið sé fyrst komið inn á rétta braut. — Bindindisstefnan hefir kallað sig alþýðlega hreyfingu og því miður reynzt að vera það um of, að því leyti að hún hefir aldrei náð fótfestu hjá mennta- lýð landsins. Og á meðan svo er — á meðan þeir sem gefa tóninn í menningarmálunum eru skeytingarlausir um drykkju- skapinn — að ekki sé sagt hon- um beinlínis hliðhollir, þá er málið allt í heild á flæðiskeri, — eins og reynslan hefir líka svo átakanlega sýnt. Ef hálfrar aldar barátta á nú ekki að falla niður og verða að engu, verður að læra af reynslu hennar og leita inn á nýjar leið- ir. Liggur þá auðvitað næst að vinna þar að, sem lækir sið- menningarinnar hafa upptök sín, því að það er seint að ætla sér að breyta farvegi þeirra eða stífla þá, þegar þeir eru komnir langt á leið. Strög krafa um reglusemi er sterkari en nokkurt bindindis- heit! Hvernig verður nú menntalýð landsins innrætt hið rétta við- horf, þannig að það verði ekki aðeins ein af hinum mörgu ból- um sem þjóta upp og bresta? — Bindindishreyfing meðal nemendanna sjálfra er að því leyti góð sem hún hvetur þá sjálfa til að taka virkan þátt í bætingu siðanna. En nú kemur reynslan, sem kennir okkur, að bindindisheitin hafa mjög lítið framtíðargildi. Þau gefa enga tryggingu fyrir framhaldandi reglusemi nema síður sé. Bindindisprédikanir eru ekki haldgóður grundvoilur þegar á reynir, og sömuleiðis er mjög varasamt að ala á flokkaskift- ingu um áfengismálin innan skólanna, því að vínnautn magnast altaf við það, að á hana sé ráðist að fyrra bragði og henni gefin sóknaraðstaða. Nú er líka svo komið að allir sjá að áfenginu verður aldrei útrýmt. Það mun fylgja mann- kyninu um ókomnar aldir á meðan menn óska þess, því að allir geta búið það til með litl- um tilkostnaði. Það er því ekki lengur um það að gera að geta umflúið þessa hættu, heldur að læra að umgangast hana. Bind- indið er og verður því aðeins bráðabirgðaeðlis, en nauðsynin á reglusemi hið sígilda takmark hér sem annarsstaðar. Áfengi og trúnaðarstörf. Það er ljóst, að ekkert er undir því eigandi hvenær bind- indishugur hleypur í skólanem- endur. Stjórnir skólanna verða sjálfar að taka ákveðna og var- anlega afstöðu, fyrst og fremst um það, að drykkjuskapur sé bannfærður innan skólanna, og geta upplýst nemendur sína um það, að sú stefna stjórnarvald- sem fari gálauslega með áfengi geti enga von haft um að kom- ast að þeim trúnaðarstöðum, sem menntuðum mönnum ann- ars standa til boða. Samábyrgð óreglunnar lifir enn góðu lífi! Ef ekki er hægt að segja nemendum skólanna það, að kunnátta ásamt reglusemi sé ófrávíkjanleg nauðsyn til að komast áfram og ná opinberri tiltrú, þá mun það sannast að skólabindindið verður ekki haldgott fremur en aðrar borg- aralegar dygðir, sem reynt er að innræta, ef ekki er tekið neitt tillit til þeirra þegar störf eru veitt. Eins og nú horfir við, sýnist það vera framtíðarvæn- legra fyrir unga menn að spila í hinu pólitíska happdrætti og temja sér ýmsar flokkslegar dyggðir, heldur en að vera að beita sjálfa sig of miklum strangleik í framferði og ástundun. Trúin á flöskuna og samábyrgð óreglunnar ,,is still going strong“ meðal íslenzkra menntamanna hér heima og er- lendis. Hún bítur ekki í grasið fyrir neinum vandlætingapré- dikunum — hún beygir sig fyr- ir blákaldri nauðsyninni og engu öðru! Hvað geta bindindisfélögm? Bindindismenn munu nú hafa lært að þeir eru sterkari gegn- um atkvæðamagn sitt en fyrir sinn sannfæringarkraft. Þessa reynslu ættu þeir nú að hagnýta Ef þeir standa óskiftir bak við kröfuna um strangt eftirlit með reglusemi þeirra manna, sem þjóðin felur trúnaðarstörf sín og leiðsögn fjöldans, þá veita þeir landsstjórninni styrk, sem hún nauðsynlega þarfnast á þeirri flokkræðisóöld sem hú stendur yfir. — En þess verða þeir að gæta, að í þessu sem Öðru dugar engin snögg bylting, heldur verður að fara fram með liðleik og festu. Að krefja bind- indisheits af opinberum starfs- mönnum, mun áreiðanlega spilla góðum árangri. Aðhaldið er sterkasti stuðning- ur regluseminnar. Þeim sem efast um að nokkru verði þá til leiðar komið, má benda á hvað reglusemi presta landsins hefir stórlega farið fram fyrir tilstilli kirkjustjóm- arinnar og kennara prestanna í sameiningu. Kennarastétt lands- ins hefir og almennt talað gott orð á sér fyrir reglusemi, sem áreiðanlega er að þakka að- haldi hennar og uppeldi. Er augljóst, að sama árangri má ná í öllum starfsgreinum með samskonar skynsamlegri stjóra- arstefnu. Og með því væri unn- inn sá stærsti sigur, sem hugs- anlegt er að ná fyrir bindindis- menn í náinni framtíð. Hvort bindindisstefnan kemst inn á ! þennan grundvöll, sker alger- | lega úr um það, hvort hún nær að verða þjóðhelguð starfsemi • eða hvort hún heldur áfram að vinna sem einkafyrirtæki á þröngum grundvelli. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.