Morgunblaðið - 24.01.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1936, Blaðsíða 6
6 MORGTJNBLAÐIÐ Föstudaginn 24. jan. 1936. ■MMIII! Illl !<■ L I »pnrf— „Einkaskeytið“ til Alþýðubiaðsins Bllstjörar kjósa verkfallsnelnd- lem lagði 150 miljóna króna skatt á doniku þjóðina var fals frá rólum. Þann 9. þ. m. birtist í Al- þýðublaðinu „einkaskeyti" frá Kaupmannahöfn og var þar gleiðgosaleg frásögn um það. að Stauningsstjórnin hefði lagt fyrir þingið frumvarp um 150 miljóna króna nýj- an skatt á hátekju- og stór- eignamenn í Danmörku! Að sögn „einkaskeytisins" skyldi skatti þessum varið til vetrarhjálpar handa atvinnu- leysingjum, styrkveitinga handa bágstöddum sveitarfjelögum og annara mest aðkallandi kreppu- ráðstafana. Ennfremur var frá því skýrt í „einkaskeytinu“, að Staunings stjórnin hefði, auk þessa 150 milj. kr. hátekju- og stóreigna- skatts ákveðið, „að lögbjóða innanlandslán að upphæð 100 milj. kr.“, er varið skyldi til þess „að standast straum af fjárframlögum ríkisins til skuldaskilasjóðs fyrir þá bænd- ur í Danmörku, sem verst eru staddir vegna skulda“. Alþýðublaðið var mjög kampa kátt, þegar það flutti þessa fregn, því að með henni vildi blaðið undirstryka það, að til væri ein ríkisstjóm önnur en rauða stjórnin hjer hjá okkur, sem ekki væri feimin við að leggja á nýja skatta. En 150 milj. skattur í Dan- mörku myndi svara nákvæm- lega til hinna nýju skatta, sem stjórnarflokkarnir hjer hafa lagt á skattþegana það 1^2 ár, sem þeir hafa farið með völd. Nýju skattarnir hjer nema um 5 miljónum króna. En þar sem Danir eru 30 sinnum fleiri en íslendingar, þyrftu þeir að leggja á 150 milj. kr. skatta hjá sjer, til þess að komast til jafns við rauðliðana hjer. Og það var einmitt þetta sem Alþýðublaðið vildi slá föstu, með ,,einkaskeytinu“ á dögun- um. * En í nýjustu dönsku blöðum, gem hingað komu með síðustu skipum, kemur í ljós, að „einkaskeytið“ til Al- þýðublaðsins er ein endi- leysa. Frumvarp það, sem Staun- ingsstjórnin lagði fyrir danska þingið var alt annars eðlis, en „einkaskeytið" til Alþýðublaðs- ins skýrði frá. Samkvæmt írumvarpinu er gert ráð fyrir, að lagðir verði á auka-tekjuskattur og viðbótar- tekjuskattur. Er áætlað að báð- ir þessir skattar gefi ríkisvald- inu samtals 25 milj. króna á ári. Þetta eru einu skattarnir, sem frumvarpið ráðgerir. Þessir skattar eru lagðir bæði á einstaklinga og fjelög (hluta- fjelög og sameignarfjelög). Að því er einstaklinga snertir nær skatturinn til þeirra, sem hafa 10 þús. kr. skattskyldar tekjur og þar yfir. Þeir einstak- lingar, sem báðir þessir skattar ná til þurfa þó ekki að greiða nema annan skattinn, þann, sem hærri útkomu gefur. Skatt- arnir eru stighækkandi með hækkandi tekjum. Á fjelögum er skatturinn þannig reiknaður, að hann er víst hundraðsgjald af arði fje- lagfeins, en enginn skattur heimt ur nema arðurinn hafi náð vissu lágmarki. Áætlað er, að skattar þessir gefi ríkissjóði 25 miljónir í tekjur á ári og eiga þeir að innheimtast í tvö ár. Þetta eru einu, beinu skatt- arnir, sem danska stjórnin ráð- gerir að leggja á þjóðina að þessu sinni. Þess utan er í frumvarpinu ráðgert, að lögbjóða innan- lands 1 á n, að upphæð 100 milj. kr. Lán þetta er einskonar kvöð á þá menn, sem hafa háar tekj- ur (15 þús. kr. skattskyldar tekjur eða meir) eða eiga mikl- ar eignir (100 þús. kr. eða yf- ir). — Þetta þvingunar-lán (Tvangs Laan) er þannig hugsað: 1. Einstaklingar, sem hafa 15 þús. kr. skattskyldar tekjur og þar yfir, skulu skyldir að 1 á n a ríkinu vissa upphæð, sem fer stig- hækkandi, með hækkandi tekjum. 2. Á sama hátt skulu ein- staklingar, sem hafa 100 þús. kr. skattskylda e i g n og þar yfir, skyldir að 1 á n a ríkinu vissa f jár- upphæð, sem einnig fer siighækkandi. 3. * Loks skulu f jelög, sem gefa 10% arð, og þar yfir einnig skyld að 1 á n a á sama hátt vissa fjárhæð. Gert er ráð fyrir, að þetta þvingunarlán verði tekið næstu fjögur ár, 1936 til 1940 og býst stjórnin við, að fá 25 milj. kr. á ári, eða samtals 100 milj. kr. á 4 árum. Ríkið afhendir hverjum ein- stakling og fjelagi, sem þannig lánar fje, ríkisskuldarbrjef með sömu upphæð og þvingunar- lánið nemur. — Greiðir ríkið 31/2% vexti af skuldabrjefun- um og skulu lánin greiðast upp á 50 árum, með jöfnum árleg- um útdrætti brjefanna. * Af þessu er ljóst, að „einka- skeyti“ Alþýðublaðsins um „150 miíj. kr. nýjan skatt á hátekju- ' - og stóreignamenn í Danmörku“, var fals frá rótum. Stauning stjórnin þurfti 150 milj. til þess að standast straum af ýmsum útgjöldum vegna kreppunnar. En hún sá sjer ekki fært að taka nema 25 milj. af þessari upphæð með nýjuip sköttum. Þeirri upphæð ætlar danska stjórnin að ná með aukatekjuskatti og viðbót- v ■ ina I stjórn. Hafna sósíalistalepp- unum er sviku þá. ÍIJREYFILL, fjelag fólksflutn- J. ingabifreiðastjóra helt aðal- fund í fyrrinótt. Fyrir fundinum lág að kjósa stjórn, í stað bráðabirgðastjórn- arinnar, sem setið hefir síðan bif- reiðastjóraverkfallið skall á fyrir jólin, e'r stjórn Bjarna Bjarna- sonar neyddist til að segja af sjer. Bjarni Bjarnason hefir átt sæti í stjórn fjelagsins síðan það var stofnað, og naut hann lengi vel tr'aust þorra fjelagsmanna, alt þangað til hann sveik fjelaga sína í veTkfallinu til að þóknast hús- bændum sínum, sósíalistabrodd- unum. Bjarni Bjarnason og annar mað- ur úr stjórn hans, Sigurður Dani- valsson, buðu sig fram að þessu sinni en voru báðir feldir. 1 stjórn fjelagsins voru kosnir: Sæmundur Ólafsson, form. og meðstjórnendur Pjetur Guðmunds son, Ingvar Magnússon, Kristján Jóhannesson og Hjörtur Helga- son. Eru það alt sömu menn, sem bílstjórar kusu í verkfallsstjórn nema Hjörtur Helgason, se*m kom í stað Steingríms Gunnarssonar. VerkfalliÖ í Eyjum. Búist við samkomulagi uixi helgina. O amninganefndir útgerðar- manna og sjómanna í Eyjum sátu í ði/2 klukkustund á fundi í gær. Ekki náðist þó samkomulag í deilunni; en horfur eru nú betri um það, að deilan leysist. Eiga nefndirnar að koma aftur saman á morgun. Mesti valdsmannsbragurinn er horfinn af Páli krataforingja Þor- björnssyni. Fyrstu daga verkfalls- ins var hann altaf að gefa út til- kynningar „í umboði“ Alþýðusam- bandsins; eti nú sjest ekki lengur tilkynning frá Páli út gefin „í umboði“, hvað sem því veldur. Irar neita að sverja hollustueiðinn! London 23. jan. FÚ. í Dublin hefir valdataka Ját- varðar VIII. ekki verið tilkynt á sama hátt og í öðrum löndum hins breska veldis, nje honum unnir nokkrir hollustueiðir. Færir stjórn Fríríkisins fram þau rök fyrir þessu, að það sje ónauðsynlegt og óþarft, að stjórn og þingmenn vinni krún- unni hollustueið nema einu sinni og það hafi þeir þegar gert. Mðlverkasýnlng Snorra Arinbjarnar. Snorri Arinbjarnar er einn af okkar yngstu málurum. Hann hef- ir eins og þeir fleiri lært í Oslo. Þau verk sem hann sýndi hjer fyrst eftir að hann kom heim, báru með sjer að hann var efni í mál- ara; og þessi sýning í Austurstræti 14, styrkir mann í þeirri trú. Hann byrjaði með því, að mála aðallega götur og hafnamyndir úr ýmsum kauptúnum, og enn glímir hann við lík viðfangsefni. Á þessari sýningu eru aðallega myndir frá Reykjavík og ísafirði. En þó hann þannig velji sjer nokkuð sjerstæð og einhæf við- fangsefni, sýnist hann ekki marka neina nýja stefnu í hinni ungu íslensku list, I Snorra bestu verk- um er þó sjálfstæður skilningur í meðferð lita og forms. Að þessu leyti sýnast mjer bestar nr. 11 „Frá Reykjavík“ og nr. 24 „Hús í Reykjavík“. Báðar þessar mynd- ir eru vel byggðar og litirnir mynda samræmisfagra heild. ■—- Falleg er einnig nr. 8 „Torfunes" sem er í hljómríkum, gulum og bláum litum. Fleiri myndir mætti einnig telja, sem sýna hæfileika og eftirtektargáfu málarans. / Myndir Snorra eru oft í strang teiknuðu formi, en þá verða stund um litafletirnir aftur á móti ó- þægilega grunnir og nálgast hann þá um of leiðinleg „valör“ mál- verk. Þetta sjest á myndurn eins og nr. 20 „Úr Mosfellssveit“, nr. 1 „Fiskvinnu" og fleirum. Ef bomar eru saman síðustu myrulir Snorra og eldri myndir hans, sjer maður að honum hefir farið fram á þessum árum. Svo vænta má góðs af honum í fram- tíðinni. Orri. artekjuskatti á skattskyldar tekjur yfir 10 þús. kr. En aðalupphæðinni, eða 100 milj. kr. ætlar Stauning-stjórri- in að ná með þvingunar-1 á n i, eins og lýst hefir verið hjer að framan. Verður því Alþýðublaðið að leita til annars en Staunings til þess að fá samjöfnuð við skatta brjálæði rauðliða hjer. Tekjur bcejar- og sueitarfjelaga. Nefnd faliS aS undirbúa raáliS fyrir næsta þing. — Komdu inn undir eins, en stattu ekki eins og álfur úti í rigninguniii. Síðasta Alþingi samþykti svo> hljóðandi þingsályktun: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um tekjustofna bæjar- og sveitar- f jelaga“. Stjórnin hefir nú falið þriggja manna nefnd undirbún- ing þessa máls og eiga þessir sæti í nefndinni: Magnús Guð- mundsson, Bernharð Stefánsson og Jónas Guðmundsson. Nefndin situr nú á rökstólum hjer í bænum og er ætlun henn- ar að skila áliti og tillögum fyrir næsta þing. Verkefni það, sem liggur fyr- ir nefndinni er hið vandamesta, og mjög mikil nauðsyn á, að þetta starf verði vel unnið. Eins og margsinnis hefir verið bent á hjer í blaðinu, er ekki til hagkvæm lausn á þessu máli önnur en sú, að ríkið gefi eftir einhvern tekjustofn handa bæjar- og sveitarf jelögunum. Hitt er engin lausn, að fara enn á ný að leggja á nýjai skatta ofan á þá, sem fyrir eru. Pantið tímanlega í sunnudagsmatinn. Eitt er það, sem miklum ó- þægindum veldur verslunar- fólki í þessu bæ, sem jafnframt er mjög auðvelt að ráða bót á, en það er hve seint menn panta á laugardögum vörur þær, sem nota á í sunnudagsmatinn. Af- sakanlegt er þó að þeir sem sækja vöruna sjálfir í búðirnar komi ekki fyr en sjðdegis, því að annir geta valdið. En þeir, sem á annað borð panta sím- leiðis eiga vitanlega jafn hægt með að gera það fyrri hluta dagsins eins og seinni. Nú er venjan sú, að fyrri hluta laug- ardaganna er víðast í búðun- um ekki meira að gera en svo, að starfsfólkinu væri auðvelt að afgreiða og senda heim all- ar þær vörur, sem símleiðis eru pantaðar yfir daginn. En þeg- ar þær pantanir koma ekki fyr en ,,kvöldösin“ er byrjuð, er venjulega ekki hægt að byrja að afgreiða þær fyr en eftir lokun, og sjá allir hve mild- um óþægindum það veldur starfsfólkinu. Auk þess , er ; ný- skeð með lögum búið að tak- marka vinnutíma sendisveina, svo að verslunum getur orðið nauður einn kostur að kaupa bíla til að aka vörunum út síð- ast á kvöldin. Eru það því vin- samleg tilmæli vor, að bæjar- búar gæti þess eftirleiðis að panta fyrri hluta laugardag- anna það sem þeir ætla að fá hjá oss tjl sunnudaganna. Með því losa þeir fjölda fólks við óþarfa eftirvinnu og erfiðleika, og er báðum aðilum fyrir bestu. F.h. Fjelags kjötverslana í Reykjavík, Skúli Ágústsson. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.