Morgunblaðið - 20.02.1936, Side 6

Morgunblaðið - 20.02.1936, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 20. febr. 1936. Fjármálaræða Eysteins. FRAMHAT.D AF ÞRIÐJU SÍÐU. milj. króna fram yfir það, sem áætlað var í fjárlögmm. Það er m. ö. o. „svartidauði", sem hefir verið flotholt ríkissjóðs árið sem leið. Þegar á þetta er litið og hitt er jafnframt athugað, að margir af,hý.mpi gömlu, föstu tekjustofn- uní' ;franss jóðs eru að bregðast, veMur lítið fyrir fjármálaráð- hecra af að státa. Ejármálaráðherra var að gorta af útkomunni, að orðið hefði um 500 þús. kr. afgangur á reksturs- reikningi ríkissjóðs árið sem leið. Kö'þessi afgangur er þó ekki nema þrjiðjungur af þeim óVænJta „grÚða“, sem stjómin fekk af „svartadauða" -áf enginu. Ríkisskuldirnar hafa vaxið. Þessu næst gaf ráðherrann yfir- lit um skuldir ríkisins. Þær voru kr. 41 milj. 937 þús. í árslok 1934 en kr. 46 milj. 359 þús. í árslok 1935, svo hjer er um mikla hækk- un að ræða. Þess ber að gæta, að með skuldunum í árslok ’35 éru taldar rúml. 3 milj. kr. skuld Utvegsbankans, sem bankinn á að standa straum af og 600 þús. kr. lán, er Fiskimálasjóður fekk til umráða. Taldi því ráðherra raun- veralegar skuldir ríkisins í árs- lok 1935, kr. 42 milj. 300 þús., en það er einnig talsverð hækkun frá árinu áður. Afkoman út á við. Þá gaf ráðherrann yfirlit um verslunarafkomuna út á við. Samkv. bráðabirgðaskýrslu hefði innflutningurnm á árinu numið kr. 42 milj. 600 þús., eða kr. 41 milj. 897 þús. ef innfl. til Sogsins væri ekki með talinn. En útflutn- ingurinn hefði numið kr. 43 milj. 880 þús. Yæri því hagstæður versl unarjöfnuður um 2 milj. kr. Hinsvegar væri greiðslujöfnuð- ur enn óhagstæður um margar miljónir króna. En þó að þessi útkoma mætti teijast góð, sagði ráðherra að enn yrði að herða á innflutningshöml- um á þessu ári. Ennfremur sagði ráðherra, að nauðsynlegt væri að afla nýrra markaða fyrir afurðir vorar og finna nýjar framleiðsluleiðir. Að þessu stefndi stjómin og nefndi ráðherra sem dæmi karfaveiðar og útflutning á frystum fiski til N.- Ameríku. Brostu ýmsir er ráð- herra nefndi stjórnina í sambandi við frysta fiskinn til Ameríku. Fjárlagafrumvarpið 1937. Um það varð ráðherrann fáorð- ur. Kvað það samið eftir sömu reglum og fjárlögin 1936. Að síðustu sagði ráðherrann að núverandi stjórn teldi það vera hlutverk sitt, að stöðva skulda- söfnun erlendis og reka hallalaus- an ríkisbúskap. Hann taldi ekki vafa á, að takast myndi að sigr- ast á erfiðleikunum. Stjórnarandstæðingar taka til máls. Er fjármálaráðherra hafði lok- ið sinni ræðu, fengu andstöðu- flokkar stjómarinnar sinn hálf- tímann hvor til umráða. Magnús Guðmundsson talaði f. h. Sjálfstæðisflokksins og rakti í stórum dráttum fjármálastefnu stjómarinnar. Af hálfu Bændaflokksins töluðu Hannes Jónsson og Þorst. Briem, stundarfjórðung hvor. Kosning utanríkis- málanefndar. l- WKT Bændaflokkurinn fær ekki að svo stöddu mann í nefndina. Kosning utanríkismálanefndar var annað dagskrármálið í sam- einuðu þingi í gær. Áður en kosning hófst fór Hann- es Jónsson fram á það f. h. Bænda flokksins, að fjölgað yrði í nefnd- inni og að Bændaflokknum yrði gefinn kostur á að fá mann í nefndina. Forseti (J. Bald.) gaf stutt fundarhlje til þess að flokkamir gætu tekið ákvörðun um þessa ósk Bændaflokksins. Að loknu fundarhljenu lýsti for- sætisráðherra því yfir f. h. Fram- sóknarflokksins, að kosnir yrðu strax í nefndina 7 menn, en það er sú tala sem verið hefir í nefnd- inni; hinsvegar óskaði forsætis- ráðherra að frestað yrði að taka ákvörðun um málaleitan Bænda- flokksins. Ólafur Thors lýsti yfir því f. h. Sjálfstæðisflokksins, að hann væri því fylgjandi, að fjölgað yrði í nefndinni og að Bændaflokkurinn fengi mann í nefndina. Hann kvað það eðlilegast, að allir flokkar ættu mann í nefndinni. Haraldur Guðmundsson utan- ríkismálaráðherra sagði, að Al- þýðuflokkurinn væri „eftir atvik- um“ því fylgjandi, að frestað yrði að taka ákvörðun um ósk Bænda- flokksins. Bændaflokksmenn undu þessum málalokum illa. Var nú kosið í utanríkismála- nefnd og hlutu þessir kosningu: Ólafur Thors, Magnús Jónsson, Pjetur Magnússon (S), Bjami Ás- geirsson, Jónas Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Hjeðinn Yaldi- marsson (R). Mænusótt í Saurbæjarhreppi Skólahald bannað í elnn mánuð. Ljárskógum, miðvikudag. FU. ænusótt hefir gosið upp á þrem bæjum í Saurbæjar- hreppi. í Ólafsdal veiktist tveggja ára barn, en vægt. 1 Stórholti eru 3 sjúklingar, 2 drengir 10—11 ára, lítt sjúkir og karlmaður 28 ára gamall, Þórarinn Alexandersson, töluvert lamaður. Á Hvoli er 12 ára drengur mjög sjúkur. Sýktu heimilin eru öll í sóttkví og einnig sveitin og skólahald bannað, um einn mánuð til að byrja með. Þingfrjettir útvarpsins. Misklíðin milli útvarpsstjóra og forseta Alþingis. Gísli Sveinsson hreyfði utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær misklíð þeirri sem risið hefir milli útvarpsstjóra og forseta Alþingis, viðvíkjandi þingfrjettum útvarps- ins. Útvarpsstjóri hafði farið fram á, að Alþingi sæi um þingfrjett- imar, veldi mann til þess að taka frjettirnar saman og annast flutn- ing þeirra, en útvarpið bæri allan kostnaðinn. Forsetar þingsins vildu hinsveg- ar engin afskifti hafa af þessu máli, töldu að það væri útvarps- ins að sjá um það. G. Sv. þótti miður, að forsetar skyldu hafa snúist þannig í þetta mál. Afleiðingin yrði sú, að þing- frjettir útvarpsins yrðu nú mjög styttar frá því sem verið hefði. Taldi G. Sv. heppilegast að þing- ið annaðist þetta starf, með því /æri hægt að tryggja það, að góð- ur maður yrði valinn til þess að flytja frjettirnar. Bar hann fram þá eindregnu ósk, að forsetar tækju mál þetta til nýrrar yfirveg unar. Jón Baldvinsson forseti Sþ. varði gerðir forseta, en lofaði hinsvegar, að gefnu þessa til- efnis frá G. Sv., að forsetar tækju málið fyrir að nýju. Elsa Sigfúss vinnur aðdáun Þjóðverja. Khöfn 19. febr. FÚ J SLENSKU söngkon- % unni, Elsu Sigfúss, var forkunnarvel tekið í Er- langen í Þýskalandi, þar sem hún söng alt-solo í Messias Hándels í há- skólakirkjunni. Stærsta blað borgarinnar rit- ar t. d. á þessa leið um söng hennar: „Ungfrú Elsa Sigfúss hafði verið fengin hingað til Erlang- en til þess að syngja þetta alt- solo hlutverk. Hún hefir mjög fagra og þróttmikla rödd, og ræður yfir svo þroskuðum stíl í söng sínum, að hin mikla tón- fegurð í þessu verki Hándels naut sín framúrskarandi, í með- ferð hennar.“ 2-3 herbergi á góðum stað í bænum, óskast 14. maí. — 6 mánaða fyrir fram greiðsla gæti komið til greina. Tilboð merkt: „1936“, sendist A. S. í. íSTUTTU MÁLI. Stanhope lávarður lýsti yfir því, fyrir hönd stjórnarinnar í gær, að breska stjórnin hefði ekki í hyggju, að koma með neinar nýjar tillögur til sátta í Abyssiníudeilunni. Reynslan hefði sýnt, að við hverja slíka tilraun gerðist ítalska stjórnin aðeins heimtnfrekari, gerði kröfur sem ómögulegt væri að ganga að, og þegar þeim kröf- um væri svo synjað, notaði hún það sem afsökun til að herða sóknina í Abyssinu. (FÚ). * Stanhope lávarður sagði enn fremur, að fyrst í stað kynni afleiðing refsiaðgerðanna að hafa verið sú, að sameina Itali sem einn mann með Mussolini, en hann fullyrti, að í dag væri þetta breytt. Það væri farið að sverfa að Itölum, þeir væru farnir að efast um mátt sinn til þess að standa í móti, og farnir að efa viturleik þess, að bjóða heiminum byrginn. Refsi- aðgerðirnar væru farnar að hafa raunverulegan árangur. (FÚ). * Lögregluvörður var í gær hafður um skrifstofur bresku og frönsku sendisveitanna í Róm, vegna vaxandi andúðar gegn Bretum og Frökkum í borginni, og æsinga þeirra, sem gætt hefir í sambandi við há- tíðahöldin vegna sigursins í „hefndar“-bardaganum við Makale. í kvöld var aftur farin blysför um götur Rómaborgar í fagnaðarskyni vegna sigurs þessa. (FÚ). Drýgstur. Fljótvirkastur. Bestur. MÁLAFLDTNINGSS■'! :7 ;A Pjetur Magx s:r Einar B. Guðni .tsrcr. GuðLaugur Þorl, r?Sv Símar 3602, 3202, 2Cr2 Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—1'. cf, 1—6. Súr hvalur, Sauðatólg, Hangiflot. Hafnarstræti 18. Sími 1575. 40 króna sekt fyrir að gefa út ávisun, sem ekki var til fyrir. "TJómur var kveðinn upp I ávísunarmáli Sigurðar Jónssonar rafvirkja í gær af lögreglustjóra. Var Sigurð- ur dæmdur í 40 króna sekt fyrir að gefa út ávísun, sem ekki var innstæða fyrir. Það er löngu bert að Sigurður Jónsson var kærður fyrir ávísana- svik í pólitískum tilgangi, vegna þéss að hann er fulltrúi Sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm. Sigurður gaf ávísun þessa út til bílstjóra hjer í bænum. Var hún 27 krónur að upphæð, en Sigurð- ur átti ekki nema kr. 5,16 inni á bankabók sinni þegar ávísuninní var framvíst. Hefir hann haldið fast við það í rjéttarhöldum að honum hafi ekki verið kunnugt um að ekki Var hóg fyrir ávísuninni á bók hans. Bifreiðarstjórinn sem tók á móti ávísuninni í fyrstu seldi hana manni, og ljet hann um leið vita :að hún væri ekki „góð“, en þessi sami maðnr fór fyrst til Nýja dagblaðsins og kærði „ávísna- svikin“ fyrir því og síðan til lög- reglunnar. Eftir því sem lögreglan skýrir frá er það, því miður afar algengt að menn gefi út ávxsanir án þess að eiga inni fyrir þeim. Hefir lög- reglan við og við borist slíkar á- vísanir og innheimt þær fyrir menn. En eftir að þessi dómur er feng- inn mun verða tekið strangara á ávísnamálum sem lögreglunni ber- ast og sagði lögreglustjóri í sam- tali við blaðið í gær, að eftirleið- is myndi slík ávísnamál, ekki verða jöfnuð með innheimtu, heldur yrði látin ganga dómur í þeim. | í dag | bjóðum vjcr yður } Tannkrcm. | l Nýja ágæta tcgund. | | Ódýrt. iReykjavíkar | Hpótek X lijúkrunardcildin. y !................ Verslunin Goðafoss. Sími 3436. Laugaveg 5. Silkisokkar frá 3,50, Greiður, Höfuðkambar, Svampar, Sápur, Hárburstar, Fataburstar, Vasa- klútar, Þvottapokar, Hálsfestar, Clips og Barnatúttur 20 aura.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.