Morgunblaðið - 20.02.1936, Síða 7

Morgunblaðið - 20.02.1936, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ Pimtudaginn 20. febr. 1936. ‘*lJ—I ■ "ii' J— ' 1— .-JBSLJH-l- * Dagbók. LO.O.F. 5 =1172208!,2 = VeðriS í gær: Fyrir SA og A land «r víðáttumikil lægð, sem veldur N- og NA-átt hjer á laudi, og er vindur víða allhvass. Á N- og A- landi er dálítil snjókomu en þurt óg víða bjart veður á S- og V- laudi. Suðaustanlands er liiti 1 st. yfir frostmark, en annarsstaðar er 1—6 st. frost. Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- ingskaldi á NA. Bjartviðri. Sænsk fyndni. Fyrirlestur um sænska fyndni flytur sænski sendi- kennarinn Áke Ohlmarks á aðal- fundi Norræna fjelagsins í Odd- fellowhúsinu annað kvöld, föstu- daginn 21. febr. Lektor Ohlmarks mun aðallega tala um fyhdni í sænskum hókmentum og sænskri list og sýnir jafnframt skugga- myndir af gamanteikningum Al- bert Engströms og annara þektra sænskra teiknara. Ekki er að efa að fyrirlestur þessi verður skemti- legur og fróðlegu,r, því bæði er að efnið er gott og lektor Ohlmarks er ágætur fyrirlesari, sem hefir auga og smekk fyrir fyndni, svo ekki þarf að kvíða því að hann finni ekki fyndnina. Háskólafyrirlestrar á frönsku. Franski sendikennarinn, lic. Fanny Petibon, flytur fyrirlestur með skuggamyndum kl. 8,15 í kvöld í háskólanum. Efni: „Les peintres de l’epoque romantique“. Besta skautasvellið í nágrenni bæjarins hefir verið á Eiðstjörn við Seltjamarnes. Hafa fáir sótt þangað enn þá. Unnið er að því nú að sprauta vatni á Austurvöll og verður komið þar gott skautasvell áður en langt um líður ef frostin haldast' Þörf væri á að gera góð- •án skautahring á Tjörninni fyrir hraðhlaupara, því þeir geta ekki æft á Austúrvelli svo að- neinu gágni komi. Væri ekki úr vegi, ef sama veðrátta helst að halda skautakeppni bráðlega, en til þess þyrfti að vera góð hraðhlaupara- braut á Tjörninni. Að sjálfsögðu gengist í. S. í. fyrir væntanlegri skautakepni. Helene Jónsson og Egild Garl- sen ske'mtu sjúklingum á Vífils- stöðum s. 1. laugardag. Tage Möller aðstoðaði. Sjúklingarnir hafa beðið Morgunblaðið að flytja þeim kærar þakkir fyrir skemt- unina. Dánarfregn. Að kvöldi þess 18. þ. m. andaðist að heimili sínu, Lindargötu 18 hjer í bænum Ólaf- ur Jónsson frá Fellsöxl. Hann varð há.aldraður maður. Fluttist til Reykjavíkur aldamótaárið 1800. Var hann mörgum Reykvíkingum óg öðrum landsmönnum að góðu kunnur. 30 ára afmælisfagnaður Kven- fjelagsins Hringsins, verður hald- inn á Hótel Island, laugardaginn 29. þ. m. Avísanir þær, sem gefnar eru Út af skrifstofu happdrættisins við greiðslu1 vinninga, gilda ekki sem happdrættismiðar, heldur Verða happdrættismiðar látnir í skiftum fyrir þær. ■ „Alt Heidelberg,, verður leikið í Iðnó annað kvöld, Sú nýbreytni verður tekin upp við aðgöngumiða söluna, vegna mikillar eftirspurn- ar, að hægt verður að panta að- göngumiða í, dag kl. 2—4 í síma 3850, en auk þess verður aðgÖngu- miðasala á venjulegum tírna í Iðnó. H j áipr æðisherinn hefir beðið þess getið að frá deginum í dag verði tilkynningar frá Hjálpræðis- Nemendamót Verslun- arskólans í gærkvöldi Það er orðinn siður að nem- endur Verslunarskólans haldi eina allsherjar skemtun á ári, og nefnist hún nemendamót. Þá skemta nemendur sjálfir, en engir aðrir. 1 gærkvöldi var haldið 5. nemendamótið í Iðnó. Setti Runólfur Sæmuiidsson það. Síð- an söng stór blandaður kór tvö eða þrjú lög. Þá flutti Sigurð- ur Guðjónsson minni frelsisins í ljóðum og mæltu máli. Þá ljeku Kristín Guðmundsdóttir og Ida Daníelsdóttir nokkur lög fjórhent á piano. — Síðan söng karlakór Verslunarskól- ans 24 menn, 5 lög, og því næst sýndu 8 nemendur fimleika. Þá var sýndur gamanleikur í 2 þáttum, sem nemendur höfðu sjálfir samið og voru leikendur sjö, allir úr skólanum. Seinast var stiginn dans fram á nótt. Hver bekkur í húsinu var setinn og mátti heyra á lófa- taki og hlátri að leiknum, að fólkið skemti sjer prýðilega. Og yfirleitt fór þessi skemtun mjög vel fram. hernum undir „Tilkynningadálki“ blaðsins á 8. síðu. Verslunarmannafj elag Rvíkur hjelt fund í gærkvöldi. Umræður voru um það vandræðaástand sem er í verslunarmálum þjóðarinnar og þær leiðir sem færar eru út úr þeim. — Áhugi fundarmánna var mikill og fjörugar umræður stóðu fram undir miðnætti. B.v. Gulltoppur kom frá Eng- landi í gærmorgun. Tramontana, spænskur togari kom hingað í gær. Farþegar með Goðafossi til Hull og Hamborgar í gærkveldi: Jón Asbjörnsson hrm., E. P. Briem og frú, Haraldur Árnason, Magn- ús Kjaran, Hlín Eiríks, Marteinn Einarsson og frú, Sigríður Helga- dóttir, Frk. K. Kopfermann, Mr. George Thomas, Hallgr. Helgason. Einnig margir farþegar til Vest- mannaeyja. Eimskip. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í gærmorgun. Goða- foss fór til Hull og Hamborgar í gærkvöldi kl. 10. Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Brúarfoss er í London. Lagarfoss r í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. Dánarfregn. Frú María Kristjáns dóttir, kona Halldórs Þórðarsonar bókbindara, andaðist í gær. Valsungar, eldri sem yngri. Vegna 25 ára afmælis Vals, í vor, biður stjórjnin alla þá Valsménn, og aðra, er kynnu að eiga í fórum sínum einhverjar myndir, er snerta fje’lagið á einn eða annan hátt, að gefa, sig fram við Ólaf Sigurðsson í síma 1200 eða 1710, sem allra fyrst. Háskólafyrirlestur um Austur- landa trúarbrögð. Sænski sendi- kennarinn, fil. lic. Áke Ohlmarks byrjar í kvöld kl. 8 nýjan flokk fyrirlestra um trúarbragðasögu. í fyrri fyrirlestraflokknum, sem lauk síðast á nýliðnu háskólamiss- eri, var rætt um trúarbrögð frum- stæðra þjóða. Þessi flokkur fjallar um hinn merkilegasta þátt menn- ingarsögunnar: trúarbrögð og trú- gnr" im Notiö þjer FIX- bvottadnft? Gjörið svo vel reyna I pakka i dag, til reynslu. FIX - þvær þvottinn meðan þjer sofið. f.níiTiav H Jol FIX - kostar aö eins - * '■ , -vfétov 50 aura pakkinn ?A«ís»gi úJjri'laxQ 1 Hi ní arlíf Austurlandaþjóða: Babylon- iumanna, Egypta, Indverja, Kín- verja, Japana, og um austurlenska heimspeki. Efni fyrsta fyrirlesturs ins er: Sumerisk-babylinsk-assyr- isk trúarbrögð, þ. e. trúarbrögð elstu inenningarþjóðanna í elstu menningarlöndum heimsins. Lýst verður hámenning hinna fornu Sumera, hvernig þeir voru sigraðir af semitiskum þjóðum, sem gerðu innrás í land þeirra, sagt frá fornkonungum, svo sem Hammu- rabbi og Sargon, stórborgunum Niniveh og Babel, hinum fjöl- breyttu trúarbrögðum þeirra, töfr um og musterum. Fyrirlesturinn verður fluttur í háskólanum í kvöld og hefst kl. 6,15. Sænskukensla í háskólanum, fyr- ir stúdenta og aðra, heldur áfram í sömu stundum sem áður. Nem- endur þurfa ekki að lcaupa nýjar bæku, því að nú verða æfingár í að þýðá úr íslensku á sænsku, og eru ménn beðnir að hafa ineð sjer eintak af síðustu Lesbók Morgun- blaðsins. Kensla fyrir almenning er í kvöld kl. 8. Skaftfellingamótið verður hald- ið í kvöld. Allir aðgöngumiðar að borðhaldinu eru uppseldir, en for- stöðunefndin hefir heðið blaðið að geta þess, að enn væri hægt að fá nokkra miða eftir borðhaldið. Anstfirðingar halda árlegt mót sitt á Hótel Borg í kvöld. — Skor- ar forstöðunefndin á menn að sækja miðana til Jóns Hermanns- sonar (sími 2854), sem fyrst til þess að vitað verði hversu margir verða þátttakendur. Þingfundir verða í báðum deild- um í kvöld. Á dagskrá er m. a. ríkisútgáfa námsbóka í Ed. og þingskapabreytingin í Nd. Ámundi Kristjánsson, bóndi í Hjarðarholti við Hafnarfjarðar- veg, verður 50 ára í dag. í Vestmannaeyjum er nú byrjað að bera á vatnsskorti að nýju. FÚ. Sportklúbburinn „Sparta“ er skipaður nokkrum skíðamönnum, sem nota ætla tækifærið til að halda sameiginlegan dansleik meðan ekki gefur til fjalla. Skemti nefnd skipa m. a. Sveinhjöm Árnason, Stefán Gíslason og Bjöm Þórðarson. Farsóttartilfelli voru á öllu land inu í janúarmánuði síðastliðnum samtals 1813, þar af í Reykjavík 849, á Suðurlandi 319, á Vestur- landi 154, á Norðurlandi 384 og á Austurlandi 107. Kvefsóttartilfell- in voru flest, eða 1221, þar af 615 í Reykjavík. Kverkabólgutil- felli á’öllu landinu 284 og iðra- 1 kvefstilfelli 133. Þar næst koma kighóstatilfellin, 51 alls, 21 á Vest- urlandi, 21 á Norðurlandi og 9 á Austurlandi. Barnaveikistilfelli voru 7, þar af 1 í Reykjavík, 1 á Suðulandi, 4 á Vesturlandi og 1 á Norðurlandi. Kveflungnabólgutil felli voru 23 á öllu landinu, þar af 10 í Rvík. Skarlátssóttartilfelli voru 11, þar af 9 í Re'ykjavík, en |2 ' á Vesturlandi. Mænusóttartil- felli voru 9 og öll á Norðurlandi. I (Úr skýrslu landlæknis um far- Isóttir í janúarmánuði. — FB.). Glerhyllur og HYLLUKNJE, ; • <«. ‘liiOOf'J.ÍtUi fyrirliggjandL „q Ludwig Slorr. j-fa.1 Laugaveg 15. utvarpið: Fimtudagnr 20. febrúar. 8,00 Enskukensla. ■ uagacj 8,25 Dönskukensla. rrodöái 10,00 Veðurfregnir. íJnDtú 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi: Fiskifjelag íslands 25 ára (Vilhj. Þ. Gíslason). 20,15 Erindi: Ferð til Suðnr- Ameríku, I (Thor Thors álþm.). 20,40 Einleikur á píanó ^Ámí1 Kristjánsson). 21,05 Lesin dagskrá næstu viku. ---"iVUf' 21,15 Upplestur: Úr ferðabókum * vvr.tmi Daníels Bruun (Pálmi Hannés1- , , . yiöó son rektor). 21,30 Kveðja til Skaftfellinga, frá Skaftfellingamóti í Reykjavík (Nikulás Friðriksson raffræð- ingur). 21,35 Útvarpshljómsveitin \ (Þór. Gúðm.): Rossini : Semjramis- forleikurinn, o. fl. 22,00 Útvarp til Austfirðinga, frá Austfirðingamóti í Reýkjavík (Ræður, söngur 0. s. frvu). Hljóðfæraleikur (til kl. 24).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.