Morgunblaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 7
Fimtudaginn 27. febr. 19S6. MORGUNBLAÐIÐ Dagbók. I.O.O.F. 5 =U72278y-i = F. L. VejSrið (miðvikud. kl. 17): Djúp lægð um Færeyjar veldur NA- hvassviðri hjer á landi. Norðau lands og austan er snjókoma, en sunnan lands og vestan er úr- komulaust. Hiti er um eða heldur yfir frostmark. Veðurútlit í Rvík í dag: Mink- andi N-átt. Ljéttskýjað. Gunnar Gunnarsson skáld hef- ir ritað grein í tímaritið Aka- demikeren, þar sem hann skorar á vísindameHn á Norðurlöndum að taka sig saman um að gera ræki- lega grein fyrir menningarlegu gildi íslenskra bókmenta og ann- urs þess, er þeir hafi lagt fram, bæði í fortíð og nútíð. (FÚ). Fjelag matvörukaupma.nna held ur aðalfund sinn í kvöld í Odd- fellowhúsinu (uppi). Esja á að fara hjeðan á laugar- dagskvöld í hringfero vestur um land. „Alt Heidelberg" var leikið s.l. þriðjudagskvöld fyrir fullu húsi og ágætum undirtektum að vanda. Næsta sýning yerður ann- aðkvöld í Iðnó. Afar mikil rauðáta hefir vet-ið í sjónum umhverfis Grímsey að undanfornu, enn meiri en nokkru sinni í sumar, og talið víst, að síld sje þar mikil. Er það talin skýr- ing á því, hvað fuglinn hefir sest sn emma upp í björgin í (Irímsey, hve mikll átan er. Embættisprófi í læknisfræði. — Þe’ssir kandidatar luku embættis- prófi í læknisfræði hjer við há- skólann 21. febrúar: Björn Sig- urðsson, Kjartan Guðmundsson, Theódór Skúlason og Úlfar Þórð- arson, allir með 1. einkunn. Agn- hr Johnson og Þórarinn Sveinsson með 2. einkunn betri. Hlutavelta verður á Laugardags- kvöld að Brúarlandi í Mosfells- •sveit. K. F. U. M. — A.-D.-fundur í Ttvöld kl. 8V2. Síra Bjarni Jónsson prófastur, erindi: Hefir nútíminn þörf á frelsara. Allir klarlme'nn velkomnir. Ilöfui flestallar algengar Bókfærslubækur svo sem: Höfuðbækur, Kladda, Dag- bækur 0. fl. Ennfremur allskonar ritföng. Bókavexslun &ór. B. ÞodáfaMQnar Bankastræfi H. Sfttli 3259. Nýtt nautakjöt í buff og smásteik. Einnig gott Saltkjöt. M ilnecsbúð. Laugaveg 48. — Sími 1505. Swr livalur, Sauðatólg, Hangiflot. Kjötbúðin Herðubreiö. Hafnarstræti 18. Sími 1575. E. Nilsson, binn frægi sænski íþróttakennari er nú kominn til bæjarins og mun framvegis starfa hjer á vegum Olympsnefndar Is- lands. í kvöld kl. 7 lieldur Olymps nefndin fund í fimleikahúsi mið- bæjarbarnaskólans með úrvals- mönnum í frjálsum íþróttum og kynnir þá fyrir Nilsson. Eimskip. Gullfoss fe'r frá Kaup- mannahöfn í dag á leið til Leith. Goðafoss kom til Hamborgar í gærmorgun. Dettifoss fer vestur og norður í kvöld kl. 8. Brúarfoss er væntanlegur til Vestmannaeyja í kvöld. Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Sel- foss er á leið til útLanda. Háskólafyrirlestur um trúar- bragðasögu. Sænski sendikennar- inn, fil. lic. Áke Ohlmarks, flytur í kvöld annan fyrirlestur sinn um trúarbrögð Austurlandia. Þessi fyrirlestur skýrir frá Egyptum, menningu þeirra og trúarbrögðum á dögum Faraóanna og fyrir þeirra daga, frá deilum hinna tveggja ólíku þjóðflokka, sem bygðu landið, afríkanskra frum- byggja og semitiskra yfirdrotn- ara. Þá verður sagt frá Horus- ríkjunum í Suður- og Norður- Egyptalandi, frá hinum miklu pyramidum og sólkonungum 5. konungsættarinnar, ljensveldi mið ríkisins og nýja ríkinu og Amon- Re-dýrkuninni í Tliebe. Egyptsk trúarbrögð eru þarátta milli binnar alþýðlegu Osiristrúar og sólardýrk unar Faraóanna. Loks verður sagt -frá goðsögnunum um Horus, Os- irís, Re og Iris, og frá hinum hei- lögu ritum Egypta. — Fyrirlest- urinn hefst kl. 6,15 í dag í háskól- anum. Bær í myrkri. Klukkan rúmlega 7 í gærkvöldi slöknuðu alt í einu öll rafljós í bænum. Skömmu seinna komu þó ljósin aftur. Raf- magnsstöðvunin stafaði af því að ís hafði safnast saman í leiðslu- pípuna frá Árbæjarstíflunni og safnast saman, svo að aflvjelin fyltist af ís. Við þetta var gert á 5 mínútum. Ánægjuleg leikhúsför. Stjórn Leikfje'lags Reykjavíkur bauð s. 1. sunnudag á þriðja tug af vist- mönnum Elliheimilisins á Skugga- Svein. — Þótti gamla fólkinu hin besta skemtun að og ljet ein gamla konan sem er rúmlega 88 ára að aldri og hafði aldrei sjeð leikið áður, svo um mælt, að sjaldan hafi hún skeánt sjer betur, því að þarna sá hún í anda þjoðtrún'a, sem á æskudögum hennar var ljós- lifandi. — Mbl. hefir verið beðið að færa stjórn L. R. besta þakk- læti frá gamla fólkinu. „Skálholt' ‘ á ensku. í enska blaðinu Sheffield Indepedent er getið „The Virgin of Skalholt", en svo nefnist „Skálholt" Guðm. Kambans í hinni nýútkomnu ensku þýðingu. Blaðið telur hana frábæra sem lýsingu á Islandi á 17. öld og frá sagnfræðilegu sjón- armiði liafi Kamban unnið svo gott. verk, að ekki verði betur á kosið. Blaðið telur þó, að bókin hefði verið betri, e'f hún hefði vehið styttri, og jafnvel þótt menn fallist ekki á það með út- gefendunum, að hún eigi e'ftir að vel'ða talin eitt af bókmentaleg- um listaverkum 20. aldarinnár, muni hún vissulega auka mjög álit höfundarins. — Kamban hafi það í sjer, sem þurfi til þess að ná eins hátt og Sigrid Undset, Selma Lagerlöf og Björnson. (FB) Björn Árnason endurskoðandi á feríngsafmæli í dag. Matthías Jónasson heimspelti- nemi í Leipzig var nýle'ga settur kennari - íslensku við háskólann þar. Er það sjötti þýski háskól- inn, sem tekið hefir npp kenslu í íslensku. Skíðafjelag Reykjavíkur ætlar að halda afmælishátíð sína í Skíðaskálanum á laugardaginn kemur. Ve’rður þar mikill mann- fagnaður. Lagt verður á stað hjeð- an í bílum kl. 8V2 að kvöldi. Dánarfregn. Frú Ingunn Lofts- dóttir, ekkja síra Einars Þórðar- sonar fyrv. þingmanns Norðmýl- ing,a, ljest að keimili sínn hjer í bænum í fyrradag. Lyra fer hjeðan í kvöld áleiðis til útlanda. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 2.—8. febrúar (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 43 (33). Kvefsótt 104 (139). Gigtsótt 1 (1). Iðrakvef 9 (6). Kveflungnabólga 3 (2). Taksótt 4 (0). Skarlatssótt 1 (1). Hlaupa- bóla 4 (2). Heimakoma 0 (1). Ristill 1 (0). Kossageit 1 (0). Mannslát 6 (5). Landlæknisskrif- stofan (FB). Til samskotanna í Keflavik. — Safnað í Hafnarfirði. (Frh.): Guðjón Jónsson 2 kr„ Þórarinn Sigurðsson 1 kr., N. N. 1 kr., Gísli Ámundason 5 kr N. N. 5 kr., S. V. 1 kr., N. N. 1 kr. Guðrún Stefánsdóttir 20 kr., Skafti Egils- son 10 kr., 5 systkini 5 kr., H. D. 5 kr., Kona 2 kr., N. N. 10 kr., Ragnh. & H. Sigvaldason 10 kr., Gunnar 10 kr., Emil Jónsson 20 kr., Jóh. Þorsteinsson 10 kr., Álfh. 6 Magnús 10 kr., Marin Einarsdótt ir 2 kr., Sólveig Ásgeirsdóttir 10 kr., Hólmfr. Magnúsdóttir 10 kr., N. N. 5 kr., Anna Óskarsdóttir 10 kr., Einar & Matthías 10 kr., Guð- rún Jónsdóttir 5 kr., Gulla 5 kr., Gsli & Halldóra 10 kr., Palla & Ólafur 15 kr., Þóra Þorsteins- dóttir 5 kr., Guðný Jörgensdóttir 5 kr., Ó. J. 5 kr., Eyjólfur Ámunda son 5 kr., K. E. 10 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, hefi jeg móttekið frá kaupm. Ein- ari J. Ólafssyni, Freyjugötu 26, Reykjavík, eftirfarandi ávísun: „Gegn framvísun ávísunar þess- arar, afhendið hr. kaupm. Einari Ólafssyni, eða þeiin er hann vísar, kr. 200,00 — tvö hundruð krón- ur — í byggingarefni, þá er ósk- ast. Reykjavík ,27. janúar 1936. Pr. Pr. H. Benediktsson & Co. Þor- lákur Björnsson". — Fyrir þessa stórmyndarlegu gjöf, þakka jeg innilega fyrir kirkjunnar hönd. Hjer er gengið inn á nýja braut í fjársöfnun og lausn málsins, sem jafngildir kirkjunni, sem pening ar væru, og sem vafalaust verður mörgum til eftirbreytni. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Útvarplð: Fimtudagur 27. febriar. 7.45 Morgunleikfimi. 8,00 Enskukensla. 8,25 Dönskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi Búnaðarfjelagsins: Heysparnaður og kjarnfóður- gjöf (Þórir Guðmundsson bú- fræðikennari). 19.45 Frjettir. 20.15 Erindi: Hvað kosta nýlendu- stríð? (síra Sigurður Einars son). 20,40 Lúðrasveit Rvíkur leikur. 21,05 Lesin dagskrá næstu viku. 21.15 Upplestur: Saga, eftir Mau passant (Helgi Hallgrímsson) 21,35 Útvarpshljómsve'itin (Þór. Guðm.) : Lög eftir Millöcker. 22,00 Hljómplötur: Danslög (ti' kl. 22,30). Faslelgnasalau Anslnrslræti 17, hefir ávalt fjölbreyttast, mest og best úrval af hverskonar fasteignum til sölu, meðal annars: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 2Sh_ 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49. 50. 51. 1. 2. 3. 5. 6. 7. 8. 9. 11. 12. 13. 14. 16. 16. 17. 18. 19. 20. Timburhús, byggingarlóð, við miðbæ Timburhús, 1 íbúð Timburhús, 5 íbúðir Timburhús, 4 íbúðir % timburhús, 1 íbúð Timburhús, 2 íbúðir % timburhús, 1 íbúð Villa á góðum stað, 3 íbúðir, blómag. Steinhús, 3 íbúðir, hentugt fyrir iðnað VESTURBÆR: Timburhús, 1 íbúð Villa á Verð Útborgun þús. kr. þús. kr. 9.6 2. 16. a. . 200. 30. 3. 2.5 . 40. 7.5 . 65. 10. . 50 10. . 65. 20. . 56. 10. . 45. c, . 25. 7. '1 . 22. 5. . 45. 5. . 75. 12. . 30. 0. . 36. «. 8. samkomulagi 95. 20. . 22. 1. . 28. 8. . 65. 16. . 10. 3. . 32. 4.5 . 25. 5. . 75. 10. . 27. 6. . 40. 5. . 14. 5. . 19. 5. 14 3. . 34. 4. . 48. 5. . 38. 5. . 45. 10. 5. . 14.6 samkomulagi . 12.5 4.5 5. 5. 6. . 46. 10. . 58. 15. . 60. 5. . 25. 5. . 32. 10. 6. 7. 6. . 66. 10. . 42. • 16 . 50. 10. 4. 3. 3. 4. . . 35. 12. 10. 16. 3.5 16. 20. 4. 25. 7. 12. 4. 3. samkomulagi 5. Auk þess sem hjer er talið, hefi jeg á annað hundrað eignir_til sölu í og við bæinn, þar á meðal hús við Lauga- nesveg, í Sogamýri, Grímsstaðaholti, Skerjafirði, Seltjarn- arnesi. Ennfremur 1 Hafnarfirði, Akranesi, ísafirði, Vest- mannaeyjum, Þórshöfn og víðar. Ennfremur jarðir í Borg- arfirði, Ölfusi og nágrenni Reykjavíkur. — Á mörgum af þessum eignum eru eignaskifti möguleg. Hús og aðrar fasteignir teknar í umboðssölu. Viðtalstími 11—12 og 5—7. — Símar 4825 og 4577 heima. Jósef M. Tliorlacius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.