Morgunblaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 3
MORG JNBLA3IÐ Fimtudaginn 27. febr. 1936. 3 Italir ganga úr Þjóðahanda- laginu,ef hertverðurárefsi- aðgerðunum! ,Time»H spáir að Brefar munt deyfast viO refsiaðgeiðirnar. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. A FSTAÐA Breta til refsiaðgerðanna gegn Itöl- ***■ um virðist enn vera reikul. Þetta vekur mikla athygli vegna þess að nú eru ekki nema 5 dagar þar til Þjóðabandalags- ráðið kemur saman til þess að ræða refsiaðgerð- imar. Ráðið kemur saman 2. mars. Madame Tabouis ritar í ,,Oeuvre“, að málsmetandi menn í Bretlandi krefjist þess að hert verði á refsiaðgerð- unum og er jafnvel rætt um að kolaflutningar og járnflutningar til Italíu verði bannaðir. „The Times“ birtir aftur á móti skeyti frá Róm, þar sem segir, að óttinn við það að Hitler og Mussolini segi upp Locarnosáttmálanum og stofni nýtt Mið- og Suð- ur-Evrópu-bandalag með þátttöku Þjóðverja, Itala, Austurríkismanna, Ungverja og Pólverja muni hafa deyfandi áhrif á refsiaðgerðapólitík Breta og Frakka. „Þessar þjóðir“, segir í skeytinu, „munu kappkosta að fá Mussolini til að halda fast við skyldur þær, sem á honum hvíla samkvæmt Locarnosáttmálanum og StresasamkomuIaginu“. Það er nú fullyrt að sendiherra ítala í París hafi tilkynt Flandin ut- anríkisráðherra Frakka, að ítalir muni ganga úr Þjóðabandalaginu og segja upp vináttusamn- ing ítala og Frakka, sem gerður var í janú- ar í fyrra, ef hert verði á refsiaðgerðunum. Páll. Fransk-rússneski samn- ingurinn ogÞjóðverjar. London, 26. febr. FÚ. Atkvæðagreiðslu í franska þinginu, um fransk-rússneska vináttusamninginn, var frestað í gærkvöldi þar til á fimtudag, samkvæmt beiðni Flandin utan- ríkisráðherra, í lok ræðu, er hann hjelt um sáttmálann og þýðingu hans, og þá einkanlega afstöðu þá, er Þjóðverjar hafa tekið gagnvart sáttmálanum. Flandin bauðst til þess, í ræðu sinni, að Frakkar skyldu leggja vináttusamninginn við Rússa fyrir alþjóðadómstólinn í Haag, ef þýska stjórnin óskaði þess, til þess að fá þar skorið úr því, hvort sáttmálinn kæmi í bága við Locarno-sáttmálann, eða væri á nokkurn hátt hern- aðarbandalag gegn Þjóðverjum eða nokkurri annari þjóð. Hann kvaðst harma mjög þá afstöðu sem þýska stjórnin hefði tekið í þessu máli, og það, að núverandi stjórn Þýskalands hefði hvað eftir annað slegið hendinni á móti tilboðum ann- ara þjóða um samvinnu og vin- áttu, í stað þess, að sýna friðar- hug sinn með því, að hjálpa til að tryggja sameiginlegt öryggi þjóðanna, sem eitt gæti komið í veg fyrir stríð. Þá benti Flandin á það, að þessi vináttusamningur milli Frakka og Rússa væri í beinu áframhaldi af samningi þeim, er gerður var á tíð Briands, um að Frakkar og Rússar skyldu ekki ráðast hvorir á aðra. Hver einasti utanríkisráð- herra Frakklands, síðan árið 1932, hefði átt sinn þátt í því, að efna til þess samnings, sem nú væri gerður, og það hefði engum fyr komið til hugar, að hjer væri verið að stofna hern- aðarbandalag gegn Þjóðverjum, nje rjúfa neina gerða samninga. Vjelbátur sckkur. Maðnr druknar JELBÁTURINN Eggert Ól- * afsson sökk í fyrrinótt á Stapavík. Einn skipverja, Guðmundur Sigurðsson, kvæntur maður, druknaði. Hinum skipverjunum bjargaði vjelbáturinn Ásbjörn frá ísafirði. Okunnugt er um nánari atvik að slysi þessu. Sfldarmjölsverð fellur! Khöfn, 26. febr. FÚ. Norska blaðið Haugesunds Dagblad skýrir frá því í dag, að síldarmjölaverð falli nú svo á Þýskalandi, að torvelt sje að selja Þjóðverjum þessa vöru, svo að framleiðslan svari kostn- aði. Skipstjórinn á „Leicester Ci!y“ neiter að hafa verið f landhelgi. Rjettarhöld hóf- ust í gær og halda áfram í dag. togaranum „Leicester City“, sem Ægir tók undan Hafn- arbjargi, hófust kl. 6 síðdeg- is í gær. Rjettarhöldin gátu ekki byrjað fyr vegna þess að Ægir kom ekki fyr en kl. 3 í gær. Því að eins og frá var ekýrt í blaðinu í gær, varð Ægir eftir til þe'ss að mæla. stað þann, sem hann taldi togar- ann hafa verið að veiðum. En togarinn varð að halda beint til hafnar, vegna þess að einn háset- inn slasaðist stórkostlega, eins og áður var frá skýrt. Ragnar Jónsson fulltrúi, rann- sakaði þetta mál. Rjettarhöldin í gær stóðn lát- laust í 51/2 klukkustund. Voru yf- irheyrðir skipstjórinn á togaran- um, stýrimaður og vjelstjóri. Þeir neituðu allir harðlega., að togarinn hefði verið í landhelg’i. Hinsvegar lieldur skipherrann á Ægi því fram í skýrslu sinni, að togarinn hafi verið að veiðum fyr- ir innan landhelgislínu. Hann hafi að vísu vei'ið fyrir utan línu, er hann var tekinn, en skipherrann heldur því fram, að togarinn hafi siglt út frá landi þegar Iiann varð varðskipsins var. Rannsóltn málsins v.arð ekki lok- ið í gærkvöldi, hefst aftur kl. 1% í dag. SLASAÐI MAÐURINN. Honum leið eftir öllnm vonum í gær. En hann er stórkostlega slasaður, því að tveir hálsliðir e'ru brotnir, en ekki nein skemd sjá- anleg á mænunni. Námskeið á ísianöi fyrir norrænu stúdenta Norræna fjelagið, íslandsdeild- in, gengst í sumar fyrir nám- skeiði fyrir stúdenta, sem lesa norræn fræði við háskóla á Norð- urlöndum. Námskeið þetta er á- kveðið að verði dagana frá 15.— 23. júní. 10 stúdentum frá live'rju af Norðurlöndunum, nema 5 frá FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. Tveir svarnir óvinir. KHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBL AÐSINS Talið er að Zamora forseti Spánverja leggi niður em- bætti þegar Þjóðþingið verð- ur sett. Zamora og Azana eru svarnir óvinir. Þó er pólitískt líf beggja skylt. Báðir eru lýðræðismenn. Báðir hafa sætt ofsóknum og setið í fangelsi fyrir frjálslyndar stjórnmál&skoðanir. Og þeg- ar konungsveldinu var steypt sneru þeir bökum saman 'í sameiginlegri baráttu. , En nú mega þeir ekki sjást. Sagt er að Azana hafi lesið upp ráðherralista sinn í síma fyrir Zamora. Og þegar Azana þarf að fá undirskrift Zamora undir tilskipanir og bráðabirgða- lög, sendir hann þau með hraðboða til forsetahallarinn- ar. Hraðboðarnir stinga skjölunum gegnum rifu á hurð forsetahallarinnar og Zamora ritar undir! Páll. Zamora. Azana. Frá Veslifianii^ieytoiti. Sjómenn hræddir uni að vertíð bregðísi ABkomufólk fær ekki nærri alt vinnn. Aílabrögð afar treg. VESTMANNAEYJUM í GÆR. 600 hænsni brenna inni. ,+ QEX hundruð hænsni ^ brunnu í hænsnabuinu Sjómenn og útvegsmenn eru al- ment farnir að óttast að veTtíðin í ár ætli algjörlega að bregðast. Aflabrögð hafa verið afar ljeleg það sem af er, og véðrátta stirð. í dag reru flest allir bátar, en fengu lítinn afla, mést um 800 fiska á hát. Aðkomufólk, sem hingað hefir komið í atvinnuleit, er nú að bú- ast heim á leið aftur vegna þess að enga atvinnu er að fá hjer í Eyjurn vegna aflaleýsk. Fantoft, flutningaskip, kom hingað í dag með 1100 tonn af salti. Kom það sjer.vel vegna þess að menn voru yfirleitt orðnir salt- lausir. Eggert Jónsson frá Nautabúi hefir látið reisa hjer myndarlegt hús til lýsisgeymslu. Ætlar hann að ltaupa lifur af Færeyingum, sem stunda veiðar á Selvogsbanka á vorin. Lifrar- hræðslufjelagið hjer ætlar að bræða lifrina. Wium. „Ásheimar“ á Selási í fyrri- nótt. Hænsnakofar og íbúð brunnu til kaldra kola. :— Eigandinn var ekki heima, og varð eldsins vart af til- viljun. í fyrrinótt, klukkan rúml. 12, var slökkviliðið kallað upp Aað Selási, skamt fyrir ofan A-sþæ. Þe'gar þangað kom, var hænsna- biiið „Ásheimar“ í björtu báji og hænsnin öll brunnin, var engu bjargað úr hænsnabúinu nje í- búðinni. Eigandi hænsnanna var Sveinn Sveinsson, en J611 Gunnarsson átii húsin. Sveinn var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Ekká er kunnugt með hvaða hætti éldur- inn hefir komið upp. Seinast var gengið um búið kl. um 9 og þá var slökt á gasluktum, sem loga ,venjulega í hænsnahúsunum. — Talið er þó einna líklegast, að eldur hafi komist í stopp í ,þak- inu frá gaslukt. Háskólafyrirlestrar á frönsku. Franski sendike'nnarinn, lic. Fanny Petibon, flytur í kvöld kl. 8,15 fyGrlestnr með myndasýningu í háskólanum. Efni: „L’école rom- antique“. Maður, sem var að sækja læknir varð eldsins var af tilviljun. Varð hann að skila af sjer lækninum áður en hann gæti tilkynt brun- anti. Fulltrúi bæjarfógetans í Hafu- arfirði rannsakar rnálið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.