Morgunblaðið - 28.02.1936, Side 5

Morgunblaðið - 28.02.1936, Side 5
Föstudaginn 28. febr. 1936. MORGUNBLAÐIÐ Frú María Kristjánsdóttir. Fædd 18. ágúst 1853. Dáin 19. febr. 1936. Hinn 19. þ. m. andaðist li.jer í bæ eftir langa legu og þunga frú 'María Kristjánsdottir, eiginkona Halldórs Þórðarsonar fyrrum bók- .bindara og prentsmiðjustjóra, og verður hún í dag borin til hinstu 'hvíldar í kirkjugarðinuni að Bessa stöðuin. Með henni er hnígin í valin mæt kona og mikilhæf, enda var hún af góðu bergi brotin, mann- ’kostafólki í báðar ættir. Foreldr- .ar hennar voru þau Kristján Matt- híesen (t 1839) óðals- og utvegs- hóndi að Iíliði á Álftanesi, einn .af fimm sonum síra Jóns Matt- híasarsonar í Arnarbæli og kona hans Elísabet Vigfúsdóttir (t 1888) frá Núpstúni Þórðarsonar á Minna-Hofi í Gnúpverjahreppi. Voru þau hjón orðlögð hjer um allan suðurkjálkan fyrir myndar- skap í hússtjóm og búsýslu og mikla rausn, enda sátu þau í g’óð- um efnum. Af þremur dætrum þeirra var frú María yngst. Eldri systurnar voru Kagnheiður, e'r átti Jón bónda Tómasson í Hjarð- arholti í Stafholtstungum (var fyrri kona hans) og Ingibjörg, er dó uppkomin, en ógift í foreldra- húsum. Frú María sál. var fædd á Hliði 14. ágúst 1853 og hafði þannig hálfnað þriðja árið níunda tugar- ins, er hún I.jest. Allar fengu þær systur hið besta uppeldi og alla þá mentun, sem kostur var á í uppvexti þeirra innan lands. — Kve’nnaskólar voru þá enn ekki farnir að tíðkast og því var sá kostur einatt tekinn að koma dætrum sínum fyrir til nytsamrar læringar á góðum heimilum. Svo var þá og um frú Maríu. Henni Nú er harðfiskurinn góður, lúðuriklingurinn og steinbítur. — Grænmeti höfum við ennþá. — Ódýr Egg og Appelsínur. — Það er altaf gott að gera inn- kaup á föstudögum. ClUieValdi, Afburða fljótvirkur og Ijettur i notkun. var ungri komið fyrir á heimili {amtmannsfrúar Ingileifar Melsted Ú Suðurgötu 2 hjer í bæ, til þess að nema þar kvenlegar listir, enda varð frú María orðlögð hannyrða- kona. Einnig var hiin nokkur ár á heimili frú Herdísar Benedikt- sen hjer í bæ, sem einnig var orð- lagt ágætisheimili. Haustið 1886 (11. septe'mber) giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Hall- dóri bókbindara Þórðarsyni, og fluttist þá alfarið hingað til bæj- arins, til þess að dveljast hjer alla æfi upp frá því, nema einn vetur (1889—’90), sem þau voru á Hliði eftir lát Kristjáns föður hennar (1889). Urðu samvistarár þeirra svo mörg, að ekki voru ne'ma sjö mánuðir til gullbrúðkaupsdags er samvistum sleit með dauða hús- freyjunnar. Eignuðust þau í hjú- skapnum eina dóttur: frú Elísa- betu, sem gefin e'r Þórarni Egil- son fitgerðarmanni og framkvæmd arstjóra í Hafnarfirði. Svo gott uppeldi hafði frú María. fengið á fyrirmyndarheimili for- eldra sinna á Hliði og svo miklum hæfileikum var hún gædd af guðs- Iiendi, að ganga mátti að því vísu, að þess sæjust merki á heimili þeirra hjóna. Sú varð þá líka raun in á. Frú María reyndist skörung- ur mesti til hússtjórnar, e'nda voru myndarskapur, heimilisrækni og höfðingslund ekki minst áberancli meðal hinna mörgu mannkosta hinnar aðsópsmiklu húsfreyju. Má vel vera, að sumir hafi vil.jað telja frú Maríu vandlætingarsama hús- móðir og það með rjettu. En svo er oft um þá, setn eru vandlæt- ingasamir við sjálfa sig. Og svo var þá einnig um frú Maríu. — Hún var lítið fyrir þa.ð gefin að hlífa sjálfri sjer meðan fjör og heilsa leyfði. Mætti með sanni um bana seg'ja það er Salómon segir um vænu konuna: „Hún vakir yfir því er fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð“. — Tápið var svo mikið og vinnug-leð- in, enda báru híbýli þeirra hjóna alla tíð þess menjar. Hiin vissi, að „síst er hálfverðri hælandi“ og því varð og híbýlaprýðin hjá þeim lijónum svo að orð fór af. En væri vandlætingarsemi áberandi í fari he’nnar, þá voru raungæðin það ekki síður, og gleðin yfir því að geta rjett öðrum hjálparhönd eins og- efnin leyfðu. Því að hún mátti ekkert aumt sjá, svo að hana lang- aði ekki til að liðsinna. Þar við bættist svo órjúfanleg vinatrygð hennar. Hún brást aldrei þe'im, er einu sinni höfðu eignast vin- áttu hennar, og falslaus einlægni hennar var söm og jöfn við hvern, sem í hlut átti. En ríkasti þáttur- inn í hugarlífi hennar var innileg guðrækni, sem henni hafði verið innrætt í foreldrahúsum og varð dýrust auðlegð hennar til æfiloka; þar var þá líka styrkur liennar mestur og bestur í baráttu elliár- anna við sjúkdóm og þjáningar. Þeir, sem henni stóðu næstir í lífinu blessa minningu hennar lát- innar og þeir aðrir, sem kyntust henni, kveðja hana með virðingu og vinarhug. Kunnugur. Oddný Sigurðardótti húsfreyja í Stóra-Botni. Ocldný Sigurðardóttir, hús- freyja að Stóra-Botni í Hvalfirði, andaðist að heimili sínu 14. janú- ar síðastliðinn. Hún var fædd að Vífilsstöðum, þar sem nú er berklahæli Sunn- lendinga, 8. september 1874. Oddný sál var ágætlega kynjuð, af hinni svonefndu Efstabæjarætt, e'n sú ætt er eklti aðeins vel þekt í Borgarfirði heldur landskunn, þar sem hún hefir alið marga þjóð- ltunna gáfumenn, er getið hafa sjer fræðgarorð. Oddný sál giftist árið 1900, Helga syni Jóns prests Benedikts- sonar í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, og hófu þau ungu hjónin þegar búskap í Stóra-Botni í Botns dal, og bjuggu þar með rausn og prýði í þrjátíu og fimm og hálft ár. Hve’rjum þeim, er kyntist Odd- nýju sál. verður hún ógleymanleg fyrir ýmsra hluta sakir. En þó einkum fyrir það, live hún var gáfuð kona og- fjölfróð, og liitt, hve gestrisni hennar var alveg frá bær. Skólavistar var henni ekki auðið í æsku heldur en fle'stu alþýðu- fólki, er ólst upp um sömu mundir og hún. — En því betur stundaði hún námið í lífsins lærða skóla, og hverjum sem kyntist Oddnýju liús- freyju duldist ekki að þar fór hámentuð kopa, og ekki vakti það síst undrun þeirra, er áttu tal við hana, hve jafnvíg hún var á óskylclustu fræðigreinar. Minni hennar var afbrogðsgott, skiln- ngurinn skarpur og dómgreindin óvenju þroskuð. Hún var áhuga- söm um opinber mál og ljet þau nokkuð til sín taka. Hinum mörgu, sem komu að Stóra-Botni verður heimilið þar minnisstætt sakir rausnar þess, sem var hjeraðskunn, og munu ýmsir það mæla, að rausn þeirra Stóra-Botnshjóna eigi vart sinn líka. Þau hjónin eignuðust einn son, er Jón heitir. Hann hefir stundað nám á Laugaskóla með ágætum árangri, og er maður prýðilega greindur og skáldmæltur vel. Með Oddnýju í Stóra-Botni er til moldar hnigin ein glæsilegasta konan í býgðum Hvalf jHrðar, bæði hvað andlegt og líkamlegt atgerfi sne'rtir. Hvalfirðingur. w Osýnilegi maðurinnn eftir H. G. WELLS. Verð ób. kr. 4,00; ib. kr. 6,00. Guðm. Finnbogason: Úrræði: Nokkrar greinar um landsmál. Reykjavík 1936. ísafoldarprentsmiðja. Yerð: kr. 1.50. Af bók þessari hafa ver- ið prentuð aðeins 200 eintök og fást þau í bókabúðum hjer í Reykjavík. Sambandsþing Iðnsambands Byggingamanna hefst sunnudaginn 1. mars, kl. 10 árd. í Baðstofu iðnaðarmanna. SAMBANDSSTJÓRNIN. Siý b<Vk! KaupiB gleraugu hjá oss. Stórt og fjölbreytt úrval. Ókeypis athugun á sjónstyrkleika augnanna. F. 1. Tliiele Sögur handa börnum og unglingum V. safnað hefir sr. Friðrik Hallgrímsson. Verð kr. 2.5Ö. Bókaverslun Sigfúsar Eymun dssonar og BókabúS Austurbæjar, B. S. Langaveg SÆ. Jarðarför elskulegrar konu minnar, Frú Þuríðar Filippusdóttur frá Stað í Steingrímsfirði, fer fram frá Dómkirkjunni, laugardaginn 29. febrúar, og hefst með bæn á Vesturgötu 39, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. J. N. Jóhannessen. Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og samúð við fráfall og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Sigríðar Rafnsdóttur. Arnbjöm Gunnlaugsson og dætur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlá* og jarðarför Gróu Helgadóttur. Síta Sigurðardóttir Iðunn Sigurðardóttir. Adolf Guðmundsson. Þórður Þórðarson. Unnur og Þorsteinn Jóhannsson. Geir Jónsson. Sonur okkar og bróðir, Torfi Grímsson, verður jarðsettur frá Fríkirkjunni laugardaginn 29. þ. m. Hefst jarðarförin með bæn kl. iy2 á heimili okkar, Freyjugötu 44. Foreldrar og bræður. Austurstræti 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.