Morgunblaðið - 28.02.1936, Side 6
Œiav'iají n »aow
Föstudagirm 28. febr. 1936,
ð
r ___
Arásir „Bjarma
66
ð síra Arna SigurQsson, fríkirkjuprest.
1 morgun barst mjer 4. tölublað
Bjarma 1936. Rakst jeg þar á all-
sræsnar árásir á síra ArnaSig-
hwðason fríkirkjuprest, út af því,
atö blaðinu hafði fúndist hann
„tala fyrir munn hinnar ísl.
Mrkju“ í prje'dikun sinni á 4. sd.
e. þrett. og fyrir hennar hönd
tekið ákveðna afstöðu til spíritism
jm* í sambandi við þær árásir,
sem fylgjendur hans hefðu orðið
^rrir, af hálfu H. K. Laxness.
Þessa prjedikun heyrði jeg því
íaiður ekki. En í Bjarmagreininni
]«« jeg, að fríkirkjupresturinn
hafi sagt, að „hin ísl. kirkja væri
í þakkarskuld við spíritismann,
fyrir þá hjálp sem hann hefði
veitt henni“ og bygt þá skoðun
sína á því að „hann berðist með
kirkjunni gegn efnishyggju, og að
því að færa menn nær hinu góða“.
Bendir blaðið svo fríkirkjuprest-
inum á að „meðan synotus eða
herra biskupinn eða dómkirkju-
presturinn í Reykjavík eða blátt
áfram mikill meiri hluti pre'sta
hinnar ísl. kirkju“ hafi ekki tek-
ið opinberlega afstöðu með spíri-
tisman, um eða honum til þakk-
]*tis, þá hafi fríkirkjupresturinn
ekkert leyfi til þess að taka sjer
þau orð í munn, e'r hann sagði í
nefndri ræðu.
Það er nú ekki í fyrsta skifti,
sem fríkirkjupresturinn gerist
svo djarfur, að tala um „hina ís-
lensku kirkju“ úr prjedikunarstól
kirkju sinnar. Yeit jeg ekki, hvort
nokkrum. þó hefir fundist hann
taka sjer biskups eða synodusvald,
og skilið hann svo, að hann væri
sjerstaklega að tala fyrir hennar
munn. Og ekki hefir „Bjarrni"
fundið að því fyr, því jeg minn-
ist þess ekki, að S. Á. Gíslason
hafi nokkurn tíma látið í ljósi
hneykslun sína yfir slíku, á með-
an, hann hafði ritstjórnina með
höndum og kom hann þó víða við,
djarfmáll og hreinskilinn. Er sorg-
]egt til þe'ss að vita, að frjálslyndi
og víðsýni skiili hnigna við það, að
þrir ritstjórar koma í stað eins.
•Það væri annars fróðlegt að at-
hpga, í þessu sambandi, hver eða
hkérjir hafi öðrum fremur „um-
b<$“ til að tala fyrir hönd hinnar
íslénsku kirkju. Það skal fyrst
tejkið fram, að dómkirkjuprestur-
inn, enda þótt hann sje prófastur,
hOTir samkvæmt embætti sínu enga
sjerstöðu gagnvart öðrum prest-
um landsins. Auðvitað er eðlileg-
a^l að slíkt umboð sje í höndum
bSkups eða meiri hluta presta-
stefnumiar. Þó má gera ráð fyrir
þj|, að hvorki biskup eða meiri
hípti pre'stastefnu geti ávalt talað
eða ályktað svo, að ekki sjeu til
prestar hjer og þar — og það ef
tif Y511 meiri hluti prestastjettar-
innar — sem mundu harðlega mót-
ma*la því, að talað væri fyrir
jjeirra munn.
En jafnvel þótt viðurke'nt sje,
að slíkt umboð sje í höndum bisk-
ups eða meiri hluta prestastefnu
þá þætti víst flestum prestum
hinnar íslensku þjóðkirkju það
fullhart, að mega ekki láta í ljós
sköðun sína á því, hvað hefði orð-
ið íslensku kirkjunni til þrifa eða
hnékkis, án þess að um leið væri
álitið, að þeir töluðu sjerstaklega
fyrir hennar munn og hrifsuðu um
leið það umboð, sem væri í höndum
annara. Þeim rjetti afsölum vjer
oss aldrei. Og jeg segi fyrir mig,
og jeg veit að flestir ef ekki allir
embættisbræður mínir taka í sama
streng, að jeg vil veita síra Áma
Sigurðssyni fríkirkjupresti sömu
rjettindi. Vjer þjóðkirkjuprestar
höfum ávalt talið hann í bræðra-
fje'lagi vom. Hann er meðlimur
fjelagsskapar vors, hann var í rit-
nefnd „Kirkjublaðs“, og honum
hafa af sjálfri presstastefnunni
verið falin þýðingarmikil störf
fyrir ísl. kirkjuna, ásamt með starf
andi prestum þjóðkirkjunnar og
söfnuður hans þar með verið við-
urkendur sem einn hluti „hinnar
ísl. kirkju“ og það af þeim, se*m
umboðið höfðu fyrir hennar hönd.
Enda er ekkert sem skilur frí-
kirkjusöfnuðinn í Reykjavík og
söfnuði ísl. þjóðkirkjunnar annað
en önnur yfirstjórn, en það er
auðvitað algjört aukaatriði, er
gera á upp milli safnaða, er starfa
á nákvæmle'ga sama grandvelli og
að nákvæmlega sama marki. Og
mjer er fullkunnugt um það, að
ísl. þjóðkirkjan á óskiftan sam-
hug og samúð síra Áma, er tekur
þátt bæði í gleði hennar og sorg-
um, og hefir aldrei fundist hann
vera );út af fyrir sig“ í starfinu,
heldur aðeins einn í hóp þeirra
manna, sem vilja ryðja fagnaðar-
erindinu braut að hjarta, hinnar
,ísl. þjóðar. Það á líka svo að vera.
Af þeim ástæðum, sem nú hefir
verið getið, hefi jeg te'kið mjer
penna í hönd til þess, sem þjóð-
kirkjuprestur, að mótmæla þeim
árásum er hafnar hafa verið á
starfsbróður minn, fríkirkjuprest-
inn í Reykjavík. ísletiska kirkjan
er fyrst og fremst kirkja Jesú
Krists á fslandi, og síra Árna á,
sem bróður og samstarfsmanni
vor, þjóðkirkjuprestanna, að vera
jafn frjálst og oss, að láta í ljósi
skoðun sína á því, hvað hann telji
ísl. kirkjunni til góðs eða ills,
enda munu þau veðrabrigði ekki
gerast í söfnuði hans, sem ekki
nái og til annara safnaða landsins.
Mosfelli, 20. febr. 1936.
Hálfdan Helgason.
Karlakór Reykjavíkur.
,Alt Heidelberg*
eftir
Wilh. Meyer-Förster,
(5 fiættir)
verður leikið í Iðnó
í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl.
' 1 í dag.
Pantanir sækist fyrir kl. 3
sýnin gardaginn.
Aðgöngumiðasími: 3191.
Varðaríundurinn
í gærkveldi.
Troðfult hús var á Varðarfund-
inum í gærkvöldi.
Thor Thors flutti erindium vinnu
löggjöf og gerði grein fyrir frum-
varpi því, sem hann flytur nú á
Alþingi f. h. Sjálfstæðisflokksins.
Var erindi hans ágætlega tekið.
Á eftir urðu fjörugar umræður
og tóku m. a. til máls: Jón Pálma-
son, Akri, Lúther Hróbjartsson,
Kristján Guðlaugsson, .Jóhann
Möller, frú Sigríður Sigurðardótt-
ir, Guðbjartur Ólafsson og Guð-
mundur Gamalíelsson.
Atvinnuleysi í Banda-
ríkjunum:
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU
Samkvæmt loforðum Roosevelt
forseta átti 3^ miljón manna að
hafa fengið atvinnu á þennan
hátt í nóvemberlok 1935, en í
miðjum október var það einungis
1^2 miljón, sém vinnu hafði feng-
ið. Vonirnar hafa þannig ekki
'rætst þótt drjúgum hafi miðað
áleiðis.
Veigamesta framkvæmdin, sem.
í hefir verið ráðist e'r stíflubygg-
ing í Tennesseedal og verður þetta
risavaxið rafveitufyrirtæki. Land-
svæðið þarna í kring er auðugt
áf kolum ög málmum, en íbúarn-
ir hafa ekki getað notfært sjer
þetta sakir fátæktar. Með komu
rafmagnsins verður án efa mikil
breyting á kjörum fólksins og
menn gera sjer miklar vonir um
framtíð fyrirtækisins.
Launin, sem þessi fyrirtæki
greiða eru frá 19 alt upp í 94
dollara á mánuðí.
Tala atvinuulausra listamanna
er sjerlega há í Bandaríkjunum
og má til fróðleiks geta þess hvað
fyrir þá hefir verið gert. 27 milj-
ón dollara voru ætlaðir til þess að
bæta neyð þeirra. Stjómin ætlar
t. d. að útvega 6.500 rithöfundum
atvinnu og verður þeim m. a. feng
ið það hlutverk að semja stórt
ritverk um Ameríku, sem einkan-
lega á að geýma allar upplýsing-
ar fyrir ferðamenn.
Fyrir tilmæli sjórnarvaldanna
hafa ýms fítór frameiðslufyrirtæki
gert alt sem í þeirra valdi hefir
staðið til þess að taka broddinn
af vandræðunum. Kjarni málsins
er samt sá, að stjómin hefir sjálf
hafist handa og reynt að hrinda
hjóli viðskiftalífsins í gang á
ný, án þess að skerða athafna-
frelsi einstakíinganna nema þá
að óverulegu leyti.
Tala atvinnuleysingja liefir
undanfarin ár verið þessi (skv.
Ameriean Federation of Labour):
1930 3.947.000 1933 11.904.000
1931 7.431.000 Feb. 1935 11.500.000
Nýlega hefir skólafólk og kenn-
arar frá Reykholti og Hvítbekk-
ingar hjer í bæ stofnað með sjer
fjelag og heldur það fund í Varð-
aihúsinu á sunnudagskvöld kl. 9'.
Alt Heidelberg
Leikritið „Alt Heidelberg“, sem Karlakór Reykjavíkur er að sýn&
um þessar mundir í Iðnó, hefir orðið vinsælf, meðal bæjarbúa. Á hinn
fagri söngur karlakórsmanna eflaust mikinn þátt í þeim vinsældum.
— Alls eru 10 lög sungin í leiknum. Fjörug og skemtileg stúdentalög,
sem enn í dag eru sungin í hinum fornfræga háskólabæ Heidelberg.
— Leiktjöldin eru vel gerð og gera sitt til að kasta æfintýraljóma á
leikinn. Best þykja leiktjöldin í 2. og 3. þætti. Myndin sem fylgir
þessum línum er úr öðrum þætti, og sýnir garðinn hjá Rúder. Á mynd-
inni sjást aðalpersónur leiksins, Káthie þjónustustúlka og Kgrl E(?in-
rich erfðaprins. Leikið af Regínu Þórðardóttur og Bjarna Bjarnasyni.
Alþingi.
Ný frumvörp.
Þessi frumvörp hafa komið fram
á Alþingi síðustu dagana:
Atvinna við siglingar. Sjáv-
arútvegsnefnd Ed. flytur f. h.
atvinnumálaráðherra frumvarp
um atvinnu við siglingar á ís-
lenskum skipum. Frumvarp
þetta var einnig flutt á síðasta
þingi, en var þá ekki útrætt.
Sjávarútvegsnefnd bar þá fram
nokkrar breytingartillögur við
frumvarpið og eru þær teknar
til greina nú.
Jarðræktarlög. Þ. Briem flyt-
ur frv. um breyting og viðauka
á Jarðræktarlögunum og er það
samhljóða frv. því, er hann
flutti á síðasta þingi, en var
þá vísað til stjórnarinnar. Segir
Þ. Briem í greinargerð, að þar
sem stjórnin hafi enn ekkert
aðhafst í þessu máli, telji hann
rjett að frumvarpið verði flutt
aftur nú.
Kosningalögin. Stefán Jóhann
Stefánsson flytur frv. um breyt-
ing á 24. gr. kosningalaganna
frá 1934. Leggur hann til, að
hver og einn, sem verður þess
var eftir að kærufrestur er út-
runninn, að missmíð sjeu á
kjörskrá, geti borið það undir
dómstólana, hvort breyta skuli
kjörskránni. Tilefni breytingar-
innar er hæstarjettardómur,
sem fjell í máli út af kjörskrár-
kæru í Eyrarhreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu.
Orð úr viðskiftamáli
er ómissandi hverjum þeim,
er kunna vill íslenskt versl-
unarmál.
Nokkur eintök fást á af-
Kreislu Morgunblaðsins.
Kvenfjelagið Unnur.
á Eaagárvöllum
sendir Slysavamafjel. peninga.
í dag færði hr. stöðvarstjórí
Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra
Hofi á Rangárvöllum mjer kr.
100.00 — eitt hundrað krónur —
sem er gjöf frá Kvenfjelaginú
„Unnur“ til starfsemi Slysavarna-
fjelagsins.
Þessi stóra og góða gjöf kven-
fjelagsins sýnir nú sem oftar ómet
anlegt vinarþel til starfsemi vorr-
ar, sem alstaðar eða mjög víða
gerir vart við sig út um bygðir
landsins, hjá kvenfólkinu, engu
síður en karlmönnunum.
Um leið og jeg hjer með kvitta
fyrir þessa höfðinglegu og eftir-
breytnisverðu gjöf til Slysavarna-
fjelagsins, þakka jeg gjöfina lijart
anlega og óska kvenfjelaginu góífe.
og farsæls nýbyrjaðs árs.
Rvík, 22. febrúar 1936.
F. h. Slysavarnafjelags íslauds.
Þorst. Þorsteinsson.
Tekjur sveita- og bæj-
arf jelaga:
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU
En það væri erfiðleikum bundið,
að innheimta útsvörin, eins og
hag almennings væri nú komið.
Nokkrar athugasemdir gerði ráð-
herrann um einstaka skattstofna
frumvarpsins. Taldi t. d. húsa-
skattinn full háan, en vildi hins-
vegar hækka fasteignaskattinn í
sveitunum í stað aðflutnings-
gjaldsins, sem frv. fer fram á.
Jón A. Jónsson og Þorst. Þor-
steinsSon gerðu einnig nokkrar
athugasemdir við einstaka liði
frumvarpsins, en að lokum var
því vísað til 2. umr. og fjárhags-
nefndar.
Hjálpræðisherinn. f kvöld kl.
8 þý. verður almenn helgunarsam-
koma.