Morgunblaðið - 06.03.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1936, Blaðsíða 2
MORGUNBLAPIÐ Föstudaginn 6. mars 1936. JPIotSttltSladtd Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. R4tstJ*rar: J6a KJartansson, Valtýr Stefánssan. RítstJ6rn og afgreiSsla: Austorstrætl 8. — Stmi 1606. Auglýsingrastj6ri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 1T. — Síral S790. Heámaslmar: J6n Kjartansson, nr. 8742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Axni 6la, nr. 8045. E. Hafberg, nr. 3T70. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuM. í lausasölu: 10 aura eintakið. 20 aura mei Lesbik. Umráð gjaldeyrisins. Þegar gjaldeyrislögin voru samþykt, var með valdboði tek- inn allur umráðarjettur fram- léfð'enda yfir gjaldeyri sínum. Hafa þessar ráðstafanir leitt tik* mjög aukins kostnaðar og í för með sjer margvísleg óþægindi fyrir framleiðendur og þá sjerstaklega útvegsmenn. Þótt öllum komi saman um að hart sje aðgengið, þegar ein- slaklingar eru þannig sviftir umráðum og ráðstöfunarrjetti yfir lögmætri eign sinni, þá hafa menn þó unað þessu fyr- irkomulagi, frá því sjónarmiði, að nauðsynlegt væri með þeim takmarkaða gjaldeyri, sem fyr- ir hendi er, að umráð hans væru falin einum aðila. Á undanförnum árum og alt fram á síðasta tíma hafa út- vegsmenn, smærri sem stærri, getað keypt þurftarvörur sínar söálfir frá útlöndum, ef þeir hafa óskað þess. Hafa þeir fje,ngið 6—9 mánaða gjaldfrest á þesspm 'vörum og auk þess sætt góðu verðlagi. En á síðastliðnu ári voru gjaldeyrislögin framkvæmd með , þeim hætti, að útvegs- mönnum var gert ókleift að standa í skilum. Þar við bætist svo, aði.skömmu fyrir áramótin gáfu bánkarnir út tilkynningar sem mjög hafa verkað í sömu átt. Afleiðingar þessa tvenns eru þær, að útvegsmenn hafa ger- samlega mist lánstraust sitt. er- lendis. •• Ef útvegsmenn vilja nú kaupa þurftarvörur sínar sjálfir frá útlöndum, er þeim gert að ófrávíkjanlegu skilyrði, að setja ■•bankatryggingu fyrir þeim viðskiftum. En bankarnir eru hinsvegar afar tregir, eða jafnvel alveg ófáanlegir til að veita slíkar tryggingar, og bera fyrir sig að á krepputímum sje óverj- andi að ganga í miklar ábyrgð- ir. Þeim, sem nokkuð þekkja til útgerðarmála er fyllilega Ijóst í hvert öngþveiti hjer er komið. Þessvegna bera þeir Ólafur Thors og Sigurður Kristjánsson fram frumvarp það, sem prent- að er á öðrum stað hjer í blað- inu. Virðist þessum málum svo komið, að leitt geti til stöðvunar á útgerðinni, ef frumvarp þetta nær ekki samþykki. Munu állir ' Öjálfstæðismenn á þingi fyígja þéssu frumvarpi, sem er fyrst ög fremst hags- munamál útgerðarmanna, stærri og smærri. SAMSALAN I HENDUR FRAMLEIÐENDA! Loftskeyta- maðurinn á „Venus“ játar á sig varðskipa- njósnir. Hann gefur upp fleiri njósnara. Togarinn Venus kom frá Eng- landi um miðnætti í fyrrinótt. Var loftskeytamaður hans, Daníel Oddsson, þegar tekinn fastur og settur í gæsluvarð- hald. í gærdag hófust yfirheyrslur í máli hans. Játaði Daníel að hann hefði þýtt dulmálslykla dómsmála- ráðuneytisins, Skip aútgerðar- innar og skrifstofu sendiherta Dana. Auk þess gaf Daníel ýmsar upplýsingar um njósnarmálin, sem elíki vóru áður kunnar. T.d. gaf hann upp nöfn ýmsra manna, sem við mál þetta eru rfiðnir, en sem ekki hefir verið kunnugt um áður. Byrjar rannsóknardómarinn yfirheyrslur yfir þeim í dag, og vildi hann ekki gefa upp nöfn þeirra að svo stöddu. Daníel situr enn í gæsluvarð- haldi. Óskar Jóhannsson, sjómaður á Klapparstíg 13, játaði í gær, að hann hafi sent togaranum „Vinrlr“ dulmálsskeyti um ferðir varðskipanna. Áfján manna nefnd falið fnlf framkvæmdavald i málimiu. Einróma vantraust á meiri hluta mjólkursðlunefndar. Frá Brúarlandsfundinum í gær, D JÖLMENNASTI bœndafundur, sem nokkru sinni hefir haldinn verið hjer í nágrenni Reykjavíkur, var haldinn að Brúarlandi í Mos- fellssveit í gær. Fundinn sátu um 250—300 bændur úr Gull- bringu og Kjósarsýslu, Reykjavík og Hafnar- firði. Mjólkurbúin og framleiðendafjelög bænda vestan heiðar boðuðu til fundarins og var um- ræðuefnið mjólkurlögin og framkvæmd þeirra. Fundurinn samþykti einróma kröfu um, að framkvæmd mjólkursölunnar í Reykjavík og Hafnarfirði verði fengin bændum sjálfum í hend- ur og mjólkursölunefnd hafi þar engin afskifti. Ennfremur samþykti fundurinn einróma van- traust á meirihiuta mjólkursölunefndar. Loks var kosin 18 manna nefnd til þess að sjá um, að koma í framkvæmd kröfum fundarins og fekk nefndin ótakmarkað vald til þess að gera sjerhverjar þær ráðstafanir, er með þurfa, til þess að knýja kröfurnar í gegn. 50 skíðamenn koma kaffibrúnir af fjöllum. Q kíð&færi er nú ágætt í öll- um nærliggjandi fjöllum, eftir fannkomuna á dögunum. Milli 40 og 50 manns notuðu sjer góða veðrið í gær, o.g fóru á skíðum, flest upp á Hellis- heiði. Komu skíðamenn aftur í bæinn kaffibrúnir eins og þeir hefðu legið í sólbaði dögum saman, að sumar- lagi. Er nú tækifæri á meðan skíðafæri helst og veðrið er gott, að fara á skíði og ættu sem fléstir að nota tækifærið. Einni'g ættu skólarnir að at- huga hvort ekki væri hægt að gefa nemendum frí til að fara á skíði, því einn dagur á fjöll- um fyrir skólanemendur, getur bætt upp marga daga, sem hangið er ýfir bókáskræðum. Fundurinn hófst kl. laust fyrir 2 e. h. | Evjólfur Jóhannsson setti fund- inn. Fundarstjórar voru Björn Bja-rnarson hreppstjóri, Grafar- holti og Magnús Þorláksson bóndi Blikastöðum. Skrifarar vom Gísli Sigurg.eirs.son.- Selskarði og Björn Birnir, Grafarholti. Öllu öfugt snúið. Eyjólfur Jóhannsson hóf um- ræður á fundinum. Harm rakti fyrst í stórum drátt- um sögu mjólkurmálsins. Gat þess m. a. í því sambandi, að allir hefðu verið sammála um, að óska eftir mjólkurlögunum. Tilgangurinn með lögunum hefði í höfuðatriðum verið: að lækka dreifingarkostnað mjólkurinnar, með því að hafa eina samieiginlega sölumiðstöð, og að lækka reksturskosfnáð bú- iimna, með því að skipuleggja i unsluna, Mjólkursölunéfnd liefði alger- ílega svikist ,iim, að framkvæma jsíðara atriðið. Að því er fyrra atriðið snerti, liefði að vísu ve'rið komið á sameiginlegri sölumið- stöð. En sá gálli hefði þar á orð- ið, að bændur hefðu verið sviftir öllum ráðum þar og' útkoman því orðið sú, að gagnið fyrir bændur á þessu sVæði liefði ofðið mínna en ekkert. ’ Verðjöfnunargjaldið hefði verið lmgsað sem greiðsla fyrir þau lilunnmdi, að hafa forgangssölu á markaðinum. En á móti átti að sjálfsögðu að koma, að hin keyptu rjettindi afhentusf skilyrðis- laust. í liendur þeirra, er gjaldiS greiddu i— framleiðendanna. Þetta hefði ekki verið gert, þrátt fýrir margítrekaðar kröfui' og því væri nú þolinmæði bænda þrotin. Eyjólfur benti í frumræðu Sinni fá mörg og margþætt mistök í rekstri Samsölunnar og hlutdrægni Mjólkursölune'fndar gagnvart hin- um ýmsu mjólkurbúum. Kvað hann framkvæmd Samsöl- unnar hafa verið ein öfugmæli frá upphafi til enda. Að síðustu las Eyjólfur upp hinar rökstuddu kröfur og álykt- anir, sem fundarboðendur höfðu fomið sjer sarnan um að bera fram á fundinum og eru þær preritaðar á öðrum stað hjer í blaðirm. Sósíalistar voru keyptir. Þorsteinn Björnsson í Skálholti í Hafnarfirði tók næst til má.ls. Þorsteinn er, sem kunnugt er einn af aðalmönnum sósíalista í Hafnarfirði. Hann fór þungum orðiini um stjórn Samsöluhnar og gaf ófagra lýsingu af ástaiidinu hjá mjólkurframleiðéndum í Hafn- arfirði. ; ,Ekki væri von, að vel hefði farið, sagði Þorsteinn ennfremur, þar sem skipulagningin hefði ver- ið gerð að versiunarvöru. Það ar vitað, að sósíalistar hafa lifciS kaupa sig í þessu máli og »4. hver sem vill hafa þetta eftir mjer, sagði Þorsteinn. S j á lf stæðisf lokkurinn styður kröfu bæiid- anna. Þá talaði Ólafur Thors. . Fyrst svaraði liann fyrirspurn, er Þorst. Björnsson hafði beint til haas, þess efnis, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn vildi breyta mjólkurlöguH- Um í samræmi við óskir og kröfur bænda, svo að Sámsalan mætti verða starfrækt ópólitískt. Þessari fyrirspurn svaraði Ólaf- ur hiklaust játandi. Allur Sjálf- stæðisflokkurinn undantekningar- laust styddi kröfu bændanna, enda hefði það frá byrjun verið krafa flokksins, að þessu máli yrði hald- ið utan við flokkspólitíkina. Þessu næst sneri Ólafur Thors sjer að sjáli'u málinu. Benti m. a. á, að ein lröfuðsynd mjólkursölunefndar liefði verið, að hún hefði í upphafi þverbrotið þá grundvallarreglu kaupsýsiu- mannsins, að taka ekki minsta tii- lit til óska kaupendanna. Mjólkuilögin hefðu orðið mikil vonbrigði fyrir bændur, sem staf- aði eingöngu af pólitískú versl-' unarbraski um málið. Að lokum sagði Ólafuf eitthvað á þessa leið: . j Það sem nú þarf að ger'a er þetta: Bæiidur verða sjálfir að ' fá fullan umráðarjett yfir rnjólk- úrsölunni. Þetta er sú krafa, sem bændur verða að halda fast í. Bændur hafa hingað til reynt allar hugsanlegar samningaleiðir, jtil þess að ná rjetti sínum. En J einhverntíma kemur að þvi, aS þolinmæði bænda þrýtur. Og nú er hún þrotin! V erð j öf nunar e i aldið. Talsvert var á fundinum rætt urn yerðjöfnunargjaldið. Töldu sumir ræðumenn (Þorst. Björnsson, Indriði Guðmundsson o. fl.), ,að óheimilt hefði verið að fara upp í hámark gjaldsins, nema sjerstakar ástæður væru fyrir liendi, eti ekkert hefði ie'gið fyrir ennþá, sem rjettlætti þá ráð- stöfun. Mesta ógæfan. Jónas Kristjánsson mjólkurbús- stjóri frá Akureyri var mættur á fundjnum. Var honum sjerstaklega boðið þangað, sem fomanni hinn- ar stjórnskipuðu nefndar, sem fal- ið var að. endurskoða . mjólkjy- ögin. Jójias flutti ali-ianga ræðu á íimdinmn ö'g talaði aðallega um FRAMHALD Á SJÖTTU SíÉ)U. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.