Morgunblaðið - 10.03.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1936, Blaðsíða 4
MOR£UNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 10. mars 1936. KVENDJOÐin OQ EIEIMILIN t V Snyrtiwg. X Vel hirtar hendur. *t<;<WMC****íM*wíM*H*****4**^****í*í^*í**«MíM*****4**v*t'M»M» í>að er altaf gaman að sjá fallegar hendur og vel hirtar, og þó hendurnar sjeu ef til vill ekki eins vel af guði gerðar og seskilegt væri, gleymir maður göllunum, ef þær eru jafnan vel hirtar, hörundið mjúkt og neglurnar vel til hafðar. Hendurnar þurfa stöðugrar hirðu við, misjafnrar, eftir því hvaða verk þær vinna. Hús- verkin geta farið illa með hendurnar, ef ekki er að gætt, og skrifstofustúlkan, sem hamr ar á ritvjel alla daga, verður líka að hafa gætur á, að hend- urnar eldist ekki of fljótt af hinni tilbreytingarlausu hreyf- ingu þeirra. Hjer fara á eftir nokkrar leiðbeiningar um það, hvernig halda má höndunum mjúkum og fallegum. Á kvöldin eru hendurnar burstaðar duglega með nagla^ bursta, úr sápu og volgu vatni (ekki of heitu). Burstið jafn an þv.ers yfir fingurna, en ekki eftir endilangri hendinni. Síð- an eru hendurnar skolaðar úr volgu vatni og köldu á eftir Þegar búið er að þurka hend- urnar með mjúku handklæði, er borið á þær gott smyrsl og þendurnar nuddaðar í nokkrar mínútur. Strjúkið fingurna fast, frá fingurgómum, yfir hendina og upp að úlnlið. Nuddið liðina síðan varlega og gtrjúkið nokkrum sinnum yfir lófann í hring. Að lokum er gott að hafa gamla og stóra tauhanska, sem auðveldlega má þvo, svo að fitan fari ekki í sængurfötin. Á morgnana eru hendurnar þvegnar úr volgu vatni og skol- aðar með köldu. Þá er góður handáburður (ekki of feitur) borinn á þær og dálitlu tal- cumdufti ef til vill stráð yfir. Hin venjulega handsnyrting er öllum svo kunn, að það þarf varla að eyða mörgum orðum . um hana: Naglaskinninu er ýtt vel upp (munið, að það er góð venja, að ýta skinninu upp með handklæðinu eftir hvern handþvott), svo að ,,hálfmán- arnir“ komi í ljós. Það má helst ekki klippa það, því að þá koma anneglurnar. Negl- urnar eru sorfnar með nagla- þjöl, ekkl kliptar, og hreins- aðar með naglavatni, áður en þunt lag af eðlilega litu nagla- lakki er látið á neglurnar. Þeg- ar lakkið er borið á, verður að sneiða hjá hálfmánanum og hvítu brúninni fremst á nögl- unum. Ef hendurnar eru altof grannar, er ágætt að nudda þær vel á kvöldin með þessum handáburði: Kókósfeiti, lanolín og para- fín er blandað vel saman. Kó- kósfeitin og lanólínið er brætt Ábrúðkaupsferðinni- Ekkert má skyggja á gleð‘ ungu hjónanna á brúðkaups- ferðinni, hún á að vera jafn ánægjuleg, hvort sem hún er stutt bílferð eða löng sjóferð. Hvað ferðafötin snertir, þá má ekki kasta til þess höndunum að velja þau. Þessi ungu og myndarlegu hjón hafa kosið sjer að fara sjóferð. Unga frúin er í mjög hentugum og fallegum klæðn- aði, s.em er saumaður úr dökk- brúnu og ljósbrúnu angora ullarefni. Kjóllinn og fóðrið 1 frakkanum er Ijósbrúnt. Snið- ið á kjólnum er mjög sljett og látlaust, með nokkrum saum- um í mittinu, litlum herra- kraga og löngum þröngum ermum. 1 hálsinn er þykk brún snúra bundin í slaufu, og tvær samskonar snúrur saumaðar saman í beltið. Frakkinn er sjerstaklega fallegur, með breiðum útá- liggjandi. hornurn, en kraga- laus. Ilann fellur sljett niður, með nokkurri vídd í baki. Húf- an er úr sama efni og frakkinn. Brúðguminn er í hlýjum an- gora-frakka, sem fer vel við klæðnað frúarinnar. og helt í kruklcu, ásamt para- fíninu, sem er hitað. Síðan er hrært 1 öllu saman, uns það er orðið að mjúku og linu smyrsli, og sett í það 1—2 sít- rónudropar og örlítið ilmvatn eða Eau de Cologne. Of feitar hendur eru lítið fallegri en of magrar hendur. Þær er best að nudda með kamfóru- og spritt-blöndu, en bera sem minst af fitu á þær. Loks er einn leiðinlegur kvilli á höndum, sem margir þjást af, og það eru sveittar og þvalar hendur. Sá kvilli stafar oít af því, að taugakerfið er ekki í lagi, og verður ekki við gert, nema ráðin sje bót á því eftir læknisráði. En annars er gott að nota spritt- og Bella- donna-tinktúru-blöndu til þess að nudda inn í hendurnar á- samt talcum-dufti. Jafnrjettiskrðfur kvenþjóOarinnar. AÖ læra hagfræði og verða hagsýnar, f stað þess aðreykja,drekkaogganga með harðan flibba eins og karimenn. Fyrir nokkru kom austur- rísk kvenrjettindakona, frú Irene Harand, kvenskörungur mikill, til Kaupmannahafnar og hjelt þar nokkra fyrir- lestra, á vegum Stúdentafje- lagsins og allsherjar fjelags- skapar danskra kvenna. Frú Harand átti viðtal við ,,Politi- ken“ og ljet þar í Ijósi skoðun sína á jafnrjettiskröfum kvenna fyr og nú. Hún sagði meðal annars: — Það var leiðinlegt, að konan skyldi fara að heimta jafnrjetti á við karlmann. Krafan var fjarstæða. Konan getur ekki fengið jafnrjetti á við karlmann frekar en hann á við hana. Þau eru gerólík, andlega og líkamlega. — Og svo kemur konan alt í einu fram á sjónarsviðið og heldur, að jafnrjetti sje það, að mega drekka áfengi og reykja, ganga með harðan flibba og í síðum buxum! En þar fór hún villu vegar. Hún gerði sig hlægilega. Hún skildi ekki, að hún átti einmitt að undirstrika sitt kvenlega eðli og ná takmarkinu sem sönn kona. Karlmanninum hefir tekist hrapallega að stjórna í heim- inum. Það er okkur ljóst. Hann j er einhliða, eineygður, sjer heiminn aðeins með öðru auga Sama er að segja um konuna. Augu karlmannsins og konunn ar beinast í sitt hvora áttina, annað til vinstri, hitt til hægri. Þegar þau sameinast og líta á heiminn bæði í einu, þá fyrst sjást hlutirnir í rjettu ljósi, og .þá íyr»st er hægt að lagfæra það, sem aflaga fer. Karlmanninum hefir aldrei dottið í hug, að kenna konunni hagfræði. Það var ókvenlegt En 75 prósent af öllu fje þjóð- anna fer gegnum hendur kvenna. Er það þá ekki heimskulegt, að þroska ekki hæfileika þeirra á hagfræði- legu sviði? Móðirin er ávalt rjettlát við börn sín. Ef kona á sex börn, lætur hún ekki fjögur þeirra syelta, til þess að hin tvö geti Jifað í alsnægtum. En í þessum heimi hafa karl mennirnir komið því svo fyrir, að tveir þriðju hlutar mann- kynsins svelta, en aðeins einn þriðji hlutinn lifir við góð kjör Jeg þori ekkert að fullyrða, j.eg hefi ekki reynslu fyrir kvenstjórn (matriarkat). En óhugsandi er það ekki, að kon- an kynni betur að skifta gæð- unum en karlmaðurinn. FunkissíílinH að líða undir lok? Það er eftirtektarvert, að funkisstíllinn, með sínar köldu og hreinu línur, hefir ekki get- að bægt burtu hinum gömlu og góðu hægindastólum og sófum, sem eldri kynslóðin hafði svo miklar mætur á. Þvert á móti eru þeir í hávegum hafðir á heimilunum, og húsgagnasmið- irnir gera sjer far um að gera þá sem best úr garði. Hver veit nema mestu frægðardagar funkisstílsins sjeu þegar taldir. Garmisch-hattar og peysur. Þýskt kvennablað segir frá því, að þorpið Garmisch, þar sem vetrarolympsleikarnir fóru fram, hafi haft áhrif á tísku- nýjungarnar. Stúlkurnar vilji nú gjarna hafa föt sín eftir bayersku sniði, sjerstaklega sportföt. Á myndinni eru tvær ungar stúlkur í útsaumuðum peysum, sem kendar eru við Garmisch, með fjöðrum prýdda Bayern- hatta. Setur dásamlegan HÁGLANS á gólfin. Saltfiskur ágætur, kg. 0.60. Lúðuriklingur. Sardínur, dós. 0,35. Flatbrauð. Kex, ósætt fæst í Nautakjðt í steik og buff. Allskonar Grænmeti. ísl. rófur og kartöflur. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Etuar mikið vegna offitu. Það er vitað, að með því að borða mikið, verður maður feitur. En sjerfræðingur einn í mataræði segir, að fólk eti oft of mikið, af því að það sje feitt. Fyrst safnist á fólkið spik af því að það eti of mikið. En fitan krefjist næringar án af- láts og því borði fólkið of mik- ið af þeirri ástæðu að það sje feitt. Ágætt saltkjöt. Miðdagspylsur og Kjötfars. Milner$hAð. Laugaveg 48. — Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.