Morgunblaðið - 10.03.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1936, Blaðsíða 8
8 MORQUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 10. mars 1936w. JKaupskajiuv KAUPUM allar tegundir ullartuskur hreinar. Hátt verð. Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. ”FREIA“ hefir daglega nýtt fiskmeti. Allar búðir Slát- urfjelags Suðurlands hafa ”FREIA“-fiskmeti. ”FREIA“, Laufásveg 2, sími 4745. Rammalistar, nýkomnir. Frið- rik Guðjónsson, Laugaveg 17. Útlend frímerki í miklu úr- vali, frímerkjabækur fyrir ís- lensk frímerki, frímerkja- hengsli, frímerkjatengur o. fl. Islensk frímerki keypt hæsta verði. — Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1, opið 1—4. Sími 4292. Stœrst úrval rammalista. — Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Kjöt og fiskfars daglega nýtt - Kaupfjelag Borgfirðinga. Kaupi gamlan kopar. Vald, Poulsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringar hjá Sigur- þór, Hafnarstræti 4. Voggur eru hentugustu rúm- stæðin fyrir börn, fást í Körfu- gerðinni. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Kaupi frímerki hæsta verði. Erlendur Blandon, Leifsgötu 23 Dagbókarblöð Reykvíkings Ullarprjónatuskur og gamall kopar keypt á Vesturgötu 22, sími 3565. 4 til 5 herbergja íbúð, ná- lægt Miðbænum, óskast 14. maí. Snorri Amar. Sími 4899. íbúð. 2 herbergi og eldhús, óskast 14. maí. Bjarni Jónsson, á skrifstofu Gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar. J4# maí óskast 3—4 her- bergja íbúð með baði og. stúlknaherbergi, á sömu hæð, helst nálægt Miðbænum. — Halldóra ólafs, Bankastr. 12. í b ú ð, 4—5 herbergi og eldhús, óskast til leigu 14. maí n.k. Tilboð sendist Post Box 336. Hefi úrval af nýtíska dömu- frökkum, mismunandi stærðir. Einhig vetrarkápur. Guðmund- ur Guðmundsson, Bankastræti 7, 2. hæð. 8“ <*» Litla Bflstððin MATURINN á Café Svanur er góður og ódýr, sem fyr. — Kvöldmatur alt niður í 1 kr. Café — Conditori — Bakarí, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. Ó, Thor- berg Jónsson. Qpin allan sólarhringinn. r l’ ímagemsi sagði þau merkilegu tíðindi hjér um daginn, og hafði eftir vini sínum Soot, að í konungslegu bókhlöðúnni í Höfn væri handrit eítt íslenskt, sem hjeti „Gassnito“. Segir blaðið, að handrit þetta fjalli um íslenskar jurtir, og sje ekki til af því nema þetta. eina eintak, — í konunglegu bókhlöð- unni. Fræðimenn hjer í Reykjavík hafa aldrei heyrt um þetta ein- staka handrit getið, með þessu merkile'ga nafni. En vafalaust gerir Tímagemsi gangskör að því að fá nánari vit- neskju um þenna handritafund. Ef þar kynni að vera einhver fróðleikur um fjólur, er gemsi beðinn að gera Morgunblaðinu sjdrstaklega aðvart. * Svo segir í nýprentuðu frum- varpi til laga um lax og sil- ungsveiði, þar sem gekð er skil- greining á hvað orðið ,,kvísl“ merki. „Kvísl: Þar sem á fellur ekki í einu lagi, eða skiftist um hólma, sande'yrar, kletta eða grynsli, kallast sá hluti vatns kvísl, sem fullur sjer þegar vatnsborð er lægst“. Eftir þessu að dæma reiknast það ekki fullgildar kvíslar, þó ó- fullir komi auga á þær. En sjeu menn fullir, og sjái þær samt, þá er um kvísl að ræða. * Haft e'r eftir skóladreng, sem hafði nýlega glöggvað sig á metramáli: „Langatöng er deeimeter, nögl- in sentimeter, en svarta röndin á nöglinni er millimeterinn“. Húllsaumuv Lokastíg 5. Einn lesandi blaðsins skrifar, út af mismunandi þýðingum á orðinu ,,stemning“, og segir, að á Reýkjavíkurmáli sje notað orð- ið „ástand“, að vera „í stemn- ] ingu“ sje á reykvísku að „vera í ástandi“. Ekki er það gott. En nota flest í nauðum skal. * í barnaskóla í Höfn spurði kenslukona börnin, hvar helst væri marmara að finna. Eftir nokkra umhugsun svaraði einn snáðinn: — Á náttborðum, fröken! * Á sýningu í Chicago eru sýnd- ar regnkápur sem eru sagðar að vera gersamlega vatns- og spíri- tus-heldar. En því þurfa þær að vera spíri- tusheldar? Rjett eins og menn geti búist við að það rigni brenni- víni þar vestra. •» — Þekkirðu ekki e'sperantó, ;al- heimsmálið ? — Alheimsmál. Er það þá talað um allan heim? — Nei, það er hvergi talað. Við hreinsum fiður úr sæng- urfötum yðar frá morgni til kvölds. Fiðurhreinsun íslands. Sími 4520. Tek að mjer vjelritun. Friede Pálsdóttir, Tjarnargötu 24.------ Sími 2250. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. Viðgerðarverkstæði mitt ger- ir við allskonar heimilisvjelar og skrár. H. Sandholt, sími 2635, Þórsgötu 17. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll* í kvensokkum, fljótt, vel og ódýrt. Sími 3699. Duglegur karlmaður eða kvenmaður óskast til þess að safna kaupendum að Vikurit- inu. Upplýsingar gefur Þórður Magnússon, Ingólfsstræti 7. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 11. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Bálfarafjelag fslands. Innritun nýnra f jelaga í Bókaveralusr* Snœbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3.00. Æfitillag kr. 25.00. — Gerist f jelagar.. Friggbónið fína, er bæjarin® besta bón. Borðið í Ingólfsstræti 16" — sími 1858. Vita grenningarvjelin eyðir óþarfa fitu og styrkir. Lækkað verð. Hárgreiðslustofa Lindía Halldórsson. * Orgel- og píanókensla fyrir byrjendur Sími 2025. Fimm menn um miljón. 50. hafa ekki gert vikum saman — þeir ákváðu að koma líka. Og eins og þú veist, gat jeg fyrst núna losnað við þá. Hvað hefirðu nú gert, Siggie?“ „Ekkert“, sagði hann ákveðinn. „Það er þessi Dutley, kjáninn sá ama, sem hefir komið mjer í klípu. Á morgun, eða hinn daginn, er alt komið í sámt lag aftur. Jæja, kannske ekki svo fljótt, en áreiðanlega fyrst í næstu viku. Og ættum við nú ekki að fá okkur kampavín?" „Jeg á kannske ekki að segja það“, sagði Lu- cilla letilega, „en mjer finst þú drekka meira en þú hefir gott af, Siggie". „Þú ættir að vita hvernig jeg var heima — á búgarðinum mínum“, sagði hann ákafur. „Þegar veiðamar byrja. Þá smakka jeg varla áfengi. Jeg er miklu meira fyrir útilíf. Þú heyrir sjálf, hvað frænka mín, Elísabet furstafrú, sagði. — En hjer í Lundúnum Iifir maður alt öðru lífi. Það er altof mikið ys og þys. Jeg er orðinn dauðleiður á þessu lífi, LuciIIa. í Iok næstu viku græði jeg aðra milj- ónina, ef alt fer að óskum. Og við förum til Cannes og höldum brúðkaup, ekki satt? Jeg veit um hús, sem jeg gæti hugsað mjer að kaupa. Og jeg myndi láta alla vinnu eiga sig um langan tíma“. Þau sátu ein við lítið borð, og de Brest var orð- inn hinn hressasti eftir fyrsta glasið. Ronnie rölti að Þorðinu til þeirra. „Leiðinda fólk þetta“, var alt og sumt, sem hann sagði. „Þau gömlu eru farin heim og fólu mjer að gæta Lucillu. Annars hefði jeg hrugðið mjer upp í klúbbinn stundarkorn". TT&fi heyra til þín Ronnie", sagði Lucilla. „Segðu mjer heldur hvar við eigum að hittast á eftir, svo •að við getum orðið samferða heim“. „Eigum við að segja kl. 3 hjá Jennifers?“ „í síðasta lagi kl. 3. Jeg er hrædd um, að jeg deyi úr leiðindum með Sigismund, fyrir þann tíma“. „Jeg skal vera stundvís", lofaði Ronnie. „Fyrst foreldrar þínir eru farnir, þarft þú þá að vera lengur hjerna?“, spurði de Brest. „Nei, en er ekki alstaðar jafn leiðinlegt?" „Skrepptu snöggvast með mjer heim. Yið getum setið við arineldinn og bygt loftkastala“. Hún horfði á hann rannsakandi augum og dauft hæðnisbros ljek um varir hennar. „Þú ert ekki góður að finna upp á nýungum, Siggie“, sagði hún. „Ekki svo að skilja, að jeg tæki nærri mjer að koma með þjer heim, ef mig á annað borð langaði til þess, en mjer fyndist það ekkert gam- an.Þar er engin músík, og jeg er búin með vindling ana mína. Hver veit nema þú færir að verða óþarf- lega elskulegur við mig! Jeg hefi oft setið hjá Charles og rabbað við hann. Og það verð jeg að segja honum til hróss, þó að mjer sje ekki leng- ur hlýtt til hans, að hann er allra besti drengur að því leyti. Hann kvaddi mig prúðmannlega með kossi í bílnum, en heima hjá sjer ljet hann mig altaf í friði. Ætli þú sjert eins, Siggie?“ Reiðin brann úr augum unga mannsins. „Minstu ekki á þennan slána. Þetta er enginn maður, hann ræðst á skepnur og safnar skorkvikindum. Jú, jeg þarf að minnast dálítið á hann, en ekki hjer. Eig- um við þá að koma til Jennifers, fyrst þú vilt ekki koma heim? Þar er sennilega engin hræða. Við getum setið þar í ró og næði og jeg ætla að segja þjer, hvemig þú getur gert mjer afar mikinn greiða?“ de Brest hafði spáð nokkuð rjettilega um Jenni- fers. Þau komu sjer þægilega fyrir úti í horni í hinni eyðilegu vínstofu. Alt í einu fór í Brest mjög að ókyrrast. Lucilla virti hann forvitnislega fyrir sjer, en gerði ekkert til þess að hjálpa honum af stað. „Lucilla“, byrjaði hann loks. — „Vildir þú gjarna eiga hálsmenið, sem við sáum hjá Cartier um daginn?“ „Hálsmenið, sem kostaði 2 þúsund pund? Jeg myndi selja sálu mína fyrir það!“ „Þú skalt fá það á laugardaginn, ef þú vilt gera. dálítið fyrir mig“. „Eitthvað voðalegt?“ „Nei, það er ekki mjög slæmt. Þú getur enm komið á heimili Dutleys í Curzon Street, er ekki svo? Þjónustufólkið myndi ekki banna þjer að> koma inn?“ „Viltu láta mig stela einhverju frá veslings; Charles, mjer er spurn?“ „Ekki stela“, sagfði hann ákafur. „Fá lánað.. ' Og það skaðar hann ekki. Þvert á móti“. „Það er líklega eitthvað viðvíkjandi hlutabrjef- um hans?“ Nú var de Brest orðið liðugra um málbeinið. „Það er ekki beint vegna peninganna“, sagði hann.. „En drengskapur minn liggur við, ef jeg get ekki útvegað nokkur Boothroyd hlutabrjef innan fárra daga. Þetta veit Dutley. En þó að hann vilji gjarna. losna við hlutabrjef, vill hann ekki selja eitt ein- asta, svo að jeg fái þau ekki. Þó að hann bíði tjón við það, vill hann vinna það til, til þess að koma mjer í klípu. Verksmiðjurnar eru komnar að gjaldþroti. Það vita allir. Enginn fær útborg- aðan neinn arð, og það líður ekki á löngu, áður en sannleikurinn kemst í ljós. Hlutabrjefin falla úr 60 niður í tuttugu, þrjátíu, og Dutley verður gjald þrota, og hversvegna?“ Lucilla fjekk sjer vindling. „Upp á síðkastið hefi jeg stundum verið að hugsa um það, hvort Charles væri í raun og veru eins vitlaus og hannt>. vill vera láta“, sagði hún hugsandi á svip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.