Morgunblaðið - 28.03.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 28. mars 1936. „íhaldsböðlarni „ólánsmanninum“ 7 þúsund krónur! Stærsti styrkþegi bæjarins heimtar meira. Sósíalistar þora ekki að ræða vinnumiðlun Arndals. í ------ Verkamenn heimta skýlaus svör. Til þess að leiða athygli manna frá hneykslum Vinnu- miðlunarskrifstofunnar og óánægju verkamanna í garð sósíalistabroddanna hefir Alþýðublaðið undanfarna daga þyrlað upp svívirðingum og lognum sökum á fátækra- stjórn bæjarins. :é§4 Ásökunum verkamanna sjálfra á stjórn Vinnumiðlun- arskrifstofunnar og forstjóra hennar svarar blaðið engu,' enda munu skriffinnar Alþýðublaðsins ekki geta varið hina dæmaiausu óstjórn sósíalista í atvinnumálunum. í stað þess er tekið til þeirra ráða að sýna fram á hvernig „íhaldsböðlarnir“ fara með styrkþega bæjar- ins. Vantar nú ekki átakan- legar lýsingar til að sýna hina „hroðalegu“ meðferð, sem „ólánsmennirnir“ verða að sæta og það er rjett að Ijót er lýsingin ef rjett væri. Bn nú vill svo til að einasta dæmið, sem Alþýðublaðið finnur er styrkþeg-inn Prímann Einars- son, SEM þektur er að því að nenna ekki að vinna, SEM hefir fengið hæstan styrk allra styrkþega bæjarins á s. 1. ári, eða nær 7000 krónur. Þennan mann velur Alþýðublað- ið til að sýna fram á hvernig „íhaldsböðlarnir“ fara með fá- tækramábn. Hvað segja fátækir og atvinnu- lausir verkamenn, sem berjast í hökkum með heimili sín og reyna samt að greiða lögboðin gjöld til bæjar og ríkis. Ætlast þeir til að ónytjungarnir sjeu fóðraðir svona vel á peningum sem þeir greiða til bæjarins? Viðskifti Frímanns. við bæinn. Frímann Einarsson fær fyrst opinberan sveitarstyrk árið 1925. Síðan hefir hann fært sig lengra og lengra upp á skaftið og notað öll möguleg ráð til að fá sem mest út úr bæjarfjelaginu, án þess að láta neitt í staðinn. Hefir honum verið boðin og út- veguð virína en hann hefir ávalt skotið sjer undan vinnu með lækn- isvottorðum. A Vífilsstaðahæli fór Prímann Einarsson 30. des. 1925, vegna brjósthimnubólgu. Útskrifaðist af hælinu 19. mars 1926, eða eftir rúmar 11 vikur. Síðan hefir hann ekki verið á hælinu, enda hefir læknir gefið það vottorð að ekk- ert sje að honum í lungunum. Veru sína á heilsuhælinu hefir hann síðan notað til þess að fá styrk á styrk ofan og verið óspar á að vitna í heilsuleysi sitt. Styrkþegi neitar að vinna. Pátækrafulltrúarnir litu svo á að Frímann væri full fær ,til ao vinna algenga vinnu innanbæjar, e'ftir framkomu hans og hegðun út á við. Var honum þess vegna útveg- aður vinnuseðill í atvinnubóta- vinnu 12. des. 1934, til þess að hann gæti unnið sjer fyrir fatn- -aði. En fátækrastyrk átti hann að fá eftir sem áður. En í stað þess að fara í vinnuna fer Frímann til Árna Pjeturssonar fátækralæknis og biður hann að gefa sje'r vottorð um að hann sje óvinnufær, og vildi byggja það á því, að nokkru áð_ur hafði hann fengið kvefmeðal hjá lækninum. Læknirinn ákvað að rannsaka styrkþegann á spítala daginn eftir. Við rannsókn og röntgenlýsingu komst læknirinn að þeirri niður- s.töðu að ekkert væri að athuga við heilsufar Prímanns. Læknisvottorðið er þannig: Læknisvottorð: Reykjavík, 13. des. 1934, Að gefnu tdefni skal eftirfar- andi tekið fram um skoðun mína á Frímanni Einarssyni, Shellvegi 2, Reykjavík, sem fram fór í gær. Við hlustun heyrðist merki um nokkurt kvef, se'm mun vera á batavegi, sbr. skoðitn mína á mann inum fyrir nokkrum dögum. Við Röntgen-gegnlýsingu sjást ekki merki um brjósthimnubólgu, engir samvextir, heldur ekki eitla- þroti eða skemdir í lungum. Mje'r finst ekki ástæða til að ætla, að ástand sjónarinnar hjá honum hafi breyst til muna frá því, sem áður var, en það er órann- sakað. Árni Pjetursson. (sign.) Til skrifstofu borgarstjórans í Reyltjavík. 66 r veittu aðeins „Hið hræðilega leikna fórn- arlamb íhaldsböðlanna", Frí- mann Einarsson styrkþegi fekk árið 1935, 6.993.78 krónur hjá Reykj avíkurbæ, sem sundurlið- ast þannig; Framfærsla og heim- ilisaðstoð kr. 4.151.49 Húsáleíga — 1.260.00 Fatnaður — 1.060.89 Læknishj. og sjúkra- kostnaður — 521.40 Samtals kr. 6.993.78 Ætli mörgum verkamannin- um sem greiðir lögboðin gjöld findist ekki ástæðulaust að kvarta ef hann hefði þessi „laun“ skattfrjáls og auk þess mat og mjólk handa börnunum? Prímann mætti aldrei í vinrí- unni og sýndi heldur aldrei þetta læknisvottorð. Hefir sjálfsagtl ekki fundist það góður málsvari| fyrir aðgerðarle'ysi sitt. Sjúkrakostnaður e ekki reiknaður semj fátækrastyrkur. 1 viðtali við Alþýðublaðið kveðst Prímann ekki vi,ta hve háan styrk hann hafi fengið hjá bænum, én telur h,ann ekki óeðlilega háan, þar sem mikil sjúkrakostnaður sje innifalinn í styrknum. En sjúkrakostnaður var ekki reiknaður með fátáekrastyrk Frí- manns, enda er það ekki venja. Slíkir styrkir eru færðir í sjer- staka sjúkrastyrksbók á borgar- stjóraskrifstofunni, og er því ekki reiknaður með. Styrkþegi fjekk 521.40 til lækn- ishjálpar og sjúkrakostnaðar á árinu. Nemur því heildarstyrkur hans á árinu kr. 6,993.78. Auk þess fengu böm styrkþega mat og mjólk í barnaskólanum. Falsaðar heimilis- ástæður. í áðurnefndu viðtali við Al- þýðublaðið segir Frímann frá því að hann hafi 13 manns á framfæri sínu. Þetta er eins og annað sem hann segir frá rangfært allveru- lega. Börnin éru að vísu 10 núna, en það yngsta fæddist 27. nóv. 1935. Elsta barnið er 17 ára pilt- ur. G-etur fátækrastjórnin ekki talið hann á framfærslu Frímanns og hefir enda ekki leyfi ,til þess samkv. framfærslulögunum. Auk þess vinnur þessi piltur fyrir fram- færslu sinni sjálfur. Vinnustúlka viar í fæði hjá Frímanni í 5 mán- uði og getur hún því heldur ékki talist á framfæri hans alt árið. Stúlka, sem var til aðstoðar á heimilinu í sumar skýrir svo frá að dætur hjónanna sjeu vel að sjer og myndarlegar í verkum. í rauninni þyrfti húsmóðirin því enga utanaðkomandi hjálp. En dæturnar mega ekki snerta handtak fyrir föður sínum. KAFFl Áppelsínur allódýrar ennþá. Bananar, Appelsínu- og sítrónusafi þegar sítrónurnar vantar. Lauk fáum við von- andi bráðum. Reyktur rauðmagi, Kæfa, Caviar, ostar, ódýr Egg, Harðæti margskonar, Marmelade, ágætt marmelade og Kex. Hvítkál, Rauðkál, Selleri, purrur, gulrætur og ótal margt fleira, sem vantar til helgarinnar. — Sendum strax. WialGUL Hið slæma hlutskifti Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið héfir valið sjer hið verra hlutskiftið er það tók að „verja“ þennan mann fyrir al- menningi.. Alt sem sagt hefir verið hjer að framan er hægt að sanna með skjalföstum vottorðum og getur Alþýðublaðið þar engu breýtt. Skattgreiðendur bæjarins sjá nú hvers þeir meiga vænta af þeim sósíalistum, ef þeir fá að ráða málefnum bæjarins. Að fátækrafulltrúarnir fari eft- ir pólitískum skoðunum við úthlut- un styrks er ekkert annað én bull, orðið til í heila Alþýðublaðsskrif- finnanna, eins og sjest á því að sá styrkþegi, sem fær hæstan styrk frá bænum, Frímann Einarsson, er sósíalisti. Það virðist ekki ástæða til að ræða ástæður Frímanns Einars- sonar meira. Bæjarráð hefir siaríi- þykt (og sósíalistar líka) að lækka við hann styrkinn, ofan í 400 krónur á mánuði. En það er annað, sem verkamenn vilja ræða og vilja ræða til botns, og það er úthlutun atvinnubótar- vinnunar, undir stjórn Kristínusar Arndals. í því máli heimta verkamenn skýlaus svör og engar vífilengjur. Alþýðublaðinu væri nær að svara skýrt og skorinort spurningum verkamanna út af vinnumiðluninni og leggja um stund á hilluna harmkvæli sín um „12 þúsund króna fjölskylduna“ og „styrk- þegan með embættismannalaunin". Aðdróttunum um óráðvendni fá- tækrafulltrúanna í starfi sínu munu þeir sjálfir svara blaðinu á öðrum vettvangi. Til minnis. Altaf er HARÐFISKUR og RIKLINGUR B E S T U R! á Laugaveg 62. — Sími 3858. íslensk frímerki keypt hæsta verði. Bókaverslun Þór. B. Þoriáktsonar Bankastræti 11. IINMmHUMINIIIIIHaill Vcnns gólf^l)ái er óviðjafnaolegur. Gljáir strax. Sporast ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.