Morgunblaðið - 28.03.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1936, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 28. mars 1936. M Alþingi. Hvers vegna hefir norska „landráðasamningnum" ekki verið sagt upp? Frjettir i stutta máll. „Æra, frelsi, friður“ segir Hitler. MIKLAR umræður urðu í Nd. í gær um frumvarp sósíalista um algerða opnum land- helginnar fyrir drag- nótaveiðar. Pjetur Ottesen lagðist fast gegn frumvarpinu, benti á skað- semi botnvörpu- og dragnóta- veiða í landhelgi og sýndi fram á, hvað ýsu og lúðuveiðar í Faxaflóa og Breiðafirði hefðu minkað stórkostlega síðustu ár- in. Og lægi hættan í, að drag- nótin dræpi jafnt fiskseiðin ' sém nytjafiskinn. Einnig benti hann á, að með tilslökuninni væri landhelgin r ppnuð „upp á gátt“ fyrir Dön- um og Færeyingum, því að sósí- 0 alistar legðu til, að fella burtu úr lögunum öll þau ákvæði, sem gerði þessum útlendingum erfitt fyrir að nota landhelgina. Loks minti P. O. á þá kröfu þjóðarinnar, að fá landhelgina víkkaða, enda lægju nú fyrir tillögur í þá átt. Þá kröfu yrð- um við að rökstyðja með því, að það væri hagsmunamál allra, er fiskveiðar stunda, að firðir og flóar yrðu friðaðir. En með því að færa út rjettinn til drag- nótaveiða í landhelgi, væru öll vopn slegin úr hendi okkar. „Landráða- samningurinn“. Að gefnu tilefni frá Páli Þor- björnssyni, mintist P. Ottesen á norska samninginn, sem sósí- alistar hefðu kallað „landráða- samning“, og spurði hverju það sætti, að ekki væri búið að segja þessum samningi upp, þar sem ráðherra sósíalista hefði farið með þessi mál í tvö ár. Kæmi það illa heim við allan bægslaganginn, að Haraldur Guðmundsson skyldi hafa setið á „landráðasamningnum“ allan tímann. Og ekki nóg með það, heldur hefði hann gert annan ,,landráðasamning“ samskonar, við annað miklu stærra ríki. Væri þetta góð og sönn lýsing á samræminu í orðum og at- hpfnum sósíalista. Eins og allir vissu, hefði norski samningur- inn verið gerður út af aðkall- andi nauðsyn landbúnaðarins. En umhyggja sósíalista hefði verið sú þá, að þeir hefðu -vilj- að leggja landbúnaðinn á högg- stokkinn. Sannaði þessi og öll önnur framkoma þeirra, að skraf þeirra um umhyggju fyr- ir bændum væri bláber hræsni og yfirdrepsskapur. Finnur Jónsson játaði, að sósíalistar hefðu verið á móti norska samningnum og kallað hann ,,landráðasamning“; þeir hefðu viljað segja samningnum upp, en þá hefði Framsókn hót- að sambandsslitum. P. Ottesen benti nú á, að þessi yfirlýsing Finns sannaði einnig það, að sósíalistar hik- uðu ekki að kaupa völdin með því að sitja á gamla „landráða- samningnum“ og bæta nýjum við! Kristinn Daníelsson ritar um trúmál: FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. ið í Rússlandi. En aðaleinkennið er, að stoðir .trúleysisins eru að bresta, vísindin eru að hverfa, eða þegar horfin frá efnishyggj- unni. Trúleysiserindi eins og þetta eru því alls ekki tímabær, og engin sönn nú,tíð;armenska. Um það ber vott liin volduga hreyfing sálarrannsókna nútímans, sem veitt hafa efnishyggjunni ólífis- sárin; sem ekki grefur undan mál- efni trúarinnar og trúmannanna, heldur leggur þeim til hinar styrk- ustu stoðir og verða munu þau sker, sem albr nútíðar Pjetrar og þaðan af meiri menn munu brjóta skip sín á. Jeg endur.tek svo áskorun Hall- dórs Hallgrímssonar og mótmæli því, að útvarpið sje oftar látið misbjóða þýðingarmesta máli og dýpstu tilfinningum þjóðarinnar. Jeg hygg að jeg geti gert það í nafni mikils meiri hluta þjóðarinn- ar. Því að auðvpað eh það fjar- stæða, sem enginn gæti með viti fullyrt, að helmingur hennar sje trúlaus. Þvert á móti má benda á þau tákn tímanna, sem sýna að trúaráhugi hennar hafi aldrei ver- ið meiri en nú, þótt á annan hátt sje en áður var. Og margur er tekinn að endurskoða tilfinning- ar sínar, sem áður fanst ekkert annað vera að gera, en gefia sig á vald efnisliyggjunnar. Ritað 26. mars 1936. Rristinn Daníelsson. Hann veit ungi maður- urinn hvaðan gott kemur. Hann vill líka fá að leggja eitthvað til málanna. For- eldrarnir vita að það er mest undir mataræði komið, hvort honum auðnast að verða stór, hraustur og gerfilegur mað- ur og þeim er mjög ant um snáðann sinn. Þess vegna er það, þegar kaupa á til heim- ilis þarfa, að svona mörgum dettur fyrst í hug CiUielfaMi, bbws Hitler hjelt í gærkvöldi kosn- ingaræðu sína í Leipzig í ,Vjela- sal‘ kaupstefnunnar. Sagði hann þar, að með kosningum þeim, sem fyrir dyrum stæðu, myndi hefjast nýr kapituli í sögu Þýskalands, sem byrjaði á orð- unum: „Æra, frelsi, friður“ — (FÚ.). Á Spáni heldur uppreisnar- hreyfingin áfram. Úr öllum hjer uðum landsins berast fregnir um óeirðir og götubardaga. Æskulýðssambönd kommúnista og sósíalista á Spáni hafa sam- einast í eitt allsherjar œskulýðs- fjelag, sem ber nafnið „Sósíal- istiska æskulýðssambandið“. — (FÚ.). Frá Addis Abeba berst SÚ fregn, að ítalskar flugvjelar hafi nýlega dreift yfir borgina Harr- ar flugritum, þar sem Abyssin- íumenn eru hvattir til að yfir- gefa allar borgir innan 1. apríl. Draga menn af þess þá ályktun, að Italir muni ætla að hefja allsherjar lóftárás nú um mán- aðamótin. (FÚ.). í New Delhi, höfuðstað Ind- lands, hefir verið ákveðið að FRAMHALD AF ÞRIÐJU SÍÐU. þekkingu á högum atvinnulífsins. í fyrra bolaði þessi maður sjer upp í formenskusætið í fjárveit- inganefnd Alþingis. Afleiðingin var sú, að fjárveitinganefnd sat í 20 vikur undir hans stjórn, yfir verkum, sem annars eru afgreidd á 6—8 vikum, og það verður að segja Framsóknarflokknum til hróss, að hann hafði þó manndóm til þess að víkja Jónasi Jónssyni eigi aðeins iir formannssætinu, heldur einnig með öllu úr nefnd- inni, etida mun flokkurinn eigi hafa talið sig eiga annars kost, ef sneyða ætti hjá að sama hneykslið endurtæki sig, sem í fyrra. Nú hefir þessi maður krafist þeirra meinabóta að verða sejtur í bankaráðið, og enda þótt þing- menn Framsóknarflokksins fari ekkert dult með það, að flokkur- inn nær undantekningarlaust sje andvígur þessari ráðstöfun, þá hefir hann þó látið undan þrá- beiðni Jónasar Jónssonar og kos- ið hann í bankaráðið, enda þótt öllum sje ljóst, að hann getur þar ekkeft gagn uníiið, en að hins- vegar má fyllilega vænta þess, að hann auki ekki virðingu stofnun- arinnar með setu sinni í banka- ráðinu, og sje sjálfsagt frekar þangað kominn í því skyni að gera öðrum ógagn, heldur en að geía stofnuninni og viðskiftavinum hennar gagn. Það verður að víta þessa fram- komu Framsóknarflokksins, sem að sósíalistar einnig bera nokkra ábyrgð á. Framsóknarflokkurinn má vita það, að það eru einmitt slíkar ráðstafanir, sem verða til þe'ss lað opna augu manna fyrir því, hverskonar flokkur þetta er. reisa Georg V. Bretakonungi minnismerki. Verður það brons- mynd af honum sjálfum. Will- ington lávarður, landstjóri á Indlandi, hóf fjársöfnun í þessu skyni í gær. (FÚ.). Skipstjórinn á Queen Mary, Sir Edgar Brittain, segir að Queen Mary sje það skip, sem best sje að stjórna af öllum, þeim er hann hafi fengis við. Queen Mary er nú komin til Southampton. (FÚ.). I níundu kosningaræðu sinni, sem Hitler flutti í dag, sagði hann m. a.: „Það er verið að tala um allskonar smásamninga, en jeg hefi ekki neina trú á samningum sem aðeins eru gerðir til nokkurra daga. Jeg bauð upp á 25 ára frið, og þeg- ar jeg undirrita samning, þá geri jeg það fyrir hönd 67 miljón manna. Undirskrift mín er því jafngild og jafnheiðar- leg eins og undirskrift hvers annars stjórnmálamanns. Hið eina sem vjer þráum er friður og ró. Ef andstæðingar vorir trúa því ekki, þá er það ekki okkar sök“. (FÚ.). Þetta luál er vel lagað ,til þess að skýra muninn milli Sjálfstæð- ■isfokksins og Framsóknarflokks- ins. Framsóknarflokkurinn lætur 'valdasjúkan, kunnáttusnauðan mann trana sjer upp í slíkar á- byrgðarstöður, en Sjálfstæðis- flokkurinn fer beint inn í hóp þeirra manna, sem þelrkingu .hafa á þessum s.törfum, og velur sinn fulltrúa með það, og það eitt fyrir augum. Þe.tta er nú sú hliðin á þessu máli, sem atvinnu- og viðskifta- lífið snertir. Hin hliðin veit inn á við og sýnir drengskap J. J. í 5 mánuði luxus-flakkaði þessi mað- ur á síðasta ári með fjölskyldu sína land úr landi, í luxusbíl sín- um. í mörg ár hefir hann vaðið í ríkissjóðinn eftir vild og verið með tekjuhæstu mönnum þjóðfje- lagsins, leynt og Ijóst. Nú grípur hann síðasja bitann frá munni gamals samherja, áður en ár 6*r um liðið frá því hann svifti hann aðalstarfinu, búnaðarmálastjóra- stöðunni. Ber er hver að baki, nema sjer bróður eigi, má Metúsalem Stef- ánsson segja, um leið og hann víkur sæti fyrir flokksbróður sín- um, Jónasi Jónssyni. Harðfiskur, hreinasta afbragð. Verslunin Vfsir. Nýjasta hneykslið um Hriflu-Jónas, Medisterpylsur, Miðdags- og Wienarpylsur, Kindabjúgu og Kjötfars. Mllnersbúð. Laugaveg 48. ' Sími 1505. Eillhvað til að gala af. Páskaegg. Haglsyknr Skrautsykur. Möndlur, hakkaðar, Möndlur, spændar, Backin, Gerduft fæst í FIX sjálfvirkt þvottaefni þvær tauið yðar meðan ’pjer sofið og hvílist. — Ummæli um ræðu Anthony Eden: FRAMH. AF ANNARI SlÐU. anum, og þar með sje hlutverk þess ákveðið. Le Matin segir, að ræðan hafi verið sköruleg og: skýr. I Þýskalandi hefir ræðunni verið allvel tekið. Völkischer Beobachter, aðalmálgagn Hitl- ers, segir, að fagna beri þeirri yfirlýsingu, að Lundúnasam- þyktirnar eigi að skoða einungis sem tillögur, en ekki úrslita- kosti. Segir blaðið, að ræðan hafi verði mjög skýr, og telur þá yfirlýsingu Anthony Edens mik- ils virði, að viðræður hins breska og franska herforingja- ráðs sjeu nú annars eðlis e» 1914. Önnur blöð segja, þrátt fyrir vinsamleg ummæli um ræðuna, að enn sje Bretland ekki orðið fullkomlega laust við „andann. frá Versölum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.