Morgunblaðið - 14.05.1936, Síða 8

Morgunblaðið - 14.05.1936, Síða 8
8 rp*» MORGUNBLAÐIÐ &ÍC&AfnitwtcjaQ í kvöld kl. 8V2: Reverent Griffiths frá Englandi talar. Barnavígsla. Kapt. Nærvik stjórnar. — Aðgangur 25 aura. MuniS fótaaðgerðir. — Kr. Kragh, Skólavörðustíg 19, sími 3330. Kaupið leikföng í Leik- fangakjallaranum, Hótel Heklu Sími 2673. Elfar. Manstu lága verðið í Bar- ónsbúð? Atvinnurekendur og húseig- endur, sem þurfa á verkamönn- um eða iðnaðarmörmum að halda í vinnu um lengri eða skemri tíma, geta samstundis fengið duglega menn, ef þeir hringja eða köma boðum til Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar, Lækjartorgi 1, (hús Páls Stefánssonar frá Þverá), sími 4966. Pantið í tíma, í síma 3416. Kjötverslun Kjartans Milner. Fasteignasalan, Austurstræti 17, annast kaup ug sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—T2 og 5—7. Símar 4825 og 4577 (heima). Jósef M. Thorlacius. Frímerkjabækur fyrir íslensk fiímerki, komnar aftur. Gísli Sigurhjörnsson, Læk-jartorgi 1, sími 4292, opið 1—4 síðd. Café — Conditori — Bakarí, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor- berg Jónsson. Frigg.bónið fína, er bæjarins besta bón. MuniS 1 krónu máltíðirnar í Heitt og Kalt. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Rammavinnustofa mín er á Laugaveg 17. Friðrik Guðjóns- son. Heimilisfeður og húsmæður, er þurfa á verkamönnum að halda, til aðstoðar við garð- vinnu, hreingemingar eða flutn inga, fá duglegustu mennina strax, ef þeir hringja eða koma boðum til Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Lækjartorgi 1 (hús Páls Stefánssonar frá Þverá), sími 4966. Stúlka óskast í vist. Upplýs- ingar á Vesturgötu 31. Stúlka óskast í vist á barn- laust heimili. Upplýsingar á Ásvallagötu 69. Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781. Úraviðgerðir afgreiddar fijótt og ^el af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. 2 herbergi og eldhús til leigu Upplýsingar í síma 1125. 2—3 góð herbergi til leigu á Sólvallagötu 4. Stórt, sólríkt herbergi til leigu. Innbygðir skápar, bað, Ijós, hiti og ræsting fylgir. — Upplýsingar á Leifsgötu 22. Góð íbúð til leigu. Hentug fyrir tvær fjölskyldur. — Sími 4764. T engi hefir trúin á tilbera lifað á íslandi, því í Árnasafni í Höfn eru skjöl, sem sanna, að bóndi einn í Eyjafirði varð árið 1804 að heimta að rannsókn færi fram á heimili hans til þess að af- sanna orð sem af því fór, að alinn væri „tilberi“ þar á heimilinu. Bóndi þessi hjet Kristjón Jónsson á Björk í Sölvadal. T T ann sneri sjer til sóknarprests- *• ■"■ ins Jóns í Möðrufelli, og segir í brjefi að „af því jeg er að sannri raun um það kominn“ að menn „hafi mitt heimili forþeinkt um, að á því sje hýst og alið af mínum eða minna völdum nokkurt djöful- legt illvætti, er fólk tilbera nefnir sem það segir, að steli mjólk úr málnytaskepnum sínum, en skaði sjálfar skepnurnar herfilega“ — þá biður hann „fyrir guðs skuld að skikka einhverja þá alh-a grand- hyggnustu og aðgætnustu menn“ til að gera, leit á bænum „upp á það að jeg og mínir kynnu lijer eftir að fríast frá þessu skelfilega skammaryrði, að djöfull sje hjá oss í fóstri hafður, til að gera ^ fólki skaða, eins og jeg yeit fyrir | guði og aamvisku minni, að þetta rygti er frá upphafi til enda full- | komnasta andsk.....lýgi“. Oíðan „skikkaði“ Jón Jalrobs- son sýslumaður þá hreppstjór- ana, mosieur Halldór á Yxna- felli 0 g monsieur Jón á Sam- komugerði svo og „Gjordemoder“ madame Guðríði á Melgerði að gera „grandgæfilegustu rannsókn á Björk, hvort þar finnist nokkur svokallaður tilberi, eð,a merki til hans í bænum. T>sann 24. apríl 1804 fór svo þessi skoðun fram. Var fyrst skoðuð kona Kristjáns jGuðný Jónsdóttir og móðir henn- ar. Á Guðnýju virtist vera „nátt- úrlegt mannshörund að öllu leyti“. En á móður hennar fanst ónátt- úrlegur líkamsvöxtur fyrir neðan nafla, sem keppur eða vatnsæxli. En alt annað á bænum var „í vanalegu ásigkomulagi“, að því er þeir vottuðu monsjerarnir Hall- dór og Jón. Ekki er þess getið hvað orðið hafi meira úr málarekstri þessum. En líklegt 'er, að æxlið á gömlu konunni hafi orðið til þess að g-era orðróminn um tilber.ann fleyg- an. Því á tilberakonum átti að vera sepi, sem tilberinn hengi í, og nærðist hann af blóði þeirra. Þannig var þjóðtrúin, sem lifað hefir í algleymingi alt fram á 19. öld. * L* rönsk söngkona, Litly Pons að ■*■ nafni syngur svo vel í kvik- mynd einni er ij.eitir: „Mig dreym- ir of mikið“, að menn eru farnir að líkja henni við Jenny Lind. * fx egar prófessor Ehlers var hjer ■*• á árunum til að rannsaka hoidsveikina ofbauð lioniim öll kossalætin í fólkinu. Hann kom á bæ í Svarfaðardal, þar var holdsveik kona og hafði sár á vörinni. Nágrannakona kom þangað, kysti þá sem með holds- veikina var og síðan alt heimilis- fólkið í fleng. Fimtudaginn 14. maí 193^ Jíaufis&aftuv Kaupi íslensk frímerki hæstæ verði. Sveinn Pálsson, Ránar- g-ötu 3. Til viðtals kl. 12—2. Notuð eldavjel óskast keypt strax. Upplýsingar í síma 4172. Svart satin í peysuföt 4.90. mtr. Versl. Manchester. Georgette, fleiri litir, 2.90»' mtr. Versl Manchester. | Silki í kjóla, blússur og fóð- ur, ódýrt. Versl Manchester. i Ullarprjónatuskur, alúmin- ium, kopar og blý, keypt á. Vesturgötu 22, sími 3565. Þurkaðir ávextir (apricots).. Kaupfjelag Borgfirðinga. Símii 1511. Notaðar bifreiðar af mörgums tegundum, altaf til sölu. Marg- ar góðar. Heima kl. 5—7 síðd- Sími 3805. Zophönias. Fæði, gott og ódýrt og ein- stakar máltíðir. Ennfremur all- ar venjulegar veitingar. Café Svanur, við Barónsstíg. Vjeláreimar fást bestar hjá. Poulsen, Klapp.arstíg 29. KAUPUM allar tegundir ull- artuskur hreinar. Hátt verð^ Afgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Kaupi gull hæsta verði. Árntí Björnsson, Lækjartorgi. Trúlofunarhi ingana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi. Trúlofuna.rbringar hjá Sigur- Ár, Hafnarstræti 4. .ýaupi gamlan kopar. Vald^ Pouisen, Klapparstíg 29. Kaupi gull og silfur hæsta. verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Stærsta úrval rammaUsta. — Innrömmun ódýrust. Verslunim Katla, Laugaveg 27. RUBY M. AYRES: PRISILLA. 24. Hún brosti til spegilmyndarinnar og fór síðan aftur niður stigann, raulandi eitt nýjasta dans- Iagið. Hún gekk beina leið að símanum og hringdi til Jónatans. Hún varð að bíða nokkrar mínútur í símanum áður en þjónninn fann Jónatan, og þegar hún loksins heyrði rödd hans í símanum, hló hún á- nægjulega, eins og hún væri í ljómandi góðu skapi. ,,Er það Jónatan? Jeg ætlaði bara að segja, að mjer þætti leiðinlegt, hvað jeg var úrill í dag“. Hann tautaði eitthvað óskiljanlegt, og hún hjelt áfram: „Ekki vænti jeg, að þú vildir koma eitthvað út með mjer í kvöld? í bæinn? Mig langar til þess að lyfta mjer upp“. „Jú, auðvitað. Hvert til dæmis?“ „Við gætum borðað saman miðdegisverð. Það er að segja, ef þú vilt það. Það er heil eilífð, síð- an jeg hefi farið í leikhús“. „Já“, sagði hann. En hún fann, hvað hann var hissa. „Ágætt. Kemurðu að sækja mig? Jeg verð til- búin eftir hálftíma, í fallegsta kjólnum, sem jeg á til“. Meðan hún var að skifta um föt, kom upp í huga hennar saga um konu, sem hafði verið ó- hamingjusöm í hjónabandinu, og hafði slegið upp stærðar veislu kvöldið eftir, að hún frjetti um lát mannsins síns suður í Afríku. „Sama geri jeg“, hugsaði hún þrákelknislega. „Jeg dansa á gröf Clives — dansa á því, sem mjer hefir verið kærast í þessum heimi“. Hún Ijet Jónatan bíða í tíu mínútur niðri í saln- um, áður en hún kom niður, forkunnar fögur, í besta kjólnum sínum, með tilbúinn roða í kinn- unum. Hún sá aðdáunarsvipinn í augum hans, þegar hann leit á hana, og alt í einu lyfti hún síðu pils- inu dálítið upp og hneygði sig djúpt fyrir honum. „Jeg vona, að þjer lítist vel á mig?“ „Þú ert éins og prinsessa--------“ Hún hló ánægjulega. „Jeg er leið yfir, hvað jeg var stúrin við þig í dag. Jeg er annars ekki oft í illu skapi. Og í kvöld ætla jeg að vera í góðu skapi. Mjer finst sjerlega gaman að fara í leikhús. Finst þjer það ekki?“ „Jeg geri það sjaldan“. „Jæja? Jeg er hrædd um, að þú þurfir æði oft að fara með mjer í leikhús, og vona, að þjer þyki það ekki mjög leiðinlegt.“ „Jeg skal fara með þjer hvert, sem þú vilt, á jörðinni“. Hún hristi höfuðið. „Þetta var ljettúðugt loforð! Viltu hjálpa mjer í kápuna?“ „Jeg vona, að þú sjert ekki með bílstjórann“, hjelt Prisilla áfram, er hann hafði hjálpað henni í kápuna hálf feiminn og klaufalegur. „Það er miklu skemtilegra að aka tvö ein“. „Jú, hann er með. Jeg hjelt að þú vildir heldur stóra vagninn". Hann var dálítið kvíðafullur á svip. Síðan hann hafði yfirgefið hana fyr um daginn, hafði hún ekki farið úr huga hans. Og nú var hún gerbreytt, — glöð og kát. Hann fylgdi henni þegjandi fit að vágninum, sem Prisilla hafði sjeð frú Cörbié' aka í, einmana;. og virðulega. „Mjer finst jeg í raun og veru vera prinsessa“, sagði hún glaðlega, um leið og vagninn ók hljóð- lega af stað. „Jeg vona, að jeg vakni ekki eins og Öskubuska í tötrunum, þegar klukkan slær tólf“,. ÁTTUNDI KAPÍTULI. Jónatan var of skynsamur til þess að notfæra' sjer hið góða skap Prisillu. Hann ljet sem hann tæki ekki eftir því, og talaði um heima og geima. „Jeg fekk stúkusæti í „Palace“. Þar gengur gamanleikur. Jeg fekk ekki miða annars staðar“. „Það var ágætt“, svaraði Prisilla glaðlega. Hún kærði sig annars ekki um gamanleiki, en í kvöld stóð henni á sama. „Mjer datt í hug, að við gætum borðað í Savoy Grill fyrst, og ef til vill farið í næturklúbb á eft- ir“. Hann leit afsakandi augnaráði á hana. „Þu trúir því víst ekki, þegar jeg segi þjer, að þetta er svo að segja í fyrsta sinni, sem jeg fer út með' stúlku“. Hún fór að hlæja. „Svo að segja! Þá hefir þú gert það áður?“ „Já, jeg hefi farið nokkrum sinnum í leikhús- með frænku minni. Hún kemur stundum og heim- sækir okkur. Jeg er viss um, að þjer geðjast vel að henni, hún er hæg og stilt stúlka“. „Mjer geðjast vel að flestum. Þú ættir að kynna okkur“. „Hún á heima í Yorkshire“, hjelt hann áfram. „Við höfum varla sjeð hana síðan — síðan við fluttum hingað“. Prisilla skildi, að hann var nærri' búinn að segja: síðan við urðum rík..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.