Morgunblaðið - 12.06.1936, Side 8
8—
i ' Ms i .1 W íí 1) A Ú f .:)
MORGUNBLAÐIÐ
:• «>•. i •./.jjý.
Föstudaginn 12. jóní 1936-
Jáui/is/uifuu* Blómkálsplöntur, blóm^trandi stjúpmæður, til sölu Freyju- götu 3. Fjölbreytt úrval af fjölærum og einærum plöntum, fæst dag- lega í Suðurgötu 12. Afgreitt til kl. 9 á kvöldin. Jóh. Schröder.
KAUPUM allar tegundir ull- artuskur hreinar. Hátt verð. kfgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2.1
Viktoríubaunir, hýðisbaunir, grænar baunir í lausri vigt. — Þorsteinsbúð. Grundarstíg 12. Sími 3247. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.
Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- eyni, Lækjartorgi.
Gólfbón, allar tegundir, einn- ig í láusri vigt. Toiletpappír. Persil. Flik-Flak. Radion. Rin- só. Sólskinssápa og gólfklútar. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247.
Leikföng frá íslensku leik- fangagerðinni verða seld fyrst um sinn á Laugavegi 15, mikið úrval.
Hitabrúsar og gler í hita- brúsa. Þorstemsbúð, Grundar- stíg 12. Sípú 3247. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4.
Garðáburður. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Vjelareimar fást bestar hjá Pöulsen, Klapparstíg 29.
Matarkex, 0,75 pr. Yi ^g. ísl. smjör 1,50 pr. kg. Svart- baksegg og ný hænsnaegg 0,90 pr. 1/2 kg. Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12. Sími 3247. Kaupi gull hæsta verði. Árni BJömsson, Lækjartorgi.
Bifreiðar til sÖlu, af ýmsum stærðum og gerðum. Heima 5—7. Zophonías Baldvinsson. Sími 3805.
Þurkaðir ávextir. Sveskjur, Gráfíkjur, Apricots, Rúsínur, Döðlur i pökkum og lausri vigt. Rabarbari nýr. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247.
Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11.
Sve&ir
Tökum til sölu allskonar ís- lenska muni. Þeim verður veitt
illG tl'dlVrt ild fj " 1 þlCððít VÍXVU. Versl. „Skeifan“, Austurstr. 20. Matur, fast fæði og einstakar máltíðir. Ódýrara fæði fyrir konur. Café Svanur við Baróns- stíg.
Kaupum tómar flöskur og soyu-glös, háu verði, Ásvalla- götu 27, 2—5 daglega.
Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið 1—4 síðd. JC&nAjCa,
Kenni á píanó og harmoníum í sumar. Gunnar Sigurgeirsson, Bankastræti 12. Sími 2626.
Trúlofunarhringar hjá Sigur- >6r, Hafnarstræti 4.
A rsrit Skógræktarfjelagsins er
nýkomið út. Þar eru ýmsar
fróðlegar greinar um skógræktina,
flestar eftir Hákon Bjarnason
skógræktarstjóra. Þar er m. a.
ferðasaga lians frá í fyrrasumar,
þar sem hann lýsir ýmsum atkug-
unum sínum á ísl. skógrækt og
skógargróðri landsins.
*
T_I æsta trje, sem Hákon Bjarna-
■*• ■*• son hefir mælt í íslenskum
skógi, er 10,6 metra há birki hrísla
í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal.
En hæsta gulvíðirunna á íslandi
telur hann vera runna einn í Lunds
skógi þar í dalnum. Er runni þessi
6 metrar á hæð.
*
Á Hofi í Vatnsdal er lítill trjá-
reitur, þar hefir öspin úr Fnjóska-
dal náð bestum þroska. Aspirnar
þar eru nokkrar um 3 metrar á
hæð. Þær voru fluttar að Hofi fyr-
ir nál. 20 árum.
*
í gróðrarstöð Ræktunarfjelags-
ins á Akureyri voru gróðursettar
aspir sömu tegundar og ösp sú,
sem fanst um árið við Garð í
Fnjóskadal. En þær aspir eru út-
lendar. Sú hæsta þar er nú 4,7
metrar á hæð. Öspin sendir út frá
sjer rótarsprota, sem kunnugt er,
þegar hún hefir náð nokkrum
þroska ,og eru rótarsprotar þessir
æðilangir, en smáplöntur, er af
þeim vaxa, er þægilegt að taka til
þrottflutnings og gróðursetningar.
f gróðrarstöð Akureyrar h’afa
fundist rótarsprotar sem eru rúml.
30 metrar á lengd, frá stofnplönt-
unni.
*
Merkilegasti barrviðarlundur
hjer á landi er að Hallormsstað.
Þar er 6 metra hátt blágreni. En
skógarfurur eru þar alt að 5 metr-
um á hæð.
*
"Fyað vildi til á gistihúsi einu í
*■ Montreal nýlega, að gestur
einn hafði þar meðferðis 7 eitur-
slöngur. Eitt sinn er hann var að
fóðra þær, þeit ein þeirra hann í
hendina. f fátinu sem á hann kom
gleymdi hann að loka búrinu, svo
:allar slöngurnar sluppu út.
Er þetta frjettist sló óhug mikl-
um á gesti hótelsins, og flúðu
flestir þeirra í ofboði. En lög-
reglulið umkringdi hótelið, og
fekk handsamað slöngurnar eftir
sólarhrings leit og fyrirsát.
Eigandinn misti hönd sína.
*
Ti/T ikið er nú rætt í norskum
blöðum um frú Ingeborg
Köber, sem ákærð er fyrir grófar
falsanir á andavitrunum.
í rannsókn máls þessa er sagt
að komið hafi í ljós, að fyrverandi
stjórn þar í landi, sem tilheyrði
Bændaflokknum, og átti í Græn-
landsdeilunni við Dani, hafi átt að
spyrja framliðna, með aðstoð frúar-
innar, um það, hvernig stjórnin
ætti að snúa sjer í máli þessu.
Skilaboð þau sem frúin flutti
voru þau, að þeir skyldu vera
samtaka.
*
Af 14 miljónum íbúa Jugóslafíu
herma skýrslur að í árslok 1935
hafi 4000 verið tíræðir, en 60
höfðu náð 120 ára aldri.
*
Drotning Kokoseyja er væntan-
Ieg til London bráðlega. í þessu
itla eyríki eru um 1000 íbúar.
ðRi&unnvngav
Fasteignasalan, Austurstræti
17 annast kaup og sölu fast-
eigna. Viðtalstími 11—12 og 5-
—-7 e. h. Sími 4825. Jósef M~
Thorlacíus.
Café — Conditori — Bakarít.
Laugaveg 5, er staður hinn»>
vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarinss
besta bón.
Manstu lága verðið í Bar--
ónsbúð ?
Sundhöllin á Álafossi er opin
aftur frá kl. 9 árd. til kl. 9 Vk ••
síðd. Allir velkomnir. Best a(&
baða sig í Sundhöllinni á Ála-
fossi.
dúllsamnur
Lokastfig 5.
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
Oraviðgerðir afgreiddar fljótfc
og vel af úrvals fagmönnuntí
hjá Árna B. Bjömssyni, Lækj-
artorgi.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Síhii 3699.
Otto B. Arnar, löggiltur Út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —•
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
RUBY M. AYRES:
PRISCILLA. 46.
var þakið gjöfum, sem höfðu verið sendar til Pris-
cillu. Hvað ætli hún myndi gera við þær? Líklega
myndi hún senda þær aftur.
„Jeg vil helst vera ein“, sagði Priscilla með
ekkaþrunginni röddu. „Jeg skal skrifa þjer bráð-
lega, eða hringja til þín“.
„Jeg skal koma, hvenær sem þú vilt“, sagði
hann með hásri röddu.
Frammi í ganginum mætti hann Hugh.
„Þetta var leiðinlegt slys, Corbie“, sagði hann.
Og þegar Jónatan svaraði engu, hjelt hann á-
fram vandræðalegur:
„Þið getið látið gefa ykkur saman á morgun,
eða seinna, þegar þetta er búið og gleymt. Jeg
hefi heyrt; að yfirheyrslur eigi að fara fram í mál-
inu, en það breytir engu, konungsbrjef er hægt
að nota, hvenær sem er“.
„Það er víst — jeg veit það ekki, — en það
breytir engu, eins og þú segir“.
Hann fór út án þess að kveðja Hugh.
Brúðkaupsdagurinn hans — — hann langaði
mest til þess að skellihlæja.
Lena var niðri í ganginum og beið eftir honum.
Hún flýtti sjer til móts við hann, hún hafði ekki
búist við honum heim svona snemma.
„Hvernig líður veslings manninum, betur von-
andi?“ , .
„Hann er dáinn“.
Hann fór framhjá henni, án þess að líta á hana,
og gekk upp stigann.
Corbie gamli hafði heyrt málróm sonar síns og
kom fram í ganginn.
„Jæja, hvernig gengur?“
„Hann — hann er dáinn“, hvíslaði Lena.
„Ðáinn?“ Gamli maðurinn var reiðilegur á
svip. Honum fanst það persónuleg móðgun við
sig, að annað eins skyldi koma fyrir á brúðkaups-
degi sonar síns.
Hann stóð um stund og starði á frænku sína.
Svo sagði hann með hárri röddu:
„Við eigum enga sök á slysinu. Það voru fleiri
sjónarvottar að því, að maðurinn gekk rakleitt
fyrir bifreiðina. En engu að síður er það árans
óhepni, að það skuli þurfa að fresta brúðkaup-
inu“.
Hann hleypti brúnum og sagði ennþá hærra:
„Auðvitað verður að fresta brúðkaupinu!“
Lena svaraði ekki. Sú hugsun flaug í gegnum
huga hennar, að brúðkaup Jónatans myndi aldrei
eiga sjer stað.
15. kapítuli.
„Sjaldan er ein báran stök“. Þetta var málshátt
ur, sem frú Corbie notaði oft. Og í þetta sinn
reyndist hún sannspá, því að nóttina eftir slysið
andaðist faðir Priscillu skyndilega.
„Nú er það þriðja eftir“, sagði frú Corbie og
leitaði sjer aftur hressingar í ilmdósina. „Alt er
þá þrent er. Jeg hefi tekið eftir því alt mitt líf.
Ef eitthvað tvent leiðinlegt kemur fyrir, fylgir
það þriðja jafnan á eftir“.
Hún var orðin svo hress, að hún sat uppi í rúm-
inu og snæddi miðdegisverðinn með bestu lyst,
Lenu til mikils hugarljettis, fjekk hún ekki nýja
aðkenningu, þegar hún fretti um andlát hr.
Marsh.
„Við megum biðja til guðs, að það þriðja verði
ekki verra en hitt tvent, sem á undan er gengið“,
sagði hún.
„Það er óþarfi að vera með hrakspár", sagði
maður hennar óþolinmóðlega. Hann gekk eirðar-
laus fram og aftur um gólf í herbergi hennar og
gerði henni líka gramt í geði með nærveru sinni.
„Jeg er ekki að því — jeg reyni aðeins að veræ.
við öllu búin“.
„Mjer hefir aldrei verið um þessar tengdir“,.
sagði hann dauflega. „Þetta hefir verið varhuga-
vert frá því fyrsta“.
En hann sagði ekki allskostar rjett frá, því að
hann hafði að sumu leyti verið harðánægður með
það, að sonur hans kæmi honum í tengdir við
gamla aðalsætt. En honum var það nokkur hugg-
un, eins og á stóð, að halda því fram, að hann.
hefði verið mótfallinn giftingunni.
„Mjer finst Priscilla góð og indæl stúlka“, sagði
kona hans. „Og Jónatan er mjög hrifinn af henni.
Þú hefir kanske ekki látið þjer detta í hug, að
honum er mest vorkunn. Að þetta skyldi þurfa að
koma fyrir á brúðkaupsdaginn hans!“
Hún fjekk sjer drjúgan dropa úr rauðvínsglas-
inu. „Hr. Marsh var orðinn gamall og hálfgerður
aumingi. En það er sorglegt, þegar ungir menn .
fara — eins og veslings Clive Weston--------“.
„Hjer liggur eitthvað meira að baki“, sagði
Corbie gamli skyndilega. „Ekki veit jeg, hvað
það er — kannske fáum við að vita það síðar
meir“.
„Þú ert altaf jafn tortrygginn", sagði frú Cor-
bie gremjulega.
Hún var enn sannfærð um, að alt ólánið stafaði
af því, að hjónaefnin hefðu ekki viljað hafa
kirkjubrúðkaup.
„Ef þau hefðu farið í kirkju og látið prest gefa
sig saman, hefði slysið aldrei komið fyrir“, sagði
hún.
„Hvernig getur þú sannað þessa heimskulegu
staðhæf ingu ? “
„Það get jeg auðveldlega“, sagði hún sigri hrós-
andi. „Við hefðum farið aðra leið til kirkjunnar
og Weston aldrei orðið á leið okkar“.
Hún vissi ekki, að Weston hafði ætt um bæinn