Morgunblaðið - 18.06.1936, Blaðsíða 3
Firatudaginn 18. júní 1936.
M 0 RQ U N B'LÁ-Ð IÐ
3
FYRSTI LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐIS-
MANNA Á ÞINGVOLLUM.
Landslundurinn
var seflur i gær.
Mikið fjölmenni
við fundarsetningu.
Samþykt verður gerð mti
framtiðarekiptilag flokksins.
T ANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins —
hinn 6. í röðinni — var settur í Varð-
arhúsinu kl. 5 síðdegis í gær.
Mættir voru við fundarsetningu um 300
manns, þar af um 200 fulltrúar utan Reykja-
víkur.
I dag verður Landsfundurinn fluttur til
Þingvalla.
Sex heiðursdoktorar
útnefndir á 25 ára
afmæli Háskóla Islands
Vestur-íslendingur gefur
Háskólanum 5 þús. krónur
Utdráttur
úr ræðu
Ólafs Thors
Frá því síðasti landsfundur
Sjálfstæðismanna var háður,
fyrir tveim árum, hefir flokk-
urinn orðið fyrir þeirri miklu
sorg- og því óbætanlega tjóni
að missa foringja sinn, Jón Þor-
láksson, borgarstjóra, sem eins
og kunnugt er andaðist að
heimili sínu hjer í bænum, hinn
20. dag marsmánaðar í fyrra.
Með fráfalli Jóns Þorláks-
sonar misti þjóðin þann for-
ystumanninn sem hæst gnæfði,
mikilvirkasta og mikilhæfasta
athafna- og framfaramanninn
á sviði stjórnmálanna.
Jón Þorláksson var maður
dulur í skapi, ómannblendinn
og íámáll. Af þessumá stæð-
um mun það hafa verið, að
hann kom síðar á þing en mál-
éfnalegur áhugi hans stÓð til.
En þegar þangað kom, ruddu
gáfur hans og þróttmikil skap-
festa honum fljótt braut til
öndvegis. I þeim sess sýndi
hann hver yfirburða maður
hann var.
Hann sameinaði óvenju mik-
inn framfarahug, frábæru fjár-
málaviti og tókst þess vegna að
framkvæma hugsjónir sínar á
fjárhagslega tryggum grund-
velli. Hann óx með hverjum
nýjum vanda sem á herðar hans
var lagður og fór því traust
þjóðarinnar á þessum mæta
manni dagvaxandi. Og þó að
hann væri eltur með árásum
auðvirðilegra andstæðinga al-
veg fram í andlátið, stendur
þjóðin nú þegar — aðeins rúmu
ári frá andláti hans — að heita
má óskift, full virðingar og
samhugs kring um minnihgu
Mörg- merkileg mál
verða rædd á þessum
Landsfundi. Þar verða
flutt erindi um helstu
dagskrármálin og þau
rædd. Einnig verður á
fundinum gerð sam-
þykt um framtíðar-
skipulag flokksins.
Setning Landsfundar.
, Ólafur Thors, formaður Sjálf-
stæðisflokksins setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna.
Fundarstjóri þessa fyrsta fund-
ar yar kjörinn Magnús Guðmunds-
son, alþm., og skrifarar: Sigurð-
ur Kristjánsson, alþm. og Jóhann
G. Möller, bókari.
Þessu næst ávarpaði Olafur
Thors fundinn með snjallri ræðu,
og birtist hjer í blaðinu stuttur út-
dráttur úr ræðunni.
Skipulag flokksins.
Fyrsta málið, sem tekið var fyr-
ir á fundinum var skipulag' flokks-
ins.
Framsögu hafði Gísli Sveinsson,
alþm. Hann skýrði frá því, að um
þingtímann í vetur hefði miðstjórn
flokksins og þingflokkurinn á-
kveðið að skipa 5 manna nefnd til
þess að semja uppkast að flokks-
reglum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
í nefndinni voru: Gísli Sveinsson,
alþm., Jón Pálmason, alþm., Sig-
urður Kristjánsson, alþm., Jóhann
G. Möller, bókari, og Jón Agnars,
form. Heimdallar.
Nefndin samdi uppkast að frum-
varpi til flokksreglna. og afhenti
miðstjórninni.
Rakti G. Sv. efni frumvarpsins
og var síðan kosin 7 manna nefnd
til þess að athuga máið.. Þessir
eiga sæti í nefndinni: Magnús
Jónsson aþm., Bjarni Benedikts-
son prófessor, Eysteinn Bjarnason
kaupfjelagsstjóri, Guðmundur
Benediktsson bæjargjadkeri, Jón
.Jónsson, Firði, Sigurjón Jónsson
bankastjóri, og Sigurður Hhðar,
dýralæknir.
Ti/finningarathöfn fór
fram í Háskóla
Islands í gærmorgun, í
tilefni af því að þá
voru liðin 25 ár frá
stofnun Háskólans.
Athöfnin fór fram í
sal neðri deildar Al-
þingis og voru við-
staddir sendiherrar er-
lendra ríkja, auk
margra annara gesta,
sem komnir voru til
þess að hylla hinn
unga háskóla á þess-
um afmælisdegi.
I tilefni af afmaelinu voru
útnefndir 6 heiðursprófessorar
við Háskólann, tveir útlending-
ar og fjórir Íslendingar.
Voru aðeins þrír við til þess
að taka á móti útnefningunni
og doktorsskjalinu, þeir Jón
biskup Helgason, Einar Arnórs-
son forseti Hæstarjettar og
Þorkell Þorkelsson veðurstofu-
stjóri.
Hinir voru Jón Ófeigsson yf-
irkennari, Ejnar Munksgaard,
Khöfn og próf. Hensler, Basel.
Ásgeir Ásgeirsson fræðslu-
málastjóri tilkynti að hann
hefði afhent rektor Háskólans
5000 króna gjöf frá íslenskum
frumbyggja í Kanada, Magnúsi
Hinrikssyni, ættuðum frá Efra-
Apavatni.
Gat Ásgeir um það hvað
Magnús hefði þurft mikið fyrir
lífinu að hafa vestra, og þessa
peninga hefði hann plægt upp
úr kanadiskri mold, og sendi
þá nú sem þakkarskuld til ætt-
jarðar sinnar. Þetta fagra dæmi
væri svo ný hvöt til þess að
leggja sem drengilegasta rækt
við ætternisböndin, sem tengja
íslensku þjóðina vestan hafs og
austan.
Fontenay sendiherra Dana
flutti kveðju og mælti á latínu.
Kvað hann að það mundi hlýða
að mæla á latínu í landi Sæ-
mundar fróða.
Því næst flutti hann heilla-
óskir frá háskólanum í Kaup-
mannahöfn, og mintist þeirra
íslenskra fræðimanna, sem lagt
hefði fram mikið og merkilegt
vísindastarf í Danmörku, svo
seúi Þormóðar Torfasonar,
Árna Magnússonar, Konráðs
Gíslasonar, Jóns Sigurðssonar
og Finns Jónssonar.
Háskólarektor las upp tvö
heillaóskaskeyti, sem Háskól-
anum höfðu borist, frá háskól-
anum í Stokkhólmi og Göte-
borgs Högskola.
Rektor Háskólans, Guðmund-
ur Thoroddsen rakti sögu
Háskólans um þessi 25 ár. Mint-
ist hann með þakklæti þeirrar
viðurkenningar, sem Háskólinn
FRAMÍIALD Á FJÖRÐU SÍÐU.
AllsherjarmótiD
var sett I gær.
Borgar§(jérI
setli mótiSI.
T-JÁTÍÐAHÖLD.v.v íþrótta-
manna í gærdag hófust
með því að Lúðrasveit
Reykjavíkur ljek á Austur-
velli kl. 114—2.
Fjöldi manns hafði safnast sana-
an við Austurvöll,, ,s þrátt fyxir
rigningu og klukkan 2,; helt mannr
fjöldinn í skrúðgöngu með Lúðra-
sveitina í broddi fylkingax. Var
haldið að leiði Jóns Sigurðssonar
forseta 0g þar helt Magnús Jóns-
son, alþingism., ræðu fyrir minni
forsetans.
Er hann hafði lokið máli sínu
lagði forseti í. , Ben. G.
Waage blómsvei^ á leiði jJpns
Sigurðssonar, ..ej^ síðan Ijek Lútira-
sveitip ,A guð, vors lan.ds‘i. Að
því, loknu helt mannfjöldinn suð-
ur á iþróttavöll, þar sem Allsherj-
armót i. S. í. skyldi sett.
Allsherjarmótið sett.
Á íþróttayellinum lj^k. Lúðra-
sveitin nokkur lög, pengii..þá. inn
á völlinn fríður hópur,\ njiðaldra
manna undir fána í., S. í. Vpru þar
komnir keppendur áÚyr\ita. aþs-
lierjarmóti í. S. I. fyrir rjeftum 25
ámm síðan. Mannfjöldinn hylti
íþróttagarpana með lófákláþpi.
Pjetur Hall'dórssön, borgafstjóri,
gekk nú fram fyrir manilfjöldaúú
og setti allsherjarmót í. S. í. með
stuttri ræðu.
Borgarstjóri mintíst á þýðingu
þá, sem íþróttirnar hafa í upp-
eldismálunum; á hið göfuga verk-
efni íþróttamanna, að vinna að
því, að hraust sál búi í hraustuúi
líkama. Borgarstjóri þakkaði að
lokum íþróttamönnunum fyrir staff
þeirra í nafni allra bæjafbúa. Síð-
an sagði hann Allsherjarmótið
sett.
Forseti 1. S. 1. þakkaði þorgar-
stjóra ræðuna Pg óskaði þppum til
hamingju með 150 ára afmæli höf-
uðstaðarins. Bað hann borgarstjóra
þy?í?ja merki íþróttasambands-
ins fyrir áhuga og velvilja, sem
haim hefði jafnan sýnt íþróttun-
um.
Síðan sneri Ben. G. Waage máli
sínu til hinna 25 ára gömlú í-
þróttamanna, sem Chn stóðu í röð-
um á vellinuin. Kallaði hann hvern
þeirra fyrir sig og afhenti þeim
merki í. S. í.
íþróttakepnin hefst.
íþróttakepnin hófst á 100 metra
■hlaupi, en síðan rak hver íþrótt-
in aðra og var jafnan kept í tveim-
ur íþróttagreinum á velíinum í
einu. Úrslit voru tilkynt jafnóð-
um og hverri íþrótt fyrir sig. Gerði
„DaDnebrog“ kom til Hafnpríjarðar
í gær.
Kl. 3,30 í gærdag kom konungsskipið Dannebrog til Hafnar-
f jarðar. í fylgd með konungsskiþinu voru eftirlitsskipin ,,Tngolf'“ og
„Hvidbjörnen“. Myndina tók starfsmaður Morgunblaðsins skömmu
FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU.
FRAMH Á SJÖTTU SÍÐU eftir að skipin höfðu varpað akkerum.
FRAMH. Á FIMTU SÍÐU.