Morgunblaðið - 18.06.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 18. júní 1936. Norræna deildin getur orðiö viðurkend miðstöð í íslenskum fræðum. Er stúdentaviðkoman of mikil? FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. hefir fengið með því, að erlend- ar þjóðir hafa sent hingað sendi kennara og að ýmsir mætir er- lendir mentamenn hafa komið hingað til þess að halda fyrir- lestra við Háskólann. Rektor gat þess að 752 stúd- entar hefði innritast í Háskól- ann síðan hann tók til starfa, en margir þeirra aðeins tekið próf í forspjallsvísindum og síð- an horfið að einhverri atvinnu. Nú eru við nám í Háskólan- um 175 stúdentar, Útskrifast hafa á þessum 25 árum 104 guðfræðingar, 124 lögfræðing- ar, 17 úr norrænu deildinni og 151 úr læknadeild. — Það hefír verið mælt, sagði próf. Guðm. Thoroddsen, að Háskólinn væri í rauninni ekki annað en embættismanna- skóli og hefði því litla þýðingu. En mjer er spurn: Hvers skyldi þjóðin fremur þarfnast en eiga góða og vel mentaða embættis- menn? Og Það er ekki nema gott, að mínu áliti, að hjer hefir verið lögð meiri áhersla á það, en í öðrum löndum, að ala upp góða embættismenn. En hitt er ekki í samræmi þar við hver kjör háskólakennurum eru boð- ín. Þeir eru settir skör lægra en aðrir starfsmenn þjóðarinn- ar, án þess að tillit sje tekið til þess að þeir hafa orðið að eyða löngum tíma og miklu fje til starf síns, og hafa langt um ábyrgðarmeira starfi að gegna en flestir aðrir. Og til dæmis um það hvernig þeir eru hlaðnir störfum langt fram yfir það, sem er við aðra háskóla, má geta þess, að í 10 prófgreinum í læknisfræði kom 5 á einn kennara. Talað hefir verið um offjölg- un mentamanna. Þetta getur átt við nokkuð að styðjast, en það hlýtur að vera gott að sem flestir menn með hverri þjóð verði stúdentar. Hitt er kórvilla, að taka ákvörðun um það, þeg- Guðm. Thoroddsen. ar nemandi gengur inn í Menta- skólann, að það sje sama sem að hann eigi t. d. að verða prestur. Að ræðu rektors lokinni söng kórinn aftur kafla úr Háskóla- Ijóðunum, en síðan tók til máls próf. Ásmundur Guðmundsson, fyrir hönd forseta guðfræði- deildar, sem gat ekki verið við- staddur. Gat hann þess, að guð- fræðideildin hefði útnefnt Jón biskup Helgason sem heiðurs- doktor. Ólafur Lárusson prófessor, forseti lagadeildar, tók því næst4 til máls og lýsti yfir því, að lagadeildin hefði einróma kjörið Einar Arnórsson dóm- stjóra Hæstarjettar heiðurs- doktor. Þá tók til máls Árni Pálsson prófessor, forseti heimspeki- deildar, og lýsti yfir því, að sú deild hefði kjörið fjóra heið- ursdpktora, tvo erlenda og tvo íslenska. Voru það þeir prófess- or Andreas Hensler í Basel, Ejnar Munksgaard bókaútgef- andi í Kaupmannahöfn, Jón Ófeigsson yfirkennari og Þor- kell Þorkelsson veðurstofu- stjóri. Gat Árni Pálsson þess um hinn síðastnefnda, að hann væri sjerstaklega heiðraður á þennan hátt fyrir rannsóknir hans á jarðhita og stórmerkar ritgerðir um það efni. Til Aknreyrar oæifkomandi langardag. BifraiðaitSð iteiaiérs Sími 1580. NorOur. - Vestur. Laxfoss fer til Borgarness aJla suimudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga. — Beinustu, bestu og ódýrustu ferðirnar <eru um Borgarnes til Akureyrar, Sauðárkróks, Blönduóss, Hvamstanga, Dalasýslu, Stykkishólms, ÓJafsvíkur og Borgarfjarðar. Farseðlar og nánari upplýsingar hjá: Afgr. Laxfoss. Bifreiðastöð íslamfc. tsbm . aími l&ti. Sigurður Nordal, prófessor segir frá kenslunni i fslensk- um fræðum við Háskólann. Morgunblaðið liitti próf. dr. Sigurð hlordal að máli og spurði liann um 25 ára starf háskólans. — Það sem jeg helst gæti sagt eitthvað um, mælti hann, er kensl- an í íslenskum fræðum. Eins og alkunnugt er, er heim- spekisdeildin í raun og veru eina deildin, sem er jafngömul háskól- anum. Hinar þrjár deildirnar höfðu allar starfað áður undir öðr- um nöfnum um lengri eða skemmri tíma. En þó að háskólakensla í íslenskum fræðum væri nýjung hjer á landi 1911, er það ekki svo að skilja sem hin nýja deild byrj- aði með tvær hendur tómar. Is- lendingar hafa löngum lagt mikla rækt yið þjóðleg fræði sín og við ýmsa erlenda háskóla höfðu þau lengi verið stunduð, bæði af ís- Ienskum og erlendum fræðimönn- um. Samt var á þessu sá hængur, að fræðimenn vorir hjer heima höfðu orðið að vinna að þessu í tómstundum sínum og án þess að þurfa að gera samfelt yfirlit um fræðigreinar sínar, en erlendis beindu menn athyglinni því nær eingöngu að fornöldinni, fram um 1400. Við Háskóla Islands var það frá upphafi sjálfsagður hlutur, að reynt væri að leggja nokkurn veginn jafna rækt við sögu vora, bókmentir og tungu frá öllum öld- um. Þar hlaut margt ósannað að verða fyrir kennurunum sjálfum og víða þungt fyrir fæti. Jeg álít óþarft að telja fram þau verk, sem komið hafa fyrir almennings sjónir frá kennurum deildarinnar og nemendum þeirra, því að flest af þeim eru alkunnug. En jeg skal geta þess um þá grein, sem mjer er kunnust, bókmentasöguna, að þar er nú jöfn áhersla lögð á allar aldir, eftir því sem hver þeirra þykir hafa verðleika til. Fyrsta sporið er að koma kenslunni fyrir stúdenta í þetta horf. En vonandi á háskólinn á,Sur en langt um líður eftir að gefa íslendingum það heildaryfirlit Um sögu þjóðar- innar, tungu hennar og bókmennta, sem svo tilfinnanlegur skortur hefir verið á til þessa. Jeg get talað þar nokkuð af eigin reynd, að sinnuleysi annara þjóða um mál vort og menntir frá síðari öldum stafar fyrst og fremst af þekkingarleysi, en ekki af liinu, að þær muni ekki geta fnndið þar sitt af hverju, sem vekur áhuga þeirra. Úr þessu verðum vjer sjálfir að bæta, og um fornöldina má fullyrða, að íslendingar munu þar jafnan standa betur að vígi en aðrar þjóðir til rjetts og skyn- Sigurður Nordal. samlegs skilnings. Hinar ágætu við- tökur, sem hin íslenska fornrita- útgáfa hefir hlotið erlendis, sýnir líka að aðrar þjóðir eru fúsai' að viðurkenna þetta. Yfirleitt hef jeg nlls staðar er- lendis orðið þess var, að því var mjög fagnað, að íslendingar skyldu sjálfir koma upp háskóla- deild fyrir sín eigin fræði, og það verður sjálfum oss að kenna, ef sú deild verður ekki þegar stundir líða viðurkend miðstöð þessara fræða, sem eiga sjer geysimikla framtíð erlendis og eflast með ári hverju. Hingað hafa þegar sótt margir stúdentar og fræðimenn úr ýmsum löndum, jafnvel alla leið frá Ástralíu, og sú aðsókn hefir farið sívaxandi, og miklu fleiri hoð um fyrirlestrahöld við erlenda háskóla hafa borist kenruuum deildarinn- ar en þeim hefir verið unt að sinna. Þá má ekki síst minnast ]>ess, að stofnun heimspekisdeildar varð til þess, að bingað hafa komið sendi- kennarar frá ýmsum löndum, sem í senn hafa flutt hingað þekkingu á sínum eigin þjóðum og farið hjeðan með nýja þeklringu á ís- landi og fslendingum. Það er ósk mín og von, að hin unga deild, sem nú fyrst er komin til lögaldurs, fái að þroskast svo, að him auk kenslunnar geti unnið sem mest og best að ])eim tveimur hlutverkum, sem hjer hefir verið vikið að: að kenna Islendingum betur að þekkja sjálfa sig í spegli sögu sinnar og menta frá öllum öld- um, og að efla kynni erlendra þjóða. af því hesta, sem vjer höfum til bruns alþjóðlegrar menningar að bera, kenna þ«im að meta það og skilja. Með því móti batna Hka skilyrðin til gagn- kvæmi'a áhrifa, lifandi menn- ingarsambands við aðrar þjóðir. „Aldrei betri fyrirlestur um Snorra-“ Norrænu stúdent- arnir gleðjast yiir dvöl sinni. Að búi Snorra. M ORRÆNU stúdentarnir, sem hjer dvelja á nám- skeiði Norrænafjelagsins, eru í alla staði hinir ánægð- ustu með dvölina hjer á landi og sumir þeirra ganga svo langt að þeir seg-jast aldreii hafa lifað fegurri daga en hjer á íslandi. I fyrradag ferðuðust stúdent- arnir um Borgarfjörð og dvöldu lengst af í Reykholti, þar sem mótið var sett laf Sigurði Nordal prófessor. I setningarræðu sinni mintist prófessorinn á menningar- legt gildi, sem slík mót, sem þetta hafa og tók sjerstaklega fram þýðinguna á pcrsónnlegri kynn- ingu vísindamanna. Stúdentarnir skoðuðu liina 700 ára gömlu vatns- leiðslu Snorra og laug hans. Þótti þátttakendum mikið til koma að sjá staðinn, sem Snorri bjó og, er þeir höfðu svo mikið lesið Um. Prófessor Sigurður Nordal helt fyrirlestur í Reykholti um Snorra Sturluson sem rithöfund, sagn- fræðing og hjeraðshöfðingja. Frá Reykholti var haldið að Borg á Mýrum um Svignaskarð og síðan í bílum fyrir Hafnarfjall á Akma- nes, þangað kom „Laxfoss" og flutti stúdentana til Reykjavíkur. Norrænu stúdentarnir fara ekki dult með að þeir eru hrifnir af viðkynningunni hjer. Einn stúdentanna, magister Jan- son frá Stokkhólmi ljet svo úm mælt, að hann hefði gert sjer mikl- ar vonir um íslandsferð þessa. En þó hafi hann ekki búist við að hún yrði jafn mikilfengleg og á- hrifarík og raun h.afi borið vitni um. Hann kvaðst geta fullvissað menn um það, að allir þátttakend- ur værn sammála um að betri mótttökur, náttúrufegurð og yfir- leitt alt, sem hest verður á kosið á ferðalagi hafi ekki verið hægt að fá eða sjá annars staðar. — Og enn .eitt, bætti magister Janson við, erum við öll sammála um, að betri fyrirlestur en prófess- ors Nordals um Snorra Sturluson heyrum við aldrei, enda muntim við búa að þeim fróðleik, sem okkur var þar veittur lengi í ó- kominni framtíð. I dag fara stúdentarnir að Laugavatni og dvelja þar í 4 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.