Morgunblaðið - 18.06.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.06.1936, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ Fimtudagimt 18. júní 1936. Ræða Olafs Thors við setn- ingu landsfundarins í gær. FRA.MH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þessa mikilhæfa foringja, og hefir þegar skipað honum sess meðal fárra útvaldra sona sinna. Verður þó að efa, að ennþá sje mönnum það alment ljóst, hve ómetanlegt happ það var íslendingum, að Jón Þorláks- son skyldi setjast á þing ein- mitt í sama mund og íslensk stjórnmál flutu inn í fullkom- lega nýjan farveg, eftir að þjóð- in, með sambandslagasamningn- um hafði öðlast fullveldi, því þá jcölluðu örðugleikar tímanna og margbreytni viðfangsefnanna á sviði löggjafar og framkvæmda valdsins, alveg sjerstaklega á hina miklu og alhliða þekk- ingu hans á atvinnu- og fjár- málalífi þjóðarinnar, og hina dæmafáu vitsmuni og starf- hæfni þessa þjóðskörungs. Jeg vil biðja fundarmenn að votta okkar látna foringja virð- ingu, þakl^iæti og ástúð með því að rísa úr sætum sínum. Ólafur Thors rakti því næst í nokkrum skýrum dráttum fer- ii núverandi ríkisstjórnar þau tvö ár, sem hún hefir setið við völd, Ög gerði síðán yfirlit yfir afkomu og horfur atvinnuveg- anna. Því næst mælti hann: Að und^nförnu hefir barátt- an í sjálfu sjer staðið milli tveggja stefna: Stefnu okkar Sjálfstæðismanna, sem telur að efnahagsstarfsemi eigi að byggjast á athafnafrelsi og eignarrjetti einstaklingsins og stefnu sósíalista, sem telur að ríkið eigi að koma í stað ein- staklingsins á sviði atvinnulífs- ins. Framsóknarflokkurinn hefir í rauninni aldrei haft markaða stefnuskrá og frá því að aðal- foringinn yfirgaf flokkinn, hef- ir fiokkinn bæði skort málefni og menn til stjórnmálabaráttu. í blöðum flokksins gætir alveg úr hófi fram persónulegrar heiftar, og á þingi ráða sósíal- istar. Það er þannig Jón Bald- vinsson, sem er hinn raunveru- legi forystumaður stjórnarliðs- ins, að því er löggjafarstarf- semi snertir. Stjórnmálasigrar Jóns Bald- vinssonar standa á tveim stoð- um. I fyrsta lagi hefir Alþýðu- flokkurinn safnað liði utan um trúna á ríkisíhlutun á sviði at- vinnulífsins og ríkisrekstur. í öðru lagi er liðinu fylkt kringum kaupkröfur á hendur atvinnurekendUm. ffið fyiTa er eðlileg marka- lína-í ■stjórnmálabaráttunni. Hið síðara vel fallið til fylg- isaúka, að rriinstn kosti meðan sæmilega gengur. Ríkisstjórnin hefir nú að eig- in dómi uppfylt þau kosninga- loforðin sem lutu að afskiftum hins opinbera af atvinnulífi þjóðarinnar, enda er nú svo komið að menn eru hjer lítt frjálsir gerða sinna, þar sem ekkert má flytja til landsins, og lítið frá landi nema með sjer- stöku leyfi stjórnarvaldanna eða umboðsmanna þess, gjald- eyrir allur af eigendum tekinn, sölu á aðal framleiðsluvörum bænda skipað með löggjöf, og loks hefir ríkið sjálft hafið mjög víðtæka verslun og marg- víslega aðra starfrækslu fyrir reikning ríkissjóðs. Er fullvíst að afskifti ríkisvaldsins af at- vinnulífi þjóðarinnar eru meiri hjer en í nokkru landi Evrópu, að Rússlandi einu undanskildu. Þessu hefir nú þegar fram farið nógu lengi til þess að ó- þarft sje lengur að lifa í trú einni. Reynslan hefir kveðið upp sinn dóm. Það ey mjög auðvelt að rekja í sundur allar ástæður fyrir því að svo er komið sem komið er, og sanna orsakasambandið milli ástandsins í þjóðfjelaginu og stefnu valdhafanna í atvinnu og viðskiftamálunum. Jeg get þó leitt það hjá mjer að þessu sinni, vegna þess að við Sjálf- stæðismenn höfum löngu sagt fyrir um hversu fara mundi og hvers vegna. Þeir spádómar eru nú kaldar staðreyndir sem ekki tjáir móti að mæla. Þeir sem ekki festu trúnað á orð okkar, þurfa nú ekki annars en litast um. Þá munu þeir „sjá og heyra“ og sannfærast af dómi reynslunnar. Hann segir: Versnandi afkoma framleið- enda til sjávar og sveita, vax- andi atvinnuleysi og örbyrgð í rjettu hlutfalli við vaxandi í- hlutun og umráð hins opinbera yfir þeim atvinnurekstri, sem einstaklingurinn fram til þessa hefir rekið. En af því hlýtur að leiða minkandi traust á stefnu valdhafanna. Jeg tel víst að verkalýðurinn hafi haft stundarhagnað af kröfupólitík sósíalista á hendur atvinnurekendum. Jeg tel jafn- víst að hún eigi eftir að bitna á verkalýðnum, vegna þess að kröfunum hefir ekki verið stilt. í hóf og þess vegna valdið kyrk- ingi í atvinnulífinu, sem leitt hefir til og leiða mun til mink- andi atvinnu verkalýðnum til handa. Um þetta má þó að sjálfsögðu deila, m. a. vegna þess að ýmsra utanaðkomandi ástæðna gætir til áhrifa á kaup- gjaldsgetu framleiðslunnar, svo sem skatta, verðlags á fram- leiðsluvörunni og notaþörfunum o. s. frv. En hversu sem skiftast um það skoðanir, kemst enginn. hjá að játa, að eins og nú er komið hag framleiðenda er kröfupólitík annars eðlis og ó- virkari en áður fyr, meðan ver- ið var að ná út úr framleiðsl- unni því, er hún hafði dregið saman og m. a. átti og þurfti að nota til viðhalds, endurnýj- unar og aukningar á fram- leiðslutækjunum. En einnig þetta hlýtur að draga úr fylgi stjórnarflokk- anna og trúnni á nytsama stjórnmálaforystu þess liðs á næstu árum. Af þessum ástæðum benda öll skynsamleg rök til þess að fylgi stjórnarflokkanna fari þverrandi. Vaxandi atvinnuleysi veldur fráhvarfi verkalýðsins, en eyðing sveitanna sannar bændum að. kröfupólitíkin, sem Framsóknarflokkurinn jafnan hefir lagt lið, hefir nú bitnað á sveitum landsins jafnt og sjávarsíðunni. Þessi landsfundur, sem í dag er settur í höfuðstað landsins, verður á morgun fluttur á hinn helga stað þjóðarinnar, Þingvöll, og háð- ur þar. Þar munu rædd verða öll helstu vandmál þjóðarinnar, sem og breytingar og umbætur á skipu- lagi Sjálfstæðisflokksins. Miðstjórn flokksins er ljóst, að ýmsum vandkvæðum er bundið að halda jafn fjölmennan fund sem þenna á Þingvöllum, og að nokk- uð er teflt í tvísýnu um hversu muni takast bæði vegna veðurs, húsrúms o. fl. En miðstjórnin hik- aði þó ekki við að velja að þessu sinni einmitt þennan fundarstað. Þjóðin er í miklum vanda stödd — eða voða. Sjálfstæðisflokknum er Ijóst, eins og raunar mörgum andstæðingum hans, að það verður flokksins hlutverk að takast á við Og kveða niður, jafnt þá örðug- leikana sem ríkisstjórnin og lið hennar hafa vakið upp, sem hina, sem óheilladísir hafa sent að strönd- um landsins. Hann verður að glíma jöfnum höndum við erlendu skuldirnar, og alt öfugstreymi hinna síðustu tíma. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafin- an bafa hugfast, að rás viðburð- anna, —straum tímans, er hægt að sveigja, en ekki snúa við, og vildi flokkurinn mega kjósa það hlut- skifti, að hagnýta á svipaðan hátt og Englendingar hið besta og lífvænlegasta í boðskap nýja tímans án allra öfga eða byltinga. Hætti mönnum til að mikla fyr- ir sjer örðugleikana, — veiki heift og hatur andstæðinganna, trúna á friðsamlega úrlausn vanda- málanna, skyggi siðspillingin, sem jafnvel ekki hefir svifist að draga utanríkismál þjóðarinnar ofan í sorann, á vonarsólina, þá er holt að hafa fyrir augum sjer dýrðlega fegurð náttúrunnar og helgar minningar um forfeðurna. Engin þjóð á það fremur gam- alli fortíð sinni að þakka að hún í dag er frjáls og fullvalda, en Is- lendihgar, og hvergi á landinu vakna fremur endurminningar um fornaldar frægð, frelsi og manndáð, en einmitt á Þingvöll- um. Þar munum við því á hinum örðugustu tímum þjóðarinnar best finna til skyldunnar, og kenna þess krafts, sem með okk- ur býr til að standa með drengi- legum manndóm undir þeirri skyldu. Hvergi munum við bet- ur skilja kjörorð þess sonar, sem öll þjóðin minnist í dag, full virð- ingar og þakklætis. Á Þingvöllum munum við vinna heitin: Ekki að víkja. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að víkja. Sjálfstæðisflokkurinn skal ekki víkja. Sigurður Jónsson skólasfféri, íjest í fyrrinótt. Fjármál rædd á Landsfundinum. IRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Fjármál ríkisins. Þessu næst flutti Magnús Guð- mundsson f'róðlegt erindi um fjár- mál ríkisins. Hann gerði glöggan samanbprð á fjármálastjórn Sjálf- stæðismanna á árunum 1924—1927 og Tímamanna og sósíalista á ár- unum 1928—1931. Samanburðurinn gaf þessar eft- irtektarverðu niðurstöður: Á tímabili Sjálfstæðismanna voi'u umframtekjur 16,5 milj. Af þeim notaði stjórnin 11,2 milj., en varði 5,3 milj. til aukaafborg- ana á ríkisskuldum. Á tímabili rauðliða voru um- framtekjur 1G,4 milj. Stjórnin eyddi og só>aði þessu öllu og að auki 6,9 milj. kr. láaisfje! Kvaðst M. G. sannfærður um, að ef Jón Þorl. hefði stýrt fjármál- unum 1928—’31, þá hefði hann greitt að fullu ríkisskuldirnar. 1 þess stað sætum við nú fastir í skuldafeninu. Margt fleira var eftirtektarvert í ræðu M. G. Einnig gerði hann samanburð- á fjármálastjórn ár- anna 1920-—’21 og 1935— ’36 og komu þar fram margar merkileg- ar tölur. sem væntanlega gefst tækifæri til að ræða síðar. Þingvallaf undurinn, hefst í dag! Landsfundurinn verður í dag fluttur til Þingvalla. Lagt verður af stað frá Varðar- húsinu kl. 1,15 e.h. Þar verða bílaT j til staðar og ekið til Þingvalla. Þingvallafundurinn hefst kl. 3 síðdegis í dag og heldur áfram á morgun. Sigurður Jónsson, skólastjóri Miðbæjarbarnaskólans, andaðist í fyrrinótt úr lungnabólgu, eftir stutta legu. Aílsher jarmótið: Vjelbátur frá Húsavík veiddi j s.l. mánudag 60 tunnur af hafsíld í reknet út af Skjálfanda (FtT). Afmæiliskvfeðja. 'VTið setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær mintist formaður flokksins á Jóhann Þ. Jósefsson alþm., sem átti 50 ára afmæli í gær. Fundur- inn ámaði Jóhanni heilla og blessunar og þakkaði honum heilla- ríkt starf í þágu f'Iokksins. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. næstir honum urðu: Gísli Kærne- sted og Olafur Guðmundsson, báð- ir á 57 sek. íslenskt met' er 54,1 sek. Hástökk: Kept verður um úr- slit í kvöld og kömust þessir í úr- slit: Grímar Jónsson (Á.), Sig- urður Sigurðsson (K.V.), Sveinii Tngvarsson (K.R.) og Sigurður Gíslason (F.H.), Hæsf stukku í gær Sigurðarnir, báðir 1,60. ís- lenskt met á Helgi Eiríksson (Í.R.) l, 755 m. Kringlukast; Lengst kastaðí Ólafuf Guðmundss'on (Í.R.), 35,64 m. Næstir honurn urðú Kristján Vattnes, 35,49 m. og Jiilíus Snorra- son (K.V.), 34,08 m. íslenskt met er 38,58 m. * 1500 metra hlaup: Fyrstur varð Einar S. Guðmundsson (K.R.) á 4 mín. 32 sek. Na*stir honum Sverrir Jóhannesson (K.R.) 4 mín. 32,8 sek. og Gunnar Sigurðsson (í. R.) 4 mín. 41,1 sek. Allsherjarmótið heldur áfram f kvöld og hefst kl. 8%. Fyrst sýnir úrvalsflokkur kvenna úr í. R. f'imleika, stjórnandi verð- ur ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir. Þvf næst sýnir úrvalsflokkur karla úv í. R. fimleika.. Stjórnandi verðúi" Baldur Kristjánsson. Þá verður kept í eftirfarandi íþróttagrein- um: 100 metra hlaupi, iirslit; 800^ metra hlaupi; kúluvarpi; hástökki. úrslit; Stangarstökki; 5000 m. hlaupi og 1000 m. boðhlaupi. Nýr lax Nýtt bögglasmjör. KptDln HsrBuhreið. Uafnarstræti 18. Sími 1575. Nýfar kartoflur, Spidskál, Rauðkál, Blómkál, Agurkur, Selleri, Rabarbari, Laukur, Purrur, Piparrót, Rauðbeður. rlUÍRimidi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.