Morgunblaðið - 18.06.1936, Blaðsíða 8
8
M0JR6UNBL AJÐIÐ
Fimtudaginn 18. júní 1936..
Kaupi ísiensk frímerki hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson,
Isaékjíartorgi 1. S4mi 4292. @pið
1—4 síðd. |
KAUPUM allar tegundir ull-
artuskur hreinar. Hátt verð.
ifgr. Álafoss, Þingholtsstrseti 2.
Kaupi ga*nlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Irúlofunarhiingana kaupa
menn helst hjá Árna B. Björns-
■yni, Lækjartorgi.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór Jónsson, Hafn-
arstræti 4.
Bifreiðar til sölu, af ýmsum
stærðum og gerðum. Heima
5—7. Zophonías Baldvinsson.
Sími 3805.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
BJönisson, Lækjartorgi.
Stærsta úrval rammalista. —
Innrömmun ódýrust. Verslunin
Katla, Laugaveg 27.
Kaupum Sultuglös, með lök-
um, á 15 til 25 aura gíasið,
Sánitas, Lindargötu 1.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Trúlofunarhrihgar hjá Sigur-
>ór, Hafnarstræti 4.
Ullarprjónatuskur, alumin-
íum, kopar, blý og tih keypt á
Vesturgötu 22. Sími 3565.
jfö&hftPtiintjcw
Tilkynning. Við höfum lækk-
að verð á allri vinnu verksmiðj-
unnar. T. d. kemisk hreinsun á
karlmannafötum, áður 7.50 nú
6.50. Efnalaugin Lindin,
Frakkastíg 16. Sími 2256.
Ninon er opin í dag frá 10—
IIV2 og frá 2—7.
Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
Z3ST Manstu lága verðið í Bar-
ónsbúð ?
Sundhöllin á Álafossi er opin
aftur frá kl. 9 árd. til kl. 9*4
síðd. Allir velkomnir. Best að
baða sig í Sundhöllinni á Áia-
fossi.
Kaupið leikföng í Leik-
fangakjallaranum, Hótel Heklu
Sími 2673. Elfar.
Pantið í tíma, í síma 3416.
Kjötverslun Kjartans Milner.
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
FRAMH. AF SJÖUNDU SÍÐU.
S. P. E. Læknareiltningar verða
greiddir í kvöld, fimtudaginn 18.
júní frá kl. 5y2—7 á skrifstofu
fjelagsins í Alþýðuhúsinu 4. hæð.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
Frá Jóhannesi Jónssyni Gauksstöð-
um, gamalt áheit 5 kr., frá Hall-
grímsnefnd Brettingsstaðarsóknar
samskot 50 kr. Kærar Þakltir. —
Ól. B. Björnsson.
Ferðafjelag íslends fer tvær
skemtiferðir um næstu helgi. Aðra
ferðina í Þjórsárdal. Lagt á stað
fi'á Steindórsstöð kl. 5% síðdegis á
laugardag og ekið að Ásólfsstöðum
og gist þar um nóttina. Komið
heim aftur á sunnudagskvöld.
Þjórsárdalúr hefir mikla f jöl-
breytni og margskonar fegurð að
bjóða. Þar er hæðsti foss landsins
■ Háifoss, annar vatnsmesti foss
; Þjófafoss, og einn fegursti foss á
landinn Hjálparfoss. Hvergi er
Hekla fallegri eins og sjeð frá Ás-
ólfsstöðum. Þá er „Gjáin“ eitt af
j undrum landsins. — Hin ferðin
; verður farin á Skardalsheiði. Far-
ið á sunnudagsmorgun, með skipi
! til Akraness, bílum inn að Laxá,
ferjað yfir ána og gengið þaðan
íá heiðina og á hæstu tinda. Kom-
ið til baka um kvöldið. Af Skarðs-
heiði er dásamlega fallegt útsýni
enda er Heiðarhornið 1053 metra
hátt. — Áskriftarlistar liggja
frammi í bókaverslun Sigfúsar
Eymundssomar fyrir Þjórsárdals-
ferðina til föstudagskvölds kl. 7
en hina ferðina til kl. 4 á laugar-
dag.
Eftirhreitur Súðavíkurdeilunnar.
Dómur fell 10. þ. m. í gestarjetti
ísafjarðar í meiðyrðamáli, er
Grímur Jónsson kaupm. , Súðavík
höfðaði gegn Hannibal Valdemars-
ísyni Skutnls-ritstjóra. ÖU meið-
'andi og móðgandi ummæli Hanni-
bals voru dæmd dauð og ómerk,
og hann dæmdur í 75 kr. sekt til
ríkissjóðs eða 6 daga einfalt
fangelsi, ef sektin er ekki grsidd,
og 50 kr. í málskostnað. — Hanni-
bal reyndi ekki einu ‘„sinni að
rjettlæta nmmæli sín og svívirð-
ingar í málsvörninni.
Nýmálað. Unclanfarið hefir ver-
ið unnið við að mála Pósthúsið
bæði að utan og innan, og hefir
þ,að tekið miklum stakkaskiftum
til hins betra. Ætti póststjórnin
að nota tækifærið, iir því verið er
að lagfæra jjósthúsið, að láta gera
við hinar illræmdu hurðir inni í
pósthólfaganginn. Mætti anðveld-
leg,a bæta úr með því að láta aðra
hurðina aðeins ganga inn og hina
út, þyrfti þá að letra á hnrðirnar
„út“ og „inn“.
Skrílsháttur er það og ósiður,
lítt sæmandi siðuðum mönnum að
láta krafsa alls konar myndir og
athugasemdir á spjöld, sem hanga
á dyrum skrifstofa hjer í hæ, op-
inberum og einstakra manna. Ættu
rjettir hlutaðeigendur að koma í
veg fyrir slíkt og sjá nm að sá
Sjómenn, ferðamenn, og:
Reykvíkingar; munið braut-
ryðjanda í ódýrum mat. Borð-
ið á Heitt & Kalt.
ósómi leggist niður.
X.
Útvarpið:
Fimtudagur 18. júní.
10,00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp.
12,25 Lýst landgöngu konungs og
drotningar á hafnarbakkanum í
Reykjavík.
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Hljómplötur; Ljett lög.
19,30 Lesin dagskrá næstu viku.
19,45 Frjettir.
20,15 Erindi: Bálstofan í Reykja-
vík (dr. Gunnl. Claessen).
20,40 Útvarp frá íþróttavellinum
í Rvík: Lýst skrúðgöngu íþrótta-
manna og kappleikum, í viður-
vist konungs og drotningar ftil
kl. um 221.
hefir hloiið
bcslu meðmæll
RUBY M. AYRES:
PRISCILLA. 50.
hún ekki hafa annað að gera en bíða eftir að Jón-
atan kæmi heim.
„Ef þú ert búinn að kaupa Heiðarbýlið, verður
Priscilla að sjálfsögðu að fara“, sagði frú Corbie.
„Nema hún vilji vera sem húsvörður“, sagði
maður hennar hlæjandi. „Jeg átti tal við hana í
dag — hún sagðist vera því fegin, að jeg hefði
keypt Heiðarbýlið, og vonaði, að jeg myndi halda
hlífiskildi yfir gömlu eikartrjánum. Kvenfólk er
altaf jafn viðkvæmt!“
„Og ætlarðu að gera það?“, spurði kona hans
kvíðafull.
Corbie gamli svaraði ekki. Hann hafði þegar
sagt fullmikið. Hann kastaði vindilsstubbnum í
eldinn og gekk blístrandi út úr stofunni. Hann
hafði sýt Sam Dawson í tvo heimana og var í sjö-
unda himni.
„Priscilla á auðvitað marga kunningja, sem láta
sjer ant um hana?“, sagði Lena við frænku sína.
Frú Corbie andvarpaði.
„Jeg hefi aldrei orðið vör við, að nokkur mann-
eskja ætti marga vini, þegar á móti blæs“.
„Það er lífsins gangur“, sagði Lena. „Hún fór
illa með Jónatan, svo að hún getur ekki vænst
þess, að við hjálpum henni“.
Frú Corbie hjelt áfram að prjóna, án þess að
svara. Hún var að hugsa um hvað þau myndu
segja, maður hennar og Lena, ef þau rendu grun
í, að hún ætlaði sjer að líta inn til Priscillu við
fyrsta besta tækifæri.
ÁTJÁNDI KAPÍTULI.
Priscilla var að láta niður í ferðatösku sína.
Niðri í ganginum heyrði hún hávaða og tal í
mönnunum, sem voru að undirbúa uppboðið.
Um stund lá hún kyr á hnjánum fyrir framan
ferðatöskuna — og hlustaði.
Henni fanst svo margt hafa skeð síðustu daga,
að hún átti bágt með að átta sig á því.
Það var ekki mánuður síðan faðir hennar og
Clive voru á lífi og hún var trúlofuð Jónatan
Corbie. En nú voru þeir báðir horfnir úr þessum
heimi, og hún var ein og yfirgefin eftir. Heiðar-
býlið var orðið eign ókunnugs fólks, og hún átti
sjálf ekkert nema þessa fáu hluti, sejn hún var að
koma fyrir í töskunni.
Hún leit í kringum sig með söknuði.
Alt sitt líf hafði hún átt heima í þessu húsi. Hún
átti engar endurminningar, sem voru ekki bundnar
við það.
Og nú átti faðir Jónatans Heiðarbýlið.
Sumpart var hún því fegin. Hana hafði óað við
því, að eignin kæmist í hendur Dawsons, sem hafði
það eitt í huga, að græða á henni, ætlaði að fella
fögru eikurnar og eyðileggja gamla heimilið henn-
ar. —
Hún stóð á fætur og þurkaði sjer um augun.
Ennþá átti hún margt eftir ógert, en var samt
þegar orðin uppgefin.
Fólk hafði verið mjög vingjarnlegt fyrst í stað
— þangað til það frjetti, að trúlofun hennar og
Jónatans væri farin út um þúfur. Þá hætti það
smátt og smátt að heimsækja hana og bjóða henni
að dvelja um helgar í sumarhúsum sínum uppi í
sveitinni.
Mary Lawson var eina manneskjan, sem reynd-
ist henni sannur vinur.
Henni var það að þakka, að Hugh fjekk tilboð
um stöðu erlendis, og hún hafði hvatt hann til þess
að taka því.
Hann hafði verið hálfgramur og sagt við Prisc-
illu:
„Jeg vil ógjarna fara. Árans óhepni er þetta“.
„Jeg kalla það árans hepni“, sgaði systir hans.
„Við megum vera þakklát Mary, fyrir hjálpsemi
hennar og umhyggju“.
Hún tók eftir hinum hlýlega svip sem kom í
augu Hughs þegar hann heyrði minst á Mary. Og
hún velti því fyrir sjer, hvort honum þætti í raun
og veru vænt um hana.
En hann hafði altaf sagt, að hann ætlaði að fál
sjer ríkt kvonfang.
„Hvað er annað að gera fyrir annan eins fátæk-
ling og mig? Jeg verð að fá konu, sem getur sjeð
um mig“.
Honum hafði aldrei á æfinni dottið í hug að
vinna fyrir sjer, fyr en nú, að hann átti um tvent,
að velja, svelta eða vinna.
Hann hafði ekki minst á Jónatan við Priscillu,.
eftir að hún sleit trúlofuninni. En hún vissi, að
honum mislíkaði stórum, að hún hafði ekki gifst
honum.
Stundum hugsaði hún um það sjálf, hvers vegna
hún hefði ekki gifst Jónatan. Það hefði verið besta
úrræðið, og losað hana við allar áhyggjur. En hún
vissi, að henni var það ómögulegt, eftir að hún
hafði setið við dánarbeð Clive Westons.
Það var eins og eitthvað hefði dáið og visnað í;
hjarta hennar, um leið og hann dó. Nú var eins
og ekkert hefði lengur áhrif á hana. Hún var
orðin sljófguð.
Þó fanst henni mikið til um það, að hún stóð
ein uppi heimilislaus og átti nú að skilja við bróð-
ur sinn og komast áfram upp á eigin spýtur meðal
ókunnugs fólks.
Á morgun lagði hún af stað í hina nýju stöðu.
Hana átti hún líka Mary að þakka. Hún hafði
loksins eftir mikla fyrirhöfn getað útvegað henni
stöðu hjá ríkum hjónum sem hún þekti, og átti
hún að vera til skemtunar einkadóttur þeirra.
Þau höfðu lofað að fara með hana eins og hún
væri dóttir þeirra og taka hana með sjer til út-
landa. Var í ráði að þau færu til Sviss um jólin.
Það loforð rjeði mestu um það að Priscilla tók
stöðuna. Hana hafði lengi langað til þess að koma
til Sviss að vetrinum til. Og það myndi bæta henni
upp sorg og söknuð að fá þá ósk sína uppfylta.
En nú þegar stundin nálgaðist, er hún átti að
fara til ókunnugs fólks, lá við að hún ljeti hug-
fallast. Það var tvent ólíkt, að vera gestur hjá
fólki, eða í þjónustu þess. En Mary hafði fullvissað
hana um, að þetta væri gott og elskulegt fólk.