Morgunblaðið - 24.06.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 24. júní 1936, Útgef.: Hít, Árvakur, Reykjavlk. f Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson — áby rgS arr.iaö ur. Ritstjðrn og afgreiösla: Austurstráeti'8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Helmasimar: Jðn Kjartansson, nr. 3742 Vaitýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3046. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á rnánuöi. í lausasölu: 10 aura eintakiö. 20 aura meö Lesbðk. Varanleg Kreppuhjálp. Það er upplýst, að 720 verka- menn í Reykjavík voru at- vinnulausir 1. maí síðastliðinn. Jafnframt er það upplýst, að 15 leiðtogar verkamanna hafa svo háar tekjur, að þeir greiða sama útsvar og 2400 verka- menn. Þessar tölur segja ákaflega skýrt eftir um vinnubrögð þeirra manna, sem fyrir síðustu kosningár gerðu „vinnu handa öllum“ að kjörorði sínu. Þeir hafa alveg gleymt „sauðsvört- um almúganum“ í flokki sín- um fyrir ákefðinni að skara eld að sinni eigin köku. Hjeðinn Valdimarsson og hans nótar þurfa ekki að kvarta um atvinnuleysi. — En margir þeir, sem gáfu slíkum herrum umboð sitt við síðustu kosningar, hafa á andvökunótt- um eftir vinnulausa daga ver- ið að velta fyrir sjer þeirri spurnirigu, hvernig því sje eig- inlega háttað með jafnrjettið og kíræðralagið innan samtaka alþýðunnar á íslandi. Sapifara því, sem fátækir verkamenn bylta sjer andvaka, af því þeir fá ekki vinnu til að sjá sjer og sínum farborða, slíta þúsundir bænda kröftum sín- um fyrir aldur fram, af því að þeir eru þess ekki megnugir að fá ^iayðsynlega hjálp til at- yinnurekstrar síns. Þessir menn hugsa líka til leiðtoganna úr sínum flokki, sem lofuðu þeim bættum hag fyrir síðustu kosningar. Bændur hafa fengið kreppu- hjálp. Verkamenn atvinnuleys- isstyrki. En hvorttveggja er skammgóður vermir. Hvort- tveggja þyngir skattana, og verður þannig til að lama at- vinnuvegina enn meir. Varanlega kreppuhjálpin til bænda er sú, að gera þeim kleift að hagnýta nægjanlegt vinnuafl til atvinnurekstrar síns. Varanlega krepuhjálpin til verkamanna er sú að fjölga vinnudögum. Þetta er það, sem sameina þarf. Lækningin á meinsemd hinnar vinnandi stjettar í sveit- unum er jafnframt lækning á meinum hinnar vinnandi stjett- ar við sjóinn. Svona einfalt dæmi ætti að vera auðið að leysa, ef viljinn til þess er nægur hjá þeim, sem með völdin fara í landinu. RAUÐI FÁNINN Á SKIPUM í MARSEILLE OG ROUEN. Sjómannaverkfall breiðist út í Frakklandi. Delbos: Frakkar vilja hætta refsiaDgerðum. Vjer verðum að endurskipu- leggja Þjóðabandalagið. Anthony Eden fór á fund Haile Selassie I gær. N viðskiftalegar og fjármálalegar refsiaðgerðir að skyldukvöð. Strangari ákvæði. Þá vildi hann, að breytt yrði því ákvæði, sem krefst einróma samþykkis Þjóðabandalagsins mp, ákveðin atriði. ! Loks sagði hann, að franska stjórnin vildi alþjóða afvopnun, og að hergagnaframleiðsla væri sett undir eftirlit alþjóða- nefndar, sem hefði aðsetur sitt í Genf. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í gær. ý verkfallsalda er hafin í Frakklandi, landi hinnar ungu „Alþýðufylkingar“. Sjómenn hafa lagt niður vinnu og sest að í skip- unum, sem þeir unnu í áður. Þeir hafa dregið við hún hinn rauða fána Sov- jet Rússlands og neitað að hlýða yfirboðurum sín- um á skipunum. Skipstjórar og stýri- menn hafa árangurs- laust reynt að koma í veg fyrir að rauðu fán- arnir væru dregnir við hún. Að lokum neyddust þeir til að flýja skip sín, vegna þéss að sjómennirnir neituðu að taka ábyrgð á því, að þeim yrði ekki unnið neitt tjón. í Marseille hafa fimm þús- und sjómenn lagt niður vinnu, og í Rouen átta hundruð. Sjómennirnir í Marseille hafa 40 skip á valdi sínu. I Rouen hafa sjómennirnir sest að í 30 skipum. Frakkar gefast upp. London 23. júní. FÚ. Delbos, hinn nýi utanríkisráð- herra Frakka, lýsti yfir því í franska þinginu í gær, að Frakk- j ar myndu styðja þá tillögu Breta, að refsiaðgerðum gegn Itölum yrði hætt. Hann sagði, að stefna stjórnar- innar væri sú að eiga frið við allar þjóðir. Kringumstæður hefðu kraf ist þess, að Frakkar samþyktu og tækju þátt í refsiaðgerðum gegn ítalíu, en það hefði komið í ljós, að þær hefðu reynst ónógar, og virtist sjer, að hjer eftir ggetu þær ekki gert neitt gagn. Hræðslan við Hiíler. En nú bæri þjóðum bandalags- ins að leysa nýtt vandamál, sagði Delbos, en það væri, á hvern hátt mætti tryggja í framtíðinni, að á- kvæði sáttmálans um aðgerðir gegn friðrofa gætu náð tilætluðum árangri. Hann hjelt því fra,m, að það ætti að skylda aUa- meðlimi Þjóðabandalagsins til þess að leggja fram. ákveðinn herafla gegn friðrofa, og samtímis gera Haile Selassie (t. v.), sonur hans og dóttir. Anthonv Eden fór í gær á fund Abyssiníukeisara. Tölnðust þeir við í 3 standfjórði " 'M . . - - Rússar vilja geta hiálpað Frðkkum FRÁ FRJETTARITARA VORXJM. KHÖFN í gær. Iumræðum þeim, sem nú standa yfir í Montreaux í Sviss um endurvopnun friðlýsta svæðisins við Dardanellasund hafa Rússar krafist þess, að þeim verði altaf, jafnt á friðar og stríðstímum, frjálst að fara um sundið. Krafa þessi er gerð með það fyrir augum, að Rússar geti veitt Frökkum lið í ófriði. Fundur þessi er haldinn sam- kvæmt tilmælum Tyrkja. — Á fundinum eru samankomnir fulltrúar' frá stjórnum Bret- lands, Búlgaríu, Grikklands, Jugo-Slavíu, Rúmeníu, Frakk- lands og Tyrklands. Samkomulag hefir náðst um uppkast að nýjum samningi, og eru aðalatriði hans þau, að Tyrkland skuli fá full umráð yfir Dardanellasundi, og um- ráðarjettur Þjóðabandalagsins afnuminn. / Sir John Simon og Attlee deíla um refsiaðgerðirnar. Vantraiist á stfórn Baldwtns. KHÖFN og LONDON í gær. \ framhaldsfundi um utanríkismál í breska þinginu í ga^v, töluðu Attlee af hálfu stjórnarandstæðinga og Sir John Simon af hálfu stjórnarinnar. Kjarninn í ræðu Sir John Simon var þessi: að tilgangurinn með refsi- aðgerðum hefði verið að binda enda á stríðið, en nú væri stríðinu lokið, og væri því refsiaðgerðir gagns- lausar hjereftir, og að Bretar hefðu aldrei verið hálfvolgir í afstöðu sinni í Abyssiníudeilunni, og að enginn hefði beitt sjer jafn öfluglega fyrir því að alt yrði gert, sem unt væri að gera, en þó án þess að til stríðs þyrfti að koma eins og Anthony Eden. Sir John Simon sagði enn- fremur: að sjer dytti þó ekki í hug að bera á móti því, að Ab- yssiníudeilan hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Þjóðabandalagið, þar sem komið hefði í ljós, að hervaldið mætti sín meir en alþjóðasamn- ingar til verndar friðnum. Vantraust á stjórnina. Mr. Attlee, leiðtogi verka- mannaflokksins á þingi, bar fram þingsályktunartillögu þess efnis, að stjórnin hefði brugð- ist kjósendum. sínum, rýrt vald Þjóðabandalagsins, og á þann hátt stofnað friðnum í hættu. Mr. Attlee sagði að verka- mannaflokkurinn teldi ekki ein göngu utanríkisráðherrann eiga sök, heldur alla bresku stjórn- ina, og svo virtist, sem stjórn- in ætlaði sjer ekki í þetta skifti að fórna utanríkisráðherranum til að bjarga sjálfri sjer, eins og hún hefði gert, þá er Sir Samuel Hoare var settur af. FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.