Morgunblaðið - 28.06.1936, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 28. júní 1936.
Framhald af 5. síðu.
Aðalfundur í. S. í.
kver, ágæt bók fyrir knatt-
spyrnumenn, og sýndar tvær í-
þróttakvikmyndir víSa umland.
Skýrsla forseta og reikningar
fjelagsins, sem lagðir vorú
fram af gjaldkera Ólafi Þor-
steinssyni, voru samþyktir í
einu hljóði.
Samþyktir fundarins.
Ýms mál voru borin upp á
fundinum og gerðar um þau
samþyktir. M. a. var skipuð 7
manna glímunefnd, „til þess að
athuga nýtt fyrirkomulag á
keppnisformi ísl. glímunnar,
setja því fastar reglur og
hrinda því í framkvæmd á
næsta vori“.
í nefnd þessa voru kosnir:
Sigurjón Pjetursson (Ála-
fossi), Þorsteinn Einarsson
(Vestm.), Hallgrímur Bene-
diktsson, Magnús Kjaran, Eyj-
ólfur Jóhannsson, Helgi Hjör-
var og G. Kr. Guðmundsson
Þá var samþykt ályktun þess
efnis „að ekki verði hjá því
komist, að ráðinn sje fastur
kennari í útiíþróttumm, sem
leiðbeini og þjálfi íþróttamenn
um land alt, og skorað á ríkis-
stjórn að auka fjárframlög í
þessu skyni, á næstu fjárlög-
um“.
Samþykt var að stjórn I.S.l
veiti K.R.R. styrk að upphæð
kr. 1200 til eflingar knatt-
spyrnuíþróttinni, af áætluðu fje
til íþróttanámskeiða.
,,Þá var samþykt að fela stjórn
I. S. í. að koma því til leiðar að
sambandið fái á þessu starfsári
útvarpskvöld, til auglýsinga og
eflingar íþróttastarfseminni í
landinu.
Samþykt var ennfremur að
skora á bæjarstjórn að skipu-
leggja hið fyrsta hið fyrirhug-
aða íþróttasvæði við NauthólS'
vík, og hefja framkvæmdir.
Loks var samþykt áskorun
til gjáldeyris- og innflutn-
ingsnefndar, „að veita um-
beðinn gjaldeyri, 20 þús.
kr. fyrir hreinsunar og
þvottatæki í sundhöllina,
svo að hún geti tekið til
starfa í haust, um leið og
skólar byrja starfsemi
sína“.
Ben. G. Waage
kosinn forseti.
Að lokum fór fram stjórnar-
kosning.
Ben. G. Wage var kosinn for-
seti, í einu hljóði og honum
þakkað ötult starf, með fjór-
földu húrrahrópi.
Þetta er í 11. sinn. sem Ben.
G. Waage er kjörinn forseti,
en hann hefir verið í stjórn
Í.S.Í. í 21 ár, fyrst sem gjald-
keri og síðan varaforseti.
Brjefritari var kosinn Guðm.
Halldórsson (endurkosinn).
Ritari var kosinn Sigurjón
Pjetursson (yngri) í stað
Kjartans Þorvarðarsonar.
Forseti flutti fundarmönnum
kveðju Kjartans, og skýrði frá
því, að Kjartan hefði verið
sjúkur undanfarið og treystist
þessvegna ekki til að taka end-
urkosningu í stjórn I.S. I.
Þakkaði forseti hið ötula
starf, sem Kjartan vann, á
meðan hann var heill heilsu,
og mintust fundarmenn hans
með því að standa upp.
I stjórn I.S.I. voruÝyrir: Er-
lingur Pálsson, varaforseti og
Ólafur Þorsteinsson gjaldkeri.
Varastjórn var endurkosin:
Konráð Gíslason, Erl. Pjeturs-
son og Kristján L. Gestsson.
Fundinum var slitið seint í
fyrrinótt.
Síldveiðarnar.
PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Júní með 1200 mál.
Síldin með 900 mál.
(Þar af 250—300 af Gríms-
eyjarsundinu).
Ægir og Muninn með ca. 300
mál.
Von var á fleiri skipum að
austan í gærkvöldi. Þegar Mbl.
átti tal við Siglufjörð í gær-
kvöldi, voru aðeins tvö skip
inni, Júní og „Síldin“. Hin voru
öll farin á veiðar austur og
vestur.
I Djúpavík lönduðu í fyrra-
dag:
Tryggvi gamli 1730 mál.
Ólafur 1470 mál.
og í gær:
Surprise 400 mál.
(Tekin á Húnaflóa).
Húnaflóasíldin er feitari en
Langanessíldin. Fitumagnið í
Húnaflóasíldinni er 16%, en
12% í Langanessíldinni.
Djúpavíkurverksmiðjan hefir
nú tekið við 7300 málum.
Verksmiðjan hefir brætt á
sólarhring 2350 mál.
Við löndun er notuð „lyfta“
og gengur löndunin fljótt. 230
málum er landað á klst.
Ríkisverksmiðjan á Siglufirði
hefir tekið við síld sem hjer
segir:
S. R. 30 ...... 10.865 mál.
S. R. D ....... 9.120 mál.
S. R. N ....... 6.898 mál.
Athugasemd
frá Thor Thors.
Um skattana á íslandi
og Norðurlöndum.
Iblaðinu „Tíminn“ birtist 24. þ. m. grein sem nefn-
ist „Skattar á íslandi og í öðrum löndum“. Er
þar beinlínis dylgjað um að jeg hafi farið rangt með, er
jeg skýrði frá skattaálögum á íslandi á fundi norrænna
þingmanna í Kaupmannahöfn.
Samtals 25.884 mál.
Síldarverksmiðjan á Raufar-
höfn er nú loksins byrjuð
vinslu. Það verður að teljast
„skipulagsbundinn“ slóðaskap-
ur stjórna verksmiðjanna
að hafa ekki fyrir löngu
haft verksmiðjuna til búna til
að taka á móti síld. Allar þrær
verksmiðjunnar eru fullar.
Uppboð.
Opinbert uppboð verður
haldið við Arnarhvál 30. þ.
m., kl. 2 síðdegis, og verður
þar seld bifreiðin RE 199.
Greiðsla fari fram við
hamarshögg.
lögmaðurinis
i Reykfavík.
Þessum dylgjum vil jeg
algjörlega vísa á bug.
Jeg reyndi svo sem mjer var
frekast unt að skýr.a þörf ríkis
og bæjarfjelaga fyrir núgildandi
skattaálögum, m. a. vegna auk-
inna opinberra framkvæmda. En
vitanlega kom mjer eigi annað til
hugar en að fara rjett með allar
tölur. Jeg skýrði því frá tekjum
ríkisins árið 1935 og rakti bvern
lið þeirra.
En þær voru síðastliðið ár,
samkvæmt frásögn fjármálaráð-
herrans á Alþingi, um 15 milj.
og 770 þús krónur, en ekki 11
milj. 275 þús. krónur, eins og
Tíminn gefur í skyn.
Jeg skýrði frá núgildandi tekju-
skattsstiga og ennfremur frá út-
svarsstiganum í Reykjavík. Þá
kemur það óumflýjanlega í 1 jós, að
af 28,000 króna skattskyldum
tekjum, þarf að greiða um 30%
skatt til ríkis og 40% skatt til
bæjarins, eða alls um 70%.. Sjer-
hver tekjuhækkun fram yfir þetta
veldur gífurlegri skattahækkun.
T. d. greiðist af því, sem er um-
fram 28 þús. kr. tekjur. 44% til
ríkis og um 54% til bæjar, eða
samtals um 98%. Þar við bætist
svo eignaskattur og eignaútsvar,
og sjá þá allir, að lítill verður hlut
ur þess, sem teknanna hefir aflað.
En til samanburðar má geta þess,
að í Svíþjóð ber að gjalda, bæði
til ríkis og bæjarfjelags, af 1 milj-
ón króna skattskyldum tekj-
um samtals 41,3%. Þegar Tím-
inn talar um skattaálögur, virðist
hann algjörlega gleyma útsvörun-
um — og á því byggist m. a. hin
ranga ályktun blaðsins.
Það ber fyrir sig lamerískt tíma-
rit, en það kemur í ljós að þetta
tímarit hefir ekki yngri heimildir
en frá árinu 1934, eða áður en hin-
ar nýju skattaálögur núverandi
ríkisstjórnar komu til framkvæmda.
Það fer vel á því, að Tíminn sæki
vöru sína til Ameríku og vitni til
þess sem gilti áður en skattaæði
ríkisstjórnarinnar braust út.
En slík skrif eru vita þýðing-
arlaus. Þjóðin veit sjálf við hvað
hún á að búa ,og þarf ekki að
spyrja Ameríkumenn um það.
Þjóðin veit líka og finnur dag-
lega hver kjör núverandi valda-
menn hafa búið henni í þessum
efnum, sem öðrum.
Allar ræðurnar á norræna þing-
mannamótinu verða nú prentaðar
og bráðlega sendar hingað heim.
Þá mun j,eg skýra þetta mál nán-
ar í heild sinni Og birta rjettan
samanburð. Þangað til vil jeg ráð-
leggja Tímamönnum að hafa hljótt
um hina vægilegu skýrslu mína um
skattamálin hjer og yfirleitt að
minnast sem sjaldnast og minst á
þær gjafir, sem stjórnarflokkarn-
ir hafa rjett þjóðinni í formi stór-
hækkaðra skatta og tolla. En vegna
þess, að Tíminn gefur í skyn, að
slíkt sje „rjettlæti“ núverandi rík-
isstjórnar að hún afli teknanna
aðallega með beinum sköttum og
beiti lítt tollum, vil jeg benda á, að
síðastliðið ár námu beinir skattar
um 15% af ríkistekjunum, en ó-
beinír skattar, sem að langmestu
leyti eru innflutningstollar, námu
hinsvegar um 58% ríkisteknanna.
Þetta. sýnir að hjer er engum hlíft.
Thor Thors.
Tennismótið.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SfÐU.
fara venjulega fram að haustinu, í
’septembermánuði. En í fyrrahaust
var ekki hægt iað Ijúka kepni í
einmenningskepni karla og áttu
fjórir menn eftir að keppa.
Aðeins þrír af þessum fjórum
frá í fyrra keppa nú, þar sem einn
liefir ekki æft sig í sumar.
Þeir, sem nú keppa um meist-
aratignina, eru: Friðrik Sigur-
björnsson, Bergþór Þorvaldsson
og Kjartan Hjaltested.
Allir hafa þeir æft af kappi í
vor og má því búast við skemti-
legum leikjum.
Fyrst keppa Friðrik og Berg-
þór, og sá þeirra, sem vinnur,
keppir síðan við Kjartan til úr-
slita.
Húsbruni
í Stykkishólmi.
Kviknaði frá olíuvjel.
p LDUR kom upp í húsi í
^ Stykkishólmi í gær-
morgun kl. tæpl. 9, og brann
húsið á rúmum hálftíma.
Stúlka ein í húsinu bjarg-
aðist nauðulega á nærklæð-
um einum úr eldsvoðanum.
Húsið var eign Sigurðar Jónas-
sonar verslunarmanns í Stykkis-
hólmi. Þáð var tvær hæðir og bjó
Sigurður sjálfur uppi, en niðri bjó
Bergsveinn Jónsson skipstjóri.
Stúlka á efri hæðinni var í eld-
húsi með logandi gasolíuvjel, valt
vjelin um og stóð eldhúsið sam-
stundis í björtu báb.
Hljóp stúlkan þá niður njeð
barn, sem hjá henni var, en hús-
freyjan, sem var í kjallaranum
að þvo þvott, hljóp upp og vakti
stúlku, sem svaf á lofti í litlu her-
bergi.
Komst stúlkan út á nærklæðum
einum.
Húsið brann til kaldra kola )á
röskum hálftíma. En næstu hús-
urðu varin að mestu.
Húsið var vátrygt og húsmun-
ir Bergsveins skipst.jóra, en hjá
eiganda hússins, Sigurði Jónas-
syni, var alt óvátrygt og brunnu
allir húsmunir bans. Húsmunum
af neðri hæð var bjargað að
mestu. (FÚ.)
Reynið pakka af
4raba fjallagrasa-kaffibæti
fæst alstaðar.
Nýr lax
Nýtt bögglasmjör.
Kjötbúðin Herðubreið.
Uafnarstræti 18. Sími 1575.
Qþvegna vornll
kaupir hæsta verði
Heildverslun Garðars Gfslasonar
Rúðngler.
Höfum venjulega fyrirliggjandi rúðugler einfalt og
tvöfalt, einnig 4,5 og 6 mm.
Eggert Knstjánsson S Cn.
mm
Maðurinn minn,
Guðni Hjörleifsson, læknir,
verður jarðsunginn í Vík í Mýrdal laugardaginn 4. júlí n. k.
Kveðjuathöfn fer fram frá Mímísvegi 2 í dag kl. &y2 f. h.
Margrjet Þórðardóttir og börn.