Morgunblaðið - 01.07.1936, Síða 3

Morgunblaðið - 01.07.1936, Síða 3
Miðvikudaginn 1. júlí 1936. MORGUNBLAÐIÐ mmrnm 3 tmmmm Vináttunnar og skyldleikans bönd tengja Svia og íslendinga. Bændastjórn fer með völd í Sviþjóð. „Sænska vikan“ var sett í gær. Hátíðleg athöfn í neðri deildarsal Alþingis. Listsýning opnuð í Austurbæjarskólanum. SÆNSKA VIKAN“ hófst kl. 2 í gær með hátíðlegri athöfn í n. d. sal Alþingis. Fjöldi manns var saman kominn í salinn, og þá fyrst og fremst hinir sænsku gestir, ræðis- menn erl. ríkja, ýmsir Svíar, sem hjer eru búsett- ir í bænum, og fjelagar Sænsk-íslenska fjelags- ins hjer í bænum. Formaður Sænsk-is- lenska f jelagsins, Gunnl. Einarsson læknir, var í forsetastól og stýrði at- höfninni, er var útvarp- að. Athöfnin sett. Athöfnin hófst með því, að Karlakór K. F. U. M., er var uppi á áheyrendapöllum, söng „Du gamla, du fria“ af snild, og naut söngurinn sín vel þarna af svölunum. Þá mælti Gunnl. Einarsson nokkur orð, þar sem hann mintist undirbúningsins undir vikuna. og þakkaði góða að- stoð í því efni, ekki síst aðal- ræðismanni Svía hjer, N. Jaen- son. Ræða forsætisráðherra. Þá talaði forsætisráðherr- ann. Hann mintist ísl. vikunnar í manni. Hann talaði m. a. um af- stöðu Islendinga til Norðurlanda- þjóða, og þá einkum hve vel færi jafnan á með íslendingum og Sví- um, enda þótt Svíar væri sú Norð- urtandaþjóðin, sem Islendingar hefðu jafnan haft minst viðskifti við og minst kynni af. En í allri viðkynningu þeirra, í bókmentum og hverjú sem væri kæmi það greinilega í ljós, hve vel þessar þjóðir skildu hvor aðra. Hann 'gat þess, að Svíar hefðu verið þátttakendur í landnámi ís- lands, ekki einasta með Garðari Svavarssyni, þar eð Landnáma til- greindi 30 menn úr Svíþjóð, það væri að vísu ekki mikið, og and- legi skyldleikinn yrði ekki talinn stafa þaðan. Hann drap í fáum dráttum á sögu íslands, blómaöld og niður- lægingartímabil, Svíar hefðn um skeið iært: af Islendingum, nú hefðu íslendingar hug á að læra sitthvað af Svíum. Hann ljet og í ljósi inni- Stokkhólmi um árið, sem hafði lega ósk um að „vika“ þessi mætti verið öllum íslenskum þátttak- auka kynning og viðskifti þess- endum ógleymanleg, þess vin- arhugar, sem þar og oftar hef- ir komið fram frá hendi Svía í garð íslendinga. Hann mint- ist ennfremur á þá virðingu, sem Svíar hefðu sýnt okk ir nú, með því að senda hingað full- trúa sænsku stjórnarinnar, á- gæta vísindamenn, listasýningu og ágætan söngkór. Síðan fór ræðumaður nokkr- um orðum um menningarsam- band Svía og Islendinga fyrr og síðar í sögu og skáldskap. Að lokum lýsti hann því yf- ir að sænska vikan væri opnuð. Þá flutti Aug. Falck leik- .hússtjóri lofgerðarljóð til ís- lands á sænsku. m. Ræða próf. Lindroth. Næstur talaði Hjalmar Lind- roth prófessor. Ræða hans var snjöll, eins og vænta mátti af slíkum andans ara þjóða, til gagns fyrir báðar og til gagns fyrir samvinnu og sam- hug Norðurlandaþjóða yfirleitt. Ásgeir Ásgeirsson talar á sænsku. Þá talaði Asgeir Asgeirsson fræðslumálastjóri. Hann mælti á sænska tungu. Hann talaði og um viðkynning Svía og íslendinga fyr og síðar, Hann komst m. a. að orði á þá leið, að þegar íslending- ar kæmu til Svíþjóðar, þá kæmu þeir að vísu í framandi land, en viðmótið sem þeir mættu þar væri sem þeir heimsækti þar ríkan frænda sinn. Hann endaði ræðu sína með ósk um það, að hinir sænsku gestir mættu fá þau kynni af Islandi, að þeir gætu sagt eftir heimsóknina: „Her er godt at vára“. Bændaforinginn Axel Pherson myndaði nýlega stjórn í Svíþjóð. Talið fra vinstri eru: Westman utanríkismálaráðherra, ráðherrarnir Quensel og Centerwall, Phérson for- sætisráðherra, Heiding samgöngumálaráðherra, Ljungdahl fjármálaráðherra, Ei’icsohvéráL unarmálaráðherra, Nilson landvarnaráðherra og ráðherrarnir GynnerStedt, Strindlúnd, Andræ og Bergquist dómsmáiaráðherra. „Islendingar og Svíar eiga vel saman“. — Ræðismaður Svía. Ræðismaður Svía. Síðastur ræðumanna var N. Jaenson, aðalræðismaður, er m. ;a. lýsti því, hvernig hanu fyrir -2% ári síðan hefði tekið því að taka hjer við ræðismannsstörfum. Hann lýsti hinu tvískifta starfi sínu, hinni menningarlegu hlið og því, sem snerti verslun og viðskifti. Á báðum þessum sviðum kvaðst hann hafa fundið hve vel Svíar og íslendingar ættu saman. Hann mintist á, að verslunarleið- ir Norðmanna og Dana til íslands hefðu verið fjölfarnari og greið- færari en Svía. En þessu mætti breyta. Eðlilegt væri að viðskifti þessara þjóða ykust í jframtíðinni. Að endingu þakkaði hann góð- an undirbúning undir „vikuna“, sem hann taldi að styðja myndi bæði menningarsamhand og við- skifti Svía og íslendinga. Athöfnin endaði með því, að „Stoekholms Studentasángare“ sungu fánasöng Svía og síðan ís- lenska jóðsönginn á íslensku. Þótti frábært hversu framburður Sví- ianna á íslenskunni var skýr. Var eins og íslendingar væru að syngja. Athöfninni var lokið kl. 3. Listsýningin opnuð. Eftir hátíðaliöldin í Alþingis- húsinu var ha.ldið í bílum í Aust- urbæjarbarnaskólann, þar sem sænska listsýningin er. Dr. Guð- mundnr Finnbogason helt ræðu, en síðan skýrði hr. Gustaf Valhy gestunum frá listsýningunni. Að ræðuhöldum loknum gengu gestir um og skoðuðu sænsku listaverkin. Listsýningin er á annari hæð í vesturáhnu hússins. Strax og kom- ið er inn á sýninguna, blasir við gnllfallegt eirlíkneslci eftir Carl Þoka hamlaði síldveiðu Enn er pláss ,í þróm hjá rikisverksmiðjunum á Siglufirði. u ; i*rs FRAMHALD Á SJÖTTU SÍDU. 'Olindþoka var fyrir Norð- *** urlandi í fyrrinótt og í gærmorgun. Seinnipartinn í gær var þokan ekki eins dimm, en samt þokusúíd, þar sein til frjettist. Vegna þokunnar var síld- veiðin treg í gær. í fyrrinótt strandaði síldveiði- skipið Jarlinn frá Akureyri við Bakka í Siglufirði og m.b. Haf- þór á Hvanneyrarrifi í Siglufirði. Skipin náðust bæði út í gærkvöldi. Dróg Eldborg Jarlinn út, en vjel- bátur Hafþór. í fyrrinótt og í gær komu þessi skip með síld til Siglufjarðar, öll með fullfermi eða því sem æst. Garðar frá Vestm.eyjum, Huginn I., Huginn II., Rán & Hafþór, Vje- björn, Birkir, Ægir & Muninn, Árni Árnason, Reynir & VíSir, Fróði, Alden, Geysir, Hrefna, Stella, Valbjörn, Hrönn, Bjarki, Auð- björn, Björgvin, Haraldur, Þor- steinn frá Rvík, skipstjóri Torfi Halldórsson, í fjórða sinn: Jón Þor- láksson, Hringur, Eldhorg, Hug- inn, Hafnarfirði, og nokkrir smá- bátar sem eru samian um síldar- nætur. Hermóður kom inn með fullfermi, og hafði hann fengið alla síldina hjá öðrum skipum, sem höfðu fengið svo stór köst, að þau gátu ekki tekið allan aflann sjálf. í gærkvöldi biðu tíu skip eft- ir löndun hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Þrær dr. Pauls verksmiðjunnar voru alveg !að fyll- ,ast, en talsvert pláss var enn í þrám hinna verksmiðjanna. Þessi skip hafa komið með síld ; JPY'Ú ■ n \ ; til Djúpavíkur síðustu dagaha • Á sunnudag: Tryggyi Gamli með 736 og Surprise með 726 mál; á mánudag: Ólafur rneð 776 óg Hannes ráðherra með 766 mál. í gær: Kári iqeð 6(H) og Máhney með 240 mál. — Tryggvi gapiU og Surprise veiddu síldina á, Húna- flóa. , . TÍ/ItC’ Leiðinlegur misskilningur. Nýja dagblaðið segi ,• í gær að jeg hafi;í viðtali við Berl. Tidende, látið þess getið, að för Sigprðar Jónassonar til Ameríku, hafi gengið vel. Þetta er alratigt. Jeg segi að fyrsta tilraunin með frysta fiskinn hafi hepnast. vel og á. þar við að gæði fisksins sem S. í. P. sendi, hafi líkað vel. Kýjá: dagbl. ruglar því saman þófskinúm óg ,Sig. Jónassyni. Það e!r leiðinlegur misskilningur. Thor Thors. Lík fundið í höfninui. í fyrri- nótt fann lögreglan lík í liöfn- inni. Það var töluvert skaddað en á brjefum, sem fundnst í fötun- um, sást að Hkið var af Jóhanni Hanssyni, frá Sandi, sem drukn- aði í höfninni að kvöldi 22. maí. Jóhann sál. fell út af trillubáf. Hjúskapur. Síðastl. laúgardag yorú gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyúi, ímgfrfí Vibekka Jónsdóttir og Viáldiinar Ólafsson, starfsmaður hjá Rafveit- unni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.