Morgunblaðið - 18.07.1936, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.07.1936, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 18. j&lí 1836. **• %tr *-« **. 'r -J OÞOLANDI SLEIFARLAG VIÐ MOT- TOKU BRÆÐSLUSÍLDAR. Skipin þurftu að bíða uppí 5-6 daga eftir löndun. Fullfermi flotans er ÍOO þás. mál. Nú í sumar munu vera um 170 herpinætur í notkun af Islendinga hálfu við síld- veiðarnar fyrir Norður- landi. Síðan veiðin byrjaði alment, um 20. júní, hefir nær eingöngu verið fiskað til bræðslu, og svo má heita, að það sje hreinasta undan- tekning, ef nokkurt veiði- skip hefir sjest koma svo að landi, að það væri ekki með fullfermi. Bn fullfermi af síld er það kall- að, ef skipið er svo hlaðið, að mið- þilfarið er, alt í kafi og sjórinn nær upp á umgerðina um lestar- •opið, þegar skipið flýtur kjölrjett í lygnum sjó við bryggjurnar. Fyrstu dagana veiddist síldin austur við Langanes og vegna þess, hve langsótt er þangað, barst ■ekki mikið að verksmiðjunum á ifteðan. Eftir 26. júní kom síldin upp við Grímsey og hjer vestur með, svo að heita mátti, að hvert skip gæti fylt sig eftir vild, og hjelst veiðin í 10 daga. Allar þrær fullar eftir tvo sólarhringa. Ríkisverksmiðjurnar hafa mest skilyrði til móttöku á bræðslusíld- inni, en eftir 48 stunda losun voru ítllar þrær fullar og móttakan stöðvuð. Sama ástandið var hjá flestum öðrum síldarverksmiðjum á land- inu. Skipin safnast saman full- fermd í hópa við bryggjurnar og voru svo mikil brögð að þessu um tíma, að um 60 skip biðu eftir löndun hjá ríkisverksmiðjunum einum,. og hlutfallslega jafnmörg hjá öðrúm verksmiðjum hjer á Siglufirði. Skipin þurfa að bíða upp í 5—6 daga eftir löndun. Biðtími skipa hefir komist upp í 5—6 daga, fjögTa daga bið eft- ir löndun hefir veriS algengust. f 10 daga hjelst veiðin að mestu ó- slitin þannig, að hvert skip gat fylt sig á skömmum tíma, en það kom að miklu minna gagni en skyldi, vegna þess, að altaf urðu 3/4 til 5/6 af flotanum að híða við bryggjurnax eftir losun. Þó ástandið hafi verið svona bágborið, á einhverjum kafla, öll þau sumur, sem síld hefir verið veidd til bræðslu á íslandi, þá veit jeg ekki, hvort þjóðin hefir al- ment gert sjer ljóst, hversu alvar- legt ástandið í rauninni er. Það er eins og þetta sleifarlag sje komið upp í v.ana, Þeir, sem aðrar atvinnugreinar stunda, eiga máske erfitt með .að setja sig í spor skipshafnarinnar, sem að kvöldi dags leggur úr höfn, fullfermir bátinn yfir nótt- ina og siglir næsta morgun gegn um óþrjótandi breiður af síld inn til hafnar og er kominn þangað innan sólarhrings frá því að lagt var úr höfn, til þess að bíða, má- ske 6 sólarhringa eftir að fá los- un, sem ékki þarf að taka nema fáar klukkustundir, og hafa ekk- ert annað að gera en að horfa út á spegilsljettan sjóinn, fullan af síld, og telja dagana, þar til hin langþráða stund kemur, að skip- ið getur fengið sig afgreitt. Dýrmætustu dagarnir eyðilagðir. Það þarf þolinmæði til þess að horfa á hina dýrmætustu daga síldveiðanna eyðilagða að ástæðu- lausu, eins og hjer er gert. Svona á þetta ekki að vera og svona þarf það ekki að vera. Yið þorskveiðina þekkist ekki annað en skipin fái tafarlaust los- un, er þau koma með aflann að landi, og sama ætti að gilda með síldina, og þó mikiu fremur, vegna þess, að saltfiskurinn skemmist þó ekki eftir að búið er ■að ganga frá honum í lestinni. Um síldina er öðru máli að gegna. Hún rýrnar, lýsi rennur úr henni og hún byrjar að rotna. Hvað ætli skipverjar á togur- unum á saltfiskvertíðinni segðu, ef þeim væri boðið upp á að bíða 6 daga eftir löndun þegar togar- arnir kæmu fullfermdir í höfn? Fullfermi flotans er 100 þús. mál. Með 170 herpinótum stunda ls- lendingar síldveiði í sumar. Skip- in, sem þessum nótum fylgja, munu að meðaltali bera um 600 mál síldar hvert (1 mál == 135 kg.). Einn farmur af síldveiðiflot- anum er því um 100 þúsund mál, en að verðmæti 530 þúsund krón- ur, með núgildandi bræðslusíld- arvefði. í sumar eru starfandi í landinu við síldarbræðslu verksmiðjur, sem unnið geta úr ea. 16000 mál- um síldar á sólarhring. Sje áætl- að, að hver verksmiðja hafi að meðaltali síldargeymslu sem svar- ar 8—10 sólarhringa vinslu, og mun það talið hæfilegt og ekki fjarri því rjetta. Taka þá síldar- geymslurnar samtals 128—160 þús Eftir Jón J. Fannberg, P.t. Sigluf. Ný verksmiðja fyrir 9600 mál á sólarhring. Leiðir úl úr ógöng- unum. und mál. Nú er einn farmur af fiskiflotanum 100 þúsund mál, og þarf því ekki nema 2 farma til þess að .allar þrær sjeu fullar og móttakan þar með stöðvuð. Kem- ur þetta heim við reynsluna í sum- ar, því á þriðja degi eftir að síld- in kom upp hjá Grímsey, var alt að fyllast og móttaka víðast stöðvuð. Tveir farmar tapaðir hjá hverju skipi. Veiðin hjelst nokkurnveginn jafn ör í 10 daga, og á því tíma- bili munu flest skipin hafa feng- ið 2 farma, en tapað öðrum tveim ur vegna stöðvunar á losun í landi. Slíkur veiðikafli sem þessi mun oftast koma fyrir á hverri vertíð, og stundum tvisvax til þrisvar sinnum á sömu vertíð. Vertíðin í fyrra þótti með af- brigðum Ijeleg, en samt var þá einn slíkur veiðikafli, og svo mun oftast hafa verið, jafnvel í ljeleg- ustu vertíðum. Eftir að söltun hefst alment, rýmkast talsvert um móttöku hjá verksmiðjunum, en venjulegast er ástandið óviðunandi mikinn hluta vertíðarinnar, ef sæmileg síldveiði er. Þegar þess er gætt, að aðal bræðslusíldarmagnið fæst venju- lega á stuttum tíma úr vertíðinni, á fáum dögum, þegar gott er veð- ur og síldveiðin ör og nærtæk, þá verður augljóst, hvem afskapleg- an skaða það gerir þjóðinni að geta ekki tekið á móti veiðinni meðan hægt er að ausa henni upp eftir vild. Atvinnumálaráðherra bannaði að byggja síldraverksmiðjur. Menn eiga sjálfsiagt erfitt með að trúa því, en samt er það satt, að þó móttaka bræðslusíldar í landinu sje svo skaðlega bágbor- in, sem hjer er sýnt fmm á, þá er landsmönnum nú bannað að byggja síldarbræðslur. Steindór Hjaitalín sótti tvisvar um leyfi til þess að byggja síldar- bræðslu fyrir 1000 til 1500 mál á Siglufirði síðastliðið ár, og fjekk synjun hjá atvinnumálaráðherrá í bæði skiftin, að sögn eftir tillög- um þáverandi stjórnar ríkisverk- smiðjanna. (Meiri hluti fyrverandi stjórnar síldarverksniiðja ríkisins feldi s. 1. vetur að mæla með því, að Hjalta- lín fengi leyfi til þess að byggja síldarverksmiðju, en minni hluti verksmiðjustjórnarinnar, Sveinn Benediktsson og Jón Þórðarson, mæltu með leyfisveitingu.) Leyfið til Ólafs heitins Jóhann- .essonar konsúls á Patreksfirði til þess að byggja karfaverksmiðju á Patreksfirði, var því skilyrði bundið, að verksmiðjan ynni ekki úr síld. , Umbætur. Til þess að bæta úr þessu á- standi kemur aðallega þrent til greina: 1. Að auka afkast verksmiðjanna. 2. Að auka geymslur fyrir ó- brædda síld, og 3. Að auka losunarhraðann. Alt þetta þrent þyrfti að gera ef vel ætti að vera, og í þessum efnum þýðir ekki að viðhafa nein;a smáskamta eða kák, ef ,að nokkru verulegu gagni á að koma. Ein síldarpressa í viðbót fyrir 1—2 þús. mál á sólarhring, eða ný síld arþró við einhverja verksmiðjuna fyrir 10—20 þús. mál hefði hverf- andi litla þýðingu í þessu efni. Stórfeld aukning bæði á verk- smiðjum, síldargeymslum og lönd- unartækjum er það eina, sem að verulegu gagni kemur. Ef reiknað er með núverandi veiðiflota, 170 skipum, sem bera samtals 100 þúsund mál, og gert er ráð fyrir, að þau gætu öll feng ið fullfermi annan hvorn dag yf- ir 10 daga veiðikafla, áður en söltun er leyfð, þá þarf að vera hægt að taka stanslaust á móti 500 þúsund málum á 10 dögum, eða 50 þúsund málum á dag að meðaltali. Ef þræða ætti alla þessa veiði jafnóðum, þyrfti ,að þrefalda afkast verksmiðjanna frá því sem nú er, eða úr 16 þúsund málum upp í 50 þúsund mál, og yrði þá aukningin 34 þúsund mál á sólax- hring. Þetta kemur vitanlega ekki til mála, enda er það óþarft og gæti ekki borgað sig. Nokkur hluti aukningarinnar mætti koma fram í auknum síldargeymslum. Ný verksmiðja fyrir 9600 mál á sólarhring. Ef maður hugsar sjer að bygð yrði verksmiðja með 4 pressum, sem hver ynni úr 2400 málum á sólarhring, eða alls 9600 málum, væri afkast verksmiðjanna þar með komið upp í 25600 mál. Þessi aukning er það allra minsta, sem fullnægjandi mætti teljast, miðað við húverandi veiði- flota. Nú munu menn segja, og má- ske með rjettu, að bygging verk- smiðju fyrir 9600 mál útheimti svo mikið fje, að ógerlegt sje að koma því í framkvæmd á næstu árum, eins og fjárhag þjóðarinnar er komið. Síldarþrær fyrir 200 þús. mál. Sje svo, verður að fara aðra leið, þó lakari sje og síður full- nægjandi, og hún yrði þá sú, að hyggja síldargeymslur fyrir alla þá síld, sem vænta má að berist að og nú er ekki hægt að taka á móti. Eins og fyr segir, geta nústarf- andi síldarverksmiðjur brætt sam- tels 160 þúsund mál á 10 dögum og hafa síldargeymslur fyrir ea. 150 þús. mál. Þó allar þrær væru að mestu tómar 1 byrjun veiði- kaflans, mundi þurfa að byggja nýjiar síldargeymslur sem rúmuðu 200 þúsund mál til þess að geta tekið á móti 500 þúsund mála veiði á 10 dögum. Með óbreyttri vjelastærð verksmiðjanna er ekki gerandi ráð fyrir því, að þær gætu unnið síldina úr þessari vara- geymslu fyr en í lok síldarvertíð- arinnar, og væri því, eftir sem áð- ur, ekki hægt að taka á móti nema einum slíkum veiðikafla yf- ir vertíðina. Þessi lausn á málinu hefir þann kost, að hún er tiltölulega viðráð- anleg, stofnkostnaðurinn mest vinnulaun, ef bygt er úr steini, og útheimtir því lítinn erlendan gjaldeyri. Góð síldarþró hefir ný- lega verið bygð hjer á Siglufirði (úr timbri), sem kostaði 2 krónur pr. síldarmál. í svo stórum stíl ætti kostnaðurinn því væntanlega ekki .að fara upp úr þeirri upp- hæð, eða 400 þúsund krónur fyr- ir 200 þúsund mála þró. Væri gert ráð fyrir auknum og bættum löndunartækjum fyrir ríkisverk- smiðjurnar á Siglufirði í sambandi við þessa síldargeymslu,. sem áætl- að væri á 100 þús. kr., næmi kostn aðurinn alls 500 þús. kr. Ókosturinn við þessa lausn málsins væri sá, eins og fyr segir, að hún væri síður fullnægjandi, og auk þess þarf að salta síldina meira til svo langrar geymslu. A£ því leiðir, að mjölið verður salt- ara heldur en úr nýrri síld og lýs- FRAMH. Á FIMTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.