Morgunblaðið - 26.07.1936, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 26. júlí 1936.
H.f. JLrrakar, RoykJnTfk.
Blfartjirtr: Jta KJtrtuwoi og
Va-ltýr StefánMOH —
4brrg*arma«ur.
Rltstjórn or afgreibala:
▲usturstrntl 2. — Sini 1(09.
▲uglýslngastJðri: R. Hafborg.
Auglýsingaskrlf sto 'a:
Austurstrntl 17. — Sfmi 1700.
Hálmasimar:
J6n KJartauason, >r. (742
Valtfr Stefknsson, nr. 4320.
Árnl Óla, nr. 2046.
B. Hafberg, nr. 2779.
Áskriftagjald: kr. 2.00 á mánuBl.
1 lauaasölu: 10 aura aintaklB.
20 aura moB Lesbök.
„Sáuð
þið hana
systur mína4
Stauning, forsætisráðherra
Dana, skrifaði í vetur grein í
amerískt tímarit. — Fjallaði
greinin aðallega um málefni
Danmerkur, en auk þess mint-
ist haíin þar ofurlítið á Island.
Danmörk lítur á ísland, „som
en kær lille Söster“, sagði
Stauning. Og hann bætti því
við að hann væri hræddur um
að „lille Söster“ ætti ósköp
bágt með að standa á eigin
fótum ef Danmörk slepti af
henni hendinni.
Nú hefir Stauning verið í
heimsókn hjá „lille Söster“ og
hún hefir beðið hann að leiða
sig. Svona rætast orð spámanna.
Stjórnin hefir ekki fengist til
að segja eitt aukatekið orð
um árangur þeirra viðræðna,
sem fram fóru meðan Stauning
stóð hjer við. En Stauning sjálf-
ur er þá ekki alveg eins myrk-
ur í máli. Hann getur slegið á
sitt breiða brjóst og sagt: jeg
kom, jeg sá, jeg sigraði!
Stauning er góður Dani og
fullur metnaðar fyrir sína þjóð.
„Et större Danmark“, hefir
löngum verið áhugamál hans.
Og vitanlega setur hann það
ekkert sjerstaklega fyrir sig —
þrátt fyrir ástina á Haraldi —
að „stærri Danmörk“ tákni
„minna ísland“.
Stauning var hjer fáa daga
í miklum mannfagnaði og síð-
an hann kom heim hefir hann
verið að raula: „Sáuð þið hana
systur mína“ — „hún hefir gef-
ið mjer hörpudisk“.
,Já lítil var „lille Söster“ um
áramótin í vetur, en minni er
hún orðin. Það, sem unnist hefir
í sjálfstæðisbaráttunni á 18 ár-
um í meðferð utanríkismálanna
og vörslu landhelginnar, er nú
lagt í lófa „stóra bróður“. Og
„lille Söster“ segir að það sje
svo „óskynsamlegt“ að reyna
að standa á eigin fótum, það
sje miklu betra að „bói“ leiði.
Þar fór hörpudiskurinn!
Stauning hefir þjónað sinni
þjóð. Hann hrósar sigri og tal-
ar djarfmannlega. En ráðherr-
arnir okkar? Þeir eru hljóðir
og hógværir, aldrei þessu vant.
En þögnin getur líka talað sínu
máli —
„Fyrrum átt’ jeg falleg gull
pú er jeg búinn að brjóta og
týna“.
—---------------—
FRAKKAR STYÐJA
SPQNSKU STJÓRNINA
Uppreisnarmenn 2 km. undan Madrid,
Sendimaður frá
uppreisnarmönnum
til Hitlers og Mussolini.
Stórorustur í gær
og í fyrradag.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM,
KHÖFN í gær.
SEYTJÁN franskar flugvjelar eru um það
bil að leggja af stað frá París til þess að
flytja spönsku stjörninni skotfæri. Þessi vopna-
sending er varin með því, að franska stjórnin sje
hrædd um að stofnað kunni að verða einræði á
Spáni, sem verði vinveitt Þjóðverjum.
Franska blaðið Echo de Paris segir að afskifti
frönsku stjórnarinnar af uppreisninni sje glæpur,
sem kunni að hafa í för með sjer alvarlegar af-
leiðingar á sviði utanríkismálanna.
En sagt er, aS franska stjómin hafi haft fyrir augum
endurminningar frá því árið 1870, er Bismarck reyndi að
koma þýskum prins til valda á Spáni; þetta gerði Bis-
mark til þess að auka áhrifavald Þjóðverja í utanríkis-
málum.
Enska blaðið „Daily Mail“ skýrir frá því, að sendimaður
frá uppreisnarmönnum sje nú staddur í London og sje á leiðinni
til Þýskalands og muni ætla að biðja Þjóðverja og ítali um að-
stoð til þess að berja niður kommúnismann.
4?
1 Oslofregn (FÚ) segir, að samkv. skeytum frá alþjóðleg-
um frjettastofum muni ítalskar og þýskar vopnaverksmiðjur
hafa selt uppreisnarmönnum vopn og hergögn síðustu daga, og
ekki hikað við @.ð afhenda þau á þeim stöðum og tímum, sem
hinir spönsku uppreisnarmenn hafa tilgreint og talið sjer fært
að taka við þeim.
Ástandið á Spáni
óútkljáð.
Ástandið á Spáni er enn óútkljáð. Uppreisnarmenn hafa
tilkynt í útvarpið í Sevilla, að her þeirra muni í dag gera til-
raun til að vinna Madrid. í dag er St. Jacobsdagur, tyllidagur
á Spáni. ___
í skeyti frá Lissabon (Portúgal) segir, að ákí.fir bardagar
sjeu háðir fyrir norðan Madrid í Guadrama-fjöllunum. Hafa
bardagar þessir staðið látlaust síðan í gær. Mikill fjöldi af særð-
um mönnum og dauðum hefir verið fluttir til Madrid.
Lundúnafrjett (FÚ) segir, að stjórnarherinn hreki upp-
reisnarmenn norður á bóginn. Segir í frjettinni að ómögulegt sje
að dæma um það, hvort satt sje að Mola herforingi sje að álg-
ast Madrid.
í Lissabon frjett segir (í einkaskeyti til Morgunblaðsins)
að framverðir uppreisnarmanha eigi nú ekki nema 2 km.
ófarna til Madrid. Segir í frjettinni, að Mola sje nú að
láta flytja stórskotalið sitt nær borginni, til þess að sam-
eina það framvörðunum.
Franska blaðið „Le Jour“ skýrir frá því, að uppreisnar-
menn hafi á valdi sínu tvær aðalleiðir til Madrid, þ. e. Somo
Sierra og Puerto de Leone. I Lundúna-frjett (FÚ) segir þó, að
ómögulegt sje að dæma um, hvort rjett sje, að Mola herforingi
Helgi P. Ðriem
yerslunarerindreki,
flúftnn frá Spáni.
í gær barst Eggert P. Briem skeyti frá bróður sínum Helga,
sem þá var staddur í franska bænum Narbonne skamt fyrir
norðan landamæri Spánar.
Segir hann í skeyti sínu, að hann hafi komið frá Barcelona,
þangað norður eftir á föstudaginn, ásamt fjölskyldu sinni.
Hann kvaðst hafa komist úr landi með vegabrjefi frá
kommúnistum, en vopnaðir anarkistar fylgdu honum til braut-
argengis.
Á leiðinni frá Barcelona til landamæranna kvaðst hann
hafa farið fram hjá 78 skotgirðingum.
Uppreisnarmenn
brytjaðir niður
í San Sebastian
Hætta á drepsótt
í Gíbraltar.
FRAMH. AF FYRRA DÁLKI.
1 sje að nálgast Madrid, en að uppreisnarmenn haldi því fram,
að þeir hafi á valdi sínu allar aðflutningaleiðir til Madrid og
vatnsleiðslurnar til borgarinnar.
Franskir blaðamenn, sem dvelja í herbúðum uppreisnar-
manna spá því, að uppreisnarmenn sigri. Segja þeir, að
uppreisnarmenn sæki fram varlega til þess, að tryggja að-
stöðu sína á þeim stöðvum, sem þeir hafa lagt undir sig.
Segja þeir, að stjórninni í Madrid vanti bæði skotfæri og
bensín.
í Madrid ríkir ólýsanlegur
glundroði, segir franska blaðið
Figaro. Blaðið segir, að til sjeu
matvæli aðeins til dagsins í dag,
þrátt íyrir harðhenta skömtun.
I Lundúnafregn (FÚ) segir
aftur á móti að síðdegis í dag
hafi borgarstjórinn í Madrid
tilkynt, að 50 vagnar hlaðnir
matvælum og eldsneyti, væru
lagðir af stað frá Valencia. —
Segir að stjórnin geri alt sem
í hennar valdi stendur til að
ná matvælum til borgarinnar.
Ennfremur að verslanir, sjeu
opnar og kaffihús borgarinnar.
Þá er einnig sagt, að stjórn-
arflugvjelar og her stjórnar-
innar haldi uppi látlausri sókn
á hendur uppreisnarmönnum í
Sevilla.
I Barcelona hefir ástandið
batnað frá í gær. í dag
voru bankar opnaðir á ný, og
póstur borgarinrar borinn um
göturnar í fyrsta skifti í marga
daga.
Uppreisnarmenn hafa á valdi
sínu alt hjeraðið í kringum Gi-
! braltar, og sækja þeir þaðan
| hægt í áttina til Madrid, en
j stjórnarsinnar úr hjeruðunum
j austan Andalusíu veita þeim
i viðnám. I dag hafa ekki borist
| neinar frjettir um stóra bar-
i daga, og skeyti frá f jölda
Ismærri borga á Spáni segja á-
’standið í þessum borgum með
Ivenjulegum hætti.
í San Sebastian hafa upp-
jreisnarmenn verið hraktir úr
' öllum stöðvum sínum, nema
i einni byggingu, og er borgin
því á valdi stjórnarinnar sem
! stendur.
Fregnir herma að stjórn-
arliðið hafi brytjað nið-
ur uppreisnarmenn í borg-
inni, þegar þeir náðu henni
á sitt vald (segir í einka-
skeyti í Mbl.).
Uppreisnarmenn fara með
lið að borginni. Franskir
flóttamenn frá San Sebastian
áætla, að um 300 manns hafi
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.