Morgunblaðið - 29.07.1936, Page 2
Jí
2
u—-----------------------------------
-------5?---------------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjðrar: Jön Kjartansson ok
Valtýr Stefánsson —
! ábyrgBarmaOur.
Rltstjðrn og afgrelSsla:
Austurstrætl 8. — Slml 1600.
Auglýslngastjörl: E. Hafberg.
Auglýsingaskrlfsto "a:
Austurstræti 17. — Slml 8700.
Helmaslmar:
Jön Kjartansson, nr. 8742 /
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni óla, nr. 3046.
E. Hafbers, nr. 8770.
ÁskrlftagrJalcI: kr. 3.00 á mánuOl.
1 lausasölu: 10 aura elntakiO.
20 aura meB Lesbök.
Hvað hefir gerst?
Undanhald stjórnarflokk-
anna í sjálfstæðismálunum verð-
ur nú ekki lengnr dulið. Þegar
rætt var um aukna íhlutun
Dana við strandvarnirnar, og á
það bent að með þessu væri
þverbrotin sú stefna, sem Is-
lendingar hefðu fylgt frá því
að fullveldi landsins var viður-
kent, Ijet blað forsætisráðherra
svo um mælt, að „óskynsam-
legt“ væri að amast við þessu.
Danir hefðu með sambandslög-
unum skyldað sig til að halda
hjer uppi strandvörnum, og því
ekki að nota sjer það?
Þá var á það bent að sams-
konar ákvæði giltu um Hæsta-
rjett. íslendingar hefðu þó ver-
ið svo ,,óskynsamir“ að gera
æðsta dómstólinn innlendan. Á
sama hátt hefðum við verið sv®
„óskynsamir“ að vinna að því
að taka vörslu landhelginnar
með öllu í okkar hendur.
Nú birta dönsku stjórnarblöð-
in daglega slík ummæli um ís-
land, að engin fullvalda þjóð
getur látið bjóða sjer slíkt. Fyr-
ir fám vikum voru símuð út
harðorð mótmæli gegn grein,
sem birtist í málgagni, sem að
dómi íslensku stjórnarinnar var
„auðvirðilegt sorpblað“. Um-
mæli blaðsins um f járhag lands-
ins voru stimpluð „fjandsamleg
skrif“. Þessa dagana eru um-
mæli, sem mjög hníga í sömu
átt höfð eftir — ekki auðvirði-
legu sorpblaði — heldur sjálf-
um forsætisráðherra Dana.
Og ekki nóg með það, að tal-
að sje um fjárhaginn í þeim
tón, sem stjórnin taldi „fjand-
samlegan“ fyrir skemstu, held-
ur er svo langt gengið, að nota
íslendinga sem grýlu á Færey-
inga. Og loks er svo komið, að
stórblöð Dana eru farin að tala
um „ríkisstyrk“ til okkar eins
og ísland væri hluti af danska
ríkinu.
Danir hafa tekið að sjer að
auglýsa sjálfstæði íslands. Nú
ganga þeir rösklega fram í að
auglýsa ósjálfstæði þess. Stjórn-
in mótmælir ekki. Og hún vill
ekki að aðrir mótmæli. Hún tel-
ur það ekki einungis ..óskynsam
legt“ að amast við þessu. Hún
kallar það „æðisköst“ þegar á
þettá er minst.
Hvað hefir gerst, sem veldur
því, að Danir tala nú á þessa
Iund um ísland. Vjer höfum
spunt og vjer spyrjum enn:
íívað hefir gerst?
MORfJUNBLAÐ10 Miðvikudaginn 28. júK 1336.
HELMINGUR 8PÁNAR Á VALDI
UPPREISNARMNNA!
Franco hershöfðingi.
Barist á Suður- Mið-
og Norður-Spáni.
TaUNGAMIÐJA uppreisnarinnar á Spáni
er nú flutt úr nágrenni Madrid til
Suður-Spánar. Stjórnin í Madrid hefir bœtt að-
stöðu sína norðan við Madrid í Guadarama-
fjöllunum og hrakið uppreisnarmenn úr skörð-
unum Somo Sierra og Leon.
Á Suðtir-Spáni nálægt Gibraítar var í nott
háð grimmilegasta orusta borgarastyrjaldarinn-
ar. Sló í bardaga nálægt borginni Estapone
milli stjórnarhersins og hersveita uppreisnar-
manna, sem sóttu fram í áttingt til Malaga.
Uppreisnarmenn báru hærra hlut,, eftir ægilegt
mannfall. Fellu 600 af hvorum, stjórnarliðinu
og uppreisnarmönnum. Síðar gerðu 400 komm-
únistar aðra atlögu að uppreisnármönnum en
voru allir strádrepnir. l
Franco herforingi hafði í gær sent liðstyrk með flugvjelum
frá Marokko til suðurstrandar Spánar. Voru 20 sendir í einu,
menn úr spanska málaliðinu í Marokko og ennfremur innfædd-
ar hersveitir. Þetta lið var það sem sigraði stjórnarherinn. Upp-
reisnarmenn halda áfram í áttina til Malaga.
Stjómarliðið hörfar undan en kveikir í greniskógum
að baki sjer til þess að hefta framsókn uppreisnarmanna.
Þótt hersveitir Mola hershöfðingja hafi hörfað undan fyrir
norðan Madrid þá hafa uppreisnarmenn bætt aðstöðu sína ann-
arsstaðar.
United Press telur að uppreisnarmenn hafi meira en
helming af Spáni á valdi sínu.
Franska blaðið ,,Le Joumal“ segir að hersveitir uppreisn-
armanna sjeu betur vopnum búnar og undir strangari aga, on að
stjórngrherinn sje fjölmennari.
Aðrar tfrjettir, sem bera vott um að stríðsgæfan sje skift,
eru:rsBi,- m
.Stjórnin lýsti því yfir í gærkvöldi, að eitt herskipið
hæfði gengið í lið með uppreisnarmönnum og bæri því að
skjóta á það ef færi gæfist (samkv. Lundúnafrjett FÚ.).
Á Norður-Spáni er enn barist aðallega í kring um San
Sebastían. Stjórnin tilkynnir, að þeir uppreisnarmenn, sem
eftir voru í borginni, hafi nú allir gefist upp.
Lundúnafrjett (FÚ.) hermir að aðflutningar til Madrid
gangi aftur greiðlega og að matvæla- og eldsneytisbirgðir
hafi 'verið sendar þangaö síðustu daga frá hafnarborgunum
Valencia og Alicante.
Erlend herskip halda áfram að flytja útlendinga burtu
frá Spáni. Bresk herskip hafa flutt 700 manns, flest breska
búTg'ara, frá Barcelona og öðrum höfnum á Cataloníuströnd
eingöngu.
■Á fimtudagsmorgun (í fyrramálið) verða útlendingar
í Madrid, sem komast vilja burtu, fluttir í sjeritakri lest
til strandar. Vopnað stjórnarlið verður sent með lestinni.
Hin ægilega grimd
borgarastyrjald-
arinnar.
Utlendingar sem yiðstaddir
voru atburðina í Spáni undan-
farna viku en liafa nú flúið
land. hafa ægilegar sögur að
segja.
Sejn dæmi um æði það og þá
grirnd. sem gripið hefir fólkið, er
m. a. skýrt frá því, að skríllinn í
Barceloua hafi farið ránshendi um
öll klaustur í borginni og grafið
upp smurð lík nunnanna. Líkim-
um vár síðan raðað upp meðfram
kirkjuveggjúnum.
Kvensköss f flokki marxista
(,,furiur“) íklæddust messuski-úða
og höfðti helgisiðina við messu-
gjörð að háði og spotti og dróu
að þeim dár.
Kommúnistaforinginn Errupi
hefir svarið þess eið, að fyr
skuli Fiarcelona lögð í rústir, en
að uppreisnarmenn fái náð
lienni á sitt vald.
Enska blaðið „The Times“ skýr-
ir frá því, að kommúnistar í San
Sebastian hafi bundið hótelgesti
við girðingar umhverfis hó-
telin og notað þá sem skjöldu
gegn kúlnahríð uppreisnarmanna.
Margir fangar voru krossfestir og
píndir til dauða.
Parísarblaðið „Paris Soir“ skýr-
ir frá því, að brautarvörður í Somo
Sierraskarðinu hafi hjálpað særð-
um uppreisnarmanni, og hefndi
stjórnarherinn þess grimmilega.
Brautarvörðurinn, kona hans
og fimm smábörn voru lifandi
brend inni í húsi brautarvarð-
arins.
ReuteAkeyti hermir, að götur í'
Barcelona sjeu víða alþaktar
mannslíkum og hestaskrokkum'.
Leggur ódaun og nálykt upp af
líkunum,svo að varla er yið vært.
Óttast menn að drepsóttir kunni
•að brjótast þar út.
Þá segir einnig frá kirkjn-
brennum kommúnista. Er sagt að
áður en þeir kveiktu í kirkjunum
hafi þeir hafið villimannslegan
dans á ölturum þeirra og eyðilagt
allar myndir af Kristi. Síðan hófst
brennan.
Skeyti frá Lissabon (í
Portugal) til dönsku frjettastof-
unnar Ritzau hermir að kommún-
istar hafi brent inni kunna hægri-
flokkamenn í kirkju í borginni
Badajoz. Badajoz er skamt frá
landamærum Portúgals.
Margir af þeim sem brenna átti
inni reyndu að bjarga lífinu með
því að kasta sjer út um kirkju-
gluggana, en steinrotuðust.
Parísarblaðið „Libert,e“ segir að
vopnaðir bófar vaði uppi í Bada-
joz. Bófarnir ráðist á konur og
börn og beiti þau ofbeldi. Leika
þeir þau grimmilega, sker.a af þ«im
eyrun og skipa þeim fremst í fylk-
ingu til að befta framsókn upp-
reisnarmanna.
í Lundúnarfregn (F.Ú.) segir,
að föngum, sem uppreisnarmenn
hafa tekið á Suður-Spáni, hafi
ekki verið sýnd nokkur vægð. T,
d. segir einn frjettaritari sem send-
ir frjettir sínar frá Gibraltar, að
sig hafi borið að þar sem npp-
reisnarmenn hafi haft 100 komm-
únista að föngum, og hafi þeir
allir verið teknir af lífi, 20 í senn.
Uppreisnarmenn eiga að hafá
fengið stranga fyrirskipun um
það, frá Franco herforingja (seg-
ir Lundúnafregn F. Ú.), ^að láta
ekki einn einasta kommúnista setn
þeir kynnu að taka höndum, Kfa.