Morgunblaðið - 29.07.1936, Side 6
Miðvikudagiim 28. júli 1936,
6
MORGUNBLAÐIÐ
™ !i'n w
Rækjuverksmiðjan á Isafirðii.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
ekki þýðir að bjóða annað en
fyrata flokks vöru.
Eins og jeg hefi áður minst
á, er sjórinn við íslandsstrend-
ur fullur af lostæti, sem selja
má dýru verði um allan hinn
mentaða heim.
— Hvað álítið þjer að Is-
lendingar þurfi að gera til þess
að geta orðið samkepnisfærir og
vinna markaði fyrir niðursuðu-
vörur erlendis?
— Jeg álít að best sje að
fara hægt af stað. Ekkert ligg-
ur á. Takist okkur að fram-
leiða fyrsta flokks niðursuðu-
▼örur verður ekki hörgull á að
fá markaði.
Að mínum dómi þurfum við
að fá góðar vjelar til niðursuðu-
framleiðslu. Síðan þurfum við
að gera tilraunir á tilraunir of-
an, þar til við höfum náð settu
marki. Rannsóknastofur þarf
að reisa, þar sem framleiðslan
@r reynd á vísindalegan hátt, t.
d. í sambandi við hina fyrir-
höguðu rannsóknadeild Háskól-
ans í þágu atvinnuveganna..
Loks þegar við höfum sent
»ýnishorn út í lönd og höfum
fengið vissu fyrir því að vör-
Uítnar eru samkepnisfærar að
v^rði og gæðum getum við byrj-
að að framleiða niðursuðuvörur
í Otórum stíl. tm
j— Rækjuníðursuða er algert
nýmæli hjer á landi. Haldið
þjer að rækjuverksmiðjan í ísa-
firði eigi framtíð fyrir sjer?
— Ef rjett er á haldið tel jeg
engan efa á því, er svarið.
Einhver bestu rækjumið í
Bvrópu eru við Isafjarðardjúp.
Eftir því sem jeg best veit hefir
þa.r verið sett heimsmet í rækju
▼eiðum, með því að veiða á 6Vá
kíukkustund 900 kíló af rækj-
um á einn bátt. Mesta rækju-
▼eiði sem mjer er kunnugt um
áðúr er við Svíþjóð. Þar veidd-
ust einu sinni 600 kíló á 24
klukkustundilm á einn bát.
ísfirsku rækjurnar líka ágæt-
lega að dómi erlendra sjerfræð-
inga, sem hafa fengið tækifæri
til að reyna þær.
Rækjuniðursuða er ákaflega
vandasöm. Vinnan er seinleg og
dýr.
í rækjuverksmiðjunni í ísa-
firði voru framleiddar 100 dós-
ir á dag fyrsta daginn í sumar
og þá unnu 10 manns í verk-
smiðjunni. Undanfarið hafa ver
ið framleiddar þar um og yfir
2000 dósir á dag og er nú tala
verkafólks 56 manns. Á þrem
vikum hafa verið soðnar niður
25 þús. dósir og þar af hafa
selst 8 þúsundir á innlendum
markaði.
Englendingur einn, sem var
á skemtiferðalagi hjer á landi
og komst í kynni við rækjurnar,
bauðst til að kaupa 25 þús. dós-
ir í einu, ef verðið væri sam-
kepnisfært við aðrar rækjur er-
lendar. Hefi jeg von um að úr
þessum kaupum geti orðið.
Verksmiðjan á Isafirði er að
vísu lítil og einföld, en hún ger-
ir sitt gagn ennþá. Það sem
mjer finst þó mest umvert er,
að þar er ,gætt alls hreinlætis
og kapp erjagt á að varan sje
fyrsta flóííls.
Það væri'flla farið, segir Þor-
valdur að lokum, ef ekki yrðu
gerðar ráðstafanir til þess að
notfæra sjer þær miljonir, sem
liggja í s5%liim hringinn í kring
um ísIáMapío ; ! ; ....
Jeg höfi^ékki nema að litlu
leyti nöwsf'&jþá möguleika, sem
Islendingar hafa til að fram-
leiða niðupúðuvörur til sölu á
erlendum og innlendum mark-
aði. Jeg efjekki að svo stöddu
fær um að nefna tölur, en jeg
veit að með því að framleiða
góðar niðursoðnar og reyktar
sjávarafurðjr getum vjer veitt
hundruð þúsunda í vasa verka-
fólks, fengið miljónir í erlend-
um gjaldeyri árlega.
Drangeyjarsundið.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SfÐU.
ÁðtLr en hann tagði til sunds
smurði hann sig í feiti, klæddist
sokkum, vaxdúksbol og sundbol,
venjulegum. Hann hafði og hlífð-
argleraugu. Gleraugun reyndúst
ekki vel, svo hann fekk sjó í aug-
un svo hann sá illa á sundinu.
Veður var kyrt og hlýtt.
Árabáturinn fór á undan sund-
manninum, en trillubáturinn á
eftir.
Fyrstu þrjár kl uk ku stundirn a r
synti Pjetur mjög rösklega. En
ekki varð það mælt hve mikið.
honum miðaði áfram á þeim tíma.
En er lengra leið dapraðist hon-
um sundið nokkuð og var það þó
frekar af kulda en þreytu. En á-
fram helt hann sleitulaust.
Nokkrum sinnum fekk hann
hressingu á sundinu, mjólk og
eggjarauðu.
Vegna þess hve sundleið hans
var beint til norðurs, kom hann að
landi norðan við Reyki.
Er hann kom upp í landsteina
og reis upp af sundinu, var hann
allmáttfarinn, en óð þó til lands,
Var honum fylgt að Reykjalaug,:
og þar fekk hann sjer bað. Síðan
fór hann ásamt fylgdarmönnum,
sínum heim að Réykjum.
Þar fekk hann heita mjólk að
drekka og lagðist síðan til svefns/
Er hann hafði sofið um stund var
hann hress orðinn.
Hann bjóst við að fara fótgang-
andi til Sauðárkróks í dag, er
Jónas læknir Kristjánsson skildi
við hann á Reykjum í gærkyöldi.
En frásögn þessí er eftir Jónasí
v j ;■ • , 1 r
lækni.
Erlingur Pálsson synti Grettis-
sund þ. 31. júlí 1927. Hann var 4
klst. 25 mín á leiðinni. Hann fekk
hagstætt veður fyrri hluta sunds-
ins, vind á eftir. En er nær dróg
ströndinni hve^ti af norðvestri og
gerði það supdið erfiðara. Sjáv-
arhiti var þá Íl stig eins og nú.
SlLDVEBDÁRNAR:
FRAMH. AF SJÖTTU SÖ)U.
á móti, en í gær fekk verksmiðj-
an 1300 mál til bræðslu og átti
að byrja að vinna aftur í morg-
un kl. 7.
Nokkur síldveiði var í Húnaflóa
í gærmorgun, en um hádegið gerði
þoku og súld og dróg það úr
veiðunum.
1 gærkvöldi var útlit fyrir gott
veður. Var komið logn og heið-
skýrt veður í Siglufirði. Vitað er
að mikil síld er víða fyrir Norð-
urland, en hún er enn stygg og
strjál.
Olympiufjársöfnunin. Til við-
bótar því, sem áður hefir verið
birt, hafa eftirfarandi firmu gefið
til Qlympíufararinnar: H.f. Edda,
heldversl. Hekla, Konfektgerðin
Freyja, T. Brynjólfsson & Kvaran,
smjörlíkisgerðirnar Smári, Ljómi,
Svanur, Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson, Sláturfjelag Suðurlands,
Á. Einarsson & Funk, Marteinn
Einarsson & Co., A. J. Berljelsen &
Co. h.f.
Hvítkál.
Blómkál.
Gulrætur.
Purrur.
Salat.
Spínat.
Tómatar, 1,50.
Rabarbari, 0,30.
Gulrófur.
Nýjar Kartöflur:.
Toppasykur.
Púðursykur, Ijósdökkur.
Knorr súpur.
Maffgie súpur.
Hjer mjeð tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín elsku-
leg, móðir og tengdamóðir,
Guðný Jónsdóttir
frá Litlabakka á Akranesi, andaðist á EUiheimilinu Grund, mánudag-
inn 27. þ. mán.
Stefán Jósepsson,
Margrjet Helgadóttir, Guðjón Tómasson,
Chaxlotta Albertsdóttir, Jón B. Helgason.
Jarðarför
Eggerts Benediktssonar,
óðalsbónda í Laugardælum, fer framl laugardaginn 1. ágúst, og hefst
með húskveðju kl. 12 á hádegi.
Aðstandendur.
Jarðarför
Þuríðar Þorsteinsdóttur,
fer fram frá heimili hennar, Kirkjuveg 3, Hafnarfirði, fimtudaginn 30.
þessa mánaðar kJ. 1%.
Aðstandendur.
Jarðarför móður minnar elskulegu,
Kristínar Vigfúsdóttur,
sem andaðist 23. þ. m., fer fram frá Fríkirkjunni fimtudaginn 30.
þ. m., Id. 1. Jarðað verður í Fossvogi
Ó»kar Þorsteinseon, frá Veetmatmaeyjum.
Verkstjórar
og verkalýðsfjelög.
Vinnuveitendafjelag íslands
hefir beðið oss að birta eftir-
greint brjef sem fjelagið skrif-
aði ritstjóra Alþýðublaðsins 24.
þ. m., en hann neitaði að birta
í blaði sínu.
Brjefið er svohljóðandi:
Reykjavík, 24. júlí 1936.
Til
ritstjóra Alþýðublaðsins,
Reykjavík.
Herra ritstjóri!
I Alþýðublaðinu, sem kom út
í gær stendur þetta:
„Annarastaðar á Norður-
löndum viðurkenna vinnu-
veitendafjelögin samtök
verkalýðsins sem sjálfsagðan
aðila um öll þau mál sem
þessar tvær fjelagsheildir
fjalla um“.
Er þetta sagt í sambandi við
það að Vinnuveitendafjelag Is-
lands hefir risið gegn því að
Verkstjórafjelag Reykjavíkur
hefir gjört samning við Alþýðu-
samband Islands og hljóta
menn því að skilja tjeð ummæli
blaðs yðar á þá leið að annara-
staðar á Norðurlöndum hafi
vinnuveitendafjelögin viðurkent
að rjett væri að verkstjórar
tækju þátt í samtökum verka-
lýðsins.
Þetta er algjörlega rangt.
Hvergi á Norðurlöndum eru
•verkstjórar fjelagar í verka-
lýðsf jelögum nje samnings-
bundnir við þau. Vinnuveitenda
fjelög Norðurlanda líta öU, svo
á aðbtöðu verkstjóra að þeir
sjeú trúnaðarmenn vinnuveit-
enda gagnvart verkalýðnum og
geti því ekki komið til mála að
'verkstjórar sjeu í verkalýðsfje-
lögum. Verkstjórafjelag Reykja
víkur hefir líka áður viðurkent
að þessi aðstaða væri rjett, því
með samningi við oss, dags. 15.
mars 1935, varð samkomulag
um að verkstjóri: „getur ekki
verið sjálfstæður vinnuveitandi
eða verið meðlimur í verkalýðs-
fjelagi". En með samningi sín-
um við Alþýðusamband Islands
hefir Verkstjórafjelag Reykja-
víkur algjörlega rofio þetta,,
ekki aðeins með þeim atriðum
samningsins, sem vitnað er til
í forystugreinum blaðs yðar í
gær og í fyrradag, heldur einn-
ig og sjerstaklega með því at-
riði samningsins að Verkstjóra-
fjelagið lofar að „viðurkenna
kaup og kjör verkalýðsfjelaga“
og að „viðurkenna aðrar regl-
ur verkalýðsfjeiaganna, eins og
þau eru eða verða á hverjum
tíma“ — með öðrum orðum
leggur sig algjörlega undir vald
Alþýðusambandsins. Þetta telur
fjelag vort alveg ósamrýman-
legt trúnaðaraðstöðu verkstjóra
hjá vinnuveitendum.
Vjer viljum mælast til þess
að þjer birtið brjef þetta f
blaði yðar á morgun.
Virðingarfylst
Vinnuveitendafjelag Islands..
Eggert Claessen.
(Sign.).