Morgunblaðið - 12.08.1936, Qupperneq 3
Miðvikudagur 12. ág. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
Báðir nótabátarnir af Erni
\ t'
fundnir mannlausir.
Fá sfldveiðiskip
komu inn i gær.
En afli góður
við Langanes.
AA ÖRG skip voru að síld-
* V * veiðum við Langanes
í gærdag og var afli þar
góður. Einnig veiddist síld
á Grímseyjarsundi og út af
Sigluf j arðarmynni.
Fá ■ ískip komu þó inn í gær.
Reknetaveiði hefir verið heldur
treg undanfarið. 1 fyrrinótt var
logn og því lítið drif hjá rekneta^
bátum.
Huginn frá Hafnarfirðí kom til
'Siglufjarðar í gær með 1200 mál,
«em hann veiddi við Langanes.
Huginn III. var með 600 mál. Kári
kom með 300 tunnur af Grímseyj-
arsundi í salt. Einnig komu nokk-
xir fleiri skip með meiri og minni
afla.
Von var á mörgum skipum með
síld iað austan í nótt.
Ríkisverksmiðjurnar eiga eftir
eins og tveggja sólarhringa bræðslu.
En Hjaltalínsverksmiðjan og
,Grána“ eru alveg fullar.
Smokkflskur inn
á ísaffarðardjúp.
Isafirði, 11. ágúst. FÚ.
Talsvert af smokkfiski rak í nótt
á ísafirði, og segja sjómenn miikla
smokkátu í Djúpinu og úti fyrir
Vestfjörðum. Er þegar hafinn und-
irbúningur undir smokkfiskveiðar.
Sæmilegur síldarafli hefir verið
á reknetabáta, en þó ærið misjafn.
Sfldin er fremur homð og fer þverr
andi. Telja sjómenn smokkinn reka
síldina inn í firðina.
Sjómenn er stunda handfæraveið
ar í Húnaflóa segja mikla smokjk-
átu þar.
Tæp ÍO þús. fonn af
karfa komln á land
FÚ. 11. ágúst.
Á Sólbakka höfðu verið lagðar
á land 9257 smálestir af karfa um
síðastliðna helgi. f
Hávarður Isfirðingur hafði lagt
á land 2765 smálestir, Sindri 2442
smálestir, Þorfinnur 2387 smálestir
og Hafsteinn, sem nú er hættur
karfaveiðum fyrir löngu, 1661 smá-
lest.
Úr aflanum hefir verið unnið
1587 smálestir af mjöli, 328 smá-
lestir búklýsi, og 25 smálestir lifr-
arlýsi.
ísfisksölur. í fyrradag seldu afla
sinn í Englandi, Andri, 1538 vætt-
ir fyrir 1071 stpd., og Venus, 1070
vættir fyrir 785 stpd., að frádregn-
um tolli.
Skipið ertalið af,
Leitinnt var hætf
í gærkvöldi.
19 vaskir Islensklr sjómenn
Irafa druknað.
0
LL von er nú talin úti um að línuveiðarinn „Örn-
inn“ frá Hafnarfirði sje ofansjávar. Mun skipið
hafa farist með allri áhöfn — 19 manns — s.l. sunnudag
einhverstaðar vestan við Mánareyjar.
Báðir nótabátar skipsins hafa pú fundist á reki tómir.
Síðari bátinn fann finskt „móðurskip“, Tessamo, út af
Melrakkasljettu síðari hluta dags í gær og sendi skeyti
um það til Siglufjarðar. Varðskipið Ægir hafði áður kom-
ið með hinn nótabátinn til Siglufjarðar.
Alt bendir til þess að „Örninn“ hafi sokkið mjög
skyndilega.
Ekkert hefir fundist rekið úr skipinu, nema bjarghringur, hurð úr
stýrishúsi, koddi og plankar úr dekkskilrúmi.
Fjöldi skipa hefir leitað síðan á mánudagsmorgun um aF svæðið,
sem hugsanlegt er að skipið hafi komist.
Varðskipið „Ægir“ og varðbáturinn ,,Snarfari“ hafa tekið þátt í
leitinni.
í gær var norska eftirlitsskipið „Fridthiof Nansen“ fengið til að
leita einnig, og þá sjerstaklega að spyrjast fyrir um það hjá norskum
skipum hvort þau hefðu orðið „Arnarins“ vör. AjíATT
En eftir að skeytið barst frá finska skipinu, um að það hefði
fundið nótabátinn, sem vantaði, var sýnt að öll frekari leit var
ái'angurslaus. Var því leitinni hætt í gærkvöldi.
Ægir hefir undanfarna daga leitað á svæðinu frá Skjálfandaflóa
austur að Langanesi.
Álandsvindur liefir verið á þeim slóðum undanfarna daga og mátti
því búast við, að ef mennirnir hefðu komist í bátinn hefði þá rekið upp
undir Tjörnes eða inn í Axarfjörð.
Voru því menn fengnir til að ríða með fjörunni, alt frá Húsavík
og norðnr með ströndinni. Stjómaði Júlíus Havsteen þeirri leit, én því
miður bar hún eng'an árangur.
Ægir sigldi grunt með landi fram með Tjörnesi og sendi síðan
vjelbát sinn enn nær landi. Einnig var leitað á vjelbátnum kringum
Mánareyjar.
Ómögulegt er að segja með bvaðai hætti skipið hefir farist. En
menn búast við að skipið hafi ekki sokkið vegna veðurs beldur hafi
eitthvert slys hent um borð og að skipið hafi sokkð afar fljótt.
Sóknarpresturinn í Hafnarfirði, síra Garðar Þorsteinsson, var stadd-
ur á Akureyri í fyrrakvöld. Brá hann skjótt við í fyrrinótt og hjelt til
Hafnarfjarðar til þess að geta orðið aðstandendum, sókUarbömum sín-
um, til hughreystingar í sorg þeirra.
Þeir lem fórust á Erni.
19 manna áhöfn var á „Ernin-
um“. 3 Reykvíkingar, 3 ungir
menn frá Ólafsvík og 13 frá Hafn-
arfirði.
Reykvíkingarnir voru:
Ólafur V. Bjaxnason, skipstjóri,
60 ára, Frakkastíg 26, kvæntur
og átti uppkomin börn.
Steinn Ásbjörnsson, stýrimaður,
28 ára, Rauðará við Hverfisgötu,
ókvæntur.
Eggert Ólafsson, 1. vjelstjóri, 27
ána, Grettisgötu 79, kvæntur en
barnlaus.
Hinir 13 Hafnfirðingar voru:
Guðmundur Guðmundsson, nóta-
bassi, 57 ára, Gunnarssundi 3.
Hann var kvæntur og átti 2 börn
innan við fermingu og 3 uppkomin.
Efiflr loftárás.
Er stjórnarherinn gerði loftárás á Toledo (Norður-Spáni).
Frá Olympflulefllcununi:
FRAMH. Á SJÖTTU SfDU.
Ausfurríkismönnum
dæmdur sigur: Peru*
inenn sigruðu.
Hæita Suður-Ameríku-
ríkfln þáttöku?
London, 11. ágúst. FÚ.
í Köln var all umfangsmikið íþróttamót háð í dag og
tóku þátt í því nokkrir Olympíukeppendur, sem staddir
voru í borginni á heimleið, þar á meðal Bandaríkjamenn-
irnir, Jesse Owens og Metcalf.
Keptu þeir meðal annars í 100 metra hlaupi, . og sigr-
aði Metcalf á 10.3 sekúndum. Náði hann þannig heijnsmet-
inu og fór að þessu sinni fram úr Jesse Owens, og hnekkti
þar með þeim orðstýr, sem Owens hafði getið sjer á
Olympíuleikunum, að hann væri ósigrandi.
1 dag kom fyrir atvik, sem j
talið er að kasti skugga á 01-
ýmpíuleikana. Á sunnudaginn
var kepptu Perúmenn og Aust-
urríkismenn í knattspyrnu, og
sigraði Perú. Áhorfendur ljetu
kappleikinn svo mjög til sín
taka, að talið var, að það hefði
valdið truflun á gangi leiksins,
og var málið úrskurðað á þá
leið, að hlutaðeigendur skyldu
keppa aftur, án þess að áhorf-
endur væru viðstaddir, og skyldi
sá kappleikur fara fram í dag.
Floklcurinn frá Perú neit-
aði að sætta sig við, að sig-
ur þeirra væri að engu gerð-
ur, og mætti því ekki til
kappleiksins. Vinningur í
leikunum var því úrskurðað-
ur Austurríki.
Olympíunefnd Perú hefir
boðið kappliði sínu að hverfa
brott af leikunum, og skorar á
allar þjóðir Suður-Ameríku að
styðja málstað Perú og hætta
þátttöku í leikunum.
í 4 X 200 metra boðsundi
karla urðu Japanar fyrstir, og
settu bæði Qlýmpíumet og
heimsmet, á 8 mín., 51,5 sek.
Bandaríkjamenn urðu næstir;
Ungverjar þriðju í röðinni.
í 200 metra bringusundi
kvenna varð japönsk kona einn
ig fyrst; nr. 2 var þýsk, þriðja
var ungfrú Sörensen frá Nor-
egi, 14 ára gömul.
í 100 metra baksundi kvenna
vann hollensk stúlka, á 1 mín.
16,6 sekúndum, og setti nýtt
Olympíumet.
f stökki af bretti urðu þrír
Bandaríkjamenn fremstir.
Kappróðrar byrjuðu aðeins í
dag, og voru Holland, Þýska-
land og Sviss sigurvegarar í
fyrstu atrennu.