Morgunblaðið - 12.08.1936, Side 5

Morgunblaðið - 12.08.1936, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta bæjakepni í frjálsum íþróttum. Dagana 14. og 15. ágúst. Milli Reykvíkinga og V estmannaeyinga. 5 500 manns é Hallgrimshátfð siðastllðlnn sunnudag. MiSvikudagur 12. ág. 1936. Síldveiði glæð- ist i Faxaflóa. Síldin er misjöín og er öll fryst. IIÍÁTAR, sem stunda rek- netaveiðar hjer í Faxa- flóa, hafa aflað dável tvo undanfarna daga. Veiðist .síldin bæði vestan og austan til í flóanum og gera sjó- menn sjer því vonir um að .■síldarganga sje að aukast í Faxaflóa. t gær kom hingað vjelbáturinn -Ármann frá Akranesi með 65 tunn- ur ,af síld, sem veiddist í Jökul- djúpinu um 40 mílur xrá Reykja- vík. Síldin er yfirleitt stór og feit, en nokkuð misjöfn. Einnig kom hingað í gær vjel- bátnrinn Ingólfur með dágóðan .afla. Síldin er fryst í Sænsk-ís- lenska frystihúsinu. Til Keflavíkur komu í fyrradag tveir bátar með síld: Svanur nieð 28 tnnnur og Trausti frá Sand- gerði með 40 tunnur. í gær komu þrír bátar með síld til Keflavíkur. Svanur með 20 tunnur (veitt austan til í flóannm), Gylfi frá Ytri-Njarðvík með 40 tunnur og Ása, Keflavík, með 40 "tunnur. Tveir síðastnefndir bátar -öfluðu síldina á Jökuldjúpi. Frá Akranesi hafa 6 bátar stnnd- að síldveiðar með reknetum, hefir afli verið misjafn undanfarið þang að til tvo síðustu dagana. Þessir þátar stunda síldveiðar frá Akarnesi; Ægir, Ármann, ’Bára, Hrafn Sveinbjarnarson, Ald- an og Sæfari. Komu þeir allir inn í gærmorg- un með 40—100 tunnur. Þeir voru að veiðum í Jökukljúpi. Lúðuveiðar frá Akranesi. Ha.i'aldui; Böðv.arsson útgerðar- maður á Akranesi hefir gert út 6 báta í sumar til lúðuveiða. Hefir afb bátanna verið 30—75 lúður eftir 6 daga útilegn. Liiðan er stór, ,alt að 300 pund. Haraldur sendir lúðuna jafnóð- Tim til Englands í ís. / Ansjósuc. * Sardínur, Rækjur, Reykt Síld. Alt íslensk framleiðsla, ný- komið. Verslunin K)«t & Fiskur. Símar 3828 og 4764. Böða mynd er altaf gaman að eiga. Látið Ama- törverkstæðið, Langaveg’ 16, fraxn- kalla og kopiera fyrir yður. Af- greiðsla í LanoaveBs Apóteki. Iþróttaráð Yestmannaeyja * og Reykjavíkur hafa komið sjer saman um að efna til bæjakepni í frjáls- um íþróttum, og fer kepnin fram í Vestmannaeyjum dagana 14. og 15. ágúst. íþróttakepni þessi vérður með nýrri tilhögun, sem ekki hefir ver- ið notuð hjer áður á íþróttamótum. Bæirnir fá aðeins að senda tvo' keppendur í hverri íþrótt og hver íþróttamaður fær ekki að keppa nema í þremur íþróttagreinum. Allir keppendur fá stig, sem reikn uð verða eftir afrekum þeirra. Við ixtreikning stiga verður farið eftir hinni finsku stigatöflu r:m íþrótta- afrek, sem viðurkend er af alþjóða-, íþróttasambandinu. VERÐLAUN. Á þessari fyrstu bæjakepni á íslandi verða aðeins veitt ein verð- laun (1. verðlaun). Er það for- kunnarfagur verðlaunapeningur, sem Björn Halldórsson leturgraf- ari hefir gert. íþróttaráðin hafa vel gert með því að koma á bæjakepni eins og þessari og vonandi er að fleiri bæir komi á eftir og keppi sín á milli. Mun það eflaust verða til þess að Þjórsárdalur er einskonar helgi- staður allra þeirra, sem átthaga eiga í Gnúpverjahreppi. Á hverju sumri efnir ungmennafjelag sveit- arinnar til skemtiferðar inn í ,,Dal“ og þeysa þá allir sem vetlingi valda og hest hafa og teyga að sjer skógarilm, njóta náttxírufegurðar, syn gj a og leika sjer meðan dlagur endist. Þó náttúrufegurð sje mikil í Þjórsárdal og þó þar sjeu laglegir slcógarblettir, þá vekja sandauðn- irnar miklu, nokkurn ömurleik hjá þeim, sem þekkja sögu dalsins og vita að einu sinni var hann algró- inn og þar var þá blómleg bygð. Sunnudaginn 2. ágúst efndi Ungmennafjelag Gmipverja til hinnar árlegu skemtiferð'ar í Þjórs- árdal. Um leið og dalurinn var kvaddur kom fram uppástunga um að stofnaður yrði sjóður af frjáls- um samskotum, sem yrði fyrsti vís- ir til fjáröflunar, sem þyrfti til þess að gena þessa lengi þráðu hug- sjón að vernleika. Þessu var tekið með miklum áhuga og úthverfðu menn nú vösum sínum ef finnast mættu þar nokkrir skildingar. Eins og nærri má geta varð sjóðurinn efla áhuga í bæjum fyrir frjáls- xim íþróttum. Með þeirri tilhögun, sem íþrótta- ráðin hafa komið sjer saman um að verði á íþróttakepni milli bæja er ekki mikil liætta á að stóru bæirnir geti unnið með því að senda fjölda íþróttamanna til kepni þar sem hver hær má aðeins senda tvo menn í hverri íþrótt. En aftur á móti er fengin trygging fyrir. því að hver hær sendi að- eins sína best'u menn. Einnig er það g-óð tilhögun að hver keppandi fái aðeins að keppa í þrem íþróttagreinum, því það fyrirbyggir ofurkepni, sem því miSui' hefir oft átt sjer stað á íþróttamótum hjer, þar sem einn íþróttamaður hefir tekið þátt í alt of mörgum íþróttagreinum, aðeins til að vinna fjelagi sínu stiga- fjölda. Eins og áður er sagt. fer fyrsta bæjakepnin fram í Vestmannaeyj- um. Reykvíkingarnir, sem keppa fyr- ir bæ sinn fara til Yestmannaeyja annað kvöld með Dettifossi. Er þess vænst að þeir atvinnu- rekendur, sem hafa keppendur í þjónustu sinni veiti þeim góðfús- lega leyfi til fararinnar. ekki stór nm kvöldið. Þessir 60—70 æsknmenn, sem tóku þátt í förinni og, sem aldrei bera á sjer mikið fje, vita það vel, að þetta var einskis verð byrjun, ef ekki leggja fleiri lið. Aftur á móti vænta þeir þess að Þjórsárdalur eigi nú orðið svo marga vini og aðdáendur að óhætt sje að ríða á vaðið og þeir vona fiastlega, að þetta traust þeirra verði sjer ekki til skammar. IJngmennafjelag Gnúpverja. mun lialda áfram að vinna að þessu áhugamáli sínn taf fremsta megni og væntir mikilla framkvæmda í trausti þeirra vinsælda dalsins, sem hinn vax'andi ferðamiannastraumur # þangað her ljósastan vott um. Við erum svo heppin að eiga ungan og álmgasamian skógrækt- arstjóra, sem mun ótrauður taka að sjer forystuna í þessu málí. Gistihúsið á Ásólfsstöðum hefir lofað a.ð veit'a móttöku gjöfum í sjóðinn og væntanlega munu dag- blöðin í Reykjavík leggja málinu örugt lið, því að jeg veit að í les- endahópi þeirra allna eru margir, sem eiga góðar endiu’minningar úr Þjórsárdal. Einar Gestsson. Eins og ákveðið var, fór Hall- grímshátíðin fram í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1 gær, sunnu- daginn 9. ágúst. Dagana næstu á undan hafði veðurútlitið ver- ið nokkuð brigðult, og óttuðust menn, að veðrið mundi verða óhagstætt þennan dag, og mun það hafa dregið allmikið úr þjátttökunni að þessu sinni. En sunnudagurinn rann upp, bjart- ur og fagur, svo að eigi sást ský á lofti frá hafsbrún til hæstú fjallatinda. Og sama blíð viðrið hjelst stöðugt fram yfir sólarlag. — Þessi dagur var hinn dýrðlegasti frá náttúrunn- ar hendi, — það var eins og hann væri sjerstaklega sam- ræmdur minningu Hallgríms Pjeturssonar. — Kl. 12 á hádegi hófst guðs- þjónusta í Saurbæjarkirkju. — Voru þar 5 prestar, klæddir messuskrúða; Sóknarpresturinn sjera Sigurjón Guðjónsson, sr. Þorsteinn Briem, prófastur, sr. Friðrik Friðriksson, sr. Þórður ur Ólafsson, og sjer Eiríkur Brynjólfsson. — Sjera Eiríkur flutti stólræðuna. En sjera Þor- steinn Briem var fyrir altari. Guðsþjónustunni lauk með því, að sr. Friðrik Friðriksson lagði fagran blómsveig (kross) á leiði H. P., við kirkjudyr, og flutti fagra ræðu. En á eftir var sunginn kafli úr Hallgríms- minningarljóðum Pjeturs Páls- sonar. — Kl. 3 e. h. hófst enn lúðra- þytur og ræðuhöld uppi í Fanna hlíð (sem eins vel mætti nefna Birkihlíð). Var þar fagurt um að litast í logni og sólskinsblíðu. Þar hafði verið reistur ræðu- stóll, og gjallarhorni komið fyr- ir. Hóf nú sjera Sigurjón Guð- jónsson ræðu. Lýsti hann m. a. hvernig nú horfði kirkjubygg- ingarmálinu, og ljet þess getið, að byrjað myndi að byggja Hallgrímskirkju á næstkomandi vori. Enda hefir þegar verið leyst af hendi allmikil undir- búningsvinna, svo sem með bryggjugerð, vegalagningu, grunnsljettun’, o. fl. — Þá flutti sjera Þorsteinn Briem ítarlega og ágæta ræðu, er einkum lýsti eðli og áhrifum H. P., sem trú- manns og afburðaskálds. Enda er það svo, að kjaminn í ljóð- um Hallgríms, mun seint fyrn- ast. Hann getur ávalt samein- ast heilbrigðri hugsun, — þótt tímar og stefnur breytist. — Eftir að hátíðinni var lokið, kringum kl. 5 síðd., fóru hátíð- argestir að smáhverfa á burt af hátíðasvæðinu. Innanhjeraðs- fólk til hesta sinna og bifreiða, en Reykvíkingar gengu til strandar, þar sem E.s. „Súðin“ beið þeirra, alskreytt fánum. — Allir hátíðargestir voru ánægðir yfir blíðu og helgi þessa dags. Og rjett er að geta þess, að ekki sáust áhrif víns á neinum. Var síðan siglt suður, móti bliki lækkandi sólar, er loks hvarf oss í skínandi kveldbjarma yf- ir skygðum hjálmi Snæfellsjök- uls. Hátíðinni var lokið. Dagur- inn að kveðja. Hann skilur oss eftir fagrar endurminningar. Rvík, 10. ágúst 1936. Einn af hátíðargestunum. Norður- ÍsfirQingar lýsa vantrausti á stjórnina. laafirði, mánudag. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAEXSINS. i^urður Kristjánsson hjelt landsmálafund í Bolungavík á laugardaginn var. Áttu Sjálfstæðismenn ákveðinn meirihluta á fundinum. Fyrir só- síalista mætti Hannibal Valdi- marsson. Fór fjöldi fundarmanna brott er hann talaði í síðara skift- ið. Fundinn sátu um 100 manns. Engar ályktanir voru gerðar, Vantraust á stjórnina. Leiðarþing og landsmálafundur var haldinn að Reykj.anesi á sunnu dag. Jón Auðunn Jónsson skýrði fyrst frá þingstörfum, en að því loknu hófst almennur umræðu- fundur. Fundarstjóri var Páll Pálsson, Þúf um. Sigui’ður Kristjánsson hóf um- ræður með snjallri ræðu. Af hálfu stjórnarliða töluðu Jón Fjalldal og Hannibal. Ennfremur töluðu Halldór á Rauðumýri, Sturlaugur í Múla, Jón Auðunn, Bjarni í Vigur, og Arngrímur Fr. Bjarnason ritstjóri. Fundurinn viar eindregið fylgj- andi Sjálfstæðisflokknuni. Þessar tillögur voru samþyktar: „Fundurinn lýsir megnri óá- nægju yfir samþykt hinna nýju jarðræktarlaga og skorar á Al- þingi að breyta þeim í sama horf og lögin voi’u fyrir síðustu ára- mót. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi, að afnema lögin um jarða kaup i'íkisins“. Tillagan var samþykt með 27 samhljóða atkvæðum. Ennfremur var eftirfarandi til- laga samþykt: „Fundurinn telur að fjárstjóm landsins fari í hinum mestu handa skolum og lýsir vantrausti á nú- verandi ríkisstjórn og þingmeiri- hluta“. Tillagan var samþykt með 29: 7 atkvæðum. — Hvað er systir þín gömul? — 24 ára. — Hún sagði mjer, að hún væ*i ekki nema tvítug. — Það er vegna þess að hún lærði ekki að telja fyr en hún var fjögra ára. Ungmenna fjelag gengsf fyrir friðun Þjórsárdals.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.