Morgunblaðið - 18.09.1936, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 18. sept. 1936.
Ráðstjórnarfvrirkomulag í verk-
smiðjum í Frakklandi.
Verkamenn taka
verksmiðjurnar
eignanámi.
Taka forstjóra þeirra fasta.
FIMTÁN hundruð verkamenn við Rhodesiata-
silkiverksmiðjurnar í Lyon hafa tekið verk-
smiðjurnar eignarnámi og „hafið starfrækslu
þeirra á ný með því að þeir hafa kjörið sjer sjálfir fram-
kvæmdarstjórn úr sínum hópi“ (eins og segir í FÚ-fregn
frá London).
Þessi fyrsta tilraun til ráðstjórnarfyrirkomulags í Frakk-
landi er fordæmd einróma í blöðum hægri flokkanna frönsku
og langt inn í fylkingar Alþýðufylkingarinnar.
M. a. fordæma aðalblöð sósíal-
radikala flokksins hörðum orðum
þessa ráðstjórnartilraun verka-
manna.
Höfðu verkamennirnir krafist
að nökkrir af verkstjórum silki-
’verksmiðjanna yrði sagt upp, en
fengu neitun. Lögðu þeir þá und
ir sig verksmiðjurnar og tóku
framkvæmdastjóra þeirra fasta.
Salaengro, innanríkisráðherra
Frakka tilkynti síðdegis í dag,
að samkomulag hefði náðst um
deilumál verkamanna í vefnaðar-
verksmiðjunum í Lille og atvinnu
vekenda (segir í Lundúnafregn
FU). Yerkamenn slá nokkru af
kröfum sínum, en atvinnurekend-
ur slaka til um launahækkun.
Þetta samkomulag náðist á fundi
er fulltrúar beggja aðila áttu
með nokkrum ráðherrum stjórn-
arinnar í dag.
Atvinnurekendur munu hafa
krafist þess (símar frjettaritari
vor), að bannað yrði með lögum
að verkamenn legðu undir sig
verksmiðjur þær, sem þeir vinna
í, þegar þeir gera Verkföll, og
að framkvæmdastjórn fengi end-
urreist vald sitt innan verksmiðj-
anna. Ennfremur að komið verði
í veg fyrir, að tilrauiiir yrði
gerðar til :að koma á ráðstjórn-
arfyrirkomulagi í verksmiðjun-
um.
L£fur, liförtti
og svið.
Nýslátrað dilkakjöt og alls-
konar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
Nýkomið:
Lflfur og Iiförtu.
Kjötverslunin
HERÐUBREIÐ.
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
Charcot-slys-
ins minst i
hsimsblöð-
unum.
Miklar móttökur
biðu dr. Gharcot.
ORLÖG Pourquoi pas?
hafa vakið mikla hlut-
tekningu í Frakklandi, Dan-
mörku, Englandi og víðar.
í Danmörku er sagt frá
slysinu á allri forsíðu stór-
blaðanna í skeytum og sím-
tölum.
í erlendum blöðum hefir
verið skýrt frá því, að her-
skip hafi verið sent af stað
til Rvíkur til að vera til
aðstoðar við leitina að lík-
um hinna druknuðu og
flytja bau heim til Frakk-
lands.
í Danmörku iiafði farið fram
undirbúningur undir að veita dr.
Chareot miklar móttökur, af
hálfu hins opinbera. Var ákveðið
að veita honuni heiðurspening
. Landfræðifjelagsins danska í
gulli.
Sorgarathöfn mun fara fram í
Kaupmannahöfn, í tilefni af slys-
inu (segir í Khafnarfrjett FÚ),
og hefir sendiherra Frakka í
Kaupmannahiifn fengið fjölda
samúðarheimsókna síðan frjettin
um slysið barst þangað.
Stauning forsætisráðherra hef-
ir látið svo um mælt, að Dan-
mörk muni ávalt varðveita minn
inguna um hið mikla starf Dr.
Charcot.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
„The Times“ missir
trúna á friðar-
vilja Hitlers.
Daily Telegraph: Sam-
vinna Rússa og Frakka
nauðsynleg.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KHÖFN f GÆR.
TIMES skýrir frá því, aö Adolf Hitler hafi ætl-
að halda stórum hvassyrtari ræðu gegn Rúss-
um á flokksþinginu í Nurnberg, en að von
Neurath, utanríkismálaráðherra, von Papen og von
Hassel, sendiherra Þjóðverja í Róm, hafi lagst á eitt um
að fá hann ofan af því, til þess að koma í veg fyrir utan-
ríkismálapólitískar flækjur.
Mörg' bresk blöð, sem fram til þessa hafa stutt málstaö
Þjóðverja, hafa nú mist trúna á friðarvilja Hitlers, eftir flokks-
þingið í Niirnberg. Meðal þessara blaða er „The Times“.
„Daily Telegraph!í (hægri
blað) álítur nauðsynlegt, að
náin samvinna sje milli
Frakka og Rússa til vernd-
ar friðnum í Evrópu.
Við erum viðbúnir.
Hermálaráðherra Rússa, Voros-
chiloff, svaraði í dag ræðu þeirri,
sem Hitler hjelt á flokksþinginu
í Núrnberg, þar sem hann ásæld-
ist ekrurnar í Ukraine og málm-
auðlegð Úralfjallanna.
„Ef nokkur leyfir sjer að gera
árás á Ukraine eða Hvíta-Rúss-
land“, sagði hann í ræðu, sem
hann flutti í Kiev fyrir 150 þús.
manns í dag,
„þá munurn vjer ekki ein-
ungis vera færir um að
mæta þeim, heldur munum
vjer láta orustuna berast inn
í þeirra eigið land.
Vjer lýsum því yfir, að ef kapi-
talistisku þjóðirnar vildu afvopn-
ast, samkvæmt þeim tillögum,
sem vjer höfum lagt fram, þá
myndum vjer með glöðu geði
senda hermenn vora til baka til
vinnu sinnar á kornekrum lands
vors“.
Hinir sterku.
Hitler hjelt í dag ræðu fyrir
fimtu herdeild þýska hersins.
Honum fórust m. a. orð á þessa
leið:
„Þjer eigið að verja heiður og
vegsemd Þýskalands. Það hefir
sannast, að hamingjan fellur hin
um sterku í skaut. Þýskaland er
risið upp, og æðsti vottur um
upprisu þjóðarinnar er herinn,
sem þjer hafið helgað þjónustu
yðar“.
Esja fer í kvöld kl. 9 austur
um land áleiðis til Siglufjarðar.
------Til-------
varnaðarí
London 16.. sept. FÚ.
Maður nokkur í Englandi
hefir verið látinn sæta stór-
sekt fyrir það, að setja músa-
gildru út í eplatrje í aldin-
garði sínum, til þess að ná
fuglum, sem sóttu í, eplin.
Ljet hann fugl einn hanga á
löppinni í gildrunni í marga
klukkutíma, þar til nábúar
hans þoldu ekki lengur að
heyra fuglinn skríkja, og
klöguðu manninn fyrir Dýra-
•verndunarf jelaginu, en það
höfðaði síðan mál á hann.
Slátnrtíðin
er byrjnð.
Rúgmjöl, hreinasta afbragð
15 aura kg.
Verslunin Vfsir.
Bankabyggsmjðl
fæst i
Ofveðrinu
hefir slotað
- alt er kyrt.
Einn af yfirmönnunum á
,Hvidbjörnen“ hefir ritað eftir-
farandi og leyft Mbl. að birta:
16. sept.
FYRRI PARTINN í dag hefir
storminn lægt. Öldurnar
falda ennþá hvítu. Það talar sínu
skýra máli um atburði næturinn-
ar. Alt gengur sinn vanagang á
skipinu. Svo þegar klukkan er
tólf, kemur alt í einu hin ömur-
lega fregn: „Pourpuoi pas?“
strandaði í nótt út af Borgar-
firði, óvíst um afdrif skipshafn-
arinnar“. Nú var tekið til óspiltra
málanna, og kl. 12,30 lijeldum
við út eftir firðinum til þess að
veita aðstoð, ef unt væri.
Enginn veit með vissu, hvað
skeð hefir, en hugurinn hvarflar
til frönsku vinauna í hættum
þeirra. Til allrar hamingju er það
sterkt skip, svo að þótt jafnvel
siglurnar væru komnar fyrir
borð, ætti skrokkurinn að halda.
En svo er aftur við því að segja,
að íslandsstrendur eru einhverj-
ar þær hættulegustu um víða ver-
öld, og uppi undir Borgarfirði
er alt fult af skerjum og boð-
um, sem liggja þar í leyni, búin
þess að vinna hverju fleyi grand.
Ef við höldum ekki ímyndunar-
aflinu í skefjum, förum við strax
að gera samanburð á hlýjum og
traustum klefunum og bjargar-
lausu skipsflakinu, þar sem sjó-
irnir æða yfir þiljur, innan um
allan glundroðann, reiða, segl,
blakkir, rár, en vonleysið og ugg-
urinn grípa um sig meðal aðfram
kominnar skipshafnarinnar. En
hvergi er veruleikinn lialdinn
fremur í gildi en meðal þeirra,
sem hafast við á sjónum, svo
rjett er að æðrast ekki, en híða
þess, sem verða vill.
Og staðreyndirnar komu í Ijós
fyr en varði. Um leið og viS
komum auga á varðskipið „Ægi“,
kemur skeytið: „Aðeins siglu-
trjen eru sjáanleg af „Pourquoi
pas?“, 10 lík hefir rekið, 1 mað-
ur hefir bjargast“.
Við, sem stöndum lijer á þil-
farinu, minnumst allir orða Dr.
Charcots, þegar hann mælti með
óblandinni ánægju: „Kortið
hjerna, þar sem þið, kerrar mín-
ir, sjáið teiknaðar mælingarnar
frá í sumar, táknar endalok 14
ára starfs á Grænlandi“.
Engan óraði fyrir því, að
harður veruleikinn ætti eftir að
sanna orð Dr. Charcots svona
bókstaflega.
Fyrir tæpum tveim sólarhring-
um höfðum við talað við þessa
menn, sjeð þá alla glaða og á-
nægða í tilhlökkuninni um hráða
heimkomu til hins sólríka ætt-
lands síns. Fyrir dægri hörðust
þeir síðustu baráttu sinni í hrá-
slaga ömurlegrar óviðrisnætur. Á
þessari stundu var verið að
bjarga líkum þeirr undan hvít-
fyssandi sjávarrótinu.
Ofviðrinu hefir slotað — alt er
kyrt.