Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1936, Blaðsíða 5
Fostudagur 18. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ £ 5 ' Verslunarjöfnuðurinn síðustu árin. Eftir dr. Odd Guðjónsson. Frá bæjarstjórnarfundi: Verður lögregluþjón- um fjölgað í 54? HINN gífurlega óhagstæði viðskifta- jöfnuður við útlönd var arfur í- haldsstjórnarinnar, sem feld var frá völdum 1934“. Þessi klausa stendur í forystugrein Nýja dagblaðsins í gær, >og er blaðið augsýnilega mjög hrifið af að geta frætt lesendur sína á þessum mikilsverðu sannindum. En hvaða blessuð íhaldsstjórn er það eiginlega, sem blaðið á við? Jú, hjer er ekki um annað að ræða en samsteypustjórn þá, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mynduðu á árinu 1932. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórninni var Magnús Guð- mundsson, en Framsókn valdi tvo af sínum mestu virðingar- mönnum, sem þá voru, þá Ás- geir Ásgeirsson og Þorstein Briem, til að taka sæti í þessu sambræðsluráðuneyti flokk- anna. Með öðrum orðum, íhalds- stjórnin, sem Nýja dagbl. á við, var skipuð tveimur Framsókn- armönnum og einum Sjálfstæð- ismanni, það þarf ekki að minna á,. að þessi stjórn naut jöfnum höndum stuðnings beggja flokk anna til ýmissa þjóðfjelagslegra átaka, allan þann tíma, sem hún var við völd. En nú syngur dálítið öðruvísi í tálknum Framsóknarmanna. Nú gefur Nýja dagbl. í skyn, að Magnús Guðmundsson hafi einn ráðið öllu í stjórninni, og svo er að skilja á blaðinu, að á viðskiftamálum þjóðarinnar þessi ár, beri Framsókn enga ábyrgð — hún og hennar fólk hafi verið þar gersamlega á- hrifalaust. Að minsta kosti tel- ur Nýja dagbl. í gær, að við- skiftajöfnuður þessara ára sje að öllu leyti á ábyrgð „íhalds- ins“. En það er annars ekki úr vegi að athuga, hvernig hann leit ht þessi gífurlega óhagstæði viðskiftajöfnuður ,,ihaldsins“, þessi erfiði arfur, er „stjórn hinna vinnandi stjetta“ tók við af „íhaldinu“. Við athugun Verslunar- skýrslnanna frá þessum árum, leitum við árangurslaust að gíf- urlega óhagstæðum viðskifta- jöfnuði. Hann er sem sje ekki til á þessum árum. Til þess að finna hann þarf að fara fram eða aftur fjrrir það tímabil, sem hjer er um að ræða. Um þetta geta allir sannfærst með því að skygnast í svo al- gengar heimildir, sem skýrslur Hagstofunnar eru. En Nýja dagbl. til glöggv- mnar skal hjer stuttlega skýrt hvernig viðskifti þjóðarinnar við útlönd voru á tímum „í- haldsins“. Á árinu 1932, fyrsta ári „í- haldsstjórnarinnar" er flutt út umfram innflutt fyrir 10.4 milj. 'kr. Á öðru stjórnarári „íhalds- ins“ er flutt út umfram innflutt fyrir 2.5 milj. kr. Það mun láta nærri, að þessi umframútflutningur hafi nægt til að greiða þær ósýnilegu greiðslur, er þjóðin á þessum árum varð að standa skil á til útlanda. Leitin að óhagstæðum viðskiftajöfnuði á þessum árum er því árangurslaus. En hvernig er ásatt með við- skiftajöfnuðinn fyrir og eftir þetta „íhalds“-tímabil? — t. d. í stjórnartíð Framsóknar, og „stjórnar hinna vinnandi stjetta?" Látum Verslunarskýrslurnar aftur upplýsa málið? Árið 1929 er innflutt umfram útflutt fyrir kr. 2.8 milj. Þetta þýðir, að viðskiftajöfnuðurinn var 1929 raunverulega óhagstæður um ca. 8 milj. kr. Árið 1930 er enn flutt inn umfram útflutt fyrir kr. 11.9 milj. Þetta þýddi að viðskiftajöfnuðurinn var á ár- inu 1930 óhagstæður um ca. kr. 17 milj. — Árið 1931, síðasta frægðarár Framsóknar, sýnir einnig óhagstæðan verslunar- jöfnuð, og ca. kr. 6—7 milj. óhagstæðan viðskiftajöfnuð. Á árinu 1934 tók „stjórn hinna vinnandi stjetta“ við. — Umskiftin eru skjót og mikil frá tímum ,,íhaldsins“. Árinu lauk með því, að innflutningurinn umfram. útflutninginn nam kr. 3.9 milj. Þetta þýddi 9-10 milj. kr. óhagstæðan viðskiftajöfnuð. Árið 1935 endar lítið betur. Þá er flutt inn umfram útflutt fyr- ir kr. 1.3 milj. kr. Þetta þýddi ca. 7 milj. kr. óhagstæðan við- skiftajöfnuð á því ári. Já, svona leit hann nú út þessi gífurlega óhagstæði við- skiftajöfnuður „íhaldsins“ — og svona lítur viðskiftajöfnuð- urinn út, þegar bjeað „íhaldið“ ■kemur hvergi nærri. Það er ekki að furða þótt FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Svo sem kunnugt er, hefir dómsmálaráðherra oft látið uppi, að nauðsyn væri á, að fjölga lögreglumönnum í bæn- um, og hefir hann tvisvar skrif- að bæjarstjórn um það efni. Ut af þessu gerði bæjarstjórn í gær svohljóðandi ályktun með 7 atkv. gegn 2. Þar sem dóms- og kirkju- málaráðuneytið hefir, skv. lög- um um lögreglumenn nr. 92, 19. júní 1933, óskað tillagna bæjarstjórnarinnar um fjölgun lögregluþjóna í Reykjavík, leggur bæjarstjórnin til, að tala lögregluþjóna í bænum verði ákveðin fyrst um sinn frá næstu áramótum alls 54, enda verði 1/6 hluti liðsins lögreglumenn ríkisins skv. nefndum lögum. -— Samkv. þessu verði settir 14 ný- ir lögregluþjónar hjer í bænum frá 1. jan. næstkomandi. Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir tillögunni, og benti á, að ríkið mundi að langmestu leyti bera kastnaðinn við þessa fjölgun, þar%sem það ætti, eftir að hún hefði farið fram, að greiða 1/6 hluta lögreglukostn- aðarins, en greiddi nú ekki neitt og notaði þó marga lög- regluþjóna til sinna þarfa. Hitt væri og játað, að löggæslan í bænum væri nú ófullnægjandi. og mætti þar sjerstaklega til- nefna hafnargæsluna, sem hafnarsjóður greiddi nú sjer- staklega fyrir. En gæta yrði þess, að varhugavert væri að fjölga lögregluþjónum í einu mjög mikið. Mætti ætla að 54 væri hæfileg tala lögreglu- manna að öllu þessu athuguðu. SJÁLFVIRKÍ ÞVOTTAEFNI ósjtaSUqv_______., Oódamt G j ö r 1 r þ v o tt 1 n n tn jallhvítann An þess aö henn sja nuddaður e ö a blelkjaöu A Nýtt dilkakjðt. Laukur Grænmeti. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstr. 18. Símí 1575. Tilkynning. Jeg undirritaður liefi selt ísafoldarprentsmiðju h.f. bókaforlag mitt frá 1. jan. 1936 að telja, og bið jeg því þá, sem liafa haft við- skifti við forlagið, að snúa sjer til prentsmiðjunnar framvegis með þau viðskifti. Reykjavík, 17. sept. 1936, E. P. Brlem. Samkvæmt, ofanrituðu hefir fsafoldarprentsmiðja h.f. keypt bókaforlag1 E. P. Briem frá 1. jan. 1936. Biðjum vjer viðskiftamenn forlagsins að snúa sjer eftirleiðis til prentsmiðjunnar með pantanir á bókum þess. Reykjavík, 17. sept. 1936. pp. ísafoldarprentsmiðja li.f. Gnnnar Einarsson. Nýjar bækur Sverre S. Amundsen: Edison. ÐlaOadrengurinn, sem varö ; mesti hugvitsmaöur í heimi. íslensk þýðing eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra. Bók þessi lýsir á skemtilegan hátt lífi ogj starfi Thomas AlvaEdisons, hins heiíns- fræga hugvitsmanns. Hún er ekki æfi- saga í venjulegum skilningi, heldur fyrst og fremst óviðjafnanleg drengja- bók, þar sem sagt er frá áhugamálum drengsins Edison, tilraunastarfi hans, blaðasölu og blaðaútgáfu, gleði og sorg- um, sigrum og löngu og miklu æfistarfi. Kostar aðeins kr. 3.50 i vðnduðu og smekklegu bandi. Grimms æfiniýri 4. hefti. Meðjmörgum myndum. Theódór Árnason þýddi. Verð: kr. 2.00 ib. Litlii drottningín Barnasaga með myndum. ísak Jónsson þýddi. 2. útg. Verð: kr. 1.50 ib. Á sjó og landi II. Framhald endurminninga Reinalds Kristjánssonar. í þessu hefti er sagt frá Skúlamálinu á Isafirði, Sigurði >skurð og fleiru. Verð: kr. 1.50 ób. Fjölbreytt úrval af hinum smekklegu EVA-kvemkóm, nýupptekið. Skórlno, Laugaveg 6. Osfavikan endar á morgnn. Það er því hver síðastur að nota sjer þau kostakaup, sem þar gerast. Komið í clag á LAUGAVEG 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.