Morgunblaðið - 19.09.1936, Side 5
Xaugardagur 19. sept. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
„Pour laFrance“.
Eftir F. Nyborg Christensen
verkfræðing á „Hvidbjörnen".
-----Franskt-----------
herskip kemur
22. þ. m.
Franska stjórnin hefir sent
af stað tii Reykjavíkur her-
skip til að sækja líkin af
skipverjunum á Pourquoi
pas? Skipið heitir Andacieus
og kemur hingað 22. þ. mán.
(Skv. uppl. frá franska
konsúlatinu).
Max Pemberton
sðkkvir þýsk-
um bðt.
ftrekstur á Elben.
Max Pemberton,
sem seldi afla
sinn í Cuxhafen
1 fyrradag, fyrir rúml.
28 þúsund ríkismörk,
sigldi þýskan vjelbát í
kaf á Elben í gær.
Var togarinn kominn skamt
frá Cuxhafen á heimleið, er
árekstur varð milli hans og
ibátsins og sökk báturinn sam-
stundis. Allir mennirnir úr
bátnum björguðust.
Max Pemberton laskaðist
talsvert og sneri aftur til Cux-
hafen. Þýskir hafnsögumenn
voru um borð í togaranum.
Þýski báturinn hjet ,,Ursula“
og var 110 smálestir. Var hann
að flytja korn, er áreksturinn
varð.
Fisksölusamlag Fær-
eyinga með dðnsk-
um ríkisstyrk.
TRÁ FRJETTARITARA VORUM
KHÖFN í GÆR.
æreyinganefndin
sem send var til
Khafnar, hefir
fengið því ágengt, að
stofnað verður sölusam-
band, sem tekur yfir all-
an saltfisk frá Færeyj-
um.
Sölusambandið fær einnar
miljón króna styrk frá ríkinu
til markaðsöflunar.
Nefndin hefir undanfarið
staðið í samningum við dönsku
stjórnina um erfiðleika Færey-
iliga og ráðstafanir af hálfu
■dönsku stjórnarinnar til hjálp-
ar.
Aðalfundur Karlakórs K. F. U.
M. var haldinn í gærkvöldi. í
stjórn voru kosnir: Björn Árna-
son form., Jón Guðmundsson og
Sigurjón Guðmundsson meðstjórn
•endur. Aðalfundarstörfum var
*ekki lokið og verður framlialds-
fundur haldinn síðar.
Um borð í „Ilvidbjörnen".
AÐ er eins og einhver dap-
urleiki og angurværð hafi
gripið alt og alla á skipinu. Fyr-
irskipunin: „Tilbúnir að halda til
hafnar“ vekur venjulega líf og
fjör. 1 dag hljómar liún með und-
arlegum ömurleik. Djíipt í brjóst-
um allra felst hugsunin um hina
frönskn fjelaga, sem lukn lífi
sínu svo snögglega. Nú erum við
á leið til Akraness til þess að
flytja lífvana líkami þeirra til
Revkjavíknr.
Á ganginum bakborðs megin er
löng ömurleg röð af líkbörum, 22
talsins. Á þær á að leggja þá, sem
fyrir svo skömmu heinísóttu okk-
ur daglega um borð, með spaugs-
yrði á vörum og bros í auga.
Áhöfnin er klædd viðhafnar-
búningi, alt er undirbúið til þess
að veita þeim móttöku síðasta
sinni, og til þess að votta þeim
fyrstu kveðjurnar af mörgum,
sem þeir munu mæta á leið sinni
frá þessari stundu, þangað til
þeir hafa hlotið hinstu hvíld í
faðmi sólríkrar móðurmoldar.
Kringum skipið sveima máfarn-
ir á glæsilegu flugi. Hver veit?
Ef til vill er meðal þeirra tamdi
máfurinn, sem Dr. Chareot flutti
frá Grænlandi. Máfurinn, sem dr.
Charcot sótti niður í yfirmannft-
herbergið, um leið og hann sjálf-
ur kvaddi lífið, til þess að fugl-
inn gæti flogið leiðar sinnar, þótt
mennirnir færust.
Það er ekki hægt að hugsa sjer
fegurra tákn hinnar göfugu og
auðugu sálar, en þetta atvik. Dr.
Charcot var ósíngjarn og stór-
brotinn. Hann hugsaði fyrst um
aðra, um lífið, scm á að halda
áfram, síðast, uin sjálfan. sig.
Við liggjum nú fyrir akkeri
utan við Akranes. Krappur sjór,
skýjaður liiminn, napur gustur.
Stjórnborðsmegin, á ganginum,
stendur áhöfnin í þyrpingu, bak
við lyftinguna. Álvarlegir á svip
stara þeir til lands, en ennþá
sjest ekki skipið með hinn öm-
urlega farm.
Klukkan var orðin 16, þegar
franski konsúllinn, Monsieur
Zarzecki, kom um borð ásamt
franska stýrimanninum. Á andlit-
um beggja mátti glögt sjá merki
geðshræringa undanfarinna
mörgu og löngu stunda. Hvorug-
sjálfvirkt
þvottaefni
ötkodl«Qi. . OóHaxt
0|örir þvottlon
mjallhvttano An
þeas aO hano eje
nuddaOur.eO^
b I e I k J a 0 u r.
ur er í skapi til að hefja sam-
ræður og enginn kærir sig um að
spyrja þá.
Sjórinn er svo ókyr, að ekk-
ert verður aðhafst. Við verðum
því að fara inn undir Engey.
„Ægir“ fer á undan. Bæði skip-
in eru með flaggið í hálfa stöng.
Kl. 19 er alt komið nm borð.
Stýrimaðurinn fer að gráta —
kyrlátum örvæntingargráti —
þegar hann sjer liina þöglu fje-
laga sína, reifaða fánum, þar sem
þeir liggja í röð á bakborðs gang-
inum — dr. Charcot aftastur.
Á þilfarinu eru allir hugsandi
og hljóðir, með ber liöfuð. Það er
haldið til Reykjavíkur. Þegar
horft er eftir ganginum aftan af
þilfarinu, læsir fyrri hlutinn af
nafni franska skipsins í hugann:
„Pourquoi ?“ (Hversvegna?).
Þegar þeir koma heim, mun öll
franska þjóðin svara spurning-
unni einum rómi: „Fyrir Frakk-
land“.
F. Nyborg Christensen.
Ný iðnaðug:
Slilsisgerðin Atlask.
í gær bauð ungfrú Hólmfríður
Guðsteinsdóttír tíðindamanni frá
Morgunblaðinu að koma og líta
á framleiðsluvöru, sem er tiltölu-
lega ný á íslenskum markaði, en
það eru slaufur, kjólslaufur,
þverslaufnr og slifsi, í stuttu máli
sagt, allskonar hálsbindi við karl
mannaföt, er Slifsisgerðin Atlask
Laugaveg 34 framleiðir.
Slifsisgerðin tók til starfa nm
síðustu áramót, en hefir síðan
stöðugt fært út kvíarnar og auk-
ið framleiðslu sína. Veitir hún nú
þrem stúlkum atvinnu, auk for-
stöðukonunnar. Selur hún þegar
mörgum verslunum hjer í bæ í
heildsölu, og víða út um
land. Forstöðu veitir Slifsisgerð-
inni ungfrú Hólmfríður Guðsteins
dóttir. Dvaldi hún í Kaupmanna-
höfn síðastliðið ár og lærði hand-
iðn þessa.
Slifsin og slaufurnar frá
Slifsisgerðinni eru ýmist
liandunnin eða gerð í vjelum. Eru
þau vel nnnin og smekkleg og
vinna á þeim öll hin vandaðasta.
Standa þau síst að baki erlendri
vöru sömu tegundar.
Fasteignastofan,
Hafnarstræti 15
hefir enn til sölu mjög stórt
úrval af allskonar húsum,
smáum og stórum, nýjum
og gömlum, með lausum
íbúðum 1. okt., ef samið er
strax.
JÓNAS H. JÓNSSON.
Sími 3227.
^ Hvítai», hreinar
og fallegar
tennur
prýða.
Gott tanncream
á bæði að hreinsa
tennurnar og varð^
veita þær fyrir
skemmdum.
Notið RÓSOL TANNCREAM
kemur útl.október.
ZJ
1 dag er síðasta tækifæri til að
fá bókina með áskrifendakjör-
um (innbundna á 12 og 16 kr).
Hringið i síma 2702 í dag
eða sem fljótast.
Þingvallaferðir
verða framvegis kl. 10y2 árd. frá Reykjavík og kl. 6 síðd.
frá Þingvöllum.
ISifreiðastöð Stetndérs.
GÆRUR.
Kaupi gærur hæsta verði.
5ig. Í7. Skjalöberg.
Elsku litli drengnrinn,
Ingi Sigurður Júlíusson,
andaðist í gærmorgun á Bakkastíg 5.
Fyrir hönd foreldra og annara aðstandenda.
Ingibjörg Sigríður Jónasdóttir.
Inuilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
mannsins míns,
Bergþórs Árnasonar.
Fyrir mína hönd, sonar míns og annara vandamanna.
Björg Gtmnarsdóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og
jarðarför móður okkar,
Guðbjargar Jónsdóttur.
Börn og fósturbörn.
- - -......-... ■
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Björns R. Stefánssonar,
fyrv. alþm.
Guðný H. Briem, Dómhildur H. BrieM
og aðrir aðstandendur. ,