Morgunblaðið - 23.09.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1936, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ 5 Frásögn af Grænlands- leiðangri, Sno rr a goða‘. Hinn einkennilegi fjörður Ollumlengri. SKIPYERJAR á vjelbátnum „Snorra goða“, sem stundaði veiðar hjá Grænlandi í sumar, segja að ekki þýði að senda jafn lítinn bát þangað. En af reynsluför þessari má mikið læra um það, hvernig á að gera út við Grænland. Morgunblaðið hefir haft tal af stýrimanninum, Markúsi Sigurjónssyni, og sagðist honum svo frá: — Yeðrátta er mikiS stiltari við Grænland heldur en hjer. Allan júlí var blíðskaparveður, og allan tímann kom ekki fyrir nema dag- ur og dagur, að livast væri. Engan ís var þarna að sjá. Sparisjóður Sauðárkróks Eítir Indriða Einarsson. Fyrstu vikuna veiddum vjer vel, enda höfðum vjer þá þorska- lóð. Lúðu áttum vjer að setja um borð í móðurskipið „Arctic“, sem lá inni í Færeyingahöfn, en þorsk- inn áttum vjer að leggja á land þar, en það breyttist hráðlega, svo að vjer fengum að setja hann um borð í annað móðurskip. Þegar skipstjórinn á „Arctic“ komst að því, að vjer höfð- um þorskalóð, sagði hann það væri brot á samningi, og eftir það máttum vjer ekki veiða á annað en haukalóð og hahd- færi. Við það minkaði aflinn, því að lítið var um lúðu. Sögðu kunnugir mcnn, áð hún væri að ganga til þurðar, vegna hinna miklu véiða :a undanförnum árum. Vjer urðum aðallega að hafast •við á grunninu út af Færeyinga- shöfn. Er þar 50—100 faðma dýpi. Þarna voru mörg skip, enskir «og franskir togarar, færeyskar ■og portúgalskar skútúr o. s. frv. En flest veiðiskipin voru þó um 200 mílum uorðar og mun þar betri veiði. Annars var svo að sjá í sumar, að fiskur kæini í smá- krotum, og svo ekkert á milli. Vjer fórum einu sinni alla leið norður að Holsteinsborg og fisk- vuðum þar sæmilega. Vjer hittum Agúst Olafsson -skipstjóra, sem nú er umsjónar- maðiir á vesturströndinni. Hefir honum verið fenginn til umráða vjelbátur, sem Kuud Rasmussen hafði áður, og ferðast liann á honum fram og aftur. Hann sagði, að það væri ís- landi til minkunar að senda svo ljelega fleytu sem „Snorra goða“ til veiða hjá Grænlandi, þegar þeir ætti nóg af góðum skipum og hentugri til þess. — í Færeyingahöfn var verið •að reisa sjómannahæli og spítala í sumar. Var ekki vanþörf á því. Að undanförnu hefir það verið færeyska flotanum og verið flutt- ur þar á land, þá hefir hann orð- ið að lig'gja í ljelegum geymslu- skúr innan um allskonar drasl. Færeyskir smiðir unnu að bygg- ingunni. Ekki máttu þeir hafa aieitt samneyti við Eskimóa. En nú var það, að hópur Eskimóa settist að í firði þar skamt fyrir norðan og tóku ungu grænlensku stúlkurnar að venja komur sínar til Færeyingahafnar á síðkvöldum eða á nóttum. Þetta komst upp, og þá voru Eskimóar reknir þaðan með harðri hendi! Ekki höfðum vjer nein >kynni af Eskimóum, en oss var sagt, að þeir væri vel á verði um það, að láta skip ekki veiða í landhelgi og kærðu þau hispurslaust, enda þótt skipin hefði gert þeim margs konar greiða, hjálpað þeim um ýmislegt, sem þá vanhagaði um. Svo fóru Pæreyingar að breiða yfir nafn og númer á skipum sín- um, þegar þeir voru í landhelgi. En ekki dugði það, vegna þess hvað Eskimóar eru orðnir ment- aðir. Ef þeir sáu ekki nafn og númer, drógu þeir upp mynda- vjel og tóku mynd af skipinu, og er ljósmyndin næg sönnun þess, hvert skipið hefir verið. Varasamt er að sigla nærri suð- urodda Grænlands vegna ‘ hinnar miklu rastar, sem þar er. Segj- ast kuvmugir fara þar 100—180 mílnr frá landi. Á vesturströnd- inni iorum vjer um 40 mílur und- an landi og hreptum þar versta sjó. Betra er að fara inn fjörðinn Ollumlengri (Prins Christians Sund), sem er þráðbeinn og mjór eins og skipaskurður með stand- björgum á báða vegu. Þegar inn úr honum kemur taka við sund og kemur maður út úr þeim rjett fyrir sunnan Herjólfsnes. TJm framtíðar veiðiskap íslend- inga lijá Grænlandi er ekki hægt að dæma eftir þessum leiðangri. En gera má ráð fyrir, að aðrar þjóðir væri ekki að senda þangað stór og vel út búin veiðiskip ár eftir ár, ef þær hefðu ekki eitt- livað upp úr því. En skipin þurfa að vera svo stór og vel út búin, að þau geti stundað veiðar hvar sem þeim sýnist og veiðisvæðið er stórt yfirferðar. Mikið mein er að því, hvað sjó- kortin þar vestra eru ófullltomin, enda eru skip altaf að stranda þar. Og' skerjagarðurinn fram undan ströndinni getur verið hættulegur. Fljótt fent í sporin. Það er nú alveg: gleymt, ívaða atvik urðu til þess, að Sparisjóðurinn á Sauðár- vróki var stofnaður. Pjetur Hannesson, núverandi for- maður sjóðsins, sem hefir með nákvæmni og um- hyggju skrifað æfisögu sparisjóðsins, álítur að stofnunni hafi allra fyrst verið hreyft í kaffiveislu, sem Jóhannes sýslumaður Ólafsson að jafnaði hjelt j sýslunefndarmönnum, þeg- ar þeir hjeldu fund sinn á Sauðárkróki. En stofnaður var sjóðurinn 1886. Látlaus vinna ólaunuð. Svo leggja þeir liöndina á plóginn. Maður gengur undir manns hönd með að vinna að sparisjóðsstörfunum, sem vorulít- il í fvrstu, en uxu fljótt. Allir sýslumenn Skagafjarðar vöru formenn hver frarn af öðrum. Flestir nafnkunnir menn á Sauð- árkróki tóku upp byrðina. Stefán Jónsson Gránufjelagsstjóri vann að afgreiðslu sjóðsins í 24 ár. Báð- ir prestarnir á Sauðárkróki voru bókarar sjóðsins, sjera Hálfdán Guðjónsson í 20 ár. Yalgarð Claessen og Kristján Blöndal voru gjaldkerar, hinn síðari for- maður samtals fjórðung aldar. Sigfús Jónsson kaupfjelagsstjóri var endurskoðandi í 27 ár. Fyrir flesta af þessum mönnum var það löng vinna og látlaus og borgun oftast liverfandi. Nýju fötin sparisjóðsins. Sparisjóðurinn var stofnaður á sama hátt og aðrir sparisjóðir hjer frá 1872 til aldamóta. Bún- ingurinn var gamall eftir skoð- unum manna nú. Lítið af verð- brjefum, sem seljast fljótt, því þau yrðu ekki seld. Nokkuð af fasteignalánum, en umfram alt sjálfskuldarábyrgðarlán til 1—4 ára, eða ef til vill borgunardags- laus. Engir hafa haldið þeim lán- um meira fram en Skotar, að jeg hygg. Þeir bygðu upp skoskan búnað með þeim. Til þess að geta notað þau, þarf bpndinn eða lán- takandinn að fá vöru sína eða vinnu greidda í peningum. Engir víxlar voru lánaðir, þeir voru ekki bannaðir, en þóttu „of dan“ fyrir sparisjóði og ill- hugsandi fyrir stofnun, sem var aðeins opin 1—2 daga í viku. Frestur á útborgunum af innlög- um var nauðsynlegur. Sparisjóðurinn fór að sníða sjer föt eftir móðnum. Þeir á- kváðu að gera sjálfskuldar- ábyrgðarlánin að afborgunarlán- um, og hafa alveg fengið þau út úr reikningum sínum. Sama gerði íslandsbanki undir stjórn Emil Schous. f stað þeirra komu víxl- arnir. Svo var ákveðið að greiða hverja upphæð undir eins o g hennar væri krafist, en til þess þurfti inneign í Landsbankan- um. Það verður að vera stjórn- arskrá livers sparisjóðs að greiða innlög hvenær sem þeirra er kraf- ist, það eykur miklu meira trú manna á fyrirtækið en rentan af 50 ára peningunum. Fyrir þann, sem leggur fje sitt í sparisjóð, er mest af öllu komið undir því að geta fengið það aftur þegar hann þarf á ])ví að halda. Nýju fötin fara vel. Á blaðsíðu 56 og 57 hefir Pjet- ur Hannesson gefið yfirlit yfir alla starfsemi sjóðsins í 50 ár. Ár Tala inni- lnneign Varasj. eigenda 1901 158 24.000 kr. 3,400 kr. 1921 1090 475.000 — 54.000 — 1935 1329 503.000 — 124.000 — Og hvað þýða þessar tölurí Tala innieigenda þýðir, að af þeim 4.000 manns, sem eiga heima í Skagafjarðarsýslu og á Sauðár- króki, vakna 1329 á hverjum morgni í þeirri vissu, að þeir þurfi ekki að líða skort næstu vikurnar, svo fremi sem matvör- ur og nauðsynjar eru fáanlegar. Meðalinneignin er 228 kr. á mann. Þótt sparisjóðurinn eða þeir, sem inni eiga, hafi gengið í gegn um ýmsar þrengingar á undan- förnum árum, eru þó innstæðurn- ar enn liðugar 500.000 kr., eða hjerumbil sama upphæðin sem Landsbankinn var stofnaður með 1886. Þeir segjast engu verulegu hafa tapað á kreppulánum bænda vegna þess, að þeir voru búnir að losa sig við sjálfskuldar- ábyrgðarlánin. Það þykir þeim, sem þetta skrifar, fremur vafa- samt, því þá eru víxlar til. En hamingjan gefi þeirra orðum sig- ur. Þessi hálfa miljón, sem í sparisjóðnum stendur, er öll kom- in upp úr vösum 4000 manna á 50 árum. Það sem mestu furðar er stærð varasjóösins, upphæðin er 124 þús. kr. Hugsjón allra sparisjóða hefir verið að fá upp varasjóð, sem væri 10% af imieiguum. Vara- sjóður þessa sparisjóðs er 22.4%, og þó liefir varasjóðurinn gefið 23 þús. kr. til ýmsra hjeraðs nauðsynjamála. — Svo sýnist, sem varasjóðurinn þoli 50—60 þús. kr. áföll án þess að kikna. Stjórn sjóðsins skipa nú Pjet- ur Ilannesson formaður, Tómas Gíslason kaupm. bókari og Val- garð Blöndal gjaldkeri. Eftir nýj um lögum um sparisjóði hefir sýslunefndin kosið þá Sigfús Jónsson kaupfjelagsstjóra og Kristinn P. Briem kaupmann í st.j órn spari sj óðsins. Reykjavík 7. sept. 1936. Indr. Einarsson. SJÁLFVIRKt ÞVOTTAEFNI Oikoibg, OMm 6jðrlr þvottlaa mlallhvftana áo þass að hana aja nuddaOor aOf blalkJaOor. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.