Morgunblaðið - 23.09.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.09.1936, Blaðsíða 7
M Miðvikudagur 23* sept. 1936. MOKG GN13LAÐ1Ð 'id 'WÖöf) a Heiðurssamsæti Vilhjálms Stefánssonar. FRAMHALD AF 3. SfÐU. Þá talaði Alexander Jóhannes- són, mintist á tilraunir þær er hann starfaði að um skeið, til þess að koma íslandi í flugsamband við umheiminn og vonaði að dr. Villriálmi mætti betur takast en sjer. I>á talaði Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri. Lýsti hann fyrst einkennum dr. Vilhjálms Stefánssonar sem landkönnuðar, hve vel hann undirbyggi allar framkvæmdir sínar, og ef nokkur vandræði kæmu fyrir „eitthvað sögulegt“, þá kendi hann altaf því um, að nú hefði liann gert eitthvað skakkt. Ásgeir lýsti heimili dr. Vilhj. Stefánssonar í New York, þar sem hann hefir tvær íbúðir, og eru allir veggir þaktir bókahillum,, en 3—\ skrifarar hafa nóg að starfa, því að dr. Vilhj. er leiðbeinandi og ráðunautur allra sem leggja leiðir sínár í norðurveg. Þá benti hann á hve líkir þeir eru í viðmóti og viðkynningu Lindbergh flugkappi og dr. Vil- hjálmur, báðir hæglátir, yfirlætis- lausir og stiltir vel, enda liafa báðir slysalaust komist fram úr miklum mannraunum. Næstur talaði Ársælí Árnason •og mintist norðurfara dr. Vilhj., skapfestu hans og stjórnsemi, og <lrap á áhugamál sitt, innflutning sauðnauta, er hann hafði, tekið upp samkvænit bendingum dr. Vilhjálms. En að lokutn hjelt dr. Vilhjálm- ur Stefánsson langa ræðu og snjalla og kom víða við, bæði efni fyrri ræðumanna og nokkrar bend- ingar til íslendinga og þá einkum hvernig þjóðin fengi best auglýst sig og menning sína. En um það síðar. Hlutkestið í Danmörku. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. sína, sem finst franikvæmd sosíalismans ganga seint, með því að Landsþingið hefti fram- gang mála fyrir honum. Ráuð- liðar fara nú með öll völd í Danmörku. Kjörmenn tveggja af þrem- ur stærstu stjórnmálaflokkun- um í Danmörku, íhaldsflokks- ins og alþýðuflokksins (segir í Kalundborgarfregn F.Ú.), hafa nú lokið við útnefningu þing- fulltrúa flokkanna, til Lands- þingsins, en vinstri flokkurinn hefir ennþá ekki útnefnt sína fulltrúa og er búist við að drátt- ur geti orðið á því, þar sem tal- ið er, að hann muni ýiyggja á samvinnu við Det Frie Folke- parti. □agbók* Veðrið (þriðjudágskvöld kl. 5) : Yfir N-landi er smálægð, en önn- ur stærri fyrir austan land. Sunn- anlands er V-læg átt, en N-læg á N- og A-landi, veðurhæð víðast 3—5 vindst. Smáskúrir hafa verið vestanlands og nokkur rigning nyrðra. Hiti 5—8 st. Um 1700 km. SSV af Reykjanesi er allstór lægð, sem hreyfist til NA og mun valda SA-—A-átt á morgun sunnanlands. Veðurútlit í Rvík í dag: Bjart- viðri fyrst en þykknar síðan upp með SA- eða A-átt. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjón- in Jensína Eiríksdóttir og Ásgeir Guðnason, kaupmaður og útgerð- armaður á Flatevri. Hjónaband. Þann 20. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Holm- ens-kirkju í Kaupmannahöfn þau Hulda Kristjánsdóttir frá Akur- eyri og Viggo Jessen vjelstjóri á Lagarfossi. Knattspyrnukappleikur f ór fram í gær á ísafirði milli Harðar og Vestra (I. fl.) og lauk þannig að Hörður sigraði með 5:2. 57.5C0 kr. var tilboð Diðriks Helgasonar um byggingú Háskóla- kjallara, en ekki 57.000, eins og misritast hafði í Morgunblaðinu í gær. Drotningin kemur til Kaup- mannahafnar frá Roykjayík á föstudag. Öskufalls hefir orðið, vart á Möðrudalsfjöllum að undanförnu. Er sennilegt að eldur sje uppi í Kverkfjöllum eða VatnájÖkli norð- anverðum þótt ekki sje úm stór- gos að ræða. Hjálparstöð Líknar fyrir berklu- veika er opin ,á inánudöguiri og miðvikudögum kl. 3—ú og föstut. dögum kl. 5—6. „Blindi farþeginn", sem kom hingað með „Diana“, var yfirheyrð ur í lÖgreglurjetfi í gær. Hann er pólskur ríkisborgari, eii fædd- úr í Ukraine, þeim hliita landsins, sem lagður var undir Pólland 1918. Hann verður hafður í gæslu- varðhaldi hjer jiangað til „Dania“ fer, en þá, sendur aftur með skip- inu til útlanda. Sigmundur Jónsson kaupmaður á Þingeyri við Dýrafjörð verður 50 áfa á morgnn. En 30. þ. m. á hann og kona hans, Fríða Jó- hannesdóttír, hreppstjóra Ólafs- sonar, 25 ára hjúskapafafmæli. Lsfixr* liförtu og svið. Nýslátrað dilkakjöt og alls- konar grænmeti. Jóbannes Jóhannsson, Grundarstí^ 2. Sími 4131. Bankabyggsmjöl fæst v Nýtt blómkðl ^ulrætur, hnúðkál, hvítkál, persille, salatblöð. Verslunin Vfsir. Togararnir, Tryggvi gamli, Sur- prise og Kárí lögðu í gær afla sinn á land í Djúpuvík. Aflinn var um 160 smálestir á skipi. Tog- arar jiessir liafa nú veitt yfir 2000 smálestir af karfa. Eru þeir íiú hættir veiðum og' farnir heimleið- is. (FÚ.). Af karfaveiðum komu til Siglu- fjarðar í gær: Ólafur með 160 smálestir, Þórólfur með 190, Gull- toppur með 210 og Suorri goði með 200 smálestir. Öll veiðin er áætluð. (FÚ.). í tilefni gullbrúðkaups jieirra hjóna, Elinborgar Stefánsdóttur og Páls Þorsteinssonar, fyrrum bónda og hreppstjóra í Tnngu í Fáskrúðsfirði, hjeldu börn þeirra og tengdabörn þeim veglegt sam- sæti að Tungu. Samsætið sátu um 150 manns. Hófst það með borð- haldi kl. 6 síðd. Margar ræður voru lialdnar undir borðum, en síðan skemtu menn sjer við dans fram eftir nóttu. Til merkis um það, hve ern þau hjónin eru enn og búskaparhugurinn mikill, má geta þess, að þegar síðustu gest- irnir voru farnir, kl. 6 um morg- uninn, og heimafólk gengið til náða, fóru þau og bundu og hirtu 10 hesta af heyi, þar eð út- lit var fyrir rigningu. Samsætið sátu öll börn þeirra hjóna og flest tengdabörn. Hjálpræðisherinn. Auiiað kvöld kl. 8.30 verður hin nýja skáta- sveit vígð. Þetta er hin fyrsta skátasveit drengja sem Hjálpræð- isherinn hefir vígt hjer á landi, en skátar Hersins eru nú þektir um allan heim fyrir þá kosti, sem góðum skátum ber að eiga. Állir velkomnir til vígslunnar. Útvarpið: Miðvikudagur 23. september. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett sönglög. 19.45 Frjettir. 20.15 Erindi: Fiskframieiðsla og fisksala, II. (Sveinn Árnason fiskimatsstjóri). 20.40 Hljómplötur: Tónverk eftir Verdi (til kl. 22). Vilhjálmi Stefánssyni árnað fararheillar. Einn af lesendum Mbl. hefir beðið blaðið að birta eftirfarandi: Hefir þú sjeð Vilhjálm Stefáns- son ? Þessi spurning hefir oft heyrst undanfarnar vikur. Svarið er ýmist já eða nei. Vilhjálmur er einn af þeim mönnum, sem vakið hefir eftirtekt í beiminum. Aliir vita hvað því veldur. En hitt vita færri, að Vilhjálmur vekur á sjer eftirtekt allra, sem hann sjá og honum kynnast, fyrir göfuga og tígulega framkomu. Frá honum stafar, ef svo mætti að orði kom- ast, samúð og kærleikur, hvar sem hann fer. Miklir vitsmunir eru góð vöggugjöf. Lærdómur og Jiekking koma oft að góðu haldi. En hvorugt þetta gerir manninn í sannleika rnikinn mann, þó hann kunni að vekja eftirtekt á sjer iyrh'. Hvort tveggja þetta hefir Vilhjálmur iiJSlast? Eitt er það enn, senr' einungis fáum er gefið, en sem Vil- hjálmur hefýr eignast, og það er viska. Hanií, sem hefir lifað lífi villimannsins, vaggað . sjer í hóg- lífi menningárinnar ög þekt svo að segja öll stig þess í milli, er vitringur. 1 Island iniklast af að eiga fræg- an mann fvrir son, en það getur glatt, sig við, að þarna fylgist að frægð og göfgi. Vilhjálmur Stefánsson er á för- um. Eftir þenna stutta tíma skil- ur hánn eftir margar og góðar minningar hjá öllum þeim, sem hafa sjeð hann og heVrt. Vjer óskum honum öll farsældar og allrar blessunar í starfi sínu. Vjer vonum‘, að hann eigi éftir að dvelja lengur méðal vor næst, jiegar hann heimsækir ísland. H. Á. * | Bestu þakkir votta jeg öllum, sem sýndu mjer vináttu og £ £ kærleika með heimsóknum, heillaskeytum, gjöfum, og á annan £ .*. hátt, á 5(0 áxa afmæli mínu. Hjálmar Þorsteinsson. f f .<■ A A A V**' V V '<rW WWWWWWWWW^ Mótorbálnr. Yandaður mótorbátur, 18 smálestir að stærð, með 52/60 Hk. Tuxham vjel, er til sölu. Eggert Kristiánsson & Co. 'jUf'./T* it Vtdalfnsklaustur að Görðum, hugleiðingar um menningarmál eftir Jens Bjarnason. --- Verð kr. 1,00. - Fæst í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAK BSE. Laugavegi 34. Nýtt dilkakjöt, Lifur, i/örtu svið og mör. Kjötbúðin Herðuitiiu, Hafnarstr. 18. Símj 1575. Sláturtíðin er byrjuð. Hjer eftir seljum vjer því daglega: KJÖT, í heilum kroppum. SLÁTUR, send heim ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. MÖR, SVIÐ, LIFUR og HJÖRTU. .,v. . ' Munið að tryggasta kjötið til söltunar er það, sem slátr- að er hjer á staðnum. Tökum að oss að spaðsalta fyrir þá er þess óska. Heiðraðir viðskiftavinir eru beðnir að athuga, að slátur- tíðin er stutt og að ómögulegt er að fullnægja þörfum allra, síðustu dagana. Athugið því, að senda oss pantanir yðar sem allra fyrst. Því fyr sem þær berast oss, því meiri trygging er fyrir því, að vjer getum gert yður til hæfis. Virðingarfylst Sláturfjelag SuQurlands. Sími 1249 (3 línur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.