Morgunblaðið - 23.09.1936, Side 8
s
MORGUNTLAÐID
Miðvikudagur 23. sept. 1936..
Jámftsáaftuv
Prjónasilki, verulega fallegt,
fáið þjer í Verslun Ingibjargar
Johnson.
Mitlitt satin á 7,50 meterinn
í Verslun Ingibjargar Johnson.
Nýr silungur næstu daga.
Fiskbúðin Frakkastíg 13. Sími
2651.
Fornsalan, Hafnarstræti 18,
séjur með tækifærisverði ýmis-
konar húsgögn og lítið notaða
karlmannafatnaði. Nú m. a. á-
gaet svefnherbergissett og fall-
eg Buffet. Sími 3927.
Stoppaðir stólar, ottomanar,
legubekkir, og dýnur, altaf
ódýrast í Körfugerðinni.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Nýtísku rammalistar fyrir-
liggjandi. Friðrik Guðjónsson,
Láugaveg 17.
Vjeíareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sig-
urþjörnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—4.
f Hlín fáið þjer ódýrustu og
sihekklegustu peysurnar, bæði á
börn og fullorðna. Prjónastofan
HÍín, Laugaveg 10. Sími 2779.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hja Árna B. Björns-
syni, Lækjartorgi.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
5 lyklar á hring töpuðust 10.
þ. m. Skilist á Lögreglustöð-
ma.
&táynnin<fcw
Dömur! Látið saumastofuna
Öldugötu 55, sauma fatnað yð-
ar. —
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnbrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. artorgi
Reykjavíkur. Sími 4562. I
Oraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
Kaupi gamlan kopar. V-ald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Tek að mjer smíði á allskon-
ar húsgögnum. Harald Wendel,
Aðalstræti 16.
Ameríski leikarinn, Harry
Richmann, ætlar bráðlega;
að fljiíga frá New York til Lond-
on og sömu leið til baka“, segir
Alþýðublaðið á sunnudaginn var.
Þegar blaðið birti þessa frjett
var Richmann biiinn að fljúga frá
i New York til London og floginn
til baka til New York fyrir viku.
1 Þetta geta menn kallað „gamlar
Iummur“, eins og maðurinn koinst
: að orði.
*
I
Georg Grikkjakonungur var
um daginn á ferð í Make-
! doníu, og kom til borgarinnar
Edessa. Þar var honum tekið eins
og venja er til, m. a. með því, að
lítil stúlka kom á móti honum, og
rjetti honum blómvönd. Konungur
kysti á kinn telpunnar, og helt
, áfram.
j En hann var aðeins kominn
stuttan spöl er hann mætti skrúð-
| fylkingu kvenna. Þær gengu allar
með fána. Þær rjettu konungi á-
! varp, þar sem þær kvörtuðu yfir
því, að þær hefðu aldrei fengið
biðil, og báðu konung að veita
! sjer Iiðsinni í þessu efni. Kon-
ungur lofaði öllu fögru og sveik
það ekki.
Hann gaf skömmu síðar út fyr-
irskipun um það, að herdeild ein
skyldi hafa aðsetur í borginni.
*
Enskur ferðamaður lýsir því,
hvernig það sje að baða sig
í „Dauða hafinu“.
1 „Dauða hafinu“ baða menn
sig á öllum árstímum, segir liann.
I dag var jeg 2 klst. á sundi. Jeg
svaf um tíma og síðan las jeg
blöð, alt meðan jeg ljet mig reka
í vatnsskorpunni. Því hjer er ekki
liætta á að maður sökkvi. Menn
vaða út í vatnið þangað til það
nær manni í brjóst, og þá flýtur
maður upp eins og korktappi. Því
í vatninu eru um 25% salt,.
Vatnsborðið er 390 metra und-
ir sjávarmáli.
*
Hinn mikli norski skriðjökull
„Svartisen“ hefir minkað
svo mikið á síðustu árum, að hann
laðar ekki svipað því eins marga
ferðamenn að sjer, eins og hann
gerði áður.
*
Talið er að á síðastliðnu ári
hafi verið notaðir 25.800.000
sekkir af kaffi í heiminum. í Dan-
mörku er kaffinotkun 6.8 kg. á
mann. V
Svo mikil bílaumferð hefir ver-
ið yfir brúna á Litla-Belti, að
menn eru farnir að hugleiða að
byggja brú yfir Eyrarsund og
telja að sú brúarsmíðí svari kostn-
aði, að gjöld af bílum sem yfir
brúna fara geti staðið straum af
byggingarkostnaðinum.
*
Indverji einn, sem getur sjeð
gegnum dúk og pappír, sýndi
um daginn list sína með því að
hann „horfði“ á veðhlaup hunda,
með bundið fyrir augun, og gat
hann sagt upp á sekúndu hvenær
hver seppi náði marki.
*
Frá Illinois í Bandaríkjunum
kemur sú frjett, að þar sje
18 ára unglingur, sem sje þegar
250 sentimetrar á hæð, og sje alt
útlit fyrir, að hann hafi ekki enn
tekið út fullan vöxt.
Stofa til leigu, Njálsgötu 83_
Til leigu 3 herbergi og eld-
hús í Sogamýri. Einnig ein&
manns herbergi. Sími 1613.
íbúð, 2—3 herbergi og eld-
hús til leigu á efstu hæð í Mjó-
stræti 6.
Fæði og einstakar máltíðir £
Café Svanur við Barónsstíg.
Borðið í Ingólfsstræti 16. —
Sími 1858.
Sjómenn, ferðamenn, ojr
Reykvíkingar; munið braut-
ryðjanda í ódýrum mat. Borð-
ið á Heitt & Kalt.
Smábarnaskóli minn á Lauga-
nesvegi 43, byrjar 1. okt. Marta.
Þorvaldsson, sími 2060.
Orgel- og píanókensla fyrir
byrjendur. Lágt verð. Upplýs-
ingar í síma 2025.
Píanókensla. Kristjana Þor-
steinsdóttir, Laugaveg 22 B.
Sími 3431.
Smábarnaskóli minn byrjar
1. okt. á Ránargötu 12. Elín
Jónsdóttir. Sími 2024..
Kensla í notkun bifreiða^,
undir minna og meira próf^.
sími 3805. Heima kl. 5—7. —
Zophonías.
ETHEL M. DELL:
Á3T OG EFASEMDIR 53
brosti hinu dauflega brosi, sem var orðið henni svo
tamt í seiuni tíð.
„Nei, sittu kyr“, sagði hún. „Jeg ætlaði aðeins að
bjóða ykkur góðan dag. Jeg er búin að borða morg-
unverð. Drengurinn er mjög lasinn í dag, og mig
langaði til þess að biðja þig, Tommy, um að fara til
Iíalston og spyrja, livort liann geti ekki litið inn“.
„Hefurðu sofið nokkuð í nótt ?“ spurði Bernard.
,,Já, jeg liefi sofið í heila þrjá tíma. Pjetur er
hreinasta ljós“.
„Yið verðum að finna aðra stúlku handa þjer“,
hjelt Bérnard áfram. „Þetta má ekki lengur svo búið
standa“.
Stella andvarpaði mæðulega. „Pjetur hefir sjeð
fyrir því, eins og ollu öðru“, sagði hún. „Hann þekk-
ir gamla kouu niðri í sölubúðunum, hún er víst amma.
Hafiz. Þú kannast við Hafiz? Mjer geðjast eiginlega
ekki vel að honum. En hann kvað vera samviskusam-
ur og áreiðanlegur, og Pjetur mælir mjög með gömlu
konunni. Hún hefir orðið fyrir slysi og stórslasast,
sjerstaklega í andliti, og ber því ávalt þykka blæju
fyrir því. En það skiftir engu máli. Barnið er of veikt
til þess' að það geti verið hrætt, og Pjetur vilí fyrir
alla muni að jeg táki hana. Hann segir, að hún sje
góð barnfóstra og vön að gæta hvítra barna, og það
er fyrir mestu. Jeg hefi þegar beðið hann að ráða
hana“.
„Það gleður mig“, sagði Bernard.
„Já, jeg held, að það verði mjer mikil hjálp“, svar-
aði Stella.
32. kapítuli.
Það var ofurstinn sjálfur, sem fyrst sagði Stellu
frá því, að Monck færi úr hernum. Um kvöldið kom
hann heim með Tommy og spurði, hvort hann mætti
tala við hana nokkur orð í einrómi.
Stella var önnuin kafin við að setja nýju bamfóstr-
una inn í starfið. Hún var gömul og lotin, með þykka
blæju fyrir andlitinu ,og Stella gerði sjer í hugar-
lund, að hún væri hræðilega sködduð í andliti. En hin
djúpa og rólega rödd hennar 'og hjálpfýsi vakti strax
traust Stellu. Og þegar ofurstinn kom, gekk Stella ró-
leg til móts við hann og fól barnið umsjá ókunnugu
konunnar.
Ofurstinn ávarpaði hana fyrst í stað með kulda-
legri kurteisi, en þegar hann sá þjáningarsvipinn á
andliti hennar, fyltist hann vorkuiinsemi við hana.
Hann greip hönd hennar og sagði hlýlega: „Kæra frú
Monck, mjer fanst það skylda mín að láta yður vita,
að það var í samráði við mig, að maður yður sótti um
lausn frá herþjónustu“.
Hún hnyklaði brýrnar, eins og hún fyndi til sárs-
auka. „Hefir hann sótt um lausn?“ spurði hún lágum
rómi.
„Já“, svaraði ofurstinn. „Hefir hann ekki einu siuni
sagt yður frá því? Þjer hafið ef til vill ekki talað við
hann.
Hún hristi höfuðið.
„Sem stendur hefi jeg allan hugann við barnið
mitt“, sagði hún.
Hann sneri sjer alt í einu frá henni og fór að ganga
fram og aftur urn gólf í hugaræsing.
„Já, auðvitað“, sagði hann. „Jeg skil það vel. Ral-
ston hefir sagt mjer frá því, og mjer þykir það mjög
leitt yðar vegna, frú Monck“.
„Þakka yður fyrir“.
Ofurstinn gekk stöðugt um gólf, og hann varð æ
æstari á svip.
„Það er óforsvaranlegt, að þjer verðið hjer lengur“,
byrjaði hann. „Hjer má búast við miklum látum nú
innan skamms, þegar morðingi Ermsteds verður hengd
ur. Jeg verð ákveðið að fara þess á leit við yður, að
þjer dveljið hjer ekki lengur. Það er ekki ólíklegt, að
samsærismennirnir leggi hatur á yður, sem konu
Moncks kapteins, og jeg vil ekki fyrir nokkurn mun,
að þjer eigið það á hættu. Þjer og barnið verðið að
komast hjeðan sem allra fyrst“.
„Jeg er yður mjög þakklát fyrír hugulsemina“,.
sagði Stella. „En barnið er alt of veikt til þess að þa&
þoli ferðalag“.
Hún brosti þreytulega og stóð á fætur.
„Þakka yður fyrir góðsemi yðar, hr. ofursti. En'
þjer skuluð ekki hafa áhyggjur mín vegna. Jeg er
ekki vitund hrædd, og jeg á bágt með að trúa því, að
jeg sje svo mikils metin, að lífi mínu sje hætta búin.
Jeg vona, að þjer hafið mig afsakaða, hr. ofursti. Jeg
var rjett í þessu að fá nýja barnfóstru, og það er ým-
islegt, sem jeg þarf að leiðbeina henni með fyrst í
stað“.
Að svo mæltu kvaddi hún hann og for aftur hm till
barnsins.
33. kapítuli.
Kvöldið áður en taka átti morðingja Ermsteds af
lífi, var Toinmy að hjálpa Ralston majór í vinnustofu.
hans, þegar þjónn majórsins kom inn og tilkynti, að
rnaður væri úti, sem vildi tala við hann.
„Hver þremillinn“, sagði Ralston gramur. „Hver er
það ? Þekkir þú hann ekki?“
Þjónninn hugsaði sig um eitt andartak. „Hann segist
hafa komið ríðandi í gegnum skóginn frá Khanmulla,.
en hann sagði ekki til nafns síns“.
„Hann hlýtur að vera viti sínu fjær“, sagði Ralston.
„Það er ekki nema brjálaður maður, sem stofnar sjer
í slíka liættu. Tommy, viltu ekki fara út fyrir mig og
vita, hvað er að? Jeg á bágt með að fara. frá verkii
mínu sem stendur".
Tommy flýtti sjer fram í anddyrið. Þegar kann kom
í dyrnar brá lionum sýnilega í brún. Við borðið sat
inaður niðurlútur og samanfallinn. Þegar Tommy kom
inn, sneri hann til höfðinu, en ekki svo mikið, að
Tommy sæi framan í hann.
„Hallo“, sagði hann veikum rómi. „Eruð það þjer,,
Ralston? — Jeg hefi fengið kúlu í vinstra herðablaðið,
vilduð þjer losa mig við hana?“
Tommy stóð sem þrumu lostinn og fanst eins og'
hjartað hætti að slá. Hann kannaðist vel við þenna: