Morgunblaðið - 27.09.1936, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. sept. 1936.
Háskólastúdentar ein-
róma um að vernda
sjálfsákvörðunar-
rjettinn.
Skúli Guðjónsson
segir frá „sílikosa“
sjúkdómnum.
„Sílikosa“ á fslandi.
Frá frjettaritara vorum.
JEG er ekki viss um, að almenningi sje ljóst,
hve mikill heiður dr. Skúla Guðjónssyni var
sýndur, þegar háskólinn í Osló veitti honum
heiðurspening úr gulli í byrjun þessa mána,ðar“, skrifaði
danskt blað fyrir skömmu.
Þessi heiðurspeningur er nefnilega sjaldgæfur virðingarvottur.
Háskólinn í Osló útbýtir þessum heiðurspeningum aðeins fimta hvert
ár og aðeins tveimur í livert skifti, öðrum til Norðmanns og hinum
til útlendings.
Dr. Skúla Guðjónssyni var
veittur heiðurspeningurinn fyrir
heilsufræðislegar vísiadarannsóku [
ir, sjerstaklega fyrir „silikósu“-
rannsóknir hans í postulínsiðnaði
Dana. Utbýtingarnefndin segir,
að þessar rannsóknir sjeu „braut-
ryðjandi starf á Norðurlöndum",
og ritgerðir dr. Skúla um þetta
•efni „meðal hinna bestu heilsu-
fræðis-vísindarita á Norðurlönd-
Jim' ‘.
Heiðurspeningurinn var veittur
'í samráði við hina háskólana á
Norðuriöndum, og fylgdi með ósk
um það, að dr. Skúli haldi fyrir-
lestra í Osló um þessar rannsókn-
ir.
Dr. Skúli fór til Osló til þess
að taka við heiðurspeningnum á
háskólahátíðinni h. 2. þ. m., en
varð þó að fresta fyrirlestrunum
í Osló þangað til seinna. Einmitt
um þetta leyti skipaði vinnumála-
stofa Þjóðabandalagsins dr. Skúla
í nefnd til þess að stjórna al-
þjóðaráðstöfunum gegn sjúkdóms
hættum frá ryki, þ. á m. vörn-
um gegn silikósu.
f þessari nefnd sitja 8 mikils
metnir vísindamenn, nefnilega
auk dr. Skxila, 2 Englendingar, 2
Ameríkumenn, 2 Suður-Afríku-
búar og 1 Ástralíumaður. Dr.
Skúli hefir verið beðinn að
sernja starfsskrá fyrir nefndina.
*
Hvað er „silikósa“? spyr jeg
dr. Skúla, þegar jeg hitti hann
■og samfagna honum með heiðurs-
peninginn.
„Silikósa“ er langvinnur og ó-
læknandi lungnasjúkdómur, sem
orsakast af því, að fólk andar að
sjer steinryki, aðallega kisilryki,
svarar dr. Skúli. Sjúkdómurinn
hefir fyrst verið rannsakaður á
sseinni árum, en er orðinn eitt af
•aðal viðfangsefnum heilsufræð-
inga nútímans. Mönnum, sem fá
„silikosu", hættir við að fá
berklaveiki í lungun, lungna-
bólgu og hjartasjúkdóma. Fólk
með ,,silikosu“ hefir þrisvar sinn
um fleiri veikindadaga vegna
kvefs en aðrir. Annars er erfitt
^ð komast að raun um, hvort
fólk þjáist af „silikosu". Rönt-
genmyndir eru eina óbrigðula
váðið. 011 önnur sjúkdómsein-
henni geta stafað af öðru.
Kemur „silikosa“ fyrir heima?
Já, sjálfsagt, bæði á mönnum
og skepnum. Sjerstaklega má bú-
ast við að „silikosa“ heima á ís-
landi orsakist af ryki í heyjum,
einkum á leirkendum jörðum.
Heymæðan er í mörgum tilfellum
„silikosa' ‘. Sjúkdómurinn getur
líka komið af rvki við steinhögg,
grjótmulningu o. þ. h.
Hvemig er hægt að verjast
þessum sjúkdómi?
Menn verða að reyna að koma
í veg fyrir að fólk andi að sjer
ryki. Öruggasta leiðin er sú, að
fjarlægja rykið, sjúga það burt,
um leið og það myndast. En það
er ekki altaf liægt að koma því
við. Og þá er hægt að fara þá
leið, að nota rykgrímur, þótt það
sje ekki óbrigðul vörn.
P.
SJÁLFVIRKt
ÞVOTTAEFNI
ÖtkoMw OMonL
OJðrlr þvottloa mjallhvítonn áo þess oð hann nuddaður «69 b 1 • I k j a 0 u r.
•
MÍLAFLUTMNGSSKRIFSTOFA
Pjetur Magnússon
Eínar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Símar 3602, 3202, 2002
Austurstræti 7.
Skriístofutími kl. 10—12 og 1—8.
Jafnframt því að Skandia-
mótorar hafa fengið miklar
endurbætur, eru þeir nú
lækkaðir í verði.
Aðalumboðsmaður
Carl Proppé
ALMENNUR fundur há-
skólastúdenta var hald-
inn á Garði í fyrrakvöld og
þar rætt um sjálfákvörðun-
arrjett Háskólans í vali
kennara.
Jóhann Hafstein stud. jur. hafði
framsögu og lagði, að framsögu
lokinni, fram svohljóðandi tillögu,
er hann og þeir Ólafur Bjarnason
stud. med. og Friðrik Kristófers-
son stud. med. stóðu að:
„Almennur fundur háskólastúd-
enta, haldinn á Stúdentagarðinum
föstudaginn 25. sept., ályktar eft-
irfarandi:
Fundurinn álítur svo mikils
vi'rði þá meginreglu, sem hingað
til hefir fylgt verið — og verður
að telja gilda — að, Háskólinn
ráði raunverulega sjálfur hverjir
til hans veljist í kennaraembætti,
að á engan hátt sje rjettmætt að
skerða hana.
Fundurinn telur, að sjálfsá-
kvörðunarrjettur Háskólans hljóti
öðru fremur að skapa það öryggi,
sem skólanum og þjóðarheildinni
er fyrir bestu um rjettmætt val
kennara og hæfra starfskrafta til
skólans.
Sjerstaklega tekur fundurinn
fram, að hann telur æskilegt, að
beitt verði í framtíðinni heimild
þeirri, sem fyrir hendi er í há-
skólareglugerðinni uin skipun er-
lendra dómnefnda til úrskurðar
um kennaraefni Háskólans“.
Miklar umræður urðu um málið
á fundinum. En allir ræðumenn
voru á einu máli um það, að ó-
hæfilegt væri að embættaveitingar
við Háskólann væru svo háðar
hinu pólitíska valdi, sem nú hefði
reynst.
Fram kom á fundinum önnur
tillaga, flutt af Birni Sigurðssyni
fyrir hönd Fjelags róttækra stúd-
enda. Gekk þessi tillaga að miklu
leyti í sömu átt og hin fyrri,
nema livar hjer var gerð tillaga
um fyrirkomulag embættaveitinga
við Háskólann í framtíðinni.
Tillaga þeirra Jóh. Hafsteins
var samþykt.
Allir háskólastúdentar voru
sammála um óskertan rjett Há-
skólans í þessu máli.
Málverkasýning
Magnúsar Jónssonar
Oddfellowhúsinu (uppi),
opin daglega kl. 10y2 árd.
til kl. 10 síðd.
30 málverk, flest olíumálverk
frá sumrinu.
Frá Þingvöllum.
Úr Þjórsárdal.
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Reykjavík.
Úr Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu.
Frá Hreðavatni
Dömur!
Nýi tilskerinn er kominn.
Kápu-efni.
Dcagtar-efni.
Tiskublölf: London, Paris,
Þýskaland.
Tek efni iil sauma.
Lítið í gluggana á Laugaveg. 3.
Andrjes Andrje§§on.
Húsnæði,
hentugt fyrir iðnrekstur, til leigu.
Upplýsingar i síma 2816.
Til Borgarfjarðar
á mánudag. Til baka á þriðjudag.
Nýja Bílastöðin,
Sími 1216.
Móforbátur.
Vandaður mótorbátur, 18 smálestir að stærð, með
52/60 Hk. Tuxham vjel, er til sölu.
Eggert Knstjánssan S Cn.
O. V.