Morgunblaðið - 27.09.1936, Síða 5
Sunnudagur 27. sept. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
Kjötverslunin.
Hin ítarlega grein Garðars
Gíslasonar um kjötverslun-
ina varpar skýru ljósi yfir fram-
kvæmd þess máls. Sýnir Garðar
fram á hvernig framkvæmdin lief-
ir miðað að því að styrkja hina
pólitísku verslun samvinuf jelag-
-anna á kostnað keppinautanna.
Nú er það vitanlegt, að kaup-
fjelögin hafa fengið styrk af al-
manna fje til að reisa frystihús
víða um land. Þegar svo er virðist
'það vera sjálfsögð kvöð, að allir
geti fengið sama aðgang að hag-
nýtingu húsanna. En hjer hefir
framkvæmdin orðið sú, að kaup-
menn hafa verið útilokaðir frá að
■nota frystihúsin.
Kaupmenn hafa verið neyddir
"til að salta kjöt sitt fyrir Noregs-
markað, en kaupfjelögin látin
«itja fyrir freðkjötsmarkaðnum á
lEnglandi.
En verðið á frysta kjötinu er
’-hærra en verðið á saltkjötinu.
Hefir kaupmönnum þannig verið
gert nær ókleift að greiða við-
skiftarnönnum sínum jafnhátt
"verð fyfir kjötið, og kaupfjelögin
;greiða sínum viðskiftamönnum.
Er þetta sýnilega einn þáttur-
inn í ótrauðri haráttu stjórnar-
innar, að koma öllum viðskiftum
3 ibendur kaupfjelaganna.
Tvennskonar rjettur.
jj-^að er dálítið fróðlegt að bera
saman afstöðu stjórnarinnar
■til kaupmannaverslananna við af-
stöðn hennar til hinna sárfáu
’hænda í Mjólkursamlagi Kjalnes-
3nga í sumar sem leið.
Eins og menn muna voru það
snokkrir menn utan samvinnufje-
lagsskaparins, _ sem ekki vildu
■sætta sig við að greiða kostnaðar-
verð fyrir hreinsun mjólkur sinn-
■ar. Vegna þess að hjer áttu í hlut
pólitískir fylgismenn stjórnarinn-
=ar, greip stjórnin til þess örþrifa-
Táðs, að taka mjólkurstöðina
leigunámi með bráðabirgðalögum.
Kaupmennirnir sem útilokaðir
>eru frá 'frystihúsunum, vilja
greiða fult kostnaðarverð fyrir
frystinguna.
Hinir sárfáu menn, sem stóðu
fyrir utan Mjólkursamlag Kjal-
nesinga vildu hins vegar ekki
greiða kostnaðarverð fyrir mjólk-
urhreinsunina.
Þeirra vegna eru umráðin tekin
af löglegum eigendum stöðva,rinn-
ar.
Þessi tvö dæmi sýna þjóslega að
hjer gildir tvennskonar rjettur,
eftir því livort í hlut eiga pólitfek-
ár fylgismenn eða ekki.
-- Heykjavíkurbrjef —
SeptBIIlbsr. s&9<oiqio»«o<o«i«8I6>o<o«^^
Trúnaðarmenn
K j ötverðlagsnef ndar.
Garðar Gíslason nefnir dæmi
þess, hvernig kaupmenn
hafa beinlínis verið bornir röngum
sökum í hinni opinberu skýrslu
Páls Zophoníassonar. Bendir hann
jafnframt á það, hversu lítil trygg
ing sje fyrir því að kaupfjelögin
hlíti reglum nefndarinnar, þar
sem trúnaðarmenn nefndarinnar
út um land sjeu tíðum st'arfsmenn
kaupfjelaga.
Þessum mönnum er gefið eins-
konar lögregluvald til að sjá um
framkvæmd ákveðinna laga. En
eins og gefur að skilja er tæplega
hægt að búast við að þeir sjeu
sjerlega skeleggir í garð þess að-
ilja, sem veitir þeim lífsviðurværi
sitt.
Tvennir tímar.
Pað er þess vert að bera kenn-
ingar Alþýðublaðsins þessa
dagana saman við það, sem sungið
hefir fyrrum í þessu sama mál-
gagni.
Nú er á blaðinu að heyra, að
þjóðinni stafi hinn mesti voði af
því, ef síldveiðum sje haldið á-
fram hjer við Faxaflóa. Blaðið
lokar augunum fyrir þeirri óhrekj-
anlegu staðreynd, að 800—1000
manns missir atvinnu sína, ef þess
um veiðum er hætt.
Það eru ekki margir mánuðir
síðan, að Alþýðublaðið ætlaði al-
veg að rifna yfir því, að útgerð-
armenn hjeldu ekki áfram veið-
um, þótt þá stæði svo á að afla-
laúst mátti heita. Og að öðru
leyti svo ástatt um þá, sem fyrir
árásunum urðu, að samtímis var
þeim legið á hálsi fyrir að fara
gálauslega með lánsfje bankanna.
N'
Fáránlegar kenningar.
ú er Alþýðublaðið sýnilega
alveg búið að gleyma þess-
um fyrri árásum sínum. Nú er
röksemdunum alveg snúið við. Nú
er ráðist á framleiðendur fyrir að
stunda atvinnu sína.
Áður var ráðist á útgerðarmenn
fyrir að stöðva rekstur i aflaleysi.
Nú er ráðist á þá fyrir að halda
áfram rekstri í mokafla.
Eftir þessum röksemdum Al-
þýðublaðsins ætti helst ekki að
fara á sjó, nema engin von væri
Utvéga
frá Þýikalandi
Friðrik
Hafnarstræti 10—12.
((Edinborg).
allskonar: smávörur,
verkfæri,
hurðarhúna,
skrár o. fl.
Bertelsen.
Sími 2872.
um afla. Þegar uppgripaafli er
fyrir hendi, á að setja skipin í
naust.
Ef þessum fíflslegu kenningum
væri haldið áfram ætti svo að
banna bqpidum að bera ljá í jörð
í góðum grasárum, eða þá að
skipa þeim að hætta að slá túnin
en sækja heyskapinn út um fen og
flóa.
Svona fáranlegar verða niður-
stöðurnar, ef rökrjettar ályktanir
eru dregnar af þvaðri blaðsins um
atvinnumál.
Vanstiltur ráðherra.
Enginn ætlast til þess, að leik-
maður, sem kemur í kirkju,
kunni „ritúalið“ betur en prestur-
inn. Því síður mætti ætlast til
þess, ef svo stæði á að kirkjugest-
urinn kæmi þangað í fyrsta sinn.
En fáfróður mundi sá maður
þykja um almenna háttu, — þótt
aldrei hefði í kirkju komið, —
sem stæði upp til að andmæla
prestinum, ef hogum hefði ekki
fallið ræða hans.
Messugerðin er ekki umræðu-
fundur fyrir almenning frekar en
t. d. Alþingisfundir, eða athöfn
eins og setning Háskóla.
Ef Haraldur Guðmundsson
hefði haft stillingu til að hugleiða
þessi einföldu sannindi, hefði
hann komist hjá að gera sjálfum
sjer og vinum sínum skapraun
með frumhlaupi sínu við Háskóla-
setninguna.
Haraldur er ekki liáskólageng-
inn. Þetta er ekki sagt honum til
lasts. En hann hefir aldrei verið
við háskólasetningu fyrri og var
þess vegna alls ófróður um, hvern-
ig slík athöfn færi fram. Þess
vegna átti hann að gæta sín við
þetta tækifæri.
Tveir heiðursdoktorar.
Rektor Háskólans hefir verið
fundið það til foráttu, að
hann skyldi ekki bjóða dr. Vil-
hjálm Stefánsson sjerstaklega vel-
kominn við Háskólasetninguna.
Vita þó allir, að Háskólinn hafði
þá þegar boðið Vilhjálmi til veg-
legrar veislu, sem haldin var rjett
á eftir.
Haraldur þykist hafa ætlað að
bæta úr þessu meinta kurteisis-
broti rektorsins með því að bjóða
Vilhjálm velkominn í „nafni Há-
skólans“. Vilhjálmur sat þarna
við hlið ráðherrans, og getur hver
sem vill rómað þá Smekkvísi Har-
alds, sem þarna kom fram.
En ekki verður betur sjeð en að
Haraldi hafi einnig „orðið á í
messunni“ hvað þetta atriði snerti.
Því þarna var einnig staddur ann-
ar lieiðursdoktor Háskólans, Bene-
dikt S. Þórarinsson. Hve^s átti
hann að gjalda að Haraldur skyldi
ekki bjóða hann velkonúnn, úr
því ráðherrann fór á annað borð
að taka að sjer frammistöðuna.
Og hvernig stóð á að enginn
ráðherranna skyldi finna hvöt hjá
sjer til að minnast Vilhjálms
Stefánssonar „í nafni landsins" í
veislunni sem Vilhjálmi var hald-
in á Hótel Borg.
Akurinn er plægður.
Mentaskólinn var settur á
þriðjudaginn var. í setn-
ingarræðu sinni gterði rektor að
aðalumtalsefni úlfúðina í þjóðlíf-
inu og skort manná á umburðar-
lyndi. Hvatti hann nemendur sína
til að forðast öfgar og æsingar
og minti í því sambandi bæði á
forlög okkar sjálfra á Sturlunga-
öld og hina blóðugu innanlands-
styrjöld, sem mi geisar á Spáni.
Var ræða þessi fyllilega þess
verð, að henni væri gaumur gef-
inn á þessum síðustu og verstu um‘ P>rir nokkru síðan barðist
tímum.
En í einu atriði verður að segja
að rektor hafi skjátlast. Hann ljet
svo um mælt að akurinn væri
plægður hjer fyrir einræði. Að-
eins sáðmennina vantaði.
Það er alveg rjett að unnið er
dyggilega að því að plægja ein-
ræðisakurinn. En hitt er ofsagt
að sáðmennina vanti.
Vantar sáðmennina?
Peir, sem fylgjast með því sem
daglega er hjer ritað í blöð,
geta ekki fallist á að „sáðmenn-
ina vanti“.
Við skulum taka víðlesið blað
eins og Alþýðublaðið. Þar er hald-
ið uppi látlausum rógi, látlausum
æsingi, látlausum stjettaríg. Ekk-
ert óhæfuverk, sem framkvæmt er
af núverandi ríkisstjórn, er svo
hróplegt, að ekki sje varið með
hnúum og hnefum. Og í rauninni
er tekið alveg sjerstöku ástfóstri
við það, sem óverjandi er.
Jafnframt þessu eru svo and-
stæðingar stjórnarinnar bornir
hinum verstu og svívirðilegustu
getsökum, áltaf gerðar upp auð- •
virðilegustu hvatir og aldrei um
það skeytt þótt farið sje með vís-
vitandi rangt mál.
Ef trúnaður væri lagður á Al-
þýðublaðið og raunar öll rauðu
blöðin, þá mætti ætla að hvorki
meira nje minna en helmingur ís-
lensku þjóðarinnar væri tómir
þorparar og varmenni.
Svona heiftúðug barátta er al-
staðar samfara einræðisbröltinu.
Það þarf að æsa menn upp, þang-
að til því er trúað, að þeir, sem
eiga að verða fyrir rjettarsvift-
ingunni sjeu ekki annars verðir.
Þetta er aðferð íslensku
ræðis-sáðmannanna.
em-
Vítin til varnaðar.
Alþýðublaðið hefir gert málstað
spönsku stjórnarinnar að sín-
blaðið fyrir því, að samfylkingar-
mönnunum á Spáni væri sent fje
frá íslenskum alþýðumönnum.
Ekki vitum vjer um árangur
þeirrar málaleitunar. En víst er
um það, að hljótt hefir verið um
fjársöfnun þessa í dálkum blaðs-
ins undanfarið hvað sem valda
kann. Hefir áður verið bent á það
hjer í blaðinu, hver nauðsyn okk-
ur íslendingum sje að taka ekki
virkan þátt í þeim bræðravígum,
sem nú geysa á Spáni, vegna við-
skifta okkar við það land.
Sjaldan veldur einn þá tveir
deila, má segja um spönsku styrj-
öldina. íslendingar munu alment
hvorki vilja aðhyllast stefnu
spánska afturhaldsins, kirkju-
valdsins og jarðdrotnanna, nje
stefnu samfylkingarinnar. Það
þarf undarlega ónáttúru til að
finna hugsjónum sinum fullnægju
í múgæðinu, ránunum, morðunum
og kirkjubrennunum.
Við getum aðeins eitt lært af
spönsku bræðravígunum t að láta
okkur víti spönsku þjóðarinnar að
varnaði verða.
Austurbæjarskólinn.
Börn, sem sækja eiga Austurbæjarskólann í vetur,
komi til viðtals sem hjer segir:
Mánudag 28. sept.
Kl. 1 börn, er voru í 12 ára bekkjum s.l. skólaár og
önnur 13 ára börn (fædd árið 1923).
Kl. 3 börn, er voru í 11 ára bekkjum s.l. skólaár og
önnur 12 ára börn (fædd árið 1924).
Þriðjudag 29. sept.
Kl. 1 börn, er voru í 10 ára bekkjum s.l. skólaár og
önnur 11 ára börn (fædd 1925).
Verð fyrst um sinn til viðtals kl. 5—6 e. h.
Siguvðnr Thorlaeflus,
skólastjóri.
#
Rafvjelavið^erðir.
Á vinnustofu minni er gert við rafmagnsmótora og
Dynamoa og allskonar rafmagnstæki.
Annast uppsetningu rafmagnsvjela og viðhald og
breytingar á eldri lögnum.
HALLDÓR ÓLAFSSON
lögg. rafvirki.
Þingh. 3. Sími 4775.