Morgunblaðið - 27.09.1936, Síða 6

Morgunblaðið - 27.09.1936, Síða 6
MORGUNBLABIÐ Sunnudagur 27. sept. 193€.. Alt Heidelberg leikið í kvöld. Karlakór ReykjaVÍktir efnir til gýningar á „Alt Heidelberg“ í 15nó kl. 8 í kvöld. Þessi vinsæli leikur var sýndur s.l. vetur yfir tuttugu kvöld og er það besta sönnun þess bve skemtilegur hann er. Jtórinn gerir ráð fyrir að leikurinn verði aðeins sýndur tvö kvöld og er því sennilegt að margir noti þetta tækifæri, sem nú gefst, til þess að sjá þenna vinsæla og víðfræga leik. Vasabók Eysteins: Levndardómurinn í dálkum Alþýðublaðsins FRAMHALD AF 3. SÍÐU. greiðslujöfnuður verði lagfærð- ur: „A. Commodities, for the fleet. B. Building materials; fur- ther cutting import impossible otherwise than by extraordin- ary arangements such as limita- tions in the use of wheat, s&gar and so on“. Á íslensku: A. Nauðsynjar til fiskveiða- flotans. B. Byggingarefni, frekari nið- urskurðnr á innflutningnum ó- framkvæmanlegur á annan hátt en með neyðarráðstöfunum, svo sem takmörkunum á notkun hveitis, sykurs o. s. frv. Þegar svo Eysteinn kemur heim úr þessári merkilegu för, segir vasakompan að hann hafi sent Grönvold svohljóðandi símskeyti; „Bring them my thanks for the valueable assistance at the raisihg of loans for the govern- ment of Iceland". Á íslensku: „Berið þeim (bankastjórun- um) þakkir mínar fyrir mikils- verða aðstoð við lántöku ís- lensku ríkisstjórnarinnar“. Þegar blað nazistanna kom út með þessa útdrætti úr dag- bókarblöðum Eysteins, fyrir- skipar dómsmálaráðherra að blaðið skuli gert fipptækt. En nokkrum klukkustundum síðar kemur aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar, Alþýðublaðið, og birtir þá nákvæmlega sömu út- drættina upp úr blaðinu, sem lögreglan hafði gert upptækt! Gaman og alvara. Þessir útdrættir úr vasakompu Eysteins sýna fyrst og fremst frámunalegan barnaskap þess manns, sem stjórnarflokkarnir hafa valið til þess að skipa á- byrgðarmesta embætti lands- ins. Menn skyldu ætla, að það væri unglingur á fermingar- aldri, en ekki f jármálaráðherra landsins ,sem hefði skrifað þessi i dagbókarblöð í litlu. vasakomp- una. Jeg „náði tali“ af þessum. „Hann bauð mjer í Lunch“. „Hann sagði þetta“ og „jeg þetta“ o. s. frv. Þessar „noter- ingar“ eru svo barnalegar, að þær hljóta að vekja almennan hlátur. En svo er hin hliðin og hún er fullkomin alvara. , Það, sem ráðherrann hefir í utanför sinni skrifað niður í vasakompuna og farið hefir milli hans og fjármálamann- anna í London, verður ekki skil- ið öðruvísi en að um sje að ræða fullkomið leyndarmál hins íslenska rikis. En þá er það líka stórvítavert af ráýðherrans hálfu, að geyma ekki plagg þetta betur en raun ber vitni um. Ráðherrann fer utan í ágúst í fyrra. Hann telur að bókin hafi horfið nú í vor, eða ná- lega ári síðar. Bókin á allan þenna tíma að vera að flækjast 1 vestisvasa ráðherrans. Svona geymsla á leyndarmál- um ríkisins sýnir svo frámuna- legt ábyrgðarleysi og kæruleysi, að líkast er því, sem óvita barn hafi hjer að verki verið, en ekki fjármálaráðherra landsins. Flóttinn í verðbrjef í kauphöllinni i París. Kauphöllinni lokaö fram yfir helgi. Búist er við að gengi frankans verði 100—115 (110 segir Lundúnafregn F.Ú.)*frankar í sterlingspundi, þeg- ar skráning fer fram aftur, eftir að franska þing- ið er búið að samþykkja lögin um gengislækkun. Kauphöllinni var lokað í dag og verður ekki opnuð aftur fyr en eftir helgi, en til þessa hefir gengið verið ca. 76 frankar í hverju sterlings- pundi. Lækkunin nemur því 25—30%. Til þess að sefa sparifjár- eigendur og launþega, sem harðast verða úti við skerð- ingu gengisins er búist við að stjómin leggi fyrir þingið frumvörp til laga, sem komi í veg fyrir verð- hækkun á lífsnauðsynjum og komi á samræmi milli gengislækkunarinnar og fastra launa. Með þessu ætlar stjórnin að reyna að dr^ga úr áhrifum gengisskerðingarinnar. Hjá gengislækkun var ekki lengur komist. Neyðarmerki frankans var dregið upp fyrir þrem dögum er Frakklands- banki hækkaði forvexti úr 3% í 5%. En þrátt fyrir þessa for- vaxtahækkun helt gullið áfram að flýja land. í gær nam gull- flóttinn 500 miljónum frönk- um, þenna eina dag. Á kauphöllinni í París greip óttinn við gengis- skerðingu um sig eins og þegar eldur kviknar í sinu og óttinn breiddist út til ur Bókarfretfn: fólksins, sem keptist um að-'skemtllegt bjarga sjer með því að Höfundurinn breyta frankanum í verð- brjef. Fór gengi á verð- brjefum stöðugt vaxandi. Var nú kallaður saman ráð- herrafundur og gengisskerðing ákveðin. (Samkvæmt einkaskeyti). Laukur, Gulrófur og Kartöflur í sekkjum og lausri vigt. iferslunin Vfsir. Þrigeja mánaða ÞýskunámskeiO héfjast eftir mánaðamót, fyrir byrjendur og lengra komna. 25 tímar, 25 krónur. Bruno Kress, Dr. des. Sími 3227. Einnig tímakensla og brjefaskriftir á þýsku. Blaðadrengurinn sem varð tiugvitsmaður. Sverre S. Amundsen-. Edison, blaðadrengurinn, sem varð mesti hugvitsmaður í heimi. Freysteinn Gunnarsson þýddi Útgefandi Ólafur Erlingsson. ísafoldarprentsmiðja h.f. 1936 Þessi bók er í senn frábærlega skemtileg bók og fróðleg. Allir kannast við hugvitsmann inn mikla, Edison. Gáfaður var hann og starfsamur, áhugamikill og duglegur með afbrigðum. Besta skemtun hans var vinnan. Hann var ekki að hugsa um það fyrst og fremst, að auðgast sjálf- ur, heldur um það, að koma hug- sjónum í framkvæmd og vinna öðrum gagn. Honum eigum við að þakka margt það, sem gerir okk- daglega lífið notalegt og Sftilku, sem er vön matreiðslu, vant- ar á gistihús á Norðurlandi. Upplýsing'ar í bvottahúsinu Drífa, Baldursgötu 7. segir æfisögu hans á þann hátt, að unun er að lesa. Frásögnin er lifandi og fjör- ug; hver viðburðurinn rekur ann- an, og sagt er frá mörgum skemtilegum og skringilegum at- vikum úr æfi þessa einkennilega mikilmennis. Þýðing Freysteins Gunnarsson- ar skólastjóra er afbragð. Málið er lipurt og ljett, eins og best á við unglinga, — en þeim mun bókin sjerstaklega vera ætlnð, — enda er þýðandinn kunnur að því, hve orðhagur hann er hæði á bundnu máli og óbundnu. Það er gott verk og þarft að gefa út bók eins og þessa. Hún hefir mikinn fróðleik að geyma, og hún getur ekki haft önnur á- hrif á ungt fólk en þau, að hvetja það til starfsemi, dugnað- ar og þrautseigju; hún sýnir hve langt sá getur komist, sem setur sjer hátt mark og dregur svo ekki af sjer, heldur lætur hend- ur standa fram úr ermum og gefst ekki upp, þó að alt falli ekki undir eins í Ijúfa löð. Bæði ungir og gamlir græða á því að lesa vel sagðar æfisögur merkra manna. Jeg mæli hiklaust með þessari ágætu hók. • F. Hallgrímsson. Betanía. Samkoma í kvöld kl. Sy2. Jóhann Hannesson cand. theol. talar. Allir velkomnir. . Jo: mjíd-iogi Aðalumboðsmaður Gunnar Akselson. Umboðsmenn: A. J. BERTELSEN & GO. 4 herbergi og eldhús, með þægindum, eru til leigu í Miðstræti 4. — Uppl. á staðnum. 500-1000 kr. borga jeg hverjum þeim, er útve^ar mjer atvinnu. Tilboð merkt „Atvinna“ sendist A. S. í. Kartöflur í heilum sekkjum, þær bestu fáanlegu, seljum við í haust. — Úrvals vara. e:n:*irzu: \^fSSSSmSSSSSS9r Nýtt dilkakjöt, Lifur, hjörtu svið og mör. Kjötbúðin Heröubreið. Hafnarstr. 18. Sími 1575.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.