Morgunblaðið - 01.10.1936, Side 5
Flmtudagur 1. október 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
5
M. E. Jessen.
Tuttugu 09 fimm
ára starfs-
ðfmælí.
Tuttugu og fimm úr eru nú
Tiðin síðan M. E. Jessen, núver-
andi skólastjóri Vjelskólans,
hóf að kenna vjelfræði hjer á
landi, en það var 1. okt. 1911.
Fræðigrein þessi var þá lítt
þekt hjer, og hafði verið stofn-
uð vjelfræðideild við Stýri-
mannaskólann og Jessen ráðinn
sem aðalkennari hennar. Mun
Jessen hafa ráðið allmiklu um
tilhögun kenslunnar og bygt á
dönskum fyrirmyndum. En þess
má geta, að kensla í almenn-
um vjelstjóraskólum mun óvíða
jafn fjölbreytt og í þeim
dönsku. Haustið 1915 er svo
vjelfræðikenslan mikið aukin,
og stofnaður Vjelstjóraskóli Is-
lands og varð Jessen þá for-
stöðumaður hans. Hefir hann
átt mikinn þátt í breytingum
og endurbótum skólans, og
jafnan látið sjer mjög ant um
fjárhag hans og yfirleitt stjórn-
að honum með röggsemi. Þá er
Jessen að allra dómi mjög dug-
legur kennari og um leið vin-
sæll meðal nemenda.
Síðastliðið ár var skólinn
stóraukinn með stofnun raf-
magnsdeildarinnar. Var það að
vísu ekki vonum fyr, því henn-
ar var fyrir löngu þörf, og eðli-
legast að hún væri tengd Vjel-
stjóraskólanum. Þá 'voru á síð-
asta þingi samþykt ný lög um
skólann, og nafni hans breytt.
— Heitir hann nú Vjelskóli
Reykjavíkur. Voru námskröfur
auknar og meiri fjölbreytni
innleidd t. d. inntökupróf í hina
meiri vjelfræðideild, er það
spor í rjetta átt. Vjeltæknin
eykst, eins og kunnugt er hröð-
um skrefum, og árlega koma
nýungar í búnaði vjela, sem
kenna þarf.
Jeg er viss um vjelstjóra-
stjett landsins og aðrir, er
kynst hafa starfi (Jessens, álíta
skólann í góðum höndum undir
stjórn hans. Og allir nemendur
Vjelskólans munu óska þess að
Jessen takist, með aðstoð hinna
ötulu samkennara sinna, að
efla skólann svo mjög á kom-
andi árum, að hann nái því
marki að verða miðstöð allrar
itekniskrar fræðslu í landinu.
H. J.
Á myndinni sjást (í miðju) Charlie Chaplin og Pauline
Goddard, sem ljeku saman í Nútíminn. Ennfremur dönsku leik-
1 ararnir Jean Hersholt og Johannes Poulsen. Samkvæmið var
i haldið til heiðurs Poulsen, er hann var í Hollywood í sumar.
Vetrarstarfsemi Heimdallar
hefst I kvöld,
íslensk æska verður að sameinast
gegn ofbeldi og kúgun.
HEIMDALLUR, f jelag
ungra Sjálfstæðismanna,
heldur fyrsta fund sinn á haust-
inu í kvöld. Stjórn fjelags-
ins er staðráðin í því, að hefja
öfluga og fjölbreytta fjelags-
starfsemi, og mun formaður
Heimdallar, Gunnar Thorodd-
sen alþm., hefja umræður og
skýra frá fyrirætlunum stjórn-
arinnar
Er áríðandi, að ungir Sjálf-
stæðismenn fjölmenni á fund-
inn,til að taka ákvarðanir um
starfsemina í vetur. Ennfremur
verða umræður um stjórnmálin
og verður Thor Thors alþm.
málshefjandi.
Það. er engum efa undirorpið
að Heimdallur á nú fyrir hendi
meiri og margþættari störf en
áður. — Stjórnmálaástandið í
landinu er orðið svo rotið og
óheilbrigt eftir nær 9 ára sam-
feldan valdaferil rauðu flokk-
anna, að landi og þjóð er fyrir-
sjáanlegur voði búinn.
íslensk æska vill ekki og getur
ekki búið 'við og tekið afleið-
ingum af niðurrifspólitík rauðu
samfylkingarinnar, þess vegna
mun hún fylkja sjer undir
merki þess flokks, sem einn
berst fyrir velferð allrar þjóð-
arinnar án tillits til stjetta. —
Framtíð Islands byggist á ein-
ingu allra landsmanna og Sjálf-
stæðisflokkurinn er eini flokk-
urinn, sem ekki otar stjett gegn
stjett, þessvegna fylkir íslenska
æskan sjer undir merki hans.
Útan úr heimi berast stunur
særðra manna, sem rauðu flokk
arnir hafa otað saman til borg-
arastyrjaldar. Örvæntingaróp
svívirtra kvenna, grátur föður-
lausra barna og neyðaróp mat-
arlauss 'múgs, berast frá meg-
inlandi Evrópu. I Austurvegi
skjálfa miljónir öreiga 'fyrir
morðhendi hins brjálaða Stal-
ins.
íslensk æska vill í tíma fyr-
irbyggja að slíkt geti komið
fyrir hjer, þessvegna fylkir hún
sjer þjett undir merki Sjálf-
stæðisflokksins, sem vill auka
^amúð og samvinnu milli allra
stjetta, en ekki ala á óvild og
öfund, sem að lokum leiðir til
bræðravíga.
Mikið og göfugt starf bíður
þeirra íslensku æskumanna og
kvenna, sem nú taka upp bar-
áttu gegn ofbeldis og bróður-
vígastefnum, sem ábyrgðarlaus-
ir en valdafíknir leppar er-
lendra öfgaflokka hafa flutt
inn í landið.
í kvöld hefst vetrarstarfsemi
.sjálfstæðrar æsku í höfuðstaðn-
um. íslensk æska hefir oft áð-
ur skorið upp h rör að hausti
er dimma tók.
I skammdegi íslensku þjóð-
arinnar var það æskan, sem
vakti hinar löngu vökur, því
hún trúði á vorið og hina björtu
daga, sem koma, jafnvel á eft-
, ir hinu svartasta skammdegi.
Ungir Sjálfstæðismenn trúa að
senn muni vora hjá hinni ís-
lensku þjóð og þeir hræðast
gkki þó nú sje dimt, því þeirra
ler vorið og hinir löngu björtu
dagar.
Heimdellingar hefjið heilir
vetrarstarfsemina.
Verslunarskólinn verður settur
í dag kl. 10 f. b. í Kaupþingssaln-
um.
Heimsókn
um borð í
„L/Audacieux".
RRJETT úti fyrir'
hafnarmynninu
liggur ,,1’Audaci-i
eux“, einn af allra glæsi:
legustu, nýtísku tundur-l
spillum Frakklands - og
heimsins.
Það, sem augað sjer, er mað-
ur nálgast „l’Audacieux“, er
frábærilegt meistaraverk nú-
tímatækni, skapað af verkfræð-
ingum vorra tíma, spengilegur
og glæsilegur skipsskrokkur,
með öllum hugsanlegum hern-
aðarútbúnaði, skip, sem hefir
heimsmet í hraða, og getur far-
ið 44 sjómílur á klukkustund.
*
,,l’Audacieux“ er einn af
skyndiboðum franska flotans,
ávalt reiðubúinn að koma fram
fyrir land sitt og þjóð, á frið-
artímum og ófriðar.
í ófriði verður það með þeim
hætti, að skipið kemur á yett-
vang, þar sem þörf krefur, gýn-
ir sig á staðnum, eða í námunda
við hann, í sínum ógnandi stríðs
ham. Og undir flestum kringum
stæðum nægir það eitt, til þess
að lægja ófriðarblikuna.
I friði kemur það og fram
sem fulltrúi Frakklands. For-
ingi þess heimsækir, í viðhafn-
arbúningi yfirvöld landsins,
sem um er að ræða, er svo
gjalda líku líkt í móti.
*
Þegar maður kemur um borð
í „l’Audacieux“, finst manni
ósjálfrátt, sem færist maður
nær þeim heimsviðburðum, sem
við daglega fáum frjettir af
gegnum dagblöð, útvarp og
önnur frjettatæki nútímans.
Margir af hinum frönsku
liðsforingjum hafa tekið virkan
þátt í því að flytja heim flótta-
menn frá Spáni, er hefir verið
í ófriðarbáli nú um hríð.
Margt ber á góma.
Atburðir og æfintýr rifjast
upp, er tengd eru við bláar
bylgjur Suðurhafa, sólríkar
strendur Afríku og nöfn, sem
hljóma einkennilega í eyrum
okkar, nöfn eins og Dakar,
Casablanca og Algier. Þegar
talið berst að siglingum, vekur
það endurminningar um eftir-
Jitsferðir suður til Baleaeyjar,
Hebreaeyja, eða Madagaskar.
*
Liðsforingjarnir frönsku eru
ólíkir útlits, hafa á sjer ein-
kenni hinna háu og grönnu
Normandie-búa, eða dökku og
lágvöxnu Suður-Frakka. En eitt
er þeim öllum sameiginlegt,
elskulegt viðmót og gestrisni
Frakkans, sem aldrei bregst. Þó
!er þögull og alvarlegur svipur
jyfir öllu og öllum um bofð;
jÞví valda átakanlegiv atburðir
síðustu daga.
1
Að heimsókninni lokinni för-
um við aftur með skipinu, og
nafnið „l’Audacieux“ festist
; okkur skírt í minni. Okkur dett-
ur ósjálfrátt í hug, að það er í
dag, sem „l’Aude“ leggur af
stað heimleiðis með dr. Charcot
og fjelaga hans, um borð. Þá
mun þessi gnoð, er klýfur
krappar öldur sjávarins, með
þrílita fánanum fyrir stafni,
bera heim boðin um það, að
„l’Audacieux“ (,hetjan‘) fórn-
aði lífi sínu langt í burtu frá
ættlandi sínu, en verk hans
mun lifa eins og nafn hans lifir
á vörum manna.
F. Nyborg Christensen.
Kaupi gærur hæsta verði.
Jón Gíslason, Hafnarflrlfft.
Fyrirliggf andi:
Rúgmjöl, hveiti, haframjöl fínt og gróft, hrísgrjón, hrís-
mjöl, kartöflumjöl, hænsnafóður, kaffi, strásykur, mola-
sykur.
5ig. i?. 5kjalöberg.
(heildsalan).
Fyrirlftggfandi:
f £ Síldar lunnulrillur,
Sekkjafrillur.
Vjelsmiðjan Hjeðinn
Sími 1365 (þrjár línur).