Morgunblaðið - 02.10.1936, Page 3
Föstudagur 2. •któber 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
3
-Barnalærdómur-
ins 1.
Pabbadrengur: Hvað er
þetta, sem Morgunblaðið er að
skrifa um koncessionir? Hvað
þýðir þetta koncession?
Eysteinn: Koncession þýðir
sama og að veita hlutdeild í
einhverju, barnið mitt. Sjáðu
til, íbúarnir í Suður-Afríku
vissu af ýmsum auðlindum í
jörðu í landi sínu. En þeir áttu
enga peninga til þess að hag-
nýta sjer þessar auðlindir. Þeir
fóru þessvegna til hinna vold-
ugu Breta og fengu peningana
að láni, en Bretar fengu í stað-
inn hlutdeild í auðlindunum.
Þetta þótti Bretum ágætt, og
síðar varð Suður-Afríka bresk
nýlenda og er nú eitt af sam-
veldislöndum Breta.
Pabbadrengur: En ætlar þú
þá að veita Bretum hlut-
deild í auðlindum íslands og
gera ísland að breskri ný-
Iendu?
Eysteinn: Ussu nei, þetta
segir bara Morgunblaðið. Jeg
sagði við Breta, að koncession
væri „fræðilegur mögúleiki“.
Pabbadrengur: Já, en ef
það er bara fræðilegur mögu-
leiki, en ekki raunverulegur
möguleiki, af hverju varstu þá
að stinga upp á honum? Vissu
Bretar ekki, að þessi „fræði-
legi“ möguleiki væri fyrir
hendi?
Eysteinn: Æ, hættu nú þess
iun spumingum, greyið mitt.
Skemtifundur
Heimdallar
á sunnudaginn.
Skemtifund heldur Heimdall-
ur n. k. sunnudagskvöld í
Oddfellowhúsinu.
Óþarfi er að lýsa skemtifund-
um „Heimdallar“. Unga fólkið í
bænum man eftir þeim frá und-
anförnum vetrum og veit að þeir
eru með bestu skemtunum, sem
boðið er upp á hjer í bæ.
Ákveðið hefir verið að halda
í vetur skemtifundi reglulega inn-
an fjelagsins.
Fundunum verður hagað líkt
©g undanfarna vetur.
Fyrst verður sameiginleg kaffi-
drykkja, sem hefst kl. 9 e. h. Á
meðan setið verður við kaffið
verða ræður haldnar og söngvar
sungnir. Binnig verða önnur
skemtiatriði, svo sem píanóleikur
og tvísöngur, eða kórsöngur. Að
lokum verður dans stiginn hæfi-
lega langt fram eftir kveldi.
Oddfellowhúsið hefir undanfar-
ið reynst helst til lítið fyrir
skemtisamkomur ungra Sjálfstæð
ismanna. Svo mun og verða raun
á nú. Er því vissara að tryggja
sjer aðgang í tíma.
Til Strandarkirkju frá G. K.
10 kr., Blinu 5 kr., í. E. 5 kr., ó-
nefndri konu 5 kr., norðlenskri
konu (S. G.) 10 kr., Huldu 5 kr.,
ónefndum 1 kr., G. B. 8 kr., K.
©. 5 kr., Nóa 2 kr.
ÚtgerOarmenn og sjúmenn eiga að taka síldar
söluna úr hðndum Finns Jónssonar.
Þakkir
frá ræðismanni
Frakka.
Herra ritstjóri. .;.t ^ .
Því miður er mjer ekki unt að þakka p.ersónulega hverjum
þeirra manna, sem sýnt hafa samúð sína við sorg þá, sem Frakk-
land hefir orðið fyrir. Mjer ber að þakka allri íslensku þjóð-
inni, og því leita jeg til yðar heiðraða blaðs.
Fyrst og fremst vil jeg flytja þakklæti mitt ríkisstjórninni,
sem brá við jafnskjótt og fregnin um strand „Pourquoi Pas?“
varð kunn og gerði allar þær ráðstafani". sem í mannlegu valdi
stóðu, til þess að björgun mætti takast. Allir opinberir starfs-
menn og aðrir einstaklingar, sem jeg þurfti að leita til, ljetu
mjer tafarlaust í tje hjálp sína, og mjer varð það brátt ljóst, að
þeir gerðu það ekki einungis vegna fyrirmæla yfirboðara sinna,
heldur vegna samúðar þeirrar, sem þeir vildu sýna Dr. Charcot
og fjelögum hans, en þeir höfðu hinar mestu mætur á íslaudi,
landinu, sem þeir höfðu heimsótt um svo mörg undanfarin ár.
Jeg vil sjerstaklega benda á, hve mikla aðdáun vakti hjá
mjer það hugrekki, sem formaður og skipshöfnin á mótorbátn-
um „Ægir“ sýndu, er þeir voru að reyna að koma við björgun.
Þeir komú fyrstir á strandstaðinn og tókst, eftir harðvítuga bar-
áttu við óveður og Sjógang, að ná sambandi við hið strandaða
skip. í tvo daga samfleytt hjeldu þeir áfram leit sinni, þangað
til öll von var úti, og það var ekki fyr en fullvíst var, að hafið
myndi ekki skila aftur bráð sinni, að hinir hugrökku menn
hjeldu til hafnar.
Jeg þakka hr. Kristjáni S. Þórólfssyni, sem bjargaði hinum
eina Frakka, sem komst lífs af, og jeg þakka líka öllu heima-
fólkinu í Straumfirði. Landa mínum var hjúkrað þar af svo mik-
illi alúð, að hann hrestist skjótt, enda var farið með hann eins
og bróður.
Að lokum þakka jeg öllum þeim íslendingum, sem færðu
sína hinstu kveðju þeim, sem nú hafa látið lífið fyrir vísindin.
Mjer er kunnugt um það, að sumir komu langt að til þess að
fylgja kistum þeirra. Og þegar líkfylgdin fór eftir götum höf-
uðborgarinnar, vottaði fólkið samúð sína á svo hjartanlee-i”
virðulegan hátt, að ekki líður úr minni.
í mínu landi er mælt, að þegar einhver ratar í raunir, kom-
ist hann fyrst að því, hverjir sjeu vinir hans. Við þetta sorglega
tækifæri hafa allir íslendingar sýnt, að þeir eru sannir og ein-
lægir vinir Frakklands.
Með virðingu
A. ZARZECKI
ræðismaður Frakka á íslandi.
Reykjavík, 1. október 1936.
100 menn teknir í atvinnu-
bótavinnu í gær.
o' j
jtj
Atvinnubótavinnan er að hefjast.
Afundi bæjarráðs 25. f.
m. var samþykt að
hefja atvinnubótavinnu hjer
í bænum frá 1. okt., með alt
að 100 verkamönnum.
Þessi atvinnubótavinna hófst í
gær.
Á bæjarstjórnarfundi í gær
spurðist Sigurður Ólafsson fyrir
um það, hvort rjett væri að bú-
ið væri að segja upp öllum þeim
mönnum, sem unnið hefðu í bæj-
arvinnunni.
Borgarstjóri upplýsti, að ekki
væri búið að segja öllum upp, en
uon
þeim hefði verið fækkað um 40.
Þetta stafaði af því, að fjárveit-
ingar þær, sem varið væri í þessu
skyni, væru að þrotum komnar.
Þessvegna hefði verið ákveðið að
draga saman vinnuna smámsam-
an. Hinsvegar byrjaði nú atvinnu
I dO'
bótavinnan og yrði henni væntan-
lega haldið áfram til áramóta.
Sig. Ólafsson flutti tillögu þess
efnis, að fjölgað yrði nú þegar
atvinnubótavinnunni um þá 40
Finnur knúður til að ðmerkja
ummæli sln og Alþýðublaðsins.
Síldarsöltun hefsl að
nýju i Faxaflóa.
. ¥ maímánuði í vor hættu Kveldúlfstogar-
arnir veiðum nokkrum dögum fyr en
. venja er til. AlJjýðublaðið notaði þetta
tilefni til þess að halda uppi látlausum óhróðri um
Kveldúlf, og má heita að blaðið væri „helgað“
rógnum og árásunum um Kveldúlf í nær hálfan
mánuð.
Var því sleitulaust haldið fram, að Kveldúlfur
gerði leik að því að svifta fólk atvinnu, beinlínis
í þvi skyni að „þrengja að landslýðnum“ og gera
fólk ,,frávita“ af hörmungum.
C% forkólfar verkalýðsins ljetu ekki þar við sitja, heldúb
boðuðu þeir til almenns verkalýðsfundar í Barnaskólaportinu,
til þess að ræða um „stöðvun Kveldúlfstogaranna“. Fundardag-
inn birti svo Alþbl. svæsna árásargrein um „þorparabragð Thors-
bræðra“r, og á sjálfum fundinum töluðu þeir um hin „svívirði-
legu fantabrögð“, „haugalygar“, ,,djöfulsæði“ Thorsbræðra, sem
stoðvað hefðu veiði togaranna.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Það upplýstist nú í þessu
máli, að fisklaust var um allan
sjó. Hitt vita allir, að enda
þótt þorskafli í ár sje aðeins
57% af aflanum í fyrra og ekki'
nema 42% af afla ársins 1933,
eru samt sem áður engar
líkur til að hægt verði að selja
allan fiskinn.
Árásirnar á Kveldúlf voru
því út af því og því einu, að
Kveldúlfur hætti veiðum
þpg^r hvergi var fisk að fá,
og fiskur óseljanlegur þótt
hann hefði veiðst.
Samt sem áður þagnaði Al-
þýðublaðið ekki fyr en „for-
kólfarnir“ voru keflaðir og
knjesettir frammi fyrir þúsund-
um verkamanna í Barnaskóla-
portinu.
Og það allra ógeðslegasta í
þeim loddaraleik var þó, að
enda þótt allir viti að árásirnar
á Kveldúlf stjórnuðust af brjál-
æðiskendri heift strákanna, sem
skrifa Alþýðublaðið, í garð
Thorsbræðra, þá var ástin á
verkalýðnum altaf látin fljóta
ofan á eins og rjómi.
*
Nú hefst næsti þáttur.
Meðal þeirra, er harðast
urðu úti vegna aflaleysisins á
vertíðinni eru þeir, sem fram-
færi hafa af vjelbátaútvegnum
í Faxaflóa. Má segja að jafnt
gildi um sjómenn sem útvegs-
menn, að fæstir sjá fram úr
þrengingunum. Síldveiðarnar í
sumar hafa lítið bætt úr þeirri
skák, því hvorttveggja er, að
afkoman er þar misjöfn og ekki
jafn góð og almenningur hygg-
ur, og hitt, að tiltölulega fáir
vjelbátar úr Faxaflóa gátu
komist yfir snurpinót til síld-
veiða. Hmsvegar vóru mjog
margir vjelbátanna gerðír út til
reknetaveiða ár<síðasta hausti og
gáfust þær veiðar vel. Fólkið
hafði lífvænlega atvinnu og
síldin reyndist góð vara, eink-
um þó ljettsaltaða síldin. Það
ræður því að líkum að hafist
var handa á nýjan leik í haust,
og voru milli 60 og 70 vjelbátar
gerðir út á reknetaveiðar, og
öfluðu vel.
Milli 800 og 1000 aðþrengdra
manna eygði nú framundan
sæmilegar afkomuhorfur og
það var eins og nýtt líf og fjör
færðist í fólkið.
En ekki er sopið kálið þó í
ausuna sje komið.
Ríkisstjórnin á §jer Síldar-
nefnd, og hefir þar eitt smá-
vaxnasta peð sitt til forystu
með alræðisvaldi yfir síld'veið-
um og síldarsöltun landsmanna.
Og nú komu boð frá Finni Jóns-
syni um að enga síld mæ£ti
salta í Faxaflóa. Loks yoru þó
Rússum seldar 19 þús. tunnqr,
og er sú sala öll með þeim hætti
að ærið er rannsóknarefni, þó
ekki verði rakið hjer. En er
lokið var að fiska í Rússann,
skipaði Finnur fyrir á ný að
nú skyldi stöðvuð, öll veiði.
Hjer var mikið í húfi, —
atvinna 800-^1000 þurfandi
fjölskyldna. Gat það hugsast
að „stjórn .hinna vinnandi
stjetta“ ljeti'það viðgangast að
800—1000 fjölskyldur væru
sviftar daglegu brauði sem
geymt var rjett við landstein-
ana, «
Gat það húgsast?
Bann Finns skall yfír. Faxa-