Morgunblaðið - 02.10.1936, Side 4

Morgunblaðið - 02.10.1936, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. október 1936. Tramh. af 3. siTfu: Þættir úr ofsoknum rauOIiða jegn sjo- mönnum og útgerOarmönnum. flói var fullur síldar og fólkið, sem bannað var að veiða síld og salta hana, stóð á öndinni og beið þess að „stjórn hinna vinnandi stjetta“ leysti það úr banninu, — bannaði Finni að banna hungruðu fólki að sækja sjer lífsþarfirnar rjett út fyrir landsteinana. En stjórnin ljet ekkert frá sjer heyra. Sjáandi ljest hún ekki sjá þrengingar fólksins og heyrandi ljest hún ekki heyra kvartanir þess og klögumál./En annað hljóð heyrðist úr horni. Strákarnir, er hafðir eru til að skrifa í Alþbl. — blað verka- lýðsins — voru látnir flytja þau vísindi, að það ætti ekki að vera að gera út með ,,kappi“, það ætti að gera út með „for- sjá“. Það væru bara heimsk- ingjar sem ljetu sjer detta í hug að vera að afla síldar, sem okki væri búið að selja! Slíkt yæri aðeins ,,góð og gild íhalds og samkepnisaðferð“ o. s. frv. En fólkið, sem mundi, að Jæssir sömu strákar kröfðust þess að togarnir væru gerðir út á þorskveiðar, þegar hvergi var fisk að fá, og fiskur auk þess óseljanlegur, fekst ekki til að trúa því, að það væri bara „íhald“ að aðþrengdur almenn- ingur krefðist að mega stunda síldveiðar meðan afli var góð- ur og nægir kaupendur að síld- inni, og hafði því fortölur strák- anna að engu en herti á kröf- unum. Og nú fór fyrir strákunum eins og oft hendir þann sem hafður er til að verja rangan málstað. Því fleira sem „komst upp um strákinn Tuma“ — því betur sem sannaðist þörf verka- rfólksins, gnægð síldarinnar og allmikil eftirspurn eftir síldinni — því aumari vayð vörnin og íáránlegri staðleysurnar. Verð- ur sá vaðall ekki rakinn, en útgönguversið var þetta: „Það nær ekki nokkurri átt að leyfa söltun hjer í Faxa- flóa. . . . Hver þorir að kalla þær fjárhagslegu hörmungar yfir fiskimennina, fólkið í iandinu og lánsstofnanirnar“. * Drengirnir í Alþýðublaðinu voru látnir spyrja: „Hver þorir að kalla þær fjár hagslegar hörmungar yfir fiskimennina o. s. frv.“ Já, „hver þorir“ að rísa gegn banni Finns Jónssonar. „Hver þorir“ að taka á sig þá ábyrgð að láta salta Faxaflóasíld? Leit Alþýðublaðsins að hetj- unni sem „þorði“ að rísa gegn Finni og leiða „hörmungar yfir :fiskimennina“ hefir staðið .skemur en vænta mátti. I gær, — eftir aðeins 3—4 daga leit — er kappinn fundinn. Eftir allar fullyrðingarnar um að „ekki nái nokkurri átt að leyfa söltun hjer í Faxaflóa“ })ví síldin sje óseljanleg, birtir Alþýðublaðið svohljóðandi til- kynningu: „Þar sem ekki hefir verið fyltur síldarkvóti til Þýska- lands, eru líkur til að eitt- hvað megi selja á þann markað af ljettsaltaðri Faxa- síld til reykingar. — Enn- fremur má vera að selja megi Íítið eitt af svilfullri Faxasíld til Ameríku og sömuleiðis er nú þegar gerð- ur samningur um sölu á 2000 tunnum ljettsaltaðri síld til Svíþjóðar. Með tilliti til þessa hefir Síldarútvegsnefnd ákveðið að veita reknetabátum er vaiðar stunda sunnanlands, veiðileyfi til söltunar, sem hjer segir: (alls 14000 tunn- ur).“ Hjer er þá kappinn fundinn. Það er Finnur Jónsson sjálfur, sem „þorað“ hefir að rísa gegn banni Finn^ Jónssonar af því að hann hefir ekki „borað“ að standa lengur gegn rjettmætum jcröfum 800—1000 fjölskyldna um heimild til að afla sjer dag- legs brauðs.Það er Finnur Jóns- son sem hefir ,,þorað“ að ó- merkja og dauðadæma öll þau ummæli, sem hann hefir sjálf- ur látið unglingana flytja í Alþbl. að undanförnu um „að ekki nái nokurri átt að leyfa söltun hjer í Faxaflóa“ og um allar „fjárhagshörmungarnar“, sem af því áttu að stafa, — .vegna þess að Finnur hefir ekki þorað að horfast í augu við áframhaldandi rannsókn máls- ins, og sjeð þann kost vænstan þótt bágborinn sje, að kúvenda. * Sókn útvegsmanna, sjóman,na og verkamanna hefir nú með aðstoð blaða Sjálfstæðisflokks- ins borið góðan árangur, en er þó ekki lokið. Finnur hefir neyðst til að heimila 14000 tunna söltun. En orðalag ,,Tilkynningarinnar“ sýnir þrjóskan og staðan jálk, sem pískaður er áfram. Og hvað sem öðru líður, er alveg augljóst að Finnur gerir ekkert fyrir Faxaflóaútveginn annað en það, sem hann verður neyddur tsl. Af því leiðir að engri átt nær að þær 800— 1000 fjölskyldur sem hjer eiga hlut að máJi, verði áfram, knúðar til að eiga alt sitt undir geðþótta Finns. Þess vegrr\ verður nú að reisa þá kröf i að salan á þessari síld veroi tekin úr höndum Finns, og fengin aðiljum sjálfum í hend- ur. Ættu þeir síðan að senda mann er þeir bera traust til, tafarlaust á fund kaupenda, og þá mun það sannast að kaup- endur eru fleiri en Finnur vill vera láta. Með þeim, og þeim einum hætti bíður góð og arðvænleg afkoma þessa fólks. * Saga þessarar baráttu er vel til þess fallin að glæða skiln- ing verkalýðsins á innræti og heiðarleik, ekki aðeins Finn- boga Rúts og Sigfúsar Sigur- hjartarsonar, heldur og „leið- toga“ verkalýðsins alment. Þegar togararnir eru ekki gerðir út látlaust í aflaleysi og markaðsleysi, þá reiða þessir snáðar refsivöndinn, skrækja um „þorparabrögð“, „fanta- 'skap“ og „djöfulskap“, af því þeir hata útvegsmennina. En þegar Finnur Jónsson bannar að fara á sjó, þótt afli sje góður og seljanlegur, þá þarf engra vitna við, ekki neinnar rannsóknar. Þá veit Alþýðubl. „að ekki nær neinni átt að leyfa söltun í Faxaflóa“ og að hver sem slíks beiðist „kallar fjárhagslegar hörmung- ar yfir fiskimennina“. Hvað segir verkalýðurinn um slíka málsvara? Hvað segja málsvararnir sjálfir, nú eftir að Finnur er búinn að leyfa söltun? Það fer varla hjá því, að fólki skiljist um síðir, að ekki má treysta einu einasta orði þessara pilta, hvorki um menn nje málefni. Það er alveg aug- ljóst og óyggjandi mál, að um- hyggjan fyrir verkalýðnum er ekkert nema skálkaskjól. Al- þýðublaðinu er í dag eins og allri málsvörn rauðliða, stjórn- að af hinni fámennu klíku eig- inhagsmuna manna, sem sest er í öll feitustu embættin með 15—60 þús. kr. árslaunum, og hugsar um það eitt að missa ekki völdin, beinin og bitling- ana. Þessi hlið málsins er upp- lýst? En hvernig stendur á því að þessir gráðugu menn hafa telft á svcna tæpt vað í þessu máli? Hverra hagsmuni er verið að verja? Fyrir hvern eða hverja er það gert, að standa meðan stætt var gegn baráttu 800—1000 fjölskyldna fyrir daglegu brauði? Því á Finnur eftir að svara. Hann ætti að gera það, ef hann getur það. Veggfóður. Nýjar j?erðir af ódýr- um fallegum vegg- fóðrum teknar upp í dag. Guðm, Ásbjornsson. Laugaveg 1. Sími: 4700. Píý barnabók Kiilii* krakkar eftir Katrínu Árnadóttur, með myndum eftir Tryggva Magnússon. Þetta er mjög snotur bók og kostar aðeins kr. 1.50. Bústaðaskifti. Að gefnu tilefni og með tilvísun til 2. gr. laga nr. 18, 1901, um manntal í Reykjavík, er hjer með skorað á alla húseigendur og húsráðendur að tilkynna tafarlaust til lögregluvarðstofunnar um alla flutninga, er eiga sjer stað úr húsum þeirra og í, þar á meðal flutninga, sem orðið hafa síðan 14. maí s. 1., en enn hafa ekki verið til- kyntir. Eyðublöð fyrir flutningstilkynningar fást á lögreglu- varðstofunni. Fyrir vanrækslu á tilkynningarskyldu verða menn látnir sæta sektum lögum samkvæmt. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. október 1936. Jónalan Hallvarðsson settur. Húsefignin nr. 7 við Þrastargötu er til sölu eða leigu nú þegar. Upplýsingar gefur Garðar Þorsteinsson hrm. 'f v 5! Ý Hjartans þakkir til allra, fjær og nær, sem sýndu mjer 4 T >; T ? $ | .< hlýja samúð og vináttu á áttræðisafmæli mínu. 9 Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Konan mín, móðir og tengdamóðir, Guðrún Jóhannesdóttir, Garðhúsum í Ytri-Njarðvíkum, andaðist í nótt. Garðhúsum, 1. október 1936. Oddur Sveinsson. Jóhanna Jónsdóttir. Björgvin Magnússon. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Sigurðar Magnússonar, fer fram frá Þjóðkirkjunni þriðjudaginn 6. þ. m., og hefst með bæn á heimili hans, Stekk við Hafnarfjörð, kl. 2 e. m. Kransar afbeðnir. Helga Eiríksdóttir og börn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför Gróu Jónsdóttur. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.