Morgunblaðið - 03.10.1936, Page 5

Morgunblaðið - 03.10.1936, Page 5
ILaugardagur 3. október 1936 MORGU NBLAÐIÐ i 5 I Próf. Hallesbv og sex norskir stúdentar heimsækja ísland. x Bjarne Hareide. Sigurd Lunde. —Barnalærdómur— Alþýðublaðsins 2, Pabbadrengur: Alþýðublaðið segir, að Morgunblaðið skaði ísland út á við, af því að það birtir það, sem stóð í vasabók- inni þinni. Er það satt, pabbi, I að það hafi verið eitthvað ljótt í vasabókinni? Eysteinn: Sjáðu nú til, dengsli litli. Þegar pabbi þinn fer til stóru þjóðanna og tal- ar við fínu mennina, sem full- trúi íslenska ríkisins, þá kæra þeir sig ekkert um að eiga það á h,ættu, að það verði birt op- inberlega, sem þeir segja. í vasabókinni var ekkert ljótt. Það er bara þetta, sem Alþýðu- blaðið á við. Pabbadrengur: Já, en Al- þýðublaðið birti líka það, sem stóð í vasabókinni. Er Alþýðu- blaðið líka vont við þig, pabbi? Eysteinn: Nei, nei, Alþýðu- blaðið vill eins og jeg vil, og svo geri jeg eitthvað fyrir það í staðinn. En sjáðu til, þó að leysu, er það fór að birta það, Alþýðublaðið hafi gert vit- sem í bókinni stóð, þá gerir það ekki svo mikið til, því að það birti enga þýðingu á því, sem þar stóð, og pabbi þinn skrifaði í vasabókina á ensku. Það sem stóð í Alþýðublaðinu skilja ekki nema fáir hjer heima, og aðeins þeir, sem fylgjast vel með í stjórnmál- um. Pabbadrengur: En skilja stóru mennirnir í Englandi ekki það, sem stendur í bók- inni á ensku, og er það ekki það, sem Alþýðublaðið er hrætt við? Þú ert ekkert hrædd ur við að fólkið lijer heima skilji það, er það? Heyrðu, pabbi, heldurðu að þú fáir ekki að vera áfram ráðherra? Eysteinn: A — a — auð- vitað, drengur minn, en hættu nú að spyrja þetta. Sjerðu ekki, að pabbi þinn hefir ann- að að hugsa? Nýkomið Hornafjarðar kartöflur og lúðuriklingur. Sijf. Þ. Jónsson, Xiaugaveg 62. Sími 3858. Um fyrlrkomulag á sólu á ísaðri síld. Á fundi, sem útg'erðar- menn vjelbáta hjeldu í dag, komu þeir sjer saman um eftirfarandi fyrirkomulag á sölu síldar til ísunar í to.e- ara eða önnur skip: Bátunum sje skift í tvo aðal- flokka, þannig, að í öðrum flokkn um sjeu bátar frá Akranesi, Rvík og Hafnarfirði, sem frá þeim stöðum hafa stundað síldveiðar upp á síðkastið, og eru frá Akra- nesi 19, Reykjavík 9 og Hafnar- firði 4, samtals 32 bátar. Einnig sjeu í þeim flokki Garðar, Vest-. mannaeyjum, Stella, Norðfirði, Sæhrímnir og Minnie, Akureyri, og Vjebjörn, Isafirði, samtals 37 í liinum flokknum sjeu bátar úr Vogum, Njarðvíkum, Keflavík, Garði og Sandgerði, ásamt 5 að- komubátum, sem verið hafa í Keflavík í liaust. frá þessum stöðum hafa stundað síldveiðar upp á síðkastið, Vogum 1, Njarð- víkum 4, Keflavík 17, Garði 7 og Sandgerði 6 bátar, samtals 35 bátar. í þessum flokki sjeu einn- ig Ágústa, Freyja, Erlingur og Ofeigur, allir frá Vestm., samtals 39 bátar. Bætist fleiri bátar við síðar, skiftast þeir niður í flokk- ana. Sje að'-M'•; eitt skip, sem kaup- ir, liá f.iri aðeins annar flokkur- inr ú;. og er það eftir hlutkesti, sem framkvæmt var í dag, 1. október, sá flokkurinn, sem fjn- er talinn lijer á undan, en eftir það fara flokkarnir til skiftis. Sjeu aftur á móti 2 skip, fari báðir flokkarnir út, og liggi þá annað skipið í Reykjavík, ert1 hitt í Keflavík. Annars liggi ávalt skip- íð fyrir 1. flokk í Rvík, en fyrir 2, flokk í Keflavík. Sjeu 3 skip, sem kaupa, liggi 2 í Keflavík, en 1 í Rvík, og fari þá einnig ein- hverjir bátar úr 1. fl. í annað [skipið í Keflavík. Sjeu aftur á móti 4 skip, liggi 2 í Rvík og 2 í Keflavík. Bætist fleiri kaup- endur við þá, sem nú eru, þá eigi allir jafnan rjett á að láta í þau skip, sem þeir kunna að hafa, þannig, að þau skiftist á flokk- ana eins og áður er sagt, og má enginn bátur liafa forgangslönd- un í nokkurt skip, heldur ætíð afgreiðast eftir þeirri röð, sem þeir koma í, þó geta flokkarnir innbyrðis komið sjer saman um að þeir bátar, sem ekki losnuðu við síldina í síðasta skip þess flokks, komist í það næsta. Reykjavík,' 1. október 1936. Ólafur Jónsson (fundarritari). Jóhann Hannesson eand. theol býður þá vclkoinna. Prófessor Hallesby og 6 norskir stúdentar heimsækja ísland. Næstkomandi mánudag er von á hinum þekta prófessor dr. 0. Hallesby og 6 norskum stúdent- um liingað til Reykjavíkur með „Lyru“. Hallesby verður senni- lega ekki nema 12 daga hjer á landi, en stúdentarnir verða hjer nokkru lengur. Þrír þeirra eru læknastúdentar og þrír guðfræð- ingar. Prófessor Hallesby er þektur maður um öll Norðurlönd og víða annarsstaðar, bæði austan liafs og vestan. Síðan 1909 hefir hann ver- ið kennari við Safnaðarháskólann í Oslo, en sá skóli hefir um áll- langt skeið útskrifað mikinn meiri hluta allra presta norsku kirkj- unnar. Á stúdentsárum sínum var Hallesby ákafur talsmaður hinnar róttæku guðfræði er sat þá í há- sæti við Oslo-liáskóla, en skömmu eftir að Hallesby hafði lokið em- bættisprófi, snerist hann til lif- andi kristindóms og upp frá því gjörbreyttist öll lífsstefna hans. Hann hefir verið ákveðinn foriugi hinnar jákvæðu guðfræði (deu positive theologis) og framúrskar- andi í öllu kristilegu starfi og baráttunni gegn hinni róttæku guðfræði sem háð hefir verið af mörgum bestu mönnum norsku kirkjunnar með mjög góðum ár- angri. Hallesby er einhver mesti guð- fræðingur Norðurlanda. Mikil verk vísindalegs efnis liggja eftir hann, eins og t. d. triifræði og siðfræði hans, alls 3 stór bindi. Hallesby er einnig viðurkendur ágætur kennari og hann er líka ræðumaður. með afbrigðum. Það heyrist til hans um alt landið, frá hinu minsta lireysi til konungs- hallarinnar, eins og þektur Norð- maður segir um hann. Ennfremur er hann mikilvirkur rithöfundur og hefir skrifað ágætar bækur handa alþýðu manna. Ein þessara bóka lians, „Trúrækni og kristin- dómur“ hefir verið gefin út á ís- lensku af Kristilegu Bókmentafje- lagi. Auk þess er hægt að fá sum- ar aðrar bækur hans hjer, og er merkilegt hvað þær eru orðnar ut- breiddar. Og með bókum sínum hefir Hallesby orðið þúsundum manna til blessunar, einnig þeim sem ekki eru á sama máli og hann sjálfur. Alloft hefir Hallesby farið í fyrirlestraferðir til Danmerkur og Svíþjóðar og þar að auki til Ame- ríku. Hvarvetna þyrpist að honum fjöldi fólks, og eru sumir einlægir fylgismenn hans og aðdáendur, en aðrir bitrir andstæðingar. Nú kemur þessi frægi maður í fyrstp silni til íslands. Hann og stúdent- arnir halda allmargar almennar samkomur í kirkjunum, og Halles- by mun verða boðið að halda fyr- irlestra við Háskólann. Verður að- gangur fyrir almenning meðan húsrúm leyfir. Stúdentarnir sem eru í för með lionum eru einnig miklir áhuga- menn og hafa þegar vaivið eftir- tekt á sjer í Noregi fyrir áhuga sinn á kristilegu starfi, sjerstak- lega í sambandi við hina kristi- logií stúdentahreyfingu. Sá sem þetta ritar liefir einnig verið þátt-' takandi í þessari hreyfingu sem fer svo liraðvaxandi á síðustu ár- um. Var mjög ánægjulegt að vera með þessum glæsilega æskulýð, bæði á sainkomuin. sem þeir lijeldu í borgunum og á ferðalögum sem við fórum hópum saman um fjöll og skóga. Þá kveiktum AÚð bál í kvöldkyrðinni við vötnin í skóg- inum og sungum og vitnuðum um iíf okkar í samfjelaginu við Krist. — Nú sendir „Norges Kristelige Student- og' Gymnasiastlag" þessa ungu íslandsvini til að kynna þessa hreyfingu hjer á Sögueyj- unni. Við ættum öll að fagna þeirra góðu heimsókn, því þeir koma sem frændur og vinir. Jóhann Hannesson. heflr hlotiH besln meffinæli Úrvals Kartöflur, ódýrar í sekkjum. JJIUbIZMÍ Lifur, lijörlu og swið. Nýslátrað dilkakjöt og alls- konar grænmeti. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. Höfum fengið afar góðar og ódýrar gúmmíbuxur á börn. hjúkrunarvöruverslun. Ajusturstr. 7. — Sími 4637.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.