Morgunblaðið - 16.10.1936, Síða 6

Morgunblaðið - 16.10.1936, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ Vestmannaeyingar reisa nýtísku samkomuhús. Fyrlr forgöngu Sfálfstæðismanntt ! í Eyjum. Vestmannaeyjum fimtudag. Einkaskeyti. Vestmannaeyingar hafa stofn- að hlutafjelag, sem hefir það markmið að koma upp fullkomnu samkomuhási hjer í Eyjum. Hluta fjelag þetta var stofnað 9. þ. m. Teikningar og áætlanir hafa verið gerðar að húsinu og er á ætlað, að það kosti um 110 þús. krónur. S'amkomuhúsið verður hið vand aðasta í. alla staði og stærsta sam komuhús, sem reist hefir verið í Eyjum. Síðástliðinn mánudág var haf íst hknda um byggingu hússins og verður það væntanlega fullgert á næsta vori. Forjfongu þessa máls hefir Sjálfstæðisfjelag iVestmannaeyja haft með höndum. Vestmannaey- ingar hafa sýnt mikinn áhuga fyr ir samkomuhúsmálinu. Á stofnfundi hlutaf jelagsins Samkomuhús Vestmannaeyja var kosin 5 manna bráðabirgðastjórn og hlutu þessir kosningu: Axel Sveinsson útgerðarmaður, formað- ur. Tómas Guðjónsson verslm., varaform. Stefán Árnason lög- regluþjónn, ritari. Gísli G. Wíum kaupm., gjaldkeri. Frú Sigríður Magnúsdóttir, Höfn, meðstjórn- andi. Wíum. Allir Vestmannaeyingar, sem húsettir eru utan Eyj ^ og hefðu áhuga fyrir að styðja þetta mál- efni með því að leggja fram fje, eru vinsamlega beðnir að snúa ejer til stjórnarinnar. Yfiilýsing. Vegna greinar þeirrar er birtist í „Morgunblaðinu“ þann 9. þ. m., með fyrirsögninni Maður ætlar að flýjaland með „Lyra“, vil jeg lýsa því yfir, þar sem mjer er skilt mál þetta, að ástæðan til þeirrar til- raunar til burtfarar dömuklæð- skera míns, hr. A. Black, var ekki að neinu leyti í sambandi við það. að hann hafði fengið útborgað mánaðarkaup sitt fyrirfram, held- ur hitt, áð hann Var yfir sig „nervös'* yfir því, að hann, þegar áreyndi, gæti ekki aðstaðið þá miklu vinnu er hann hafði tekið að sjer sem dömuklæðskeri við firma mitt. » Aftur á möti er mjer ljúft að upplýsa, að mjer hefir reynst hr. Bloek í alla staði heiðarlegur og siðprúður maður, mjög fær í sínu fági’ og vinnur verk sitt af alúð og mikilli samviskusemi. Reykjavík, 14. okt. 1936. Andrjes Andrjesson, Laugaveg 3. Sjúkra- og ellitryggingin. Altaf eru sósíalistar að finna ný „göt“ á lögunum. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, fór stjórn Sjúkrasaml. Reykja- víkur fram á, að bæjar- stjórn tæki við innheimtu vangoídinna iðgjalda til samlagsins frá 1. nóv. og fengi löggiltan lögfræðing til þess að framkvæma lög- tök. * Frú Jóhanna Egilsdóttir hreyfði því á bæjarstjórnarfundi í gær, að sjer þætti hjer harkalega að gengið. Ennfremur fanst henni hart að gengið, að tekið skyldi af ellistyrk gamálmenha iðgjalda greiðsla til Sjúkrasamlagsins. Loks bar frú Jónína fram til- lögu þess efnis, að bæjarsjóður greiddi iðgjöld til Sjúkrasamlags ins fyrir þá, sem væru- 60 ára og ekki gætu sjálfir greitt gjaldið Borgarstjóri upplýsti frú Jón ínu um það, að þetta með inn heimtu vangoldinna iðgjalda væri samkvæmt fyrirmælum alþýðu tryggingarlaganna sjálfra. Lögin fyrirskipuðu, að bærinn skyldi leggja til innheiintuna. En borg arstjóri bjóst ekki við, að harð- ara yrði gengið að um innheimtu þessa gjalds en t. d. bæjargjalda alment. Hvað tillögu frú Jóhönnu snerti, að bæjarstjórn veitti heim- ild til að greiða úr bæjarsjóði ið- gjöld annara en þeirra, sem væru á föstu framfæri hjá bænum, taldi borgarstjóri ekki tímabært að stíga þetta spor fyr en sjeð yrði, hvernig innheimtan gengi Loks var frú Jóhönnu bent á, að það væri samkv. beinni fyrir- skipan tryggingarlaganna, að tek ið væri af ellistyrknum til greiðslu iðgjalda í Sjúkrasam- lagið. Frú Jóhanna átti bágt með að trúa því, að þannig væri frá lög- unum gengið. En svona er það. En altaf kemur það betur í Ijós, að þessi nýju tryggingalög eru ofvaxin getu almennings. Bót á þessu verður vitanlega ekki ráð- in með því að velta byrðunum yfir á bæjarsjóð. Tillaga frú Jóhönnu var feld með 7:7 atkv. Veröur málfrelsi takmarkað I Englandi? Afleiðing fascista og kommúnistaóeirðanna itt af. þeim málum, er vorú Nýtt dilkakjðt, Lifur, hjörtu svið og mör. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstr. 18. Sími 1575. Nýkomið: Krullupinnar hárliturinn ..Auriul". Aðalfund heldur íþróttakenn- arafjelag Islands sunnudaginn 18. þ. m. kl. 14 í Mentaskólanum. Laugaveg 5. Versl. Goðafoss Sími 3436. E voru til umræðu a fundi breska ráðuneytisins í gær, var baráttan milli kommúnismans og fascism- ans, sem farin er að gera vart við si£ í Englandi, en þó einkum í austurhluta Lundúnaborgar, þar sem Gyðing'ar hafa aðsetur sitt. Tveir af ráðherrum stjórnar- innar liafa í dag látið uppi skoð- un bresku stjórnarinnar á þessu máli. Hermálaráðherrann sagði, að stjórnin ætlaði sjer,.að koma í veg fyrir áframhaldandi óeirðir, hvað sem það kostaði. Hann nefndi fascisma og kommúnisma „tvær erlendar trúmálastefnur", og sagði, að allur þorri ensku þjóðarinnar hefði enga samhygð með „rauð- um kommúnisma“ eða „svörtum fascisma", og tregaði, að þess- ar stefnur skyldu hafa sett blett sinn á höfuðborg Eng- lands. Sir Thomas Inskip, landvarn- arráðherra, sagði, að líklega neyddist breska stjórnin til þess að takmarka málfrelsi breskra borgara, vegna þessara tveggja öfgastefna, er gert hefðu vart við sig í bresku þjóðlífi, og misnotað hefðu það málfrelsi, sem Bretar hefðu jafnan talið rjett sinn. Hann sagði, að það væri Sir Oswald Mosley og skoðanabræð- ur hans, sem ættu sök á því, að kommúnisminn færi í vöxt í Eng- landi. (Samkv. FÚ). YIÐSKIFTI ÍSLEND- INGA OG BRETA. með morgunkaffinu. Nýlr kaupendur fá blaðið ókeypls tll næsfkomandl mánaðamófa. Hringlð í síma 1600 og gerisf kaupendur. FRAMHALD AF 3. SÍÐB. annara landa), hafa þjóðirnar fyrir alvöru farið að ræða um afnám hafta- og ófrelsistefn- unnar, og koma viðskiftamál- unum aftur í sinn eðlilega far- veg. Enn er ekki sjeð hvað úr þessum bollaleggingum verður. Stríðshættan er þar erfíðasti Þrándur í götu. Verði henni af- stýrt, er sennilegt, að dagar haftastefnunnar sjeu brátt taldir, því að allar þjóðir við- urkenna skaðsemi hennar. * En jafnvel þótt svo gæfusam- lega kunni, til að takast, að það verði ofan á, að hafta- stefnan skuli víkja og frjáls og heilbrigð viðskiftastefna komi aftur, má gera ráð íyrir að það taki tíma að koma þessu í framkvæmd. Við getum því sennilega ekki vænst þess, Islendingar — því miður — að við sjeum lausir úr klóm haftanna. En við verðum að treysta því — þegar við nú göngum aftur að samningsborðinu með Bretum — að Bretar líti, öðr- um augum á okkar aðstöðu en þeir gerðu 1932. Síðan samið var 1932, hafa viðskifti ríkjanna farið þannig að við höfum keypt fyrir um 20 milj. króna meira af Bret- um en þeir af okkur. Þetta hefir gerst á sama tíma og við- skifti okkar við Suðurlönd hafa dregist saman stórkostlega. Svona geta Bretar ekki sam- i.ð við okkur aftur, ef þeir ætl- ast til að við getum framvegis staðið við okkar skuldbinding- ar við þá og haldið áfram sömu viðskiftum og áður. Vafalaust er Bretum orðið þetta ljóst. Bendirm.a.tilþess sú ákvörðun Breta, að þeir — sam- tímis því að kveðja á sinn fund samninganefnd frá okkur — láta þau boð ganga til okkar, að við getum fengið viðbótar- kvóta fyrir freðkjöt og ísfisk þegar á þessu ári, ef önnur ríki, sem Bretar eru bundnir samningum við samþykki. Þessi ákvörðun Breta bendir til þess, að okkur hlutur verði nú lagfærður og er það vissu- lega mál til komið. Okkur íslendingum er það líka vafalaust hagkvæmast, að viðskiftin við Breta geti haldið áfram. En hins verðum við að vænta, að Bretar auki veru- lega vörukaup af okkur, meðan haftastefnan ríkir. Og í því sam bandi nægir ekki að líta á vöru- viðskiftin ein, heldur einnig hitt, að við verðum árlega að greiða Bretum 5—6 miljónir í vexti og afborganir af skuld- um. Þessar greiðslur verðum við að greiða með okkar fram- leiðslu. En fáum við ekki að selja þá framleiðslu, sem til þess þarf, í landinu, sem greiðsl una á að fá, hlítur afleiðingin að verða sú, að við hættum að geta staðið í skilum. Föstudagur 16. okt. 1936, ORSAKIR HLUTLEYSIS - YFIRLÝSINGAR BELGA. FRAMH. L? ANNARI SÍÐU. og jafnaðarstefnan hafa náð fullmiklum tökum á frönsku þjóðinni, og vináttu Frakklands og Sovjet-Rússlands mælist þar ekki vel fyrir. í ræðu sinni á ríkisráðsfund- inum sagði Leopold konungmv að Belgir neyddust til að taka upp þessa nýju stefnu vegna breyttra viðhorfa í Evrópu og mintist í því sambandi á her- væðingu Þjóðverja við Rín, víg- búnaðarkapphlaup stórveld- anna, vaxandi baráttu milli pólitískra skoðana og samnings- rof, sem komið hefðu fyrir hvað eftir annað og að af því hafi leitt minkandi öryggi. Að- staða Belgíu væri þannig, að henni myndi gagnslaust að gera sáttmála við önnur ríki sjer til varnar, þar sem unt væri fyrir árásarþjóð, að ráðast inn í land ið, áður en ákvæði slíks sátt- mála gætu komið til fram- kvæmda. Belgí'a ætti þess eins kost að standa utan við Öll bandalög, til þess að forðast að verða dregin inn í deilur nágrannaþjóðanna. Samtímis neyddist hún til að styrkja her- varnir sínar á sem fullkomnasta hátt. Er Leopold konungur hafðí gefið þessa yfirlýsingu fór van Zeeland forsætisráðherra fram á það við konunginn, að yfirlý&- ingin yrði birt opinberlega, og gaf konugurinn til þess sam- þykki sitt. Konungurinn tilkynti ráðuneytinu einnig, að hann myndi biðja stjórnina að leggja fram tvö frumvörp, annað um endurskipulagningu hersíns, og hitt um breytingu á reglugerð- um um herþjónustu. (Samkv. einkask. og FÚ.). Þýskur togari kom í gær til.að leita sjer viðgerðar við lítilshátt- ar hilun. HúsmæSur, ný framleiðsla daglega. Ljiiffengar, ljettreyktar fiska- pylsur og sjólaxpylsur. Einn- ig okkar viðurkenda, glænýja fiskfars. Varist eftirlíkingar. við notum ekki hveitiklístur í vörur okkar. Hafið þjer reynt rauðsprettu- file, velt uppúr eggjum og- brauðraspi. Þessar vörur fáið þjer í flest- um betri kjötverslunum bæj- arins. Heildsala. Smásala. Fiskpylsugerðin. Laugaveg 58. Sími 3827. Nýju eplin eru koniin. Verslunln Vfsir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.