Morgunblaðið - 24.10.1936, Síða 2
2
MURGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. okt. 1936.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjörar: .T6n Kjartansson og
Xaltýr Stefánsson —
ábyrgSarmaBur.
Ritstjörn og afgreiSsla:
Austúrstræti 8. — Slmi 1600.
Auglýsingastjóri: K, Hafberg.
Auglýsingaskjsifstof a:
Austurstræti 17. — Sfmi 3700.
Heimaslmar:
J6n Kjartansson, nr. 3742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óia, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuSi.
í lausasölu: 15 aura eintakiS.
25 aura meS Lesbók.
HLUTLEYSIP OG SPAWW.
Fekk Madridstjórnin vopn og 60
flugvjelar frá Leon Blum?
Þungar sakir bornar á Biumstjórnina. Sonur Blum sá um kaupin.
Eysteinn þrætir
Allir muna hvernig fór fyr-
ir Eysteini Jónssyni á dögun-
um. Það var þegar mestur hvell-
urinn varð út úr Konsessions-
kompunni. Við rannsókn þess
máls komst það upp, að ein-
hverjir góðir „vinstri“-menn,
eins og Eysteinn kallar rauðu
flokkana einu nafni — höfðu
verið að gera sjer mat og drykk
úr stolnum bókum. Ein þessara
bóka hafði horfið af heimili Ey-
steíns Jónssonar og úr hans
vörslu.
Eins tig eðlilegt var, taldi lög-
réglan það rannsóknarvert,
hvort hinir fingralöngu menn,
sem farnir voru að hafa illa
fengnar bækur sjer til uppi-
haids, væru ekki einmitt hinir
sömu, sem valdir væru að hvarfi
vasabókarinnar.
Er nú leitað umsagnar Ey-
steins. En þá skeður það eftir-
tektarverða, að Eysteinn synjar
með öllu fyrir að bók sú, sem
notuð hafði verið sem verslun-
arvara, að fornspurðum eig-
anda, hefði nokkurn tíma ver-
ið í sinni vörslu. Rannsókninni
heldur áfram og sannast með
framburði annara manna, að
ráðherrann hafði farið rangt
með. Þegar böndin berast svo að
Eysteini, að ekki er undan-
komu auðið, hættir hann loks
að þræta.
Nú þarf það ekki að vera að
Eysteinn hafi sagt hjer vísvit-
andi ósatt, en hafi svo ekki
verið, þá er hann að minsta
kosti minnissljórri en títt er
um menn í blóma lífsins. Hvort
heldur sem er, þá verða slíkir
menn, að sætta sig við að fram-
burður þeirra verði tekinn með
öllum fyrirvara, þótt þeif þræti.
Stjómarflokkarnir keppast
nú við að bera af sjer samfylk-
ingarmakkið. Og nú hefir Ey-
steinn aftur leiðst út í að þræta
í líf og blóð.
Er þetta máske svo að skilja,
að hann sje búinn að gleyma,
hvað fyrir kom, eftir að hann
þrætti í vasabókarmálinu?
Allir hugsandi menn í stjórn-
arflokkunum hljóta að skilja
það, að eins og sakír standa,
taka menn ekkert mark á því,
þótt Eysteinn þræti.
Hann er reyndur að því að
vera gleyminn bæði á sann-
leikann og „skjöl sem varða
fjárhag ríkisins“. Þessvegna er
„þræta“ hans í samfylkingar-
málinu gersamlega dauð og
ómerk.
Dimitroff
fallinn í ónáð
hjá Stalin.
Eftir fund hlutleysisnefndarinnar í gærkvöldi
sagði Maisky sendiherra Rússa í London’! „Rússar
eru kyrrir í nefndinni“. Á fundinum var lesin upp
yfirlýsing frá Rússum út af brotum á hlutleysissátt-
málanum, sem þeir fullyrða að nokkrár þjóðir hafi
gert sig sekar um og var yfirlýsingunni vísað til
undimefndar, sem á að fá skýringar á einstökum at-
riðum hennar. f nefndinni verður m. a. Rússi. —
Næsti fundur hlutleysisnefndarinnar verður á mið-
vikudaginn.
Hlutleysisnefndin situr nú á — að því
er talið er — síðasta: fundi sínum í
London og samtímis rignir niður
kærum á báða hóga um stuðning ýmist við
Madridstjórnina eða uppreisnarmenn.
1 Frakklandi hefir komið fram þung ákæra á
hendur Leon Blum stjórninni.
Hægri-blaðið Echo de Paris fullyrðir að stjórnin hafi
sent til Madridstjórnarinnar sextíu flugvjelar og geysi-
miklar vopnabirgðir og Leon Blum hafi jafnvel Iátið
sinn eigin son semja við Spánverja um vopnakaupin.
í Moskva fara fram grimmileg átök út af afstöðunni til
Spánar innan sovjet-stjórnarinnar. Litvinoff heldur áfram að
berjast fyrir hlutleysi, en talið er að hann verði borinn ofur_
liði og hinir sigri, sem vilja skakka leikinn á Spáni.
Orðrómur gengur um það,
að Stalin hafi m.ælt svo fyr_
ir, að Dimitroff, hinn
kunni kommúnista-leikari,
sem nafntogaður varð eft-
ir ríkisdagsbrunann í
Þýskalandi, skuli gerður út
lægur frá Moskva og flutt-
ur til Síberíu.
Dimitroff fekk griðastað með
al nánustu samstarfsmanna
Stalins, er Hitler hafði rekið
hann af höndum sjer. Nú er
Dimitroff kent um hvernig
komið er fyrir Rússum í afstöð-
unni til spönsku styrjaldarinn-
ar og honum gefinn ódugnaður
að sök (símar frjettaritari vor).
Þá gengur orðrómur um það,
(segir f Lundúnafregn F.Ú.),
að Voroschiloff, hermálafull-
trúi Sovjetríkjanna, hafi nú þeg
ar gefið skipun um að senda
spönsku lýðveldisstjórninni 5
þús. þungar og ljettar vjelbyss-
ur, 300 fallbyssur ásamt tilheyr
andi skotfærum, og 100 orustu-
og sprengiflugvjelar.
1 útvarpi, uppreisnarmanna
var 1 gær staðhæft, að 50 flug-
vjelar frá Rússlandi hefðu bor-
ist stjórninni á Spáni í fyrra-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Frá ISol&fíti:
250 þús, lascistar
virða stjórnarbann
vettugi.
Belgisku rexistarnir ætla að
virða vettugi fyrirmæli
von Zeelands forsætisráðherra
sem hann beindi til þeirra í
ræðu: „hingað og ekki lengra!
Vjer munum aldrei láta stjórn-
ast af götulýð“ og fara hóp-
göngu sína til Brússel á sunnu-
daginn sem fyrirhuguð var.
Þar eð sósíalistar hafa í
hótunum að stofna til
gagn-samblásturs er óttast
að til alvarlegra óeirða
kunni að draga í Brússel á
morgun.
1 hópgöngu rexista er talið að
verði alt að því 250 þús. manns.
Rexistar eru nýr flokkur, sem
vann 22 þingsæti af 202 við síð-
ustu þingkoshingar í Berlín.
Foringi þeirra er 27 ára og heit_
ir Louis Degrelle.
------------Ekki nema----------------------------
17 km. frá Madrid:
Vígstaðan í gær.
Ritsímasamband við Madrid hefir verið rofið.
Framverðir í liði uppreisnarmanna eru nú ekki nexna
17 km. frá borginni.
Klukkan hálf níu í gærmorgun (segir í Lundúna.
fregn F.O.), sveimuðu nokkrar flugvjelar uppreisnar-
manna yfir Madrid. Var þegar hafin á þær skothríð, úr
varnarbyssum stjórnarinnar gegn flugvjelum, en þær flugu
hátt, og var engin þeirra hæfð.
Tveim klukkustundum síðar komu þrjár flugvjelar
aðvífandi, Ein þeirra flaug mjög lágt, og var skotið úr
henrsi vjelbyssuskotum á skyttur stjórnarinnar, við varnar-
byssurnar. í Madrid er sú skoðun ríkjandi, að tilgangur-
inn mun.3 hafa verið, að skjóta Madridbúum skelk í bringu,
og minna þá á, hvers þeir mega vænta.
Helstu tíðindi af vígstöðvunum eru þessi:
Uppreisnarmenn eru búnir að umkringja E1 Escorial.
Gert er ráð fyrir því, að uppreisnarmenn færi nú til her-
línu sína milli Illescas og Navalcamero, og ef til vill það-
an norður á bóginn, ti-í þess að rjetta línuna, og færa hana
alla nær Madrid.
Þó eru fregnir um, bardaga í grend við Siguenza, norð-
austan við Madrid.
Það hefir nú frjest, að orustan um Navalcarnero hafi
staðið í 10 klukkustundir, og verið mjög grimm. Márar
börðust þar í návígi við hermenn stjórnarinnar, sem vörð-
ust hreystilega lengi vel, en Ijetu svo alt í einu undan
síga.
(Samkvæmt FÚ.-fregnum).
Dimiíroff.
Stalin sendir
60 þús. manns
i Síberíuútlegð
I skeyti frá Varsjá (Póllandi)
til Ritzau-frjettastofunnar, seg-
ir að Stalin hafi rekið sextíu
Hvað verður
gert við gisiina?
10 þús. teknir
fastir í Madrid.
Uftir því, sem Rauði-
Kross hefir frjett,
hefir Madridstjórnin lát
ið taka höndum 10 þús.
gísla, þar af 1500 kon-
ur.
í Lundúnafregn (F.Ú.) seg-
ir, að tala þeirra, sem stjórn_
in láti taka fasta vegna sam-
hyggðar við uppreisnarmenn,
fari dagvaxandi.
Vegna ósigra þeirra, sem
stjómarherinn hefir beðið und-
anfarna daga, fyrst við Illes-
cas, og síðar við Navalcarnero,
hefir stjórnin skipt um her-
stjórn. Hefir herforingi sá, er
veitt hefir forustu hersveitum
stjórnarinnar á þessum slóðum,
verið rekinn, en Posas hershöfð-
jingi settur yfir herinn í hans
stað. En öðrum hershöfðingja
hefir verið falin á hendur yf-
þúsund manns, sem álitnir vóru irstjóm þess hluta hersins, sem
Trotskysinnar í útlegð til Si- á að verja sjálfa borgina, og er
beríu. bækistöð hans í Madrid.