Morgunblaðið - 24.10.1936, Side 4
4
4
MORGUNBLAÐIÐ
■ - j . *
Laugardagur 24. okt. 1936.
Átti að minka framlag
ríkissjóðs til atvinnubóta
um 100 þús. krónur?
Alþýðublaðið gefur
það í skyn í gær.
P
að hefir sjálfsagt hækkað brúnin á
mörgum atvinnuleysingj anum hjer í
bænum við lestur Alþýðublaðsins í
gær.
Þar birtist á fremstu síðu grein með gríðar-
stórri fyrirsögn, svohljóðandi:
„Ríkisstjórnin leggur fram 100 þúsund kr. í viðbót til
atvinnubóta í Reykjavík“.
Loksins kom að því, að rik-
isstjórnin — „stjórn hinna
vinnandi stjetta“ — mundi eft-
ir skjólstæðingunum, verka-
mönnunum, hefir sennilega ver-
ið hdgsun ýmsra, er þeir lásu
þessi gleðitíðindi í Alþýðublað-
inu.
—Hundrað þúsund krónur í
viðbót til atvinnubóta; það var
líkt stjórninni okkar, varð ein-
um sósíalistabroddanum að
orði, í gær, um leið og hann
skýrði atyinnulausum verka-
manni frá tíðindunum.
Atvinnulausi verkamaðurinn
sagði ekki neitt. Hann hafði svo
oft verið svikinn af „stjórninni
okkar“, og Alþýðublaðið hafði svo
oft sagt ósatt, til þess að gylla .og
fegra málstað „stjórnarinnar okk-
ar“„
*
Og -— því miður — reyndist það
svo, enn, að Alþýðublaðið sagði
ósatt.
Málið horfir þannig við:
Bæjarráð hafði ætlast til að at-
vinnubætur á þessu ári yrðu hin-
ar sömu og s.l. ár. Bn til þess að
þetta gæti orðið þurfti ríkið að
leggja fram 100 þús. kr. í viðbót
við það, sem stjómin hafði ætlað
til atvinnubóta í bænum.
Borgarstjóri fór fram á það við
ríkisstjórnina, að hún legði þess-
ar 100 þús. kr. fram, til þess að
atvinnubætur gætu orðið hinar
sömu og í fyrra.
Nú hefir ríkisstjórnin orðið við
þessari beiðni borgarstjóra og
verður því varið til atvinnubóta
á þessu ári nákvæmlega sömu upp
hæð og s.l. ár.
Þetta er „viðbótin", sem Al-
þýðublaðið gumar svo mjög af í
gær! Því þykir að ríkisstjórnin
geri vel, ef hún ekki dregur úr
atvinnubótunum, enda þótt at-
vinnuleysið sje síst minna nú en í
fyrra!!
Svona er Alþýðublaðið í garð
verkaiýðsins!
Beck boðið til London.
Berlín 22. okt. F.Ú.
Tilkynt hefir verið, að enska
stjórnin hafi boðið Beck, utan-
ríkisráðherra Póllands, til heim-
sólcnar í London, og hafi hann
þegið boðið. Heimsóknin mun
eiga sjer stað 8.—12. nóv.
næstkomandi.
Haile Selassie
biður enn nm
hjálp.
Italir byrjaðir herferð-
ina vestur á bóginn.
London 23. okt. F.Ú.
Abyssiniukeisari hefir sent
Avenol, aðalritara Þjóðabanda-
Jagsins skeyti, sem honum hef-
ir borist frá settum landstjóra
Abyssiniu í Bore, þar sem land-
stjórinn segir, að allur vestur-
hluti landsins sje sameinaður
undir eina stjórn, og að það sje
eindregin ósk Abyssiniumanna
á þessu svæði, að verja landið
gegn ítölum.
Biður hann keisarann að
snúa sjer enn einu sinni til
Þjóðabandalagsins, með beiðni
um hjálp Abyssiniu til handa.
Þá segir einnig í skeytinu, að
ítalir sjeu nú á leiðinni til suð-
vestur Abyssiniu með mikinn
her, og að þegar hafi orðið tvær
stórorustur, í grend við Sala-
vatn í Sidamo hjeraði. í annari
þessari orustu hafi ítalr beðið
algerðan ósigur, en í hinni hafi
her Abyssiniumanna beðið ósig-
ur, einungis vegna þess, að ítal-
ir gátu komið því við að nota
ílugvjelar sínar.
Bretar hraða víg-
búnaði sínum.
New York Times býst við því,
að Bretar muni kaupa fimtán
hundruð flugvjelar í Ameríku,
þar eð breskar verksmiðjur
geti ekki fullnægt eftirspurn
hersins á nógu skömmum tíma.
Telja Bretar sig neydda til að
hraða vígbúnaði sínum eins og
auðið er, vegna vígbúnaðar-
aukningarinnar á meginland-
inu.
FYRST hinn lokkandi ilmur — dá-
samlegur, töfrandi.
SÍÐAN, bragðið óviðjafnanlega —
ljúffengt, fullkomið.
OG LOKS, hin hressandi áhrif —
þreytan er horfin, gleðin endurvakin.
SANNARLEGA er ekki völ á öðrum
drykk, sem veitir yður meiri gleði
og unað.
O. J. & K.-kaffi er framleitt úr dýr-
ustu og bestu kaffibaunum og sent
í verslanir bæjarins beint úr brenslu-
ofnunum. Itað kemur því ávalt til
yðar NÝTT, ILMANDI, LJIJF-
FENGT OG HRESSANDI.
O. ]. & K.-KAFFI
„Af ávöxtunum
skuluð þjer þekkja þá“.
EPLI.
fögur á að líta, girnileg
til átu.
Ostur, smjðr.
Kæfa, Hólsfjallahangi-
kjötið.
Úrvals ísl. afurðir.
Heimsfrægar
Sápur
og aðrar hreinlætisvörur.
MUeWJL