Morgunblaðið - 24.10.1936, Page 5

Morgunblaðið - 24.10.1936, Page 5
Laugardagur ,24. okt. 1936. MORGUNBLAÐIÐ PaJð er 7. ágúst, og klukk- an 15.15 á sú íþrótt 01- ympíuleikanna fram að fara, sem rnig langar mest af öllu til að sjá, en það er 5 rasta hlaupið. Áhorfendasvæðið fyllist óðum, og þegar klukkan er tæplega þrjú er svo að segja hvert einasta sæti skipað. Um það leyti sem íþrótt- irnar eiga að hefjast, kemur skyndilega ör hreyfing á áhorf- endurna, fólkið stendur upp úr sætum sínum og þúsundir sjón- auka heinast í áttina til sama blettsins .— til áhorfendapallanna vinstra megin við blaðamanna- stúkuna. Athyglin beinist öll að sairia manninum, sem í þessum svifum er að koma inn á pallana. Maðurinn er Finninn þagmælski — fullu nafni Paavo Nurmi, fræg- asti þolhlaupari sem sögur fara af á jörðunni. P aavo Nurmi er heiðursgestur þýsku stjórnarinnar á 01- ympíuleikunum, en auk þess er hann þjálfari finsku þolhlaupar- anna, og í dag á hann sjerstakt erindi á leikvanginn, því að í 5 rasta hlaupinu taka þátt þrír Finnar, sem allir eru lærisveinar Nurmi’s. Sjálfur hefir Nurmi bor úð hróður finsku þjóðarinnar út ’Tim; gjörvallan heim, en í dag eiga laerisveinar hans að keppa á móti öllum bestu þolhlaupurum jarðar inndr, og nú er að vita, hvort þeir standa sig — hvort þeir eru fær- ir úm að vernda hlaupaheiður Finnlendinga, þann sem Kohlé- “manen og Nurmi skópu og báru út hm víða yeföld. Finninn þagmælski sest. Nurmi ■er 'frægur fyrir þagmælsku sína, «n ef hann kemst ekki hjá því að segja eitthvað, þá eru svörin stutt, afundin og önug. Þúsundir blaðainanna frá Norðurlöndum og ‘ Þýskalandi hafa spurt Nurmi um afrek og íþróttahorfur finsku ^Olympíu þátttakendanna, en iNurmi er þögulli en steinn og ekki einn einasti blaðamaður hefir farið vísari frá honum en þegar h ann kom. Ef blaðamennirnir eru um of nærgöngulir, talar Nurmi um veðrið, að hann liafi fengið súra mjólk í síðastliðinni viku, og hvað það gæti verið yndislegt að lifa í heiminum, ef engir blaða menn væru til. Ennþá síður þýðir að fara til keppendanna sjálfra. Nurmi hefir skipað þeim að þegja, og þeir hlýða. Lærisveinar Nurmis, sem eiga að keppa í 5 rasta hlaup- inu, heita.- Lauri Lehtinen, Ilmari ' Salminen og Gunnar Höckert. Það tvent, að þeir eru Finnar, og að þeir eru undir leiðsögn Nurmis, nægir til þess, að fólk býst við miklu af þeim, einhverju ofur- smannlegu, yfirnáttúrlegu. Undanrásir í 5 rasta hlaupinu ’voru hlaupnar fyrir nokkrum dög umií þrem riðlum, í hverjum riðli hlupu 14—15 hlauparar og fimm þeir bestu í hvorum riðli komust ;í úrslit. I fyrsta riðli sigraði Cer- ati frá ítalíu á 15.01.0 mín., hann er heimsmeistari stúdenta í 3ja rasta hlaupi. 2. Siefert, besti hlaupari Dana, á 15.02.8 mín. 3. Lash, Bandaríkjameistari á 5 • rasta hlaupi, og fyrir nokkrum vikum setti hann nýtt heimsmet á LÆRISVEINAR NURMI EFTIR ÞORSTEIN JÓSEPSSON. Lehtinen, Salminen og Höckert heita þeir, íþróttalærisveinar Nurmi. — Sjálfur er Nurmi, Finninn ósigrandi, hættur að taka þátt í íþrótta- kepni. Lærisveinar hans bera nú uppi íþrótta- heiður Finna. Hvernig þeir gerðu það á Olympíu- leikunum í sumar, og í Los Angeles 1932, ætlar Þorsteinn Jósepsson að segja frá í tveim greinum hjer í blaðinu, og birtist hjer sú fyrri. , i Paavo Nurmi. 2ja mílna hlaupi. Tími 15.04.4 mín. 4. Salmiuen frá Finnlandi á 15.06.6 mín., og 5. Reeve, Eng- landsmeistari á 3ja mílna hlaupi. Tími 15.06.8 mín. Úr öðrum riðli komust þessir í úrslit: 1. Höckert frá Finnlandi á 15.10.2 mín. 2. Englendingurinn Close á 15.11.6 mín. 3. Noji, besta hlaupari sem Pólverjar hafa átt á þessari vega- lengd. Tími 15.12.2 mín. 4. Hell- ström, sænskur, á 15.12.6 mín., og 5. Hansen frá Noregi, maður sem fyrir skömmu síðan byrjaði að æfa hlaup. í þriðja og síðasta riðli sigraði Svíinn .Tonsson á 14.54 mín. Hann" er besti þolhlaupari sem Svíar hafa nokkru sinni átt, Og mun betri en sænski hlaupar- inn Wide, sem um skeið var fræg- asti hlaupari heimsins. 2. Mura- koso frá Japan, hlaupari sem á síðastliðnu ári hefir farið sigur- för um allan heim og sigrað hvert hlaup, sem hann hefir kept í. Tími 14.56.6. 3. Englendingurinn Ward, á 14.59 mín. 4. Lehtinen, Finni, á 15.00 mín. og 5. og 6. voru Bandaríkjamaðurinn Zam- perini og ítalinn Mastroenni, báð- ir á sama tíma: 15.02.2 mín. Eftir undanrásunum að dæma var útlitið fyrir lærisveina Nurmis ekki ýkja glæsilegt, því að enda þótt Höckert yrði fyrst- ur í sínum riðli, höfðu samt 11 hlauparar, eða með þðrum orðum allir hlaupararnir, sem komust í úrslitin úr hinum riðlunum, náð betri tíma en hann. Og hinir tveir Finnlendingarnir, Lehtinen og Salminen, urðu ekki nema nr. 4, hver í sínum riðli. En það er bara dálítið hæpið að byggja á tíma í undanrás, og ennþó hæpnara þó að byggja á Finnum; þeir koma oftast nær eins og fjandinn úr sauðarleggnum, þegar maður síst á þeirra von og verst gegnir fyr- ir andstæðinga þeirra. En hvað sem þessu leið, höfðu undanrásirn ar orðið til þess að gera úrslitin í 5 rasta hlaupinu að einhverri •skemtilegustu og mest æsandi íþróttakepni, sem fram fór á öll- um Olympíuleikunum. Klukkan er 15.15. ITppi á á- horíendapalli situr Paavo Nurmi, þögull, kaldur og harð- neskjidegur á svip eins og stein- gervingur; en hið innra samt titr- andi af lífi, af hita og metnaði. Hann horfir á Finnana raða sjer upp í 5 rasta lilaupið — hlaupi^ sem Finnar hafa unnið á öllum Olympíuleikum síðan 1912, að und anteknum leikunum 1920. Startskotið ríður af; sextán bestu þolhlauparar heímsins berj- ast um það, hver sje besti 5 rasta hlaupari jarðarinnar. Nurmi rjett ir sig í sæti sínu, augun tindra • og andlitssvipurinn ber vititi um eftirtekt og eftirvænting. Finnlendingurinn Salminen leið ir lilaupið, en rjett á eftir honum er Lehtinen, maðurinn sem bæði á heimsmet (á 14.17.0 mín.) og OJympíumet (14.30.0 mín) á þess- ari vegalengd. Hann er þess vegna ekki neinn liðljettingur, og þó er vafamál að hann sje besti hlaup- arinn þarna. Aunga aldri var Lehtinen veilc bygður og gekk við hækju; enginn myndi þá hafa tniað því, að hann myndi nokkru sinni verða heimsfrægur íþróttamaður. Árið 1931, nokkru eftir að Leh- tinen byrjaði að æfa hlaup, slas- aðist hann af mótorhjóli, sem lamaði hann svo mjög, að engum myndi liafa komið til hugar, að hdnn tæpu ári síðar setti nýtt heimsmet í 5 rasta hlaupi og sigr- aði á Olympíuleikunum í Los An- geles á þessari vegalengd. En hlaupasigur Lehtinens í Los An- geles hefir orðið að leiðinlegum þátt úr æfi hans, því hann hefir sett skugga á íþróttaheiður Finn- ans og jafnvel gert hann óvinsæl- an sem íþróttamann — einkum meðal Bandaríkjamanna. Orsak- irnar til þessa atviks lágu þannig: Pann 5. ágúst 1932 fór 5 rasta hlaupið í Los Angeles fram. Hlaupararnir, sem kornust í úrslit in, voru 14 talsins, en enda þótt þetta væru bestu hlauparar heims- ins, sem þarna voru saman komn- ir, efaðist þó enginn um yfirburði Prjár rastir af lilaupinu voru búnar, þegar atvik nokkurt kom fyrir, sem kom áhorfendun- um í ógurlega æsing. Háv og grannur Bandaríkjamaður, Ralph Hill að nafni, algerlega óþektur hlaupari, jafnvel í Bandaríkjun- um sjálfum, tók sig aftan úr mið.-j um hópnum, lengdi skrefin, herti á ferðinni, skaut Yirtanen aftur fyrir sig og hljóp á hæla Lehtin- ens. Þetta var dirfska. Flestir ef ekki allir hlaupararnir, sem þarna keptu, voru álitnir betri hlaupar- ar en Hill, enda höfðu þeir hlaup- ið 5 rastirnar á miklu skemmri tíma en hann. Þessi dirfska Hills var óðs manns æði, það var sama og að gera sitt ítrasta í miðju hlaupinu, og gefast svo upp. Þann íg litu allir íþróttamenn á málið og allir þeir, sem eitthvað skyn- bragð báru á, íþróttir og íþrótta- kepni. En það var aðeins einn maður, sem leit öðruvísi á málið, og þessi eini maður var — Hill sjálf- ur; hann skeytti engu öðru en að halda í við Finnann ósigrandi. Það var nákvæmlega sama hvaða tilraunir Lehtinen gerði til að losa sig við þenna leiðinlega draug, sem hann var búinn að fá á hæl- ana, það var sama livort hann lengdi skrefin eða hvort hann tók spretti, altaf fylgdist Hill með eins og óaðskiljanlegur skugþi og gætti þess vandlega, að lengja ekki bilið milli sín og Lehtinens um hársbreidd. Hill hljóp jöfnum fjaðurmögnuðum skrefum og það sást hvorki á honum þreyta nje mæði. 4000 stikurnar höfðu þeir hlaup ið á 10.34 mín., og það var ekki eftir nema 2% hringur. Áhorfend- urnir sáu, að Hill var ekki eins slakur og þeir höfðu búist við. Það var eitthvað óvænt að ske. að berjast til þrautar á síðasta sprettinum. Það voru 70 stikur eftir í mark. Marklínan lá strengd beint fyrir framan hlauparana — aðeins ör- fáar sekúndur ennþá, og þá var alt um garð gengið, alt búið. Ein- mitt á þessu augnabliki notaði Hill tækifærið, veik til hægri og ætlaði að komast fram úr Lehtin- en. En þetta var augnablikið, sem Lehtinen óttaðist, hann skynjaði í vetfangi liættuna og í sama gerði hann það, sem hann hetði ekki átt að gera — hann hljóp sjálfur til hægri og fram fýrir Hill, svo hann komst ekki fqim úr. ,, ■■iiíii Sjötíu þúsund Bandaríkjam§nn öskruðu upp yfir sig af grentju og bræði. En Hill gerði aðra til- raun; hann vjek til vinstrj, pg ætlaði þannig að komast frgtm nieð liliðinni á Lehtinen. Viljandi eða óviljandi veik Lehtinen lika til vinstri og aftur er hann orð- inn þröskuldur í vegi fyrir sijgri Bandaríkjamannsins. Fyrir Hill voru allar bjargir bannaðar pg hann varð að láta sjer nægja að koma hálfri stiku á eftir Lehfin- en í mark. Enda þótt Lehtinen sigraði hlaupið ineð nýju olympisku meti á 14.30 mín., var það samt Hill, sem hafði samúð mannfjöld- ans með sjer, og aldrei hefir nokkrum olympiskum sigurveg- ara verið tekið með jafn miklum kulda, já hatri, eins og Lehtitten þá. Múgurinn æpti, öskraði Ug formælti, og ekkert er líklegra en Lehtinen hefði verið tættur í sund ur, ef í hann hefði náðst. Mann- fjöldinn þagnaði ekki fyr en 01- ympíukallarinn tilkynti, að Banda ríkjunum bæri að sýna gestum sínum kurteisi. Og Bandaríkin ljetu ekki standa við orðin tóm, hvað kurteisina snerti, því þau sendu ekki kæru út af hlaupinu og gerðu alt sem í þeirra vafdi stóð til að Lehtinen yrði dæmd verðlaunin. En ef til vill var það þó Hill sjálfur, sem sýndi Lehtin- en mestu kurteisina, því það valt á hans vitnisburði, hvort Lehtin- en skyldi dæmd verðlaunin eða ekki, og þá var það Hill, sem sagði, að Lehtinen væri saldaus, Og þetta var einmitt það, sem jhami llefði óviljandi lHaupið Lelitinens fram yfir alla keppi- Ameríkumenn kunna að meta, ífram fyrir sig og honum bæri nauta sína, enda var hann þá fyr ir fáum vikum búinn að setja hið fræga heimsmet sitt. Lehtinen tók strax forystuna, en landi hans Virtanen leysti hann þó altaf af liólmi annan hvern hring. Hrað- inn var mikill, því 1500 stikurnar hlupu þeir á 4,15 mín., en þetta nægði Lehtinen ekki. Hann herti á ferðinni, svo Virtanen hætti að hafa við. Lehtinen var hinn ó- sigrandi Finni — heimsmethafinn sem hlaut að sigra, og hann þaut langt fram úr keppinautum sín- um. það var „sensationelt" og fagnað-; gnllorðan. aróp áhorfendanna dundu um þveran og endilangan völlinn. ’ |-^egar sigurvegararnir voru Lieiðraðir daginn eftir á leik- Lehtinen og Hill voru langt á undan öllum, aðrir keppi- nautar komu ekki til greina. Vir- tanen var orðinn 25 stikum aftar, Savidan frá Nýja Sjálandi 70 st. aftar og hinir enn aftar. Lehtinen gerði hverja örvæntingartilraun- ina á fætur annari til að losa sig við „skuggann" sinn, en þær bfiru ekki árangur. „Skugginn" fylgdi með stökustu sálarró og tilbúinn vanginum og lárviðarsveigurinn var lagður um höfuð Lehtinens, gerði hann tilraun til að draga Hill til sín upp á hápallinn, en Hill afþakkaði. Þá dró Lehtinen finska fánan af brjósi sjer og nældi honum í jakkaliorn Ralph Hills ,en mannfjöldinn laust upp fagnaðarópi, og það var tákn þ'ess að Ameríka hefði tekið Lehtineu aftur í fulla sátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.